Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.12.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 344. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is STÓR STUTTMYND SUNDANCE-STUTTMYND ÍSOLDAR VARÐ ÓVART AÐ SEXTÍU MANNA VEISLU >> 39 6 dagar til jóla www.postur.is 20.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og -pökkum innanlands Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ANDSTÆÐINGAR forseta Írans, Mahmouds Ahmadinejads, unnu á í kosningunum sem fram fóru í landinu á föstudag. Akbar Hashemi Rafs- anjani, aðalkeppinautur Ahmadine- jads í síðustu forsetakosningum, er á ný orðinn einn af mestu áhrifamönn- um landsins þar sem allt bendir til að hann verði langefstur í kjöri til svo- nefnds sérfræðingaráðs þar sem 86 klerkar eiga sæti. Ráðið hefur eft- irlit með störfum voldugasta manns landsins, æðsta- klerksins sem nú er ajatollah Ali Khamenei, og mun kjósa eftir- mann hans. Rafs- anjani, sem er 71 árs og talinn hóf- samari í skoðunum en Ahmadinejad, virtist ætla að fá helmingi fleiri at- kvæði en helsti ráðgjafi Ahmadinej- ads í trúarlegum efnum. Rafsanjani myndaði að þessu sinni bandalag með umbótasinnuðum klerkum sem buðu nú fram sameig- inlegan lista. Kosið var einnig til 113.000 sæta í sveitarstjórnum og bættu konur mjög hlut sinn. Í borg- inni Shiraz var 25 ára gamall háskóla- nemi, Fatemeh Houshmand, með flest atkvæði en hún er umbótasinni. Af um 235.000 frambjóðendum alls voru um 7.000 konur. Stuðningsmenn forseta Írans fóru halloka Ahmadinejad Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is BILUN varð í Cantat-3-sæ- strengnum að kvöldi laugardags og tók tæpar 20 klukkustundir að ljúka bráðabirgðaviðgerð á austur- hluta strengsins til Evrópu. Á með- an voru allir háskólar landsins, að Hólaskóla undanskildum, Land- spítalinn – háskólasjúkrahús, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og fjöldi rannsóknastofnana net- sambandslaus við umheiminn. „Þetta var mjög bagalegt, enda á stór hluti þess hóps sem við þjón- ustum í verulegum erlendum sam- skiptum,“ segir Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. (RHnets). Tók hann fram að raunar hefði bil- unin ekki getað orðið á betri tíma, því mun minni netnotkun væri hjá hlutaðeigandi stofnunum um helg- ar. Hann segir uppákomuna þó hafa verið þarfa áminningu um að huga þurfi enn betur að fjarskipta- samskiptum Íslands, enda löngu orðin þörf á lagningu þriðja sæ- strengsins. Bendir hann máli sínu til stuðnings á að hefði eitthvað komið fyrir Farice-strenginn með- an Cantat var úti hefði Ísland verið algjörlega netsambandslaust, því nokkra daga tekur að tengjast gervihnöttum. Bilunin varð í vesturlegg Cantat-3-sæstrengurinn er sem kunnugt er annar tveggja fjar- skiptasæstrengja milli Íslands og umheimsins. Hann liggur frá Kan- ada til Bretlands, Danmerkur og Þýskalands, með leggjum til Ís- lands og Færeyja. Að sögn Jóns Inga skiptist strengurinn í austur- og vesturlegg og hægt er að keyra annan legginn óháð bilunum í hin- um. Það kallar hins vegar á sérstak- ar breytingar á því hvernig raf- magn er sett inn á kapalinn. Að sögn Jóns Inga hafa fyrri bil- anir á Cantat-3 yfirleitt orðið á austurleggnum, þ.e. frá Íslandi til Evrópu, og þá hafi aðeins tekið 6–8 klst. að ná sambandi aftur milli Ís- lands og Kanada. „Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem bilunin er vestanmegin,“ segir Jón Ingi. Þess má geta að bráðabirgðaviðgerð á vesturhluta sæstrengsins lauk seint í gærkvöldi, en lokaviðgerð getur tekið allt að þrjár vikur enda þarf að gera út sérstakt viðgerðarskip. Alvarlegt ástand í fjar- skiptamálum stofnana Ekkert má út af bregða til þess að RHnetið verði sambandslaust Morgunblaðið/Árni Sæberg Bilun Jón Ingi Einarsson, framkvæmdastjóri Rannsókna- og háskólanets Íslands hf. (RHnets), í höfuðstöðvum RHnetsins í Tæknigarði í gærkvöldi. Gazaborg. AFP, AP. | Lýst var yfir vopnahléi í gærkvöldi í blóðugum átökum vopnaðra sveita Hamas og Fatah í Palestínu en efa- semdir voru um að það myndi halda. Deil- ur hafa verið milli flokkanna tveggja síð- ustu vikurnar og urðu þær enn heiftarlegri er Mahmoud Abbas forseti, sem er Fatah- liði, ákvað á laugardag að boða til forseta- og þingkosninga innan þriggja mánaða. Hamas, sem ræður ríkisstjórninni, segir að um stjórnarskrárbrot sé að ræða, Abb- as hafi engan rétt til að rjúfa þingið. Sak- aði Ismail Haniyeh forsætisráðherra Abb- as um að æsa til frekari úlfúðar með ákvörðun sinni. Hamas myndi hunsa kosn- ingarnar. Ung kona féll í átökunum á Gaza og tug- ir manna hafa særst síðustu daga. Skotið var í gær af sprengjuvörpu á skrifstofu Abbas á Gaza og skotið á bílalaest Hamas- mannsins Mahmouds Zahars sem er utan- ríkisráðherra.| 14 AP Fjandmenn Haniyeh og Abbas. Ótryggt vopnahlé Róm. AFP. | Mörgum hefur leiðst sólarleysið í þorpinu Viganella í Ossola-dal á Norður- Ítalíu. Þar búa 185 manns en þorpið er um- lukið háum fjöllum sem loka fyrir sólarbirt- una á veturna. En lausnin er fundin. Geysistór spegill, átta sinnum fimm metrar að stærð, var settur upp á eitt fjall- ið. Hann snýst með sólu fyrir tilstuðlan tölvubúnaðar og endurkastar birtunni á þorpið. Tækið kostaði nær 100 þúsund evrur, rúmar níu milljónir króna. Hugmyndina átti arkitekt og vinur bæjarstjórans, Pier- franco Midali. „Ég er búinn að bíða eftir þessu andartaki í sjö ár,“ sagði Midali. Sól allt árið BILUNIN í Cantat-3-sæstrengn- um varð milli Íslands og Kanada, u.þ.b. 1.500 km vestur af Íslandi, á um 3.000 m dýpi. Bilanagrein- ing bendir til að um svokallaða einangrunarbilun hafi verið að ræða. Að öllum líkindum þarf að kalla til viðgerðarskip til að gera við bilunina, en slíkt tekur að lág- marki tvær til þrjár vikur. Bráða- birgðaviðgerð á austurhluta strengsins lauk seint í gærkvöldi og skömmu síðar lauk einnig bráðabirgðaviðgerð á vesturlegg strengsins. Bilun á um 3 þúsund metra dýpi                

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.