Morgunblaðið - 18.12.2006, Side 6

Morgunblaðið - 18.12.2006, Side 6
6 MÁNUDAGUR 18. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR aktu enga áhættu!g ieldu KEA í jólamatinn ÓLAFUR Ásgeirsson, þjóðskjala- vörður, hefur veitt Alþýðusam- bandi Íslands umbeðnar upplýs- ingar um hvort og þá hvenær símar ASÍ hafi verið hleraðir á ár- unum 1949 til 1976. Í svari þjóðskjalavarðar, sem lesa má á vef ASÍ, segir m.a. „Eftir nánari skoðun á þeim skjölum sem varðveitt eru á Þjóð- skjalasafni og varða dómsúrskurði er veittu stjórnvöldum heimildir til símahlerana á tímabilinu 1949– 1976, er ljóst að stjórnvöldum var einu sinni, þann 26. febrúar 1961, veitt heimild til að hlera símanúm- erið 19348, sem skráð var á Al- þýðusamband Íslands.“ Á vef ASÍ kemur fram sú skoð- un að svar þjóðskjalavarðar veki fleiri spurningar en það svari. Í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggi fyrir muni sambandið fylgjast grannt með framvindu málsins í heild sinni og bíða niðurstöðu sér- stakrar nefndar Alþingis áður en ákvörðun um framhald málsins verði tekin. ASÍ ósátt við svör ÍSLENSKUM hjónum á leið til landsins frá Kúbu var vísað úr flug- vél Heimsferða í Halifax í Kanada eftir að maðurinn hafði látið ófrið- lega á meðan á flugi stóð, angrað farþega og sýnt flugþjónum dóna- skap. Samkvæmt upplýsingum frá Tómasi J. Gestssyni, aðstoð- arframkvæmdastjóra Heimsferða, tók flugstjórinn Peter Gantzholm við flugvélinni í Halifax, þar sem millilent var, og neitaði hann að flytja hjónin til Íslands. „Flugstjór- inn ber ábyrgð á fluginu og hann vildi ekki hafa þennan mann í flug- vélinni þannig að hann var skilinn eftir,“ segir Tómas og tekur fram að ítrekað hafi verið reynt að tala um fyrir manninum, m.a. hafi kona hans reynt að róa hann niður en þá hafi maðurinn barið frá sér. Tómas segir hjónin þurfa að bera kostnaðinn vegna ólátanna, þ.á m. af heimferðinni frá Halifax. Engir eftirmálar verða þó af hálfu Heims- ferða. Flugdólgur skilinn eftir SJÖTTI frest- urinn sem flug- umferðarstjórum hefur verið veitt- ur til að ráða sig hjá Flugstoðum ohf., nýju op- inberu hluta- félagi sem tekur til starfa um ára- mótin, rennur út í dag. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Loftur Jóhannsson, formaður Félags flugumferðar- stjóra (FÍF), stöðuna óbreytta. Að- spurður sagðist hann þannig ekki vita til þess að neinn þeirra 60 flug- umferðarstjóra, sem fyrir helgi höfðu enn ekki skrifað undir ráðn- ingarsamning, hefði skipt um skoð- un og ráðið sig yfir helgina. Enginn enn ráðið sig Loftur Jóhannsson TVÆR unglingsstúlkur voru færð- ar í fangageymslur lögreglunnar í Keflavík aðfaranótt sunnudags eft- ir að hafa keyrt bifreið á stein- hleðsluvegg við skemmtistað í Grindavík. Stúlkurnar, sem eru sextán og sautján ára, eru grunaðar um að hafa tekið bifreiðina ófrjálsri hendi auk þess sem önnur þeirra er grun- uð um akstur undir áhrifum áfeng- is. Þær voru yfirheyrðar í gærdag, játuðu verknaðinn og var sleppt í kjölfarið. Viðskotaillir miðbæjargestir Fangageymslur lögreglunnar í Reykjavík voru fullsetnar á sunnu- dagsmorgun. Í flestum tilvikum taldi lögregla nauðsynlegt að leyfa mönnum að sofa úr sér áfengisvím- una og að sögn lögreglu hefðu flest- ir sloppið með tiltal ef þeir hefðu ekki verið jafnviðskotaillir og raun bar vitni. Unglingsstúlk- ur stálu bifreið JARÐSKJÁLFTI sem mældist 3 stig á Richter samkvæmt sjálf- virkum mælum Veðurstofu Íslands varð um 41,5 km vestnorðvestur af Grímsey upp úr klukkan sjö í gær- morgun. Nokkrir smærri skjálftar mæld- ust hjá Veðurstofunni á svipuðum slóðum, bæði fyrir og eftir klukkan sjö, en þeir voru flestir í kringum 2,3 á Richter. Fyrir helgi var hrina smáskjálfta á svipuðum slóðum en þó nær Norðurlandi. Mældust þá tveir skjálftar kringum 3 stig á Richter. Skjálftahrina við Grímsey Eftir Andra Karl andri@mbl.is GRUNUR leikur á að kveikt hafi verið í loðnubræðslu Ísfélagsins í Vestmannaeyjum á laugardags- kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ummerki á vettvangi benda til þess að eldur hafi kviknað á tveimur eða jafnvel þremur stöð- um auk þess sem kveikt var í hús- næði um eitt hundrað metrum frá verksmiðjunni á sama tíma. Nokkuð tjón varð af völdum brunans en það er staðbundið og mun ekki hafa áhrif á starfsemi Ísfélagsins. Slökkviliði Vestmannaeyja var til- kynnt um eldsvoðann um kl. 19.45 og eftir um tvær klukkustundir hafði eldurinn verið slökktur. Við slökkvi- starfið var m.a. notast við Lóðsinn sem er með öflugan dælubúnað og gekk starfið hratt og vel. Eldsvoðinn var í gamalli yfirbyggðri þró sem Ís- félagið notar sem geymslu. Áhersla var lögð á að vernda sjálft verk- smiðjuhúsið og var aldrei hætta á því að eldurinn myndi breiðast út. Rýmdu svæði og lokuðu götum „Vegna hættu á eiturgufum var ákveðið að rýma nokkuð stórt svæði í kringum verksmiðjuna, götum í kring var lokað en ekki kom til þess að rýma hús,“ segir Tryggvi Kr. Ólafsson rannsóknarlögreglumaður, en töluvert magn af ediksýru var í húsnæðinu. Óskað var aðstoðar eit- urefnadeildar slökkviliðs höfuðborg- arsvæðisins vegna sýrunnar og voru átta menn fluttir til Eyja með stærri þyrlum Landhelgisgæslunnar, en einnig nokkur hundruð kíló af kalki sem notað er til að vinna á móti sýr- unni. Um tvö tonn af kalki voru þá reiðubúin til sendingar á Selfossi en ekki reyndist þörf fyrir það. Eiturefnadeildin var komin á vett- vang á milli klukkan tíu og ellefu og þurfti m.a. að flytja ediksýru úr skemmdum kerum yfir í heil, alls um þrjú tonn. Bæjarbúum stafaði þó ekki hætta af sýrunni, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði, þar sem vindátt var hagstæð og reykinn lagði yfir hraunið en ekki bæinn. Íkveikja í grennd á sama tíma Talið er að kveikt hafi verið í en merki eru um að eldurinn hafi kviknað á fleiri stöðum en einum inni. Auk þess var á sama tíma kveikt í húsnæði sem er um hundrað metrum frá Ísfélaginu. Maður sem átti erindi í húsið slökkti eldinn með slökkvitæki. „Það er möguleiki á að þessi mál tengist, þetta kemur nátt- úrlega upp á nákvæmlega sama tíma,“ segir Tryggvi og bætir við að einnig sé ekki langt síðan reynt var að kveikja í kaffistofu Lifrarsam- lagsins. Að svo stöddu telur hann það mál þó ekki tengjast íkveikjun- um á laugardag. Lítið var hægt að rannsaka vettvang í gær þar sem tryggja þarf að þakið hrynji ekki og að sögn Tryggva er hugsanlegt að rífa þurfi húsnæðið. Óskað hefur verið eftir aðstoð tæknideildar lög- reglunnar í Reykjavík og heldur rannsókn áfram í dag. Í desember árið 2000 varð Ísfélag- ið fyrir milljarðatjóni þegar mikill eldur geisaði í verksmiðjuhúsnæði félagsins. Eftir ítarlega rannsókn varð niðurstaðan sú að um íkveikju hefði verið að ræða en málið var aldrei upplýst. Eldsvoði hjá Ísfélaginu rannsakaður sem íkveikja Nokkur tonn af ediksýru voru í húsnæði Ísfélags- ins sem brann á laug- ardag. Rýma þurfti svæðið í kring vegna hættu á að eiturgufur bærust út. Engan sakaði í eldsvoðanum. Morgunblaðið/Sigurgeir Slökkvistarf Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar eldur kviknaði í húsnæði Ísfélagsins á laugardag. Greið- lega gekk að ráða niðurlögum eldsins og mun starfsemi félagsins ekki raskast en tjón varð eingöngu í geymslu. „ÞAÐ hrísluðust um mig óþægilegar minningar frá því fyrir sex árum,“ segir Hörður Óskarsson, fjármálastjóri Ísfélagsins, sem var einn af fyrstu mönnum á vettvang. „Það róaði mig þó að sjá að eldurinn var í þessari geymsluþró og ekki í sjálfu verksmiðjuhúsinu.“ Í desember árið 2000 varð Ísfélagið fyrir milljarðatjóni þegar kveikt var í húsnæði þess. Hörður segir tjónið blessunarlega mun minna en það hlaupi líklega á nokkrum milljónum. „Þær eru fjórar þrærnar og þakið á hinum þremur slapp en ég vil ekki hugsa það til enda, hefði vindur staðið á sjálfa verksmiðjuna,“ segir Hörður sem á eftir að skoða hversu miklar skemmdir urðu, s.s. á dælubúnaði og öðru slíku sem var á svæðinu. Ísfélagið varð einnig fyrir tjóni fyrr á þessu ári þegar kviknaði í upp- sjávar- og vinnsluskipinu Guðmundi VE úti í Póllandi. Skipið er enn í við- gerð og þurfti m.a. að endurbyggja það nær algjörlega fyrir framan brú. Hörður segir að vonast sé til að skipið verði tilbúið í upphafi nýs árs en ekki liggi fyrir hversu mikið fjárhagslegt tjón hafi hlotist af. Óþægilegar minningar                                    FARÞEGI hlaut minniháttar meiðsl þegar jeppi valt við Fossá í Hvalfirði um ellefuleytið í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Að sögn lögreglunnar mátti litlu muna að illa færi og bíllinn hafnaði ofan í gljúfri. Hált var á þessum slóð- um í gær. Þá greinir lögreglan ennfremur frá því að bíll hafi oltið á Höfðabakka í Reykjavík um hálf eitt í gær. Öku- maður var einn á ferð og kenndi sér lítilsháttar eymsla eftir veltuna en ætlaði sjálfur að leita læknis. Bíllinn var óökufær. Talið er að hálka kunni að hafa valdið óhappinu, líkt og í Hvalfirði. Umferð á höfuðborgarsvæðinu var þung í gær, enda jólaundirbún- ingur og innkaup í hámarki. Hafnaði nálægt gljúfri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.