Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 2
2 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 31. 12. 2006 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 7.619 » Innlit 12.527 » Flettingar 82.814 » Heimild: Samræmd vefmæling MAÐUR ATVINNULÍFSINS RÓBERT WESSMAN, ER MAÐUR ÁRSINS Í ÍSLENSKU ATVINNULÍFI ÁRIÐ 2006 AÐ MATI DÓMNEFNDAR FRJÁLSRAR VERSLUNAR. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 48 Veður 8 Myndasögur 62 Staksteinar 8 Dagbók 64/69 Menning 28, 52/61 Víkverji 64 Forystugrein 36 Staður og stund 64 Reykjavíkurbréf 36 Leikhús 60 Umræðan 44/45 Bíó 66/69 Minningar 46/48 Sjónvarp 52/70 * * *  Talsmenn íslenskra stjórn- málaflokka hafa af því áhyggjur að aftaka Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra í Írak, geti orðið til þess að auka enn á átökin í Írak, að minnsta kosti til skemmri tíma. Val- gerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra segist ekki telja að stuðn- ingur íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak feli í sér að rík- isstjórnin beri ábyrgð á aftöku Saddams. Íslensk stjórnvöld séu mótfallin dauðarefsingum og eigi að- ild að alþjóðasamningum þar að lút- andi. »6  Tilkynningar sem nú berast smásölum um hækkanir á vörum hjá innflutnings- og framleiðslufyr- irtækjum, eru mun fleiri en und- anfarin áramót, að sögn fram- kvæmdastjóra Kaupáss, sem rekur Krónuna, Nóatún og 11–11. Segir hann að hækkanirnar nú séu afar bagalegar vegna fyrirhugaðrar lækkunar á virðisaukaskatti og nið- urfellingar vörugjalda hinn 1. mars næstkomandi. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu undanfarna daga hefur fjöldi innflytjenda tilkynnt hækk- anir, gjarnan á bilinu 3–5%, þótt sumir hækki meira. »2  Ekki eru líkur á að önnur stór- virkjun á borð við Kárahnjúkavirkj- un rísi hér á landi næstu árin og kannski aldrei, að mati Geirs H. Haarde, forsætisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins. Þetta kemur fram í áramótagrein hans í Morgunblaðinu í dag. Geir segir þar m.a. að framkvæmd- irnar við virkjunina og nýtt álver á Reyðarfirði hafi haft mikil og já- kvæð áhrif á mannlíf og atvinnu- ástand á Austurlandi og muni gera um langa framtíð. Þær hafi einnig ýtt undir hagvöxt í landinu. Útflutn- ingur frá álverinu muni skjótt vega upp á móti þeim neikvæðu áhrifum á viðskiptajöfnuði sem innflutningur vegna framkvæmdanna hefur haft síðustu ár. »72  Að sögn Lögreglunnar í Reykja- vík er mál, þar sem tveir menn réð- ust á tvo lögregluþjóna aðfaranótt fimmtudags, litið mjög alvarlegum augum. Þess má geta að háttsemi fólks af þessu tagi varðar við almenn hegningarlög þar sem allt að 6 ára fangelsi liggur við brotum gegn valdstjórninni. Það var á fimmtu- dagsmorgun sem Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn í kjölfar árásar þeirra á tvo lög- regluþjóna sem fengið höfðu það verkefni að stöðva flugeldaspreng- ingar mannanna í miðju íbúðarhverfi um hánótt. »8  Ekkert lát virðist vera á hlýind- um sem byrjuðu hérlendis fyrir ára- tugi eða svo og var árið sem nú er að líða með þeim hlýrri, bæði sunnan- og austanlands, að því er kemur fram í samantekt Veðurstofu Ís- lands á veðurfari á árinu. Árið er í hópi þeirra 15 hlýjustu frá upphafi mælinga sé miðað við suðvestanvert landið og í hópi 5–7 hlýjustu ára frá upphafi mælinga á landinu aust- anverðu. »8  Nítján manns særðust, þó ekki alvarlega, þegar sprengja sprakk á flugvelli í Madrid í gærmorgun. ETA, herská samtök aðskiln- aðarsinnaðra Baska, sögðust hafa sprengt sprengjuna, sem komið var fyrir í bíl á bílastæði. ETA hefur ekki staðið fyrir sprengjutilræðum á Spáni frá því samtökin lýstu yfir vopnahléi í mars. Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is TYLKYNNINGAR sem nú berast smásölunni um hækkanir á vörum hjá innflutnings- og framleiðslufyr- irtækjum, eru mun fleiri en undan- farin áramót, segir Eysteinn Helga- son, framkvæmdastjóri Kaupáss, sem rekur m.a. Krónuna, Nóatún og 11–11-verslanirnar. Hann segir að hækkanir nú séu afar bagalegar vegna fyrirhugaðrar lækkunar á virðisaukaskatti og niðurfellingar vörugjalda hinn 1. mars nk. „Þetta er mjög mikið, nánast á alla línuna. Hækkanirnar eru svip- aðar hjá öllum og svipuð rök fyrir þeim. Við erum að spyrna við fótum og bendum mönnum á ábyrgð sína, að þeir leiti frekar hagræðingar hjá sjálfum sér,“ segir Eysteinn. Hann segir verslanir Kaupáss eiga afar erfitt með að taka á sig hækkanir, líklega verði nauðsynlegt að velta þeim að einhverju leyti út í verðlagið. Þó sé erfitt að segja til um hvenær verð út úr búð muni hækka og hversu mikið, enda hörð sam- keppni á matvörumarkaðinum. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, segir að vel sé athugað hvort eðlilegar skýring- ar séu á hækkunum, t.d. breytingar á hráefnisverði. „Þetta eru hækk- anir sem koma okkur ekki á óvart en auðvitað er þetta slæmt. Auðvitað hefði maður viljað að menn reyndu eins og þeir gætu að halda í sér og hagræða eins og mögulegt er.“ Hann segir að matvörumarkaður- inn almennt hafi lítið svigrúm til að taka hækkanir birgja á sig þótt auð- vitað verði reynt til þrautar að fresta eða komast hjá því að hækka. Hann bendir einnig á að þær vörur sem Bónus flytur inn séu einnig að hækka, þess vegna komi ekki á óvart að innlendir heildsalar hækki verð. Þó sé sumt óskiljanlegt, t.d. enn ein hækkunin á nautakjöti sem kynnt var nýverið. Allt að 17% hækkun Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu undanfarna daga hafa fjölmargir innflytjendur og framleiðendur tilkynnt hækkanir, gjarnan á bilinu 3–5%, þótt sumir hækki meira. Sem dæmi má nefna heildsöluverslunina Globus sem flytur m.a. inn vörur frá Gillette, Johnson & Johnson, L’Oréal o.fl., en hún hefur kynnt hækkanir á bilinu 3–8%, mismunandi eftir vörumerkj- um. Þá hefur Ó. Johnson og Kaaber, sem selur m.a. kaffi, ákveðið að hækka verð um 3–6% frá og með 5. janúar. Nói Síríus hefur einnig tilkynnt hækkanir á verði, bæði á innlendri framleiðslu og innfluttri vöru. Allar framleiðsluvörur hækka um 5% hinn 15. janúar nk. nema kex sem mun hækka um 9%. Innfluttar vörur hjá Nóa Síríusi hækka mismikið eftir tegundum en vörur frá Kellogs munu hækka um 5–17%, m.a. vegna hækkana á verðskrá Kellogs erlendis. Meiri hækkanir en undanfarin áramót Flestar hækkanir á bilinu 3–5% en sumar meiri Guðmundur Marteinsson Eysteinn Helgason Í HNOTSKURN » Að undanförnu hafa birgj-ar tilkynnt smásölum að verð frá þeim muni hækka eft- ir áramót, mismikið eftir vöru- flokkum en oft á bilinu 3–5%, stundum meira. » Talsmenn smásöluversl-ananna segja að þessar hækkanir séu óþægilegar, ekki síst vegna þess að neyt- endur hafi vænst nokkurs af lækkun virðisaukaskatts og vörugjalda 1. mars næstkom- andi. VEITINGAMENN hafa verið önnum kafnir und- anfarna daga við að birgja sig upp af veigum fyrir ár- legan fagnað á gamlárskvöld. Má reikna með að ófáar ferðir hafi verið farnar með bjórdunka og annað áfengi á bari og skemmtistaði og rétt að minna landsmenn á að ganga hægt um gleðinnar dyr. Morgunblaðið/Ómar Veigar fyrir áramótagleðina ferjaðar ÞRJÁTÍU og þrír Íslendingar hafa náð 100 til 104 ára aldri og eru á lífi nú í árslok, að því er fram kemur á vef Jónasar Ragn- arssonar, ritstjóra Heilbrigðismála, um langlífi (www.jr.is/langlifi). Þetta er með meira móti, en fyrir tveimur árum var fjöldinn þó 38. Fremur lítil nýliðun verður á næsta ári Elst kvenna nú er Kristín Guð- mundsdóttir í Hafnarfirði, 104 ára, en Freysteinn Jónsson í Mývatns- sveit er elstur karla, 103 ára. Næst í röðinni kemur Þuríður Sam- úelsdóttir í Reykjavík, 103 ára. Óvenjulega lítil nýliðun verður í þessum hópi á næsta ári því að einungis 15 eru á lífi sem eru 99 ára. Hins vegar hafa aldrei verið fleiri 98 ára Íslendingar á lífi eða 44. Líkurnar á því að ná 100 ára aldri hafa margfaldast í áranna rás. Aðeins um 0,1% þeirra sem fæddust fyrir 150 árum náðu 100 ára aldri en um 0,6% þeirra sem fæddust fyrir rúmri öld hafa náð 100 ára aldri. Líkurnar hafa því sexfaldast á hálfri öld og eru enn að aukast. Fyrir aldarfjórðungi voru þrettán Íslendingar á lífi sem höfðu náð hundrað ára aldri. Fyrir hálfri öld voru þeir fimm. 33 Íslendingar eru nú 100 ára og eldri Elst kvenna er Kristín Guðmunds- dóttir, 104 ára, en elstur karla er Freysteinn Jónsson, 103 ára ÍSLAND komst á heldur óvenjuleg- an lista hjá breska íhaldsflokknum á föstudag, þegar flokkurinn tók sam- an lista yfir annars vegar „umhverf- ishetjur“ en hins vegar umhverfis- skussa ársins 2006. Einn talsmanna flokksins sagði að þeir sem ratað hefðu á listana hefðu annaðhvort tekið þátt í að móta lausnir í umhverfismálum eða væru hluti af umhverfisvandanum. Ísland var á síðarnefnda listanum, eða öllu heldur íslenska ríkisstjórn- in. Ástæðan er ákvörðun stjórnvalda frá því í sumar um að hefja á ný hval- veiðar í atvinnuskyni. Aðrir umhverfisskussar á lista íhaldsmanna eru m.a. Exxon-olíufé- lagið, yfirmaður Ryanair og breski samgönguráðherrann. Þeir sem íhaldsmenn flokkuðu sem „umhverfishetjur“ voru m.a. Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, David Attenborough kvikmyndagerðamaður og Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kali- forníu í Bandaríkjunum. Ríkisstjórnin umhverfisskussi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.