Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 10

Morgunblaðið - 31.12.2006, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ ær eru sakleysið upp- málað, ærnar á Gerðum í Flóahreppi, þegar þær horfa stórum augum á útsendara borgarsam- félagsins þetta milda desembermiðdegi og með öllu grunlausar um það að innan tveggja sólarhringa muni þátttöku þeirra í þessari tilveru ljúka. Riða hefur greinst í hópnum og þá er einungis eitt úrræði – lóga þarf fénu. „Já, þær vita líklega ekki hvað þær eiga í vændum, bless- aðar,“ segir Geir Ágústsson, bóndi á Gerðum, þar sem hann stendur yfir ánum, um áttatíu að tölu. „En þær eru örugglega steinhissa á því að engan skuli þær hafa fengið hrútinn að þessu sinni á fengitím- anum. Það er að vísu einn vanaður hrútur þarna úti í horni sem reynir eftir bestu getu að líkna þeim með því að hoppa aftan á þær. En það dugir skammt.“ Enda þótt bóndi slái hér á létta strengi er honum ekki hlátur í hug á þessari stundu. Þvert á móti. Sauðfjárrækt er að vísu hlið- arbúgrein á Gerðum – kýrnar skipa þar öndvegi – en ær hafa verið snar þáttur í lífinu á bænum frá því Geir og eiginkona hans, Margrét Stef- ánsdóttir, hófu þar búskap fyrir hartnær 35 árum. „Ærnar eru hérna meira af tilfinningalegum ástæðum en fjárhagslegum. Þær eiga allar nafn og eru fjölskyldunni kærar. Það er því leiðinlegt að horfa á eftir þeim. En það þýðir víst ekk- ert að barma sér yfir þessu. Svona er lífið. Við erum ekki fyrsti bærinn sem lendir í þessu og örugglega ekki sá síðasti.“ Skárra að farga fénu nú en í vor Af tvennu illu segir Geir það skárra að riðan skyldi greinast nú en í vor. Erfiðara hefði verið að skera kindurnar niður lambfullar. Og vormisserið verður óhefð- bundið á Gerðum. „Það verða engin lömb í vor. Það er nú það versta við þetta,“ segir Geir en fjárhúsið er svo nálægt íbúðarhúsinu á Gerðum að hjónin hafa stundum heyrt í kindunum þegar þær eru reiðubún- ar að bera. Fjárskipti urðu í Flóanum upp úr 1950 vegna mæðiveiki og man Geir eftir því. „Ég var raunar ekki margra ára þá en átti orðið kind og man vel eftir því þegar féð var sótt,“ rifjar hann upp. Riðuveiki hafði aftur á móti ekki greinst í Flóanum fyrr en í haust. Þá kom hún upp á næsta bæ, Syðra-Velli, þar sem bróðir Geirs, Þorsteinn Ágústsson, ræður húsum. „Þetta var um réttaleytið og riðan hafði greinilega verið í fénu þar um tíma því það var orðið áberandi Allt fé á bænum Gerð- um í Flóa var skorið niður vegna gruns um riðuveiki á föstudag. Morgunblaðið heimsótti Gerðar í vikunni en Geir Ágústsson bóndi segir að hér með sé fjárbú- skap lokið á bænum. Morgunblaðið/RAX Jafnaðargeð Feðgarnir Geir Ágústsson og Stefán Geirsson í fjárhúsinu á Gerðum. „Við erum ekki fyrsti bærinn sem lendir í þessu og örugglega ekki sá síðasti.“ RIÐUVEIKI Í FLÓANUM „ÞAÐ ÞÝÐIR EKKERT AÐ BARMA SÉR YFIR ÞESSU“ Texti | Orri Páll Ormarsson Myndir | Ragnar Axelsson R iða er arfbundinn smitsjúkdómur í sauðfé, minkum og geitum. Hún smitast með pró- teini, svokölluðu príoni. Riðuveikin getur hreiðrað um sig í smituðum gripum og ekki gert vart við sig fyrr en árum eftir smit. Þetta ræðst af riðu-arfgerðum sem liggja í erfðaefni dýranna. Skemmdir verða á heilanum eftir langa meðgöngu og leiða til einkenna frá taugakerfinu, s.s. ótta, ör- yggisleysis og fælni, kláðatilfinningar í húð, kippa og titrings eða stjórnleysis vöðva – eins konar lömunar. Engin lækning er við riðu en í staðinn er gripið til þess að lóga öllum dýrum á bænum og nálægum bæj- um sem gætu hafa sýkst. Einnig fer fram hreinsun gripahúsa og förgun alls fóðurs, s.s. heys, til að upp- ræta smitið. Fjárglöggir menn sem þekkja hjörðina sína vel taka fyrst eftir breytingum á hegðun dýranna. Mál- rómurinn „breytist“, kvörtunarhljóð heyrist í jarm- inu. Styggar og hnarreistar kindur geta orðið sljóar, spakar kindur verða styggar og margar verða óró- legar eða óttaslegnar. Þeim finnst vont að láta þrengja að sér og kippa sér jafnvel frá garðanum og standa dágóða stund úti á miðju gólfi, eins og þær séu að hvíla sig eftir sjokk. Annað af fyrstu einkennunum getur líka verið að kindurnar sperra dindilinn þegar þær eru snertar, sumar snarast á hliðina ef tekið er í horn og aðrar geta dottið við snögg hljóð eða hreyfingar. Sumar riðukindur virðast sjá illa, ganga á og bera framfæt- urna hátt. Riðukind bregst óeðlilega við venjulegu fjárstússi, þær berjast um eins og brjálaðar ef þeim er haldið auk þess sem hárfínan titring er hægt að greina í vöðvunum. Átlyst riðukinda mikil Átlyst riðukinda er mikil, það er eins og þær éti og drekki meira en „venjulega“ en samt leggja þær af og veslast upp. Þetta kemur til vegna þess að veikin leggst á meltingarveginn. Riðan er enginn venjulegur sjúkdómur. Smitefnið felst nefnilega í smitandi próteini, príoni, (sem svipar til veiru). Það hefur breyst úr venjulegu próteini í sýkt en eðlileg prótein myndast í flestum vefjum dýra, mest er þó að finna í heilanum. Ekki er vitað með vissu um hlutverk þess en sumir telja að það hafi mikilvægt hlutverk í miðlun taugaboða, dæg- ursveiflum og öldrun. Smitandi prótein getur leynst á mörgum stöðum, sérstaklega í dýrahræjum. Einnig geta munnvatn, hildir, augnvessi og blóð borið smitið með sér. Þekkt er eitt tilfelli þar sem burðarhjálp manns bar smit milli tveggja kinda. Hann bar því smitefnið með sér í næstu kind og er talið að hún hafi smitast í gegnum fæðingarveginn. Ekki er auðvelt að losna við smit úr jarðvegi og fjárhúsum. Hræ þarf að grafa á viðurkenndum stað og fjárhús og réttir þarf að sótthreinsa áður en nýtt fé er tekið á bæinn, en á Íslandi eru þær reglur að öllu fé af bænum þarf að farga, ef kind greinist með riðu. Kom til Íslands fyrir 130 árum Fyrstu heimildir um riðu í heiminum eru frá árinu 1732 þegar riða fannst á Bretlandseyjum en hún var einnig þekkt í nokkrum löndum Evrópu. Þá þegar hafði fólk áttað sig á því að veikin væri ólæknandi, ef marka má grein sem birtist í þýsku riti árið 1759. Riðan er talin hafi komið til Íslands með enskum hrúti af Oxfordshire Down kyni sem keyptur var að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist út í firðinum nokkru seinna og þaðan til annarra svæða. Hægt og bítandi varð veikin landlæg á Mið- Norðurlandi. Veikin komst þó ekki lengra fyrr en ár- ið 1953 þegar hún fannst í Vestur-Barðastrand- arsýslu en sýkingin barst með heyi sem flutt var úr Skagafirði. Riðuveiki er að finna á nær öllu landinu. Landinu er skipt í varnarhólf og á milli þeirra eru varnargirðingar sem byrjað var að setja upp 1937 eftir að mæðiveiki kom upp. Girðingarnar eiga að halda fé frá því að fara á milli hólfa. Þegar skorið hefur verið niður á einum stað má ekki taka fé fyrr en að tveimur árum liðnum og má þá einungis taka frá ósýktum svæðum. Þau svæði sem hvorki hafa riðu né mæðiveiki eru notuð til líflambasölu og eru það nú bara þrjú svæði á landinu; ytri hluti Snæfellness, Þistilfjörður og Öræf- in. ÓLÆKNANDI SMITSJÚKDÓMUR Heimild: „Riða“. Dýralæknatal - Búfjársjúkdómar og saga. Dýra- læknafélag Íslands, Brynjólfur Sandholt (ritstj.), 2004.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.