Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 14

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 14
14 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ veikt. Dýralæknir ákvað þá að skera féð niður en láta aðra bæi bíða og sjá hvað myndi gerast,“ segir Geir. Kindin sem greindist fyrst á Syðra-Velli kom ofan af af- rétti, raunar öðrum afrétti en þeim sem tilheyrir bænum, Hruna- mannaafrétti. Það var svo nú í byrjun desem- ber að Geir og sonur hans, Stefán, veittu því eftirtekt að ein ærin á Gerðum var farin að hegða sér undarlega, klóra sér, japla og setja hausinn upp í loft en það er einmitt einkenni riðu. „Við fylgdumst með henni í tvo til þrjá daga áður en við hringdum í Sigurð Sigurðarson dýralækni. Þetta var ung og falleg kind og það sá ekkert á henni, hún var ekkert horuð, en vegna hegð- unarinnar þótti okkur samt margt benda til þess að hér væri riða á ferðinni,“ segir Geir og notar tæki- færið til að benda bændum á að vera vakandi fyrir því hvort kindur hegða sér öðruvísi en eðlilegt þyk- ir. Engin önnur kind sýnt merki um smit Sigurður skoðaði kindina og lóg- aði henni um leið en ekki er unnt að greina riðuveiki í lifandi dýrum. Smit kom í ljós og þá var strax tekin ákvörðun um að skera allt féð niður hið fyrsta. Engin önnur kind hefur sýnt merki um smit en það gildir einu – engin áhætta er tekin. Allar gætu þær nefnilega verið smitberar. Það kemur í hlut héraðs- dýralæknis að skera féð niður og verður það að því búnu urðað á við- urkenndu svæði. Þegar fénu hefur verið fargað verða fjárhúsið og hlaðan sótt- hreinsuð í hólf og gólf. Henda þarf út öllu timbri, brenna það og grafa og setja möl á hlöð þar sem féð kann að hafa gengið um. Dýra- læknar hafa umsjón með þessu ferli. Síðan má ekki kind koma að Gerðum næstu tvö árin hið minnsta. „Ef við viljum megum við taka fé aftur eftir tvö ár að fengnu samþykki dýralæknis og það verð- ur að vera af ósýktu svæði,“ segir Geir en bætir við að sennilega muni þau ekki gera það. „Ég hugsa að við verðum fjárlaus bær héðan í frá, nema við tökum einhvern tíma nokkrar kindur til heimanota og okkur til augnayndis. Þá er ég að tala um svona fimm til sex ær, ekki meira.“ Geir á rétt á bótum vegna fjár- missisins og hið opinbera stendur straum af kostnaði við hreingern- inguna í kjölfarið. Annars kveðst hann lítið vera farinn að skoða þá hlið mála. „Ég hef litlar áhyggjur af peningahliðinni á þessu. Menn voru að hringja í mig fyrir jólin en ég stend ekki úti á hlaði með út- réttar hendur og bíð eftir bótum. Þetta fer bara í sinn farveg.“ Nýtt fjárhús var byggt á Gerð- um fyrir sex árum en það verður nú endurhannað fyrir ungneyti sem raunar deila því þegar með kind- unum. „Við erum nýbúin að byggja nýtt fjós og fluttum kýrnar í það fyrir þremur mánuðum og þetta þýðir að við munum fara út í meiri ásetning á kálfum og kjötfram- leiðslu á nautum,“ segir Geir en á Gerðum eru nú um sextíu mjólk- andi kýr og annað eins af ungneyti. Lítill hluti rýmisins í fjárhúsinu verður þó tekinn frá fyrir fáeinar ær, a.m.k. fyrsta kastið. Fer þetta eins og eldur í sinu? Geir hyggst ekki dvelja við orðna hluti. „Ég hef miklu meiri áhyggjur af því hvort þetta á eftir að breið- ast út á þessu svæði okkar, Flóa og Skeiðum. Mun þetta fara eins og eldur í sinu um svæðið eins og sums staðar hefur gerst? Það er helsta áhyggjuefnið. Ég veit að menn eru víða skjálfandi út af þessu. Vilja ekki fá þennan ófögnuð í sinn fjárstofn.“ Riða greindist fyrst hjá nágrönn- um Flóamanna, Hrunamönnum, fyrir bráðum tuttugu árum og Geir segir hana hafa grasserað þar fram undir þetta. „Það hefði fyrir löngu átt að vera búið að taka á þessum málum. Á sumrin gengur fé Hruna- manna, Flóa- og Skeiðamanna allt á samliggjandi afréttum og þar liggur andvaraleysi manna að mínu mati, bæði sauðfjárvarnayfirvalda og bænda. Mér þykir trúlegt að smitið komi í gegnum afréttinn en við bræður höfum báðir sett okkar fé á hann. Það er auðvelt að vera vitur eftir á en auðvitað gat maður sagt sér að þetta myndi koma hing- að ofan úr Hrunamannahreppi enda er Stóra-Laxá engin vörn fyr- ir sauðfé.“ Geir segir að menn hafi illu heilli haldið að sér höndum. „Það var ekkert gert. Það var ekki bannað að setja á Hrunamannaafréttinn og ekki girt milli afrétta sem hefði verið auðveldasta leiðin. Sumir segja að það sé svo dýrt en ég segi að ennþá dýrara sé að farga öllu fé á þessu svæði, Flóa og Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það eru um átta þúsund vetrarfóðraðar kindur. Ég er viss um að bændur hefðu verið tilbúnir að taka þátt í þessum kostnaði.“ Geir líkir þessu við slysin. Það vakni enginn fyrr en þau hafi átt sér stað. „Auðvitað þýðir ekkert að horfa til fortíðar en vonandi láta menn þetta sér að kenningu verða.“ Morgunblaðið/RAX Smitberar? Enginn má sköpum renna. Féð á Gerðum í Flóahreppi, um áttatíu talsins, var skorið niður í fyrradag. R iðusmit hefur hvorki fengist staðfest í Flóanum né á Skeiðum eða Eystri-Hrepp fyrr en í haust. Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum segir eigi að síður hugsanlegt að kindin á Syðra-Velli, sem greindist fyrst, hafi ekki ver- ið sú fyrsta sem sýkist á þessu svæði og Syðri-Völlur ekki endilega fyrsti bærinn. „Riðan gæti leynst víðar. Nauðsynlegt er að menn haldi vöku sinni á öllu þessu svæði og láti vita um allar grunsamlegar kindur. Kláði eða fiðringur í húð er oftast fyrsta einkennið, en það er ekki óbrigðult. Stundum eru kindurnar daufar og drungalegar og liggja fyrir, slettast til í gangi, horast, stundum æstar, taugaveiklaðar. Veikin getur verið með ýmsu móti og fyrir vikið er erfitt að greina hana. Það eru til kindur með meðfædda mótstöðu gegn veik- inni, sem geta lifað langa ævi án þess að hún komi nokk urn tíma fram í þeim,“ segir hann. Sigurður segir brýnt að bændur láti dýralækna vita um skepnur sem drepast úr einhverju sem ekki er vit- að hvað er. „Láti menn ekki vita getur greining smits- ins tafist. Það getur verið hættulegt því þá aukast lík- urnar á því að smitið dreifist til nýrra bæja. Þessi greining er bændum að kostnaðarlausu. Ef betur hefði verið hlustað gegnum tíðina, og varúðarreglum fylgt, einkum þeim að hætta viðskiptum með fé innan sýktra svæða, hefði veikin ekki breiðst svona út.“ Lítil smithætta á afréttum Riða greindist fyrst í Hrunamannahreppi árið 1988 og hefur verið viðloðandi það svæði síðan. Á sumrin gengur fé Hruna- og Flóamanna á samliggjandi af- réttum og Sigurður útilokar ekki að kindurnar á Syðra-Velli og Gerðum hafi smitast af þeim sökum. „Það er auðvitað best að enginn samgangur sé milli sýktra og ósýktra svæða. Hins vegar er hættan á smiti í víðu landi og á afrétti afskaplega lítil og varla dæmi um að við getum rakið smitdreifingu á afrétti. Hættan er mest þegar fé er haft í langan tíma í þröngu beiti- landi, t.d. í gerðum við réttir, en þó einkum við hýs- ingu. Hýsingin er hættulegust. Smitefnið er í munn- vatns- og hálskirtlum og í slímhúð garna og saurnum, þannig að drykkjarvatnið og heyið mengast.“ Sigurður kannast við hugmyndir þess efnis að girða milli afrétta en segir það bæði dýrt og ótryggt. „Það er ekki nóg að girða. Menn verða líka að halda girðing- unum við.“ Hann segir meira máli skipta að bændur hýsi ekki ókunnugt fé á hinu sýkta svæði, láni hvorki, gefi né versli með kindur. Þá sé nauðsynlegt að fara gætilega við flutning á heyi og tækjum sem gætu óhreinkast og ganga þrifalega um, hafa skipti á skófatnaði. „Þannig má draga stórlega úr hættunni.“ Sigurður segir dýralækna vilja koma á öflugri sam- vinnu við bændur um þessi mál. „Við höfum beðið sveitarstjórnir að tilnefna menn í nefndir með okkur. Það er útilokað fyrir okkur að ráða við þetta án virkr- ar þátttöku heimamanna.“ Baráttan við riðuna hefur verið hatrömm gegnum tíðina en Sigurður segir að nú séu komnar til sögunnar nýjar greiningaraðferðir sem hann bindur miklar von- ir við. „Nú getum við fundið veikina áður en einkenni sjást og jafnframt staðfest hana í hræjum sem legið hafa í gröf sinni mánuðum saman. Það er mikil fram- för. Við beittum þessari tækni fyrst í fyrra. En hún er dýr, það kostar 3.500 krónur að prófa hvert sýni. Við teljum eigi að síður ákaflega mikilvægt að við fáum leyfi til að prófa fleiri en 3.000 sýni á ári á landinu öllu, svo við getum náð sem fyrst fyrir ræturnar á riðuveik- inni.“ HÝSINGIN HÆTTULEGUST Sigurður Sigurðarson dýralæknir á Keldum. » Það var ekkert gert. Það var ekki bannað að setja á Hrunamanna- afréttinn og ekki girt milli afrétta sem hefði verið auðveldasta leiðin. Sumir segja að það sé svo dýrt en ég segi að ennþá dýrara sé að farga öllu fé á þessu svæði. orri@mbl.is | rax@mbl.is »Nú getum við fundið veikina áður en einkenni sjást og jafnframt staðfest hana í hræjum sem legið hafa í gröf sinni mánuðum saman. RIÐUVEIKI Í FLÓANUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.