Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 18

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 18
18 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Svipmynd | John Edwards þykir sterkur frambjóðandi og gæddur kjörþokka, en mun þó eiga á brattan að sækja í sókn sinni eftir útnefningu demókrata til forsetaframboðs. Áramót| Tölvuvæðing kemur ekki í veg fyrir að víða sé lokað vegna uppgjörs og talningar á fyrsta virka degi ársins. Bítlafár | Efni um horfna bítla er enn eftirsótt og margir svara kallinu. VIKUSPEGILL» Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is J OHN Edwards þreytist seint á að segja frá upp- runa sínum og erfiðri æsku. Að auki þykir mað- urinn fjallmyndarlegur og hinn alþýðlegasti í framgöngu allri þrátt fyrir auðinn. Kjörþokki hans verður því tæpast í efa dreginn. Loks er þess að geta að hann er frá Suðurríkjunum. Það kann að reyn- ast sterkur leikur fyrir bandaríska Demókrataflokkinn að tefla fram slíkum frambjóðanda í forsetakosn- ingunum vestra haustið 2008. Og nú hefur John Edwards kunngjört að hann hyggist leita eftir umboði til að sinna þessu embætti valdamesta mannsins í heimi hér. Sá stíll sem Edwards hefur tamið sér þótti koma glögglega í ljós er hann greindi frá ákvörðun sinni í liðinni viku. Vaninn er sá að mikið sé um dýrðir þegar bandarískir stjórnmálamenn lýsa yfir því að þeir hyggist sækjast eftir því að verða útnefndir forsetaframbjóð- endur. Staðurinn er jafnan vand- lega valinn, tónlist þykir nauðsyn- leg. Og kunnugleg er sú sviðsetning þegar frambjóðandinn greinir frá því að hann sé tilbúinn að fórna heill og hamingju fyrir þjóðina og föðurlandið og við hlið hans stendur fjölskyldan sem ekki fær leynt að- dáun sinni. Fyrir neðan sviðið standa síðan fylgismennirnir sem fyllast hamslausum fögnuði. John Edwards hafði sumsé ann- an hátt á. Á fimmtudag ræddi hann við fréttamenn í New Orleans. Hann var klæddur gallabuxum og skyrtu en jakkanum hafði hann sleppt. Hann lét ógert að lesa upp tilkynningu en skýrði frá því á heldur óskipulegan hátt að hann hefði ákveðið að bjóða sig fram. Og einna mesta athygli vakti að hann svaraði spurningum fréttamanna. Óskrifuð er sú regla bandarískra stjórnmála að frambjóðandi gefi aldrei á sér höggstað í upphafi bar- áttu sinnar með því að svara spurn- ingum. Slíkt er aðeins talið fallið til að dreifa athygli frá „boðskapnum“. Nýmóðins maskína Síðar um daginn hafði kosninga- vélin hins vegar verið ræst. Í Des Moines í Iowa á fimmtudagskvöld hafði borðunum verið komið upp – „Morgundagurinn hefst í dag“, sagði þar og hljóta það að teljast byltingarkenndar upplýsingar. Aðdáendurnir voru mættir og þeir klöppuðu á réttum stöðum. Fram- bjóðandinn skrýddist formlegri klæðnaði. Engu að síður þykir Edwards hafa sýnt umtalsverð klókindi í upphafi baráttu sinnar. Í Banda- ríkjunum er það hald margra þeirra sem sérfróðir teljast að við- teknar aðferðir í upphafi kosninga- baráttu megi nú telja „gamaldags“. Blöðrurnar, litaborðarnir, fjölskyld- an auðsveipa og háværa tónlistin eigi ef til vill ekki við á tímum Nets og yfirþyrmandi fjölmiðlunar. Bent er á að Edwards hafi veitt miklum fjölda fréttamanna einkaviðtöl og það kunni sjálfskipaðir fulltrúar „fjórða valdsins“ vel að meta. Þann- ig hafi Edwards fengið mun meiri umfjöllun en hefði hann kosið að fara með formlega ræðu. Nú þegar fjölmiðlun er öldungis hömlulaus allan sólarhringinn alla vikuna verði stjórnmálamenn að huga að því að ná til jaðarhópa í stað þess að „teppaleggja markaðinn“ með stöðl- uðum yfirlýsingum. Þá sé og mik- ilvægt að virkja kjósendur til þátt- töku og stuðnings og í því efni þykir Netið sérlega áhrifamikið tæki. Snjallt þótti einnig að velja ekki tilkomumikinn stað til að greina frá framboðinu – John Kerry tók sér stöðu nærri flugmóðurskipi er hann birti tilkynningu sína fyrir kosning- arnar 2004. Og Elizabeth, eiginkona Edwards, var hvergi sjáanleg, hún mun hafa verið heima í Norður- Karólínu. Ef til vill hafa þau hjónin heimsótt uppáhalds hamborgara- búlluna í tilefni dagsins; þar munu þau jafnan fagna brúðkaupsafmæli sínu. Allt er þetta heldur nýstárlegt og líkast til við alþýðuskap. Edwards telur sig enda vera mann alþýðunnar. Er hann bauð sig fram í forkosningum Demókrata- flokksins vegna forsetakosninganna 2004 þótti hann sérkennileg blanda auðmanns og verkalýðshetju. Hon- um var líkt við Bill Clinton – og þá í jákvæðum skilningi. Sumir sögðu hann vera Clinton „án persónugall- anna“. Áfall og sigrar John Edwards fæddist 10. júní 1953. Hann ólst upp í smábænum Piedmont í Norður-Karólínu þar sem faðir hans vann í myllu og móðir hans rak verslun og vann á pósthúsi. Hann var sá fyrsti í fjöl- skyldunni til að fara í háskóla og vann í sömu myllu og faðir hans til að borga skólagjöldin. Hann út- skrifaðist með lagagráðu 1977, starfaði sem lögmaður í tæplega tuttugu ár og auðgaðist gríðarlega. Hann lét einkum til sín taka á vett- vangi skaðabóta; var gjarnan fulltrúi foreldra sem misst höfðu börn sín sökum læknamistaka og barna sem misst höfðu foreldra sína í bílslysum. Eiginkonu sinni Elizabeth kynnt- ist hann í lagaskóla og giftu þau sig rétt eftir útskrift. Þau eignuðust fjögur börn en hið elsta, sonurinn Wade, lést í bílslysi 1996. Eftir þann atburð hætti Edwards að starfa sem lögmaður og sneri sér að stjórnmálum. Hann var kjörinn á þing fyrir Norður-Karólínu 1998 og hóf af alvöru að vinna að því að verða forsetaefni. Elizabeth starfaði um árabil sem lögfræðingur á skrif- stofu saksóknara í Norður-Karólínu en síðar hjá einkafyrirtæki. Hún hefur unnið að góðgerðarmálum og þau hjónin hafa stofnað styrktar- sjóði og veitt fé til ýmissa verkefna. Þau hjónin eignuðust dóttur árið 1998 og son árið 2001. Þá var Eliza- beth 51 árs gömul. Í síðustu forkosningum þótti reynsluleysi há Edwards. Hann hafði unnið sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings árið 1998 en því sagði hann af sér til að einbeita sér að forsetakosningunum 2004. Edw- ards þótti standa sig ágætlega í kosningabaráttuni og þegar nær dró reyndist hann eini raunverulegi keppinautur John Kerry. Svo fór að Kerry hreppti hnossið en Edwards féllst á að verða varaforsetaefni hans. Bæði og Edwards verður tíðrætt um „þjóðirnar tvær“ sem byggi Banda- ríkin. Hann er ágætlega „pópúl- ískur“ og ætti að höfða til „nýju demókratanna“ sem tóku Bill Clin- ton fagnandi á sínum tíma. Edw- ards er fylgjandi rétti kvenna til fóstureyðinga og styður jákvæða mismunun í þágu minnihlutahópa. Hann er fylgjandi dauðarefsingum en andvígur hjónaböndum samkyn- hneigðra. Hann greiddi atkvæði með því að ráðast inn í Írak. Nú segir Edwards að innrásin hafi ver- ið mistök og á fimmtudag lýsti hann yfir því að fækka beri strax í herliðinu í Írak um 40–50.000 manns. Afganginn vill hann kalla heim sem fyrst. Hann er sumsé frjálslyndur í ýmsum efnum, íhaldssamur í öðr- um. Vandi stjórnmálamannsins er jafnan að velja réttu málefnin. Edwards kunngjörði í New Or- leans á fimmtudag að kosningabar- átta hans yrði „alþýðleg“; hann hygðist leggja sig sérstaklega fram við að ná til almennings og hvetja fólk til þátttöku. „Ég er staddur í New Orleans … til að sýna hvað hægt er að gera þegar við Banda- ríkjamenn tökum á okkur ábyrgð- ina og framkvæmum í stað þess að sitja heima og kvarta undan því að aðrir standi sig ekki í stykkinu,“ sagði frambjóðandinn m.a. Og vit- anlega var það engin tilviljun að hann var staddur í New Orleans, sem varð svo illa úti er fellibylurinn Katrín gekk yfir. Dapurleg við- brögð George W. Bush við þeim hamförum komu meira að segja hörðustu andstæðingum forsetans á óvart. John Edwards á erfiða baráttu fyrir höndum; annar pólitískur „sjarmör“ og herkill, Barack Obama, kann að reynast skæður keppinautur fari hann fram. Og ekki má gleyma Hillary Clinton, sem ræður yfir lygilegum fjármun- um og mekki reyndra ráðgjafa. En að þessu sinni mætir John Edwards til leiks reynslunni ríkari. Moldríkur alþýðumaður REUTERS Baráttan hafin John Edwards í New Orleans á fimmtudag. Með því að velja New Orleans minnti hann á dapurlega frammistöðu George Bush forseta þegar fellibylurinn Katrín reið yfir. Edwards greindi íbúum borgarinnar frá því að sem forseti myndi hann „binda enda á fátækt í Bandaríkjunum“. SVIPMYND» John Edwards sækist á ný eftir húsbóndavaldi í Hvíta húsinu og mætir nú til leiks reynslunni ríkari »Hann er sumsé frjálslyndur í ýmsum efnum, íhaldssamur í öðrum. Vandi stjórn- málamannsins er jafnan að velja réttu málefnin. ’Þegar fólk segist ætla í próf-kjör segist ég vona að það nái árangri og ég virði hugrekki þess og vilja en þar með hafi það tekið ákvörðun um tvennt: að vera fátækt fólk allt sitt líf og í öðru lagi að sitja undir dylgjum, rógburði og svívirðingum ef það nær einhverjum pínulitlum árangri.‘ Davíð Oddsson , seðlabankastjóri og fyrr- verandi forsætisráðherra, í viðtali við tímaritið Nordisk Tidskrift . ’Hann ætlar ekki að láta þessaóþokka sem réðust á hann eyði- leggja líf sitt.‘ Helga Þórðardóttir , móðir Haraldar Hannesar Guðmundssonar sem varð fyrir fólskulegri árás í London. ’Ég var milli svefns og vökuinni í stofu þegar ég heyrði í reykskynjaranum, ég fór þá að herberginu, sem reykurinn kom úr, sem var svefnherbergið, svo sótti ég bara börnin og við hlup- um út.‘ Guðný Guðnadóttir , einstæð fjögurra barna móðir, sem missti allt sitt í eldsvoða á Hvolsvelli á Þorláksmessu. ’Þessi árangur er ekki tilviljun,hann er árangur þrotlausrar vinnu í mörg ár og markvissrar uppbyggingar.‘Jóhann R. Benediktsson , sýslumaður á Keflavíkurflugvelli, um framgöngu lög- reglu og tollgæslu sem hafa aldrei lagt hald á meira af kókaíni og amfetamíni en nú í ár. ’Bara það að fólk sjái lögreglu-mann á gangi eykur tilfinningu manna um að löggæsla sé á staðnum.‘Stefán Eiríksson , lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins, en umdæmi þess nær til um 63% þjóðarinnar. ’Við teljum að það sé margtáhugavert í gangi í þessum geira í Bandaríkjunum.‘ Hannes Smárason , forstjóri FL Group, eftir að félagið hafði eignast 5,98% hluta- fjár í bandaríska félaginu AMR Corpora- tion, sem er stærsta flugfélag í heimi. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/RAX Lítt eftirsóknarvert Davíð Oddsson, seðlabankastjóri og fyrrum forsætis- ráðherra, segir störf á vettvangi stjórnmálanna krefjast mikilla fórna og þeir sem árangri nái sitji undir stöðugum dylgjum og óhróðri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.