Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 45

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 45
sinni eru margir hlutir í og við vegi hættulegir mótorhjólafólki. Er það þá ekki eðlilegt að við höf- um áhyggjur af vegriðum með óvarða staura innan við metra frá aksturslínu okkar? Það er ekki niðurrifsstarfsemi að benda á það sem betur mætti fara. Að lokum setur Stefán upp geislabauginn með því að halda því fram að sérstakt tillit hafi ver- ið tekið til mótorhjólafólks við uppsetningu víravegriðanna í Svínahrauni. Hann má svo sem trúa því ef hann vill en hver vír í vegriði er strekktur upp í um það bil 5 kN svo það þarf talsvert sterka staura til að halda slíkum vír á sínum stað, og mótorhjól eða mótorhjólamaður hreyfir ekki mikið við þeim ef hann lendir á þeim. Hvort að það séu 2,7 eða 3,2 metrar á milli þeirra skiptir held- ur ekki máli ef að staurarnir eru áfram óvarðir. Gerðar hafa verið rannsóknir með tölvulíkönum á hvað gerist við árekstur mót- orhjóla á mismunandi vegrið. Tölvulíkanið kallast MADYMO og var unnið af verkfræðistofu há- skólans í Monash í Ástralíu. Mód- elið sýnir hversu mikil hætta er á meiðslum við dæmigerðan árekst- ur við vegrið. Það sýnir líka svo það verður ekki um villst að hætta á alvarlegum meiðslum á höfði og líkama mótorhjólamannsins marg- faldast við árekstur á víravegrið. Ennfremur sýnir það að hætta er á að fætur ökumannsins og síðan framhjól mótorhjólsins flækist í vírunum með meiri hættu á meiðslum þegar ökumaðurinn losnar loksins við hjólið og kastast yfir vegriðið. Eru menn þá eitt- hvað hissa á því lengur að mót- orhjólafólk skuli hafa áhyggjur af öryggi sínu? Kannski ekki Stefán, nema hann hafi kveikt á skilnings- ljósinu. Höfundur er ökukennari og bif- hjólamaður og ritstýrir einnig tíma- ritinu Bílar og sport. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 45 UMRÆÐAN Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali ÁLFKONUHVARF - GLÆSILEGT HÚS Mjög vandað og fallegt 170 fm endaraðhús á einni hæð er skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldhús, baðherbergi, þvottahús og 3 herbergi auk innbyggðs bíl- skúrs. Húsið er mjög stílhreint, allur viður er eik. Gólfefni er gegnheilt parket og flís- ar. Innréttingar eru sérsmíðaðar. V. 47,9 m. 6259 SÓLTÚN 5 - SÉRLEGA VÖNDUÐ OG FALLEG Sérlega vönduð og falleg 130 fm íbúð á 4. hæð í nýlegu lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílgeymslu. Íbúðin skiptist í þvottaherbergi, baðherbergi, eldhús með borðkróki, óvenju stórar stofur, tvö svefnherbergi og geymslu innan íbúðar. Húsið er einangrað og klætt að utan. Tvöföld gólf eru til aukinar hljóðvistar. Hönnun hefur verið verð- launuð en húsið er teiknað af Ingimundi Sveinssyni. Afhending er í maí 2007. V. 41,5 m. 6129 LEIFSGATA - LAUS STRAX Falleg og nýuppgerð 2ja herbergja íbúð á 1. hæð við Leifsgötu í Reykjavík. Eignin skiptist í gang, stofu, baðherbergi, her- bergi og eldhús. Sérgeymsla er í kjallara og sameiginlegt þvottahús. M.þ. sem hefur verið endurnýjað er eldhús, baðher- bergi, gólfefni ásamt gleri og rafmagni að hluta. V. 17,9 m. 6336 GRANDAVEGUR - LAUS STRAX Falleg og björt 3ja herbergja 91 fm íbúð á 1. hæð í góðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í forstofu, hol eða sjónvarpshol, stofu, tvö herbergi, eldhús, þvottahús og baðher- bergi. Í kjallara er sérgeymsla og hjóla- geymsla. V. 23,5 m. 6359 LÆKJASMÁRI - LYFTUHÚS Glæsileg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í lyftuhúsi við Lækjasmára í Kópavogi. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, eldhús, her- bergi, baðherbergi, þvottahús og for- stofa. Sérgeymsla fylgir íbúðinni. Sameig- inleg hjóla- og vagnageymsla. V. 17,9 m. 6347 ÞINGHOLTSSTRÆTI - MIKIÐ UPPGERT Mjög fallegt og mikið standsett 270 fm einbýlishús á frábærum stað í Þingholtunum. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: 3 stofur, eldhús, gestasnyrting og forstofa. Rishæð: Gangur, 5 herbergi og baðherbergi. Kjallari: Hol, stórt sjónvarpsherbergi, þvottahús, forstofa og stór nýleg sólstofa. Hér er um að ræða frábært hús sem mikið hefur ver- ið gert fyrir síðustu árin. 6346 Laugarnesvegur - gullfalleg Glæsileg 110 fm íbúð á 3. hæð ásamt stæði í góðu bílskýli. Um er að ræða ný- legt álklætt fjölbýlishús byggt af ÍAV. Sér- inngangur. Íbúðin skiptist í stofu, borð- stofu, eldhús, 2 svefnherbergi, baðher- bergi og sérþvottahús í íbúð. V. 37,0 m. 6340 Safamýri - sérinngangur Góð 3ja- 4ra herbergja íbúð á jarðhæð (ekkert nið- urgrafin) í þríbýlishúsi við Safamýri. Íbúðin skiptist þannig: Stofa, þrjú herbergi, eld- hús, baðherbergi og hol. Sérgeymsla fylg- ir í sameign. Sameiginlegt þvottahús og kyndiklefi. Sérinngangur. V. 25,0 m. 6341 SKRIFSTOFA/VERSLUN Frábær eign við Vatnsstíg í Reykjavík. Á efri hæðinni eru 110 fm skrifstofur og neðri hæð er 100 fm rými og hentar sem vinnupláss og lagerrými. Efri hæðin skiptist í fjórar góðar skrifstofur, eldhúsaðstöðu, móttöku og salerni. Vandaðar innréttingar og gólfefni. Á neðri hæðinni er gott alrými. Snyrting. Innkeyrsludyr. 6367 Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali LENGI vel hafa menn haldið því fram að heimurinn sé verri á þeirra dögum en áður. Svosem ekki að undra því með aldrinum virðist sem flestir verði staðfastari í eigin skoðunum. Af því leiðir að menn eiga erfiðara með að sætta sig við breytingar á umhverfi sínu. Dæmi um slíkt er sú skoðun undirritaðs að á síð- ustu fimmtán árum eða svo hafi dóm- greind Íslendinga hrakað. Ekki svo að skilja að undirritaður telji sjálfan sig vera betri en samlandar hans, ónei – ég geri fjölmörg mistök sem oftast eru sprottin af því sama: fljótfærni, þ.e.a.s. skorti á fram- sýni. En þetta, skort á framsýni, á ég við þegar ég tala um tap- aða dómgreind. Árið 1944 ákvað kynslóðin sem fædd var við upphaf 20. aldar að stofna sjálf- stætt ríki á Íslandi. Ef ég skil sögubæk- urnar rétt þá ólst þessi kynslóð að jafn- aði ekki upp við mikil veraldleg þægindi. Af bóklegri þekkingu og spjalli við eldra fólk dreg ég þá ályktun að fyrrnefnd kynslóð hafi almennt talið æskilegt að safna sér forða til að eiga þegar illa áraði. Einnig áætla ég að fólk þetta hafi haft þann vana að gjörnýta allan efni- við sem til var áður en það keypti nýjan. Nú á dögum virðist sem mörg- um, af kynslóðunum sem fæddust eftir stríð, séu orðin fyrirhyggja og sparsemi merkingarlaus. Oftar en ekki er fólk búið að eyða fé sínu áður en það hefur eignast það og sjaldnast er fyrirhyggjan önnur en að „maður vinni þetta bara upp“ eða að „þetta reddist ein- hvern veginn“. Eflaust munu margir telja mig vera að ala á nei- kvæðu hugarfari og bölsýni með þessum orðum. Þó er það ekki ætlunin. Ætlun mín er að hvetja fólk til jákvæðrar hugsunar og bjartsýni og vissulega eigum við að halda áfram að segja „þetta reddast“. En hættum að segja „...einhvern veginn“ því aug- ljóslega þarf að leiða hugann að því hvernig skuli redda hlutunum. Það virðist nefnilega orðinn nokkuð land- lægur hugsunarháttur að efnisleg gæði verði til af engu. Hinn dæmigerði Íslend- ingur er skuldugur upp fyrir haus. Ég hef engar vísindalegar sannanir fyrir því að neysluhyggjan sé eina ástæða skuldafensins og ég veit að margir afsaka skuldir lands- manna með þeim rök- um að svona verði þetta bara að vera til þess að fólk geti búið við mannsæmandi kjör. En heilbrigð skynsemi mín tjáir mér það að ef við leyfðum okkur ekki allan þennan munað gætum við minnkað skuldirnar og ef til vill unnið styttri vinnu- dag. Og innsæið segir mér að núverandi góð- æri vari ekki að eilífu. En víst er það svo að á meðan við völsum um eyjuna okkar í skammsýni og ánægju yfir eigin ágætum heldur klukkan áfram að tifa. Ég tek fram að sjálfur er ég sami kjáninn í peningamálum og ég tel marga landa mína vera. En upphaf allra bóta er bætt hugarfar og vona ég að héðan í frá ráðstafi ég fé mínu af meiri fyrirhyggju. Til dæmis með því að kaupa ódýr- an, notaðan bíl í stað þess að taka lán fyrir bifreið af nýjustu gerð. Ég óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári. Nýárshugvekja Einar Hjartarson skrifar nýárs- hugvekju um neysluhyggju Einar Hjartarson » Það virðistnefnilega orðinn nokkuð landlægur hugs- unarháttur að efnisleg gæði verði til af engu. Hinn dæmigerði Íslendingur er skuldugur upp fyrir haus. Höfundur fæst við skriftir. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.