Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 46

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 46
46 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, bróðir og afi, MAGNÚS ÞÓR MAGNÚSSON Dr. Ing. Rafmagnsverkfræðingur, Barðaströnd 20, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu föstudaginn 29. desember. Hrefna M. Proppé Gunnarsdóttir Áslaug María Magnúsdóttir, Haukur Birgisson Þorsteinn Ingi Magnússon, Jóhanna Guðrún Pálmadóttir Katrín Lillý Magnúsdóttir, Gylfi Þór Þórisson Margrét O. Magnúsdóttir, Stefán Hreiðarsson Frú Guðbjörg, ég vissi ekki að hún héti að millinafni Sigríður eins og móðir mín. Hún var föðursystir mín. Alltaf er ég hitti hana sagði hún mér hve vænt henni hefði þótt um föður minn og hve mikið hún hefði alltaf saknað hans, hvað hann hefði verið góður bróðir og hefði líka orðið mér góður faðir. Hann, Guðmundur Pálsson, alltaf kallaður Gummi bróðir , fórst með b.v. Sviða frá Hafnarfirði 2. des. 1941 Guðbjörg Sigríður Pálsdóttir ✝ Guðbjörg Sig-ríður Pálsdóttir fæddist í Reykjavík 12. júlí 1907. Hún andaðist á líknar- deild Landakots 4. desember síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 14. desember. aðeins 31 árs að aldri, þá var ég 15 mánaða. Minni mitt nær til þess sumars þegar ég var fimm ára í sumardvöl hjá föðursystrum mín- um, frú Lilju á Akra- nesi og frú Guðbjörgu í Stafholti en báðar voru þær prestsfrúr. Báðar tvær voru þær önnum kafnar konur, kærleiksríkar, umvefjandi allt og alla. Í Stafholti voru synir Gauju og Bergs, Ragnar og Guðmundur góðir leik- félagar. Uppi á hamri höfðu þeir smíðað flugvél og fórum við þar í margar ferðirnar. Óljóst man ég að alltaf var margt fólk í Stafholti, mikill gestagangur, fólk að koma og fara, samt var Guð- björg frænka mín alltaf góð, aldrei pirruð, aldrei þreytt. Svona er minni barnsins. Næstum hálfri öld síðar fer ég í læri hjá Kolbrúnu Karls. að mála á postulín, í miðju spjalli um ættir og uppruna hleypur hún frá og kemur aftur með mynd af tveimur litlum tátum, við tvær í Stafholti 1945 ! Við Gauja mín deildum ekki ævinni sam- an fyrr en hin síðari ár, hvað sem olli því er farið með þeim sem látnir eru. Það hefði orðið öðruvísi að njóta hennar meira að kynnast henni bet- ur, þeim systrum báðum. Ég sakna þess. Gauju minni þakka ég þá elsku er ég naut í þeim samverustundum, sem við áttum saman. Hin bláasta fjóla fyrr þú varst í föður þíns laukagarði, þá angan og fegurð í æsku barst, sem óskelfd til himins starði. Það yndi er fölnað, en yfir því rís nú elskunnar minnisvarði. (Hulda.) Öllu hennar fólki sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hulda Guðmundsdóttir. Ragna Efemía Guð- mundsdóttir er látin, vinkona og Stjörnuhópsfélagi á Heilbrigðis- stofnun Sauðárkróks. Hópurinn samanstóð af fimm ólík- um einstaklingum, við nefndum hóp- inn stjörnuhópinn því saman mynd- uðum við fimm arma stjörnu. Nafnið var því vel við hæfi að okkar mati. Við reyndum að hittast reglulega og Ragna var í hópi þeirra sem mættu best. Veikindi Rögnu ágerðust smám saman á þeim tíma, en hún lét það Ragna Efemía Guðmundsdóttir ✝ Ragna EfemíaGuðmundsdóttir fæddist í Sölvanesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði 23. nóv- ember 1938. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Sauðár- króks aðfaranótt 15. desember síðast- liðins og var jarð- sungin frá Sauðár- krókskirkju 28. desember. ekki aftra sér og naut stundanna. Með okkur þróaðist, traust, vin- skapur og gagnkvæm virðing og í hópnum gátum við talað um allt milli himins og jarðar af gagnkvæmri virð- ingu í þeirri vissu að samræðurnar færu ekki lengra. Við sett- um okkur háleit mark- mið, en þau voru að efla okkur sjálf, víkka sjóndeildarhringinn, vera jákvæð og hrósa hvert öðru. Við fórum í heimsóknir hvert til annars, fórum á kaffihús og heimsóttum meðal annars sjúkra- þjálfun Heilbrigðisstofnunarinnar og fengum kynningu á starfseminni. Framan af fylgdum við ekki alveg markmiðum okkar, vorum kannski fullafslöppuð, en lýðræðis gætti í hópnum og ef hópurinn væri sáttur var það það eina sem skipti máli. En á einum af fundum okkar fórum við sem oftar yfir markmiðin og flestir töldu að þetta væri nú bara fínt, það sem við værum að gera. En þá var það Ragna Efemía, sem á þeim tíma átti orðið erfitt með mál, sem spark- aði hressilega í restina af hópnum, en hún taldi að við þyrftum að skerpa okkur í því að halda mark- miðum sem lagt var upp með í upp- hafi. Þetta atvik varð okkur vinum og félögum hennar mjög minnis- stætt. Það lýsti Rögnu mjög vel og sýndi okkur hennar sterku persónu á svo skýran máta. Það þurfti ekki alltaf orð eða talað mál til þess að skilja hvert annað í þessum hóp. Þögnin og næmið fyrir gildi þagn- arinnar var til staðar. Við náðum að eiga djúp og þroskandi samskipti og við nutum okkar öll í þessum hóp. Við sjáum nú á eftir stórmerkilegri konu sem tókst á við veikindi sín af æðruleysi. Hún hló mikið með okkur, fylgdist vel með og hafði skoðanir, ákveðnar skoðanir sem hún náði að koma á framfæri innan hópsins. Eft- ir stöndum við fjögur af hópnum og sjáum á eftir Rögnu með söknuði en þó með þeirri vissu að hún hafi öðlast hvíld frá erfiðum veikindum. Aðstandendum hennar sendum við samúðarkveðjur og ósk um að ljós og friður fylgi þeim. Anna Pálína, Berglind, Kristján og Sigurður. Elsku Valli. Nú þú sefur, minn væri vin, vaki ég hljóð við mánaskin. Fegursta stjarnan sem á himni rís ert þú á leið í paradís. Nú legg ég á leiði þitt rauða rós, logar á kerti lífsins ljós. Ég sakna þín hjarta ljúfurinn minn, nú signi ég og kyssi krossinn þinn. Elsku Steina, Valur, Hafrún og Haukur, innilegar samúðarkveðj- ur. Ingibjörg og Aron Örn. Valtýr Guð- mundsson ✝ Valtýr Guðmundsson fæddistí Stykkishólmi 21. júlí 1984. Hann lést af slysförum 8. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Stykkishólmskirkju 16. desember. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Þorsteinn Elísson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Ástkær dóttir mín, eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN ARADÓTTIR, Arnartanga 16, Mosfellsbæ, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 23. desember, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju fimmtudaginn 4. janúar kl. 13.00. Salvör Veturliðadóttir, Sveinn Árnason, Brynhildur Sveinsdóttir, Hörður Guðjónsson, Íris Sveinsdóttir, Jón Guðmundsson, Eva Björg Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir, Daði Sigursveinn Harðarson, Natalie Kristín Írisardóttir, Helena Írisardóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, HILDUR EMILÍA PÁLSSON, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Stigahlíð 4, Reykjavík, verður jarðsungin í Dómkirkjunni miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555. Stefanía Stefánsdóttir, Björn Valgeirsson, Anna Guðnadóttir, Stefán H. Stefánsson, Jórunn Magnúsdóttir, Kittý Stefánsdóttir, Ólafur Ólafsson, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Valur S. Ásgeirsson, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Móðir mín, amma og langamma, KRISTJANA RAGNHEIÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR frá Búðardal, sem andaðist á Landspítala-háskólasjúkrahúsi laugardaginn 23. desember, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 2. janúar kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Fyrir hönd aðstandenda, Elísabet Magnúsdóttir, Íris Hrund Grettisdóttir, Magnús Þór Guðmundsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA SIGMUNDSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni laugardagsins 23. desember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Ásgeir J. Guðmundsson, Sigmundur Ásgeirsson, Kristín Ottesen, Guðmundur Ásgeirsson, Helga Ólafsdóttir, Þóra Ásgeirsdóttir, Þorvaldur Gíslason, Ásgeir J. Ásgeirsson, Berglind Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.