Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 47 Hvernig kveð ég þig, afi minn, án þess að gera lítið úr þeim góðu áhrifum sem þú hefur haft á mig í gegn um tíðina. Minningarnar úr Lindarbrekk- unni eru svo margar og góðar. Hvort sem við sátum inni í eldhúsi að spjalli eða vorum á fullu í að þrífa af rófum þá gastu alltaf sagt einhverja sögu, hvort sem það var þjóðsaga eða bara saga úr firð- inum. Alltaf hlustaði maður af Gunnar Guðmundsson ✝ Gunnar Guð-mundsson fædd- ist á Eyjólfsstöðum í Beruneshreppi 13. febrúar 1922. Hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 17. desember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Djúpavogskirkju 29. desember. áhuga, jafnvel þó svo að umfjöllunarefnið hafi mér ekki alltaf þótt áhugavert þá náðir þú að segja þannig frá að það var ekki hægt annað en að hlusta. Man ég líka eftir einu kvöldi þar sem mig langaði út að leika eftir sólsetur. Spurðir þú mig hvort ég vildi virkilega út í myrkrið, og eftir smá umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ef til vill ekkert svo góð hugmynd. Eftir þetta varð það að fara út í myrkrið einkabrandari okkar á milli. Ég leit við í Lindarbrekkunni tvisvar í sumar. Í fyrra skiptið kom ég með fjölskyldunni og við stoppuðum yfir helgi. Ég hafði heyrt að heilsan væri ekki góð og að þú ættir sennilegast ekki langt eftir. Bjóst ég alveg eins við því að sjá þig þreyttan, gamlan og von- lausan. En í staðinn sá ég þig eins og ég hafði alltaf þekkt þig, vinnu- saman. Fór stór hluti af helginni í að hjálpa þér við að gera við grindverkið fyrir framan húsið. Seinna skiptið leit ég við þegar ég og vinir mínir vorum í hringferð um landið. Kom ég þá að þar sem þú varst að lakka grindverkið. Slíkur dugnaður einkenndi þig alla tíð. Það er erfitt að kveðja góða menn, en þegar ég heyrði að þú værir farinn skaust strax upp í huga minn þetta erindi úr Háva- málum. Því kveð ég þig, afi minn, með þessum orðum og vona að þér líði vel hvar sem þú ert staddur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Bragi Guðlaugsson. Ég kynntist Ást- mari þegar hann tók að sér byggingastjórn við viðbygg- ingu sem ég var að ráðast í við húsið mitt árið 2005. Hann mætti á staðinn á stóra pikkuppnum sínum og út steig stór persónuleiki, lífsglaður og Ástmar Örn Arnarson ✝ Ástmar ÖrnArnarson húsa- smíðameistari fæddist í Reykjavík 29. október 1957. Hann lést á líknar- deild Landspítala – háskólasjúkrahúss 9. desember síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Hall- grímskirkju 18. des- ember. gamansamur. Ég kannaðist við fasið en kom því ekki fyrir mig strax. Hann tók verkið að sér með glöðu geði og sagði að það þyrfti að koma þessu upp sem fyrst og að þetta yrði nú lítið mál. Hann kom mér af stað og leiðbeindi mér með verkið af mikilli festu. Það var svo nokkrum vikum seinna að pabbi minn var í heimsókn og af tilviljun var stóra hestakerran hans Ástmars lögð beint fyrir utan gluggan hjá mér. Ég kallaði á pabba og sagði honum að þetta væri nú bygginga- stjórinn minn Ástmar Örn Arnars- son. Pabbi leit á mig og sagði: „Er ekki í lagi með þig? Þetta er ná- frændi þinn!“, þá áttaði ég mig á hvaðan ég kannaðist við fasið. Við Ástmar vorum þremenningar, Rósa amma hans og Gísli afi voru systkini. Við urðum miklir mátar og áttum sameiginlegt áhugamál, hestana. Það var alltaf gaman að fá hann á staðinn, þá var grínast og hlegið og verkið rifið áfram. Það var því mikið áfall að heyra um veikindi hans og skömmu síðar hversu langt þau voru komin. Þeir menn sem hann fékk í verkið heima hjá mér höfðu miklar mætur á hon- um og mikið var rætt um hann af umhyggju og alúð. Ég kveð þig elsku frændi með söknuði og vildi óska að við hefðum getað átt fleiri stundir saman. Ég sendi fjölskyld- unni allri samúðarkveðjur vegna þessa mikla missis og vona að guð líti til með ykkur. Jóhann G. og fjölskylda. Elsku mamma mín, þú varst alveg einstök kona. Þegar ég hugsa til baka um allar góðu stundirnar með þér, það yljar. Ég var mjög ung þeg- ar þú kenndir mér útsaum. Það hef- ur gagnast mér rosalega vel í gegn- um lífið. Við fórum ófáar ferðirnar til Öggu Ingvars að skoða og kaupa hannyrðir, þá fannst okkur ekki leið- inlegt. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur var gert af svo mikilli hlýju og alúð. Veraldlegur auður skipti þig ekki miklu, kærleikurinn var ofar öllu. Þú varst alltaf boðin og búin að hjálpa og gefa andlegan styrk. Elsku hjartans mamma mín, ljúf- ust þú varst á allan hátt, varst alltaf tilbúin að gefa gleði og mátt. Elsku mamma, takk fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað. Þín elsk- andi dóttir Ingibjörg Bjarnadóttir og fjölskylda. Rósa Hall- grímsdóttir ✝ Rósa Hallgrímsdóttir fæddistá Sauðárkróki 4. september 1935. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Austurlands á Seyðisfirði 27. október síðastliðinn og var út- för hennar gerð frá Hafnarkirkju 6. nóvember. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919 Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Ástkær móðir mín, JAKOBÍNA OTTESEN BOESKOV, Birkerød, Danmörku, lést miðvikudaginn 27. desember. Jóhanna Boeskov og fjölskylda. ✝ Elskulegur bróðir okkar, EMIL JAKOBSSON, Hátúni 10a, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 27. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Þórlaug B. Jakobsdóttir, Guðbjörg Jakobsdóttir, Ágúst Jakobsson, Hrönn Jakobsdóttir og fjölskyldur. Sími 567 9110 • 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁRNÝJAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Grandavegi 47, Reykjavík. Högni Jónsson, Jón V. Högnason, Þórunn E. Baldvinsdóttir, Gunnar Högnason, Sveinbjörn Högnason, Sigríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra nær og fjær sem heiðruðu minningu ÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, áður til heimilis í Víðilundi 6H. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hlíðar fyrir kærleiks- ríka umönnun. Gleðilegt nýtt ár. Kolbrún Matthíasdóttir, Guðný Matthíasdóttir, Jóhann Sigvaldason, Jón Matthíasson, Kristbjörg Gunnarsdóttir, Halldór Matthíasson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir minn og afi okkar, ÞÓRÐUR STEFÁNSSON, Hamarsbraut 8, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 28. desember. Ragnheiður Hulda Þórðardóttir, Viktor Ingi Ólafsson, Stefán Máni Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.