Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 49

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 49 FRÉTTIR ÞESSIR bekkir heimsóttu Morgunblaðið í tengslum við verkefnið Dagblöð í skólum. Dagblöð í skólum er samstarfsverkefni á vegum menntasviðs Reykjavíkur sem Morg- unblaðið tekur þátt í á hverju ári. Að lokinni verkefnaviku þar sem nemendur vinna með dagblöð á margvíslegan hátt í skólanum koma þeir í kynnisheimsókn á Morgunblaðið og fylgjast með því hvernig nú- tíma dagblað er búið til. Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Auður í netfangi aud- ur@dagblod.is. Kærar þakkir fyrir komuna, krakkar! Morgunblaðið. Morgunblaðið/Eyþór 3. SJ í Selásskóla. Morgunblaðið/Brynjar Gauti 7. bekkur í Öskjuhlíðarskóla. Morgunblaðið/Sigríður Óskarsdóttir Bekkur 7 b í Fossvogsskóla. Morgunblaðið/Sverrir 7. KT í Vogaskóla. NÚ árið er næstum liðið og aldrei það kemur til baka. Af því tilefni býður Borg- arskjalasafn Reykjavíkur öllum að senda vinum og ættingjum nýárskveðju, sér að kostn- aðarlausu. Að þessu sinni eru nýár- skortin gömul falleg kort úr stóru póstkortasafni Borgarskjalasafns. Kortin er að finna á vef Reykjavík- urborgar www.reykjavik.is. Fyrir jól bauð Borgarskjalasafn eins og fyrri ár, upp á jólakort á netinu og voru viðtökur vægast sagt góður og mikill fjöldi fólks sendi vinum og ættingjum hér heima og erlendis jólakveðjur. Hægt er að senda þær á yfir 25 tungumálum. Nýárskveðjur á netinu NORDICA SPA hefur gefið félög- um í Umhyggju, samtökum sem vinna að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra, 40 gjafakort í heilsulindina á Nordica Spa þar sem handhafi fær nuddmeðferð að eigin vali. Gjafakortin renna til Ein- stakra barna, sem er félag um sjaldgæfa og alvarlega sjúkdóma, Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, Neistans, félags barna með hjartasjúkdóma, og foreldra barna með gigtarsjúkdóma. Hjá NordicaSpa geti foreldrarnir slakað á og látið þreytu dagsins líða úr sér í rólegu og þægilegu and- rúmslofti þar sem áhersla er lögð á andlega og líkamlega vellíðan. Umhyggja vinnur að bættum hag sjúkra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar lang- veikra barna og fagfólk innan heil- brigðiskerfisins. Einnig eru félög og hópar foreldra langveikra barna í félaginu. Umhyggja fékk 40 gjafakort í heilsu- lind og nudd

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.