Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 50

Morgunblaðið - 31.12.2006, Side 50
50 SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Á fimmtu-daginn réðust her-sveitir bráðabirgða-stjórnar Sómalíu og eþíópískir her-menn inn í Mogadishu, höfuð-borg landsins. Þær mættu engri mót-spyrnu. Hreyfing íslamista vill stofna íslamskt ríki í Sómalíu. Hún lýsti yfir stríði í landinu í síðustu viku og náði höfuð-borginni á sitt vald. Hreyfingin hörfaði á fimmtu-daginn frá borginni og segist ætla að halda áfram bar-áttunni gegn bráðabirgða-stjórninni í sunnan-verðu landinu. Bráðabirgða-stjórnin hefur rætt við leið-toga ætt-flokka um sam-starf til að komast til valda í höfuð-borginni án blóðs-úthellinga og munu þeir lík-lega ráða úr-slitum þar um. Forsætis-ráðherra Eþíópíu, Meles Zenawi, lofaði sigri á hreyfingu íslamistanna og sagðist vona að átökunum lyki á næstu dögum eða vikum. „Við ætlum ekki að láta Mogadishu brenna,“ sagði hann. Stjórnin komin til Mogadishu REUTERS Her-menn bráðabirgðar-stjórnar í Sómalíu. AUÐLESIÐ EFNI Banda-ríski tónlistar-maðurinn James Brown, sem kallaður var guð-faðir sálar-tónlistarinnar, lést úr lungna-bólgu á jóla-dag, 73 ára að aldri. Hann hóf tónlistar-feril sinn árið 1953 en vin-sældir hans náðu há-marki á síðari hluta sjöunda ára-tugarins. Brown var mikil-væg fyrir-mynd heillar kyn-slóðar banda-rískra blökku-manna og gætir áhrifa hans enn í dag í tónlistar-heiminum. Mannréttinda-frömuðurinn Jesse Jackson sagði um Brown að hann hefði verið menningar-legt, pólitískt og félags-legt afl. James Brown látinn James Brown Gerald Ford látinn Gerald Ford, fyrr-verandi for-seti Banda-ríkjanna, lést í vikunni. Hann var eini Bandaríkja-maðurinn sem hefur sest á forseta-stól án þess að hafa fengið um-boð kjósenda. Hann var vara-forseti og tók við þegar Richard Nixon for-seti sagði af sér em-bætti. Styrktar-tónleikar Styrktar-félagi krabbameins-sjúkra barna voru afhentar 2.476.500 krónur á styrktar-tónleikum sem voru haldnir 8. árið í röð á fimmtu-dagskvöld. Allir sem komu að tón-leikunum gáfu vinnu sína, auk þess sem Háskóla-bíó lagði frítt til hús-næðið. Biðjast af-sökunar Pitsu-fyrirtækið Dominos hefur beðist af-sökunar á því að senda 80 þúsund viðskipta-vinum sms-skilaboð með jóla-kveðju. Ástæðan er sú að kveðjan var send út snemma aðfanga-dags en barst ekki fyrr en um kvöldið þegar fólk var að snæða jólakvöldverðinn. Skattur lækkar en gjöld hækka Um næstu ára-mót mun tekju-skatturinn lækka um 1% og persónu-afslátturinn hækkar. Hins vegar hækka þjónustu-gjöld opin-berra aðila og því er ekki víst að mikið sitji eftir í vasa neytenda. StuttÁ þriðju-daginn fórust 260 manns þegar eldur blossaði upp í bensín-leiðslu í fátækra-hverfi í Lagos, stærstu borg Nígeríu. Hópur þjófa hafði borað gat á leiðsluna til að stela bensíni og hundruð íbúa hverfisins komu til að verða sér úti um elds-neyti þegar eldurinn gaus upp. Nígería er mesti olíu-framleiðandi Afríku og hefur spilling og óstjórn orðið til þess að bensín-stöðvar verða uppi-skroppa með elds-neyti. Verðið á einum brúsa af bensíni á svörtum markaði getur þá jafn-gilt um 2 vikna launum fá-tæks Nígeríu-manns. Alls 260 létu lífið Á fimmtu-daginn var lokið við að dæla olíu úr tönkum flutninga-skipsins Wilson Muuga en það strandaði við Hvalnes 19. desember. Alls var um 95 tonnum af olíu dælt í land og unnið var stans-laust í 30 klukku-stundir. Umhverfis-stofnun segir að allt að 60–70 tonn af olíu hafi farið í sjóinn þegar skipið strandaði. Óveður og mikill sjó-gangur var fyrstu sólar-hringana eftir strandið, og það varð til þess að koma olíunni á haf út og brjóta hana niður. Lítil um-merki hafa fundist um olíu-mengun í fjörum í ná-grenni við strand-staðinn, en að lang-mestu leyti hefur tekist að koma í veg fyrir frekari olíu-leka frá skipinu á strand-stað. Í skipinu er eftir olíu-blandaður sjór í lestar-rými og er talið að magn þeirrar olíu sem þar er eftir sé 10–15 tonn. Segir Umhverfis-stofnun að hreinsun þeirrar olíu geti tekið nokkra daga en ekki sé lengur bráð hætta af henni. Olíu-dælingu lokið Morgunblaðið/ÞÖK Olíu dælt úr Wilson Muuga. Íslenska kvik-myndin Köld slóð var frum-sýnd í Smára-bíói á föstudags-kvöldið, við góðar undir-tektir við-staddra. Köld slóð er sakamála-saga um blaða-manninn Baldur sem heldur upp á há-lendið til að rann-saka dular-fullt and-lát öryggis-varðar í virkjun en hinn látni er faðir hans. Leik-stjóri myndarinnar er Björn Brynjúlfur Björnsson og með-höfundur hans er Kristinn Þórðarson. Með helstu hlut-verk fara Þröstur Leó Gunnarsson, Anita Briem, Helgi Björnsson og Elva Ósk Ólafsdóttir. Köld slóð frum-sýnd Morgunblaðið/ÞÖK Krisinn og Þröstur Leó eru ánægðir með Kalda slóð. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiks-maður með þýska liðinu Gummersbach, var á fimmtu-daginn út-nefndur íþrótta-maður ársins af Sam-tökum íþrótta-fréttamanna. Guðjón Valur hlaut 405 stig í fyrsta sætið en mest var hægt að fá 460 stig. Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnu-maður og handknattleiks-maðurinn Ólafur Stefánsson urðu í 2. og 3. sæti, en þeir hafa verið hand-hafar titilsins seinustu ár. „Það er í fyrsta lagi mikill heiður að fá að til-heyra svona hópi frábærra íþrótta-manna og í öðru lagi að fá svona viður-kenningu, þó að ekki sé nema einu sinni á lífs-leiðinni, er ekkert annað en frábært,“ sagði Guðjón Valur. Íþrótta-maður ársins út-nefndur Morgunblaðið/Arnaldur Guðjón Valur Sigurðsson íþrótta-maður ársins. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.