Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 55
menning
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Kanarí
í janúar
Síðustu sætin frá kr. 29.990
Frábær janúartilboð - glæsileg gisting í boði
Verð kr. 29.990
Flug, skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, stökktu tilboð, 17. eða 24.
jan., vikuferð. Netverð á mann.
Verð kr. 34.990
Flug, skattar og gisting, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, á Roque Nublo, 17. eða 24.
jan., vikuferð. Netverð á mann.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 49.990
Hálft fæði - Flug, skattar og gisting, m.v.
2 í herbergi á Hotel Rondo - hálft fæði,
17. eða 24. jan. (lækka), vikuferð.
Netverð á mann.
Verð kr. 69.990
Allt innifalið - Flug, skattar og gisting,
m.v. 2 í svítu á Hotel Eugenia Victoria - allt
innifalið, 24. jan., vikuferð. Netverð á mann.
GRÉTAR Reynisson hefur byggt
box á stóra sviðið, lyftu. Bak er á
henni; lyftudyrnar opnast og
lokast á ólíka heima Sundralands-
ins sem Lísa Jónsdóttir ferðast
um eitt sinn þegar hún hættir sér
inn í lyftuna. Hún reynist hafa
tapað einni klukkustund úr lífi
sínu og í leit að henni hrapar hún
eins og Lísa í Undralandi niður í
súrrealíska atburðarrás ævintýris
þar sem allt snýr á haus; Í
Sundralandi búa óöruggir óörygg-
isverðir, kynlega dýrið blórabögg-
ull, borgarstarfskona sem vill laga
tölfræði ofbeldis með því að taka
það allt á sjálfa sig og lætur því
nauðga, berja og míga á sig í stað-
inn fyrir Lísu, verður svo ofbeldis-
full sjálf og þær skemmta sér við
að fleygja saman sprengjum á
annað fólk. Þar er líka deild fyrir
óskilamuni sem sjálf er í óskilum
og menn moka í sig yfir og allt um
kring pulsum og aftur pulsum; þar
er yndislegur ísbjörn og þar eru
ógnvænlegar manneskjur og
hræðilegi svarti hundurinn sem
eltir Lísu líkt og Winston Churc-
hill forðum. – Þetta og margt
fleira gerist allt fyrir hlé í magn-
þrunginni lita- og hljóðsinfóníu.
Eftir hlé vöknum við upp með
Lísu á geðdeild, inni í gráum ís-
köldum raunveruleikanum, þar
sem allt gengur eftir klukku.
Form þessa verks Anthonys
Neilsons er snjallt og sú aðferð
hans að leiða áhorfandann fyrst
inn í litríkan, heillandi og hræði-
legan ævintýraheim maníunnar,
síðan niður á kaldranalega jörðina
í þeim tilgangi að auka skilning á
því af hverju maníu-sjúklingar
vilja ekki taka lyfin sín.
Af einhverjum ástæðum varð
höggið milli heimanna tveggja
ekki eins mikið í sýningunni og
verkið býður upp á. Kannski
vegna hlésins þar sem allir voru
svangir eftir að hafa séð svona
mikið af þjóðarréttinum pulsum,
kannski liggur það að hluta til hjá
leikmyndinni, sem er sannarlega
ótrúlega hugvitsamleg og
skemmtileg, og tengir eðlilega
saman heimana tvo, maníu-
heiminn og sjúkrahúsið, en ramm-
ar líka Lísu inn, lokar hana (Ilmi
Kristjánsdóttur) nær allan tímann
inni á ævintýralegri ferð sinni um
Sundraland. Hún lendir í erfiðri
stöðu til að sýna þau áhrif sem
hún verður fyrir, manía hennar
næstum fyrir utan hana sjálfa, og
kannski var það líka ætlunin.
Lyftudyrnar virka sem nokkurs
konar klippitæki á milli atriða og
leikstíllinn í Sundralandi er einnig
eins og í kvikmynd eða sjónvarps-
seríu, lágstemmdur leikur sem
fjarlægir, nánast andleikhúsleikur
og gerir atburði skemmtilega und-
arlega en hann verður þess einnig
valdandi að orð ná ekki fram. En
það sem ég heyrði fannst mér oft
snjallt og fyndið. Leikararnir, sem
allir nema Ilmur leika mörg hlut-
verk, eru vel samhæfðir í andleik-
hússtílnum en tekst ekki alltaf
jafnvel að komast í gegnum hann
til að geisla nema Charlotte Bö-
ving sem kemur hér í fyrsta skipti
fram hjá LR. Raunsæja lokasenan
á sjúkrahúsinu milli Lísu og Villa
er ákaflega vel unnin, ljóðræn fal-
in bón Ilmar – og Bergur Þór Ing-
ólfsson, sem örþreyttur, umkomu-
laus, nánast horfinn aðstandandi,
sýnir þar enn á sér nýja hlið.
Helga I. Stefánsdóttir, sem gerði
aldeilis frábæra klassíska búninga
fyrir Amadeus, gerir aftur góða
hluti í ótrúlegum fjölda búninga
og það gerir Sigríður Rósa
Bjarnadóttir líka í gervunum.
Ýmislegt í verkinu og hve text-
inn berst illa mun áreiðanlega
fæla frá eitthvað af eldra fólki en
framandgerðu hugmyndaríku
myndirnar, og húmorinn í þeim,
rennandi fram líkt og í bíói sem
Benedikt Erlingsson leggur
áherslu á í leikstjórn sinni, ættu
að laða að sér ungt fólk. Sömuleið-
is einnig alla þá sem skáldið
ávarpaði: „Ef þér finnst gaman að
Lísu í Undralandi en finnst ekki
nóg af kynlífi og ofbeldi í henni þá
er Ófagra veröld leikritið fyrir
þig“. Og að auki ætti sýningin að
vera áhugaverð fyrir flesta í landi
þar sem svo margir eiga við geð-
ræn vandamál að stríða.
Sýning fyrir ungt fólk og fleiri
Leiklist
Leikfélag Reykjavíkur
Eftir Anthony Neilson í þýðingu Þórarins
Eldjárns. Leikstjóri: Benedikt Erlingsson
Leikmynd: Grétar Reynisson. Búningar:
Helga I. Stefánsdóttir. Leikgervi: Sigríður
Rósa Bjarnadóttir. Tónlist: Pétur Þór
Benediktsson. Lýsing: Halldór Örn Ósk-
arsson. Hljóðmynd: Ólafur Örn Thorodd-
sen. Leikarar: Bergur Þór Ingólfsson,
Björn Ingi Hilmarsson, Charlotta Böving,
Guðmundur Ólafsson, Ilmur Kristjáns-
dóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Þór
Tulinius og Þórhallur Sigurðsson (Laddi).
Stóra svið Borgarleikhússins kl. 20.00,
29.desember 2006
Ófagra veröld
Morgunblaðið/Sverrir
Sundraland „Af einhverjum ástæðum varð höggið milli heimanna tveggja
ekki eins mikið í sýningunni og verkið býður upp á,“ segir m.a í dómnum.
María Kristjánsdóttir
JÓLATÓNLEIKAR Hljómeykis í
Seltjarnarneskirkju s.l. fimmtudags-
kvöld nutu greinilega ekki sama
óslökkvandi tónleikaþorsta og jafnan
læsir sig um áheyrendur síðustu vik-
ur fyrir jóladag. Lán var því í óláni að
þunnskipað guðshúsið skilaði í stað-
inn kjörheyrð fyrir kammerkórsöng.
Dagskráin var annars aðsókn-
arverð út af fyrir sig; metnaðarfull
þótt jólatengd væri og laus við allar
amerísku „Söntu“-lummurnar sem
tröllríða aðventunni. Helzt saknaði
maður pólýfónískrar tilbreytingar,
því burtséð frá tveim stuttum kanon-
innslögum var allt eldra efnið byggt á
hómófónískri sálmalagshefð og hið
yngra gerði meir út á klasaáferð og
rytmísk tilþrif en sjálfstæða radd-
færslu.
Hafizt var handa með útgáfum
Vulpiusar og Praetoriusar á Það aldin
út er sprungið og útsetningu Anders
Öhrwalls á Borið er oss barn í nótt,
ásamt Hin fegursta rósin er fundin
(Praetorius) og Jesú, mín morg-
unstjarna er í úts. Jóns Þórarins-
sonar myndaði tengilið við 20. öld.
Hér sem lengi vel var sungið á kyrr-
látum nótum, nærfellt sem í greg-
orskum sléttsöng, er léði heildinni
fágað og stundum dularfullt yf-
irbragð.
Mótetta Poulencs, O magnum ny-
sterium, er ekki með auðveldari kór-
stykkja í inntónun og það heyrðist á
köflum, þó að mótunin væri að öðru
leyti hin fegursta. Aftur á móti hélt
verk hans Hodie Christus natus est –
þrátt fyrir smá óhreinleika í einum
kafla – að fullu sínum heillandi blæ af
léttstígu sigurgöngulagi. Smásig í
tenór kom né heldur í veg fyrir að út-
setning Günthers Raphaels á Maria
durch ein Dornwald ging kæmist
klakklítið gegnum þyrniskóginn með
skemmtilegum „spezzati“ inn-
göngusöng tenórs og loks bassa með-
fram kirkjuveggjum eftir upphaf
sóprans og alts. „To the mothers in
Brazil – Salve Regina“ eftir Lars
Jansson og Gunnar Eriksson mynd-
aði óvænt daggferskt uppbrot á
gamlaheimshefðinni með seiðandi
sölsóttum hemíóluskotnum Suður-
ameríkustíl – dulítið á við Misa Cri-
olla Ramirez en fágaðra – er Hljóm-
eyki skilaði með smitandi glæsibrag.
Síðustu númerin báru af. Eftir
nosturstúlkun á franskri þjóð-
lagsútsetningu Gabriels Wilcz-
kowskys og sveigjanlega meðferð á
hinu marglita Ave maris stella eftir
Trond Kverno (þó vantaði herzlumun
hreinleikans í karlröddum) kom hin
ægifagra orþódoxa Bogoróditse dévo
Rakhmaninoffs. Myndaði sú mótetta
hápunkt kvöldsins undir markvisst
þjálli stjórn Magnúsar Ragnarssonar
ásamt söngglaðri útsetningu Hildi-
gunnar Rúnarsdóttur á Ding dong
merrily on high er læddi að lítils-
háttar sveiflu en ávallt smekklega.
Fékk þar sópraninn sannarlega að
skína með þeim óskoraða glansi er
gerir röddina að ókrýndri drottningu
nær allra íslenzkra blandaðra kóra –
a.m.k. meðan núverandi framboð og
eftirspurn helzt í fullu gildi.
Af samstilltri fágun
TÓNLIST
Seltjarnarneskirkja
Jólatónlist frá 15.–16. og 20.–21. öld.
Sönghópurinn Hljómeyki. Stjórnandi:
Magnús Ragnarsson. Fimmtudaginn 28.
desember kl. 20.
Kórtónleikar
Morgunblaðið/Kristinn
Jólatónlist Sönghópurinn Hljómeyki var með tónleika í Setjarnaneskirkju
síðastliðið fimmtudagskvöld.
Ríkarður Ö. Pálsson
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn