Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 61

Morgunblaðið - 31.12.2006, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 61 menning Bestu óskir um gleðilegt nýtt leikhúsár! LA þakkar landsmönnum fyrir frábærar viðtökur á árinu! Forsala í fullum gangi á fyrstu frumsýningu nýs árs: Brjálæðislegt leikrit – fyndið og djarft! „Monty Python í einni sæng með Quentin Tarantino“ Frumsýnt 20. janúar 2007 www.leikfelag.is / 4 600 200 TIME OUT K V IK A GUÐJÓN Sveinsson hefur verið rit- höfundur um langt skeið og getið sér gott orð fyrir barnabækur sínar. Hann hefur meðal annars hlotið við- urkenningu frá IBBY fyrir framlag sitt til barna- og unglinga- menningar. Í klóm Baggalúts er 24. barna- og unglingabók Guðjóns, samkvæmt lista á vinstri síðu framan við titilblað, og hefur hann vakið at- hygli fyrir að skrifa gott mál og auðugt af blæbrigðum. Í klóm Baggalúts er engin undantekning þar á. Textinn er kannski í þyngra lagi fyrir einhverja lesendur (fullorðnir þurfa meira að segja að teygja sig eftir orðabók á stöku stað). Fluglæs sjö ára dóttir mín hikstaði í lestrinum annað veifið og mörg orð reyndust tilefni til nán- ari útskýringa (skvompa, laupur, torta og gorropi eru dæmi), en það eykur reyndar ánægju við samlest- urinn að hafa eitthvað til þess að glíma við. Aðalpersóna sögunnar er litli hvolpurinn Doggur er vingast við hjálmskjótta folaldið Dögun og sam- an lenda þau í klóm svartálfsins ófrýnilega Baggalúts. Þá eru góð ráð auðvitað dýr. Í klóm Baggalúts fjallar öðrum þræði um græðgi, vináttu og afleið- ingar þess að óhlýðnast, en Dögun verður forvitninni að bráð og hunsar þau fyrirmæli Dúnléttrar, móður sinnar, að fara ekki langt og passa sig á ánni sem rennur í gegnum fjóluhvamm- inn þar sem þær hafast við. Þau leggja heldur leið sína í Óska- steinadalinn með ófyr- irséðum afleiðingum. „Það er engu líkara en hún hafi aldrei verið folald. Þau hlógu áhyggjulaus og runnu af stað í átt til skógar- ins. Hann var bæði fag- ur og forvitnilegur.“ (35) Fallegar myndir prýða frásögnina og atburðarásin er ævintýraleg og hröð. Auk orðaforðans sem fyrr er getið, einkennist textinn af hnyttn- um innskotum. Eitt dæmi af mörg- um er haninn Skrauti, hann raular vísuna um Tuma sem fer á fætur við fyrsta hanagal til þess að ná andlegu jafnvægi þegar hætta steðjar að og rífur sig ofan í rass þegar hann gal- ar, því það er svo hanalegt. Baðsiðir Baggalúts eru annað dæmi en hann skolar sig í mógröfinni tvisvar á ári, á tyllidögum. Hrafnshjónin Nípa og Neflangur eiga fullt í fangi með að finna mat handa sísvöngum og heimtufrekum ungum sem þau eignast hvert vor og skemmtilegar eru lýsingar á þeim og lifandi samspili þeirra á milli. Fjöl- skyldulífið er með nútímalegu ívafi og ekki fer á milli mála að hjúskapur krummahjónanna er í betra lagi, eins og höfundurinn orðar það. Enn- fremur fá samskipti Hlaðgerðar álf- konu (Gerðar gorkúlu) og Baggalúts mann til þess að kíma, svo fleiri dæmi séu nefnd. Eitt af því jákvæða við Í klóm Baggalúts eru hinar rammíslensku rætur sögunnar og orðaforði tengd- ur lífinu í sveit, sem mörg borgar- börn fara alveg á mis við og hætt er við að glatist með tímanum. Líka er vitnað í þekkta málshætti og vísur í textanum sem börnin læra eða rifja upp fyrir vikið. Prófarkalestur bókarinnar varð til þess að ergja þann sem hér skrifar örlítið. Á fyrstu síðu eftir saurblaðið er hástafur á röngum stað í titli bók- arinnar og þar að auki féll niður -j- í hjálmskjótt á bls. 33 og -a- í Bagga- lúti á bls. 52. Þá kemur „oft á tíðum“ fyrir í staðinn fyrir „oft og tíðum“, og þykir slík málfræði ekki til fyrir- myndar þar sem það er á skjön við upprunalega notkun og merkingu. Að því slepptu er óhætt að segja að Í klóm Baggalúts sé góð skemmt- un og fróðleikur, bæði fyrir börn og fullorðna. Þannig eiga bækur að vera. Skemmtun fyrir börn og fullorðna BÆKUR Barnabók Eftir Guðjón Sveinsson. Myndir eftir Erlu Sigurðardóttur. Mánabergsútgáfan, 2006. 92 bls. Í klóm Baggalúts Helga Kristín Einarsdóttir Guðjón Sveinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.