Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 31.12.2006, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 2006 61 menning Bestu óskir um gleðilegt nýtt leikhúsár! LA þakkar landsmönnum fyrir frábærar viðtökur á árinu! Forsala í fullum gangi á fyrstu frumsýningu nýs árs: Brjálæðislegt leikrit – fyndið og djarft! „Monty Python í einni sæng með Quentin Tarantino“ Frumsýnt 20. janúar 2007 www.leikfelag.is / 4 600 200 TIME OUT K V IK A GUÐJÓN Sveinsson hefur verið rit- höfundur um langt skeið og getið sér gott orð fyrir barnabækur sínar. Hann hefur meðal annars hlotið við- urkenningu frá IBBY fyrir framlag sitt til barna- og unglinga- menningar. Í klóm Baggalúts er 24. barna- og unglingabók Guðjóns, samkvæmt lista á vinstri síðu framan við titilblað, og hefur hann vakið at- hygli fyrir að skrifa gott mál og auðugt af blæbrigðum. Í klóm Baggalúts er engin undantekning þar á. Textinn er kannski í þyngra lagi fyrir einhverja lesendur (fullorðnir þurfa meira að segja að teygja sig eftir orðabók á stöku stað). Fluglæs sjö ára dóttir mín hikstaði í lestrinum annað veifið og mörg orð reyndust tilefni til nán- ari útskýringa (skvompa, laupur, torta og gorropi eru dæmi), en það eykur reyndar ánægju við samlest- urinn að hafa eitthvað til þess að glíma við. Aðalpersóna sögunnar er litli hvolpurinn Doggur er vingast við hjálmskjótta folaldið Dögun og sam- an lenda þau í klóm svartálfsins ófrýnilega Baggalúts. Þá eru góð ráð auðvitað dýr. Í klóm Baggalúts fjallar öðrum þræði um græðgi, vináttu og afleið- ingar þess að óhlýðnast, en Dögun verður forvitninni að bráð og hunsar þau fyrirmæli Dúnléttrar, móður sinnar, að fara ekki langt og passa sig á ánni sem rennur í gegnum fjóluhvamm- inn þar sem þær hafast við. Þau leggja heldur leið sína í Óska- steinadalinn með ófyr- irséðum afleiðingum. „Það er engu líkara en hún hafi aldrei verið folald. Þau hlógu áhyggjulaus og runnu af stað í átt til skógar- ins. Hann var bæði fag- ur og forvitnilegur.“ (35) Fallegar myndir prýða frásögnina og atburðarásin er ævintýraleg og hröð. Auk orðaforðans sem fyrr er getið, einkennist textinn af hnyttn- um innskotum. Eitt dæmi af mörg- um er haninn Skrauti, hann raular vísuna um Tuma sem fer á fætur við fyrsta hanagal til þess að ná andlegu jafnvægi þegar hætta steðjar að og rífur sig ofan í rass þegar hann gal- ar, því það er svo hanalegt. Baðsiðir Baggalúts eru annað dæmi en hann skolar sig í mógröfinni tvisvar á ári, á tyllidögum. Hrafnshjónin Nípa og Neflangur eiga fullt í fangi með að finna mat handa sísvöngum og heimtufrekum ungum sem þau eignast hvert vor og skemmtilegar eru lýsingar á þeim og lifandi samspili þeirra á milli. Fjöl- skyldulífið er með nútímalegu ívafi og ekki fer á milli mála að hjúskapur krummahjónanna er í betra lagi, eins og höfundurinn orðar það. Enn- fremur fá samskipti Hlaðgerðar álf- konu (Gerðar gorkúlu) og Baggalúts mann til þess að kíma, svo fleiri dæmi séu nefnd. Eitt af því jákvæða við Í klóm Baggalúts eru hinar rammíslensku rætur sögunnar og orðaforði tengd- ur lífinu í sveit, sem mörg borgar- börn fara alveg á mis við og hætt er við að glatist með tímanum. Líka er vitnað í þekkta málshætti og vísur í textanum sem börnin læra eða rifja upp fyrir vikið. Prófarkalestur bókarinnar varð til þess að ergja þann sem hér skrifar örlítið. Á fyrstu síðu eftir saurblaðið er hástafur á röngum stað í titli bók- arinnar og þar að auki féll niður -j- í hjálmskjótt á bls. 33 og -a- í Bagga- lúti á bls. 52. Þá kemur „oft á tíðum“ fyrir í staðinn fyrir „oft og tíðum“, og þykir slík málfræði ekki til fyrir- myndar þar sem það er á skjön við upprunalega notkun og merkingu. Að því slepptu er óhætt að segja að Í klóm Baggalúts sé góð skemmt- un og fróðleikur, bæði fyrir börn og fullorðna. Þannig eiga bækur að vera. Skemmtun fyrir börn og fullorðna BÆKUR Barnabók Eftir Guðjón Sveinsson. Myndir eftir Erlu Sigurðardóttur. Mánabergsútgáfan, 2006. 92 bls. Í klóm Baggalúts Helga Kristín Einarsdóttir Guðjón Sveinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.