Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 9 FRÉTTIR          ! "!   #  Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Meiri verðlækkun á útsölunni Klappastíg 44 - sími 562 3614 Innleggsnótur og gjafakort í fullu gildi á útsölunni ÚTSALA heimur heillandi hluta og hugmynda Stekkjarbakka 6 - Sími 540 3300 - www.gardheimar.is 1.980kr TILBOÐ20 túlipanar Komdu á óvart á bóndadaginn! Með öllum tilbúnum blómvöndum frá Garðheimum fylgir 2 fyrir 1 á frumsýningu Babel með Brad Pitt og Cate Blanchett, 19. janúar í SAMbíóunum 2 fyrir 1 út að borða á Café Operu 19. - 31. janúar 20-60%Full búð afglæsilegum pottaplöntum afsláttur Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 TilboðTILBOÐ föstudag og laugardag20% afsláttur af 76 cm háum ferðatöskum Verð áður kr. 7.700.- Verð nú kr. 6.160.- HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær refsingu tveggja Litháa sem smygl- uðu 1,8 lítrum af vökva sem innihélt amfetamínbasa til landsins. Rann- sóknarstofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði taldi að framleiða hefði mátt 13,3 kíló af amfetamíni með 10% styrkleika úr vökvanum. Amfetamínvökvanum var smyglað til landsins í tveimur vínflöskum en árvökulir tollverðir sáu að átt hafði verið við innsiglið. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá Arvydas Maciulskis, 44 ára, og Saulius Prusinskas, 39 ára, í tveggja og hálfs árs fangelsi en Hæstiréttur þyngdi refsingu Ma- ciulskis í fjögur ár og refsingu Prus- inskas í þrjú ár. Í dómi Hæstaréttar segir að Prus- inkas hafi tekið að sér innflutning efnanna sem augljóslega hafi verið vandlega skipulagður og að hann hafi skömmu áður farið í svipaða för til landsins. Eftir að þeir hafi verið handteknir á Keflavíkurflugvelli hafi Prusinskas veitt nokkurn atbeina til þess að málið upplýstist. Tók Hæsti- réttur tillit til þess og hann var dæmdur til vægari refsingar en Ma- ciulskis, en hann var ekki talinn hafa reynt að upplýsa málið með nokkr- um hætti heldur eftir mætti reynt að afvegaleiða lögreglu, auk þess sem hlutur hans væri meiri. Málið dæmdu Gunnlaugur Claes- sen, Árni Kolbeinsson, Garðar Gísla- son, Hrafn Bragason og Markús Sig- urbjörnsson. Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari sótti málið en Sveinn Andri Sveins- son hrl. og Björgvin Jónsson hrl. voru til varnar. Þyngdi refsingu fyrir smygl á amfetamínbasa FARSÍMAVÆÐINGIN hefur sínarslæmu hliðar eins og snjallir skák- menn hafa fundið fyrir. Hjörvar Steinn Grétarsson lenti í þeirri raun í þriðju umferð Skeljungsmótsins, sem tefld var 12. janúar sl., að gleyma að slökkva á farsímanum. Skák hans gegn Snorra Snorrasyni var dæmt töpuð eftir að sími Hjörv- ars hringdi í miðri skák. Á Hastings-mótinu í Bretlandi var á dögunum tefld ein stysta skák sem sögur fara af, eins og fram kemur í skákþætti Viðskiptablaðsins 17. jan- úar sl. Skákin tefldist: 1. e4 g4 2. d4 og þegar svartur var kominn með höndina á biskupinn hringdi farsími skákmannsins. Samkvæmt reglum Alþjóðaskáksambandsins FIDE hafði símaeigandinn þar með tapað skákinni. Helgi Ólafsson, stórmeistari og skákskýrandi Morgunblaðsins, sagði þess nokkur dæmi að skákir eigenda farsíma, sem hringdu á mótum, væru dæmdar tapaðar. Hann nefndi t.d. Ponomariov, sem var heims- meistari FIDE um tíma. Ponom- ariov sat að tafli á móti sem haldið var á afmælisdegi hans þegar ein- hver hringdi til að óska honum til hamingju með daginn! Hann tapaði skákinni fyrir vikið. „Persónulega finnst mér að sá sem heldur skákmót eigi að bera ákveðna ábyrgð á þessari reglu FIDE,“ sagði Helgi. „Ef þú ferð t.d. í leikhús eða á tónleika þá er fólki gert viðvart og það vinsamlega beðið um að slökkva á GSM-símum. Ef á að fylgja þessari reglu á skákmóti finnst mér að það eigi að tilkynna fyrir hverja umferð og að eins séu áberandi viðvaranir á skákstað. Þetta hefur komið nokkrum sinnum fyrir hér og menn tekið þessu þegj- andi og hljóðalaust.“ e4 – g4 – d4 Stysta skákin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.