Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 17
„Ég fór í framhaldsnám til Boston eftir að ég útskrifaðist. Þar hitti ég manninn minn, við giftum okkur og fluttum til Ríó,“ segir Sigríður sem hefur búið í borginni frá árinu 1990. „Það er ágætt, mjög ólíkt því að búa hér. Það er til dæmis meiri birta þar en hér á þessum árs- tíma,“ segir Sigríður, sem starfar sem píanóleikari þar í landi. „Svo vinn ég líka við kennslu í breskum skóla þar sem ég hef verið í tvö ár.“ Sigríður segist ekki eiga von á því að flytja heim á næstunni. „Hver veit, en það er ekkert á dag- skrá næstu árin.“ Tónleikarnir fara fram í sal FÍH í Rauðagerði 27 og hefjast kl. 20. Miðaverð er 1.500 krónur og inni- faldar eru veitingar í hléi. stóra markmiðið. Hvað varðar að- ferðafræðina við ritun verksins og efnistök, þá erum við að setja það í ákveðið umræðuferli. Ég mun leggja fram ákveðnar hugmyndir sem verða ræddar og metnar. Sagan er breyti- leg. Við skrifum hana í dag út frá ákveðnum sjónarhóli og aðferðum. Þekkingin er stöðugt að aukast og nýjar grunnrannsóknir að verða til, bæði íslenskar og alþjóðlegar. Hóp- urinn fer inn í ákveðið rannsókn- arferli á næstu mánuðum og leysir úr þeim verkefnum sem þar koma upp.“ Ólafur segir að þriggja manna rit- nefnd bókarinnar verði frekar eins konar umsjónaraðili, fremur en að hún taki beinan þátt í ritstjórn verks- ins. Ritnefndin fylgist með fram- vindu verksins og öllum stærri ákvörðunum. „Efnismeðferð og efn- istök verða mál ritstjóra og höf- unda,“ segir Ólafur. Umfang verks- ins verður að vonum mikið og áætlar Ólafur að myndir verði á milli átta og níu hundruð, en til samanburðar eru á stærstu sýningum safnsins rúm- lega hundrað myndir. Námsefnisútgáfa í kjölfarið Með svo efnismiklu og ítarlegu grunnriti skapast að sögn Sigurðar enn frekari útgáfumöguleikar. „Við höfum þegar ákveðið að þegar þess- ari fimm binda útgáfu er lokið, þá verði gefin út samandregin listasaga í einu bindi, og jafnframt efni fyrir skóla. Það er mjög mikilvægt að þessi rannsóknarvinna nýtist líka til að búa jafnt framhalds- og grunn- skóla út með kennsluefni um íslenska listasögu, því það hefur tilfinnanlega vantað.“ Ólafur segir þetta spurn- ingu um aðgengi almennings að menningunni. „Þess vegna er ábyrgð Listasafnsins í verkefninu mikil.“ Verkið skilgreint sem ein heild Edda hefur langa reynslu í útgáfu stórra verka eins og Sigurður benti á. Í samanburði við nýútkomna bók- menntasögu, segir hann það kost nú að útgefandinn fari betur búinn af stað. „Við sjáum endapunktinn fyrir, því öll bindin koma út í einu og yf- irsýnin er betri. Bókmenntasagan var nær eingöngu unnin á vegum einkafyrirtækis sem þurfti sjálft að fjármagna verkið. Það segir sig sjálft að það var því þungur baggi. Hér kemur ríkisvaldið hins vegar mynd- arlega að málum, þannig að hægt verður að vinna verkið hraðar og öruggar. Listasagan verður öll undir allan tíman, meðan bókmenntasagan var að mótast frá einu bindi til þess næsta.“ Ólafur segir það skipta máli að verkið sé frá upphafi skilgreint sem ein heild og hafi heildstæðan svip. „Það leggja allir af stað sam- tímis að öllum fimm bindunum, og þetta verður því skoðað sem eitt rannsóknarverkefni,“ segir Ólafur. Að sögn Sigurðar verður útlit verks- ins mótað snemma, þannig að höf- undar verksins vita í hvers konar ramma þeir vinna. „Það gerir okkar vinnu í útgáfunni líka miklu auðveld- ari. Við erum vön að fylgja svona stórum verkum eftir gegnum fram- leiðsluna, þar erum við á heimavelli og kvíðum engu.“ Sagan verður ekki einangruð Aðspurður hvort ekki þurfi að hefja verkið með því að skilgreina hvað sé myndlist – í ljósi breyttra snertiflata listgreinanna í nútíman- um, segir Ólafur Kvaran að auðvitað verði það hluti rannsóknarferlisins að takast á við slíkar spurningar. „Auðvitað er erfitt að skýra og skoða myndlistarsöguna einangraða. Við verðum að teygja okkur í allt það sem varpar ljósi á myndlistarsöguna. Myndlist í dag hefur annað yfirbragð en hún hafði í upphafi 20. aldar. Þetta verður ein af þeim spennandi spurn- ingum sem koma upp í rannsókn- arferlinu,“ segir Ólafur. Sigurður nefnir umræðu í Lesbók að und- anförnu þar sem spurt hafi verið hvað sé ljóð, og hvað sé bók. „Ég held að það þurfi enginn að efast um það að þegar þetta rit kemur út, þá vitum við hvað er bók.“ Í HNOTSKURN » Markmið með útgáfu ís-lenskrar listasögu er að gera myndilstarsögu þjóð- arinnar aðgengilega almenn- ingi í ítarlegu yfirlitsverki. » Listasafn Íslands og Eddaútgáfa hafa samvinnu um verkið. » Ristjóri er Ólafur Kvaranforstöðurmaður Listasafns Íslands. » Fimmtán listfræðingartaka þátt í mótun og ritun verksins. » Áætlaður kostnaður er ámilli 60 og 70 milljónir. » Listasafnið hefur fráárinu 2005 notið sérstaks styrks á fjárlögum til vinnslu listasögunnar. » Ritun listasögunnar skap-ar fleiri tækifæri í útgáfu á sögu íslenskrar myndlistar. » Í kjölfar listasögunnarsjálfrar verður gefið út námsefni í listasögu fyrir grunn- og framhaldsskóla. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 17 Fylgist með umfjöllun um þessa bók í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 2.443,- „Að axla ábyrgð sína á hinu hverfula augnabliki lífsins og finna hvað gefur því gildi. Það er að þeim tilgangi lífsins sem við skulum leita.“ Páll Skúlason prófessor í heimspeki. Íslandsmálning Skútuvogi 13. S. 517 1501 beint á móti Húsasmiðjunni Íslandsmálning Sætúni 4. S. 517 1500 Ný verslun Íslandsmálningar í Skútuvogi Opnunartilboð á innimálningu. Loftmálning 3L kr. 490 Veggjamálning 3L kr. 490 Veggfóður kr. 590 Veggfóðursborðar kr. 390 Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár OFANLEITI - BÍLSKÚR www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Falleg og vel skipulögð 106 fm endaíbúð á 4. hæð auk bílskúrs. Þrjú svefnherbergi, rúmgóð stofa og fallegt eldhús. Tvennar svalir og sérþvottahús innan íbúðar. Parket á öllum gólfum nema baði. Baðkar og sturtuklefi á baði. Sérgeymsla á hæð- inni. Hús viðgert og málað árið 2006. Verð 29,9 millj. Á MORGUN klukkan 14 verður opn- uð sýning Hlaðgerðar Írisar Björns- dóttur og Arons Reys Sverrissonar í sýningarsal Listasafns Reykjanes- bæjar í Duus-húsum. Sýningin ber heitið Tvísýna og saman stendur af málverkum í anda raunsæisstefnu, af börnum, húsum og umhverfi. Í inngangi að sýningarskrá segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur að verk Hlaðgerðar Írisar og Arons Reys „þrífist á víxlverkan hins þekkta og óþekkta, um leið og þau kasti á milli sín – og til áhorfenda – spurningunni um náttúru hinnar hlut- lægu listsýnar, hvort hún sé spegill eða gluggi“. Sýningin stendur til 4. mars. Myndlist Hlaðgerður og Aron sýna í Duus-húsum Hlaðgerður Íris og Aron Reyr HLJÓMSVEITIN Sólstafir heldur tónleika í Nýlistasafninu á Grett- isgötu annað kvöld, laugardaginn 20. janúar. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum opinn, en þeir hefj- ast klukkan 22 og standa í klukku- stund. Mun sveitin spila nýtt efni í bland við eldra. Sólstafir gáfu út plötuna Mast- erpiece of Bitterness í fyrra hjá finnska plötufyrirtækinu Spinefarm og fékk platan m.a. fjórar stjörnur hjá tónlistargagnrýnanda Morgunblaðsins á sínum tíma. Sólstafi skipa Aðalbjörn Tryggvason, gítar og rödd, Guðmundur Óli Pálmason, trommur, Svavar Austman, bassi, og Sæþór M. Sæþórsson, gítar. Tónleikar Sólstafir leika nýtt og gamalt efni í Nýló Aðalbjörn Tryggvason mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.