Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurlaug Gísla-dóttir fæddist 25. september 1920. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Garðvangi í Garði sunnudaginn 14. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét R. Jóns- dóttir, f. á Hóli í Skag. 6.7. 1880, d. í Keflavík 26.1. 1963 og Gísli Sigurðsson, f. á Hvaleyri við Hafnarfjörð 9.3. 1886, d. 3.5. 1967. Systkini Sig- urlaugar eru: Símon Guðlaugur, f. 27.12. 1909, Sigurður, f. 16.7. 1911, Jónína Sigríður, f. 10.8. 1912, Guð- rún Helga, f. 27.12. 1913, Margrét Friðbjörg, f. 18.7. 1915, Jón, f. 12.5. 1917 og Jóhanna, f. 9.7. 1918. Sigurlaug giftist 30.12. 1944 Birni Símonarsyni, f. í Bergvík í Leiru 16.8. 1916, d. í Keflavík 2.2. 1964. Börn: 1) Sigurður Gíslason Ólafsson, f. 18.8. 1942, faðir hans Ólafur Þorsteinn Sigurðsson. Kona 1 Erna Jónsdóttir, f. 11.7. 1936, d. 9.6. 1985. Dóttir Ernu og fóst- urdóttir Sigurðar er Þóra Björk Nikulásdóttir, f. 20.10. 1959. Börn Ernu og Sigurðar eru Sigurbjörg, f. 2.5. 1969 og Óli Jón, f. 9.9. 1971. Seinni kona Sigurðar er Guðbjörg Ingimundardóttir, f. 5.11. 1950. 2) Sigurbjörn Björnsson, f. 15.6. 1945, kvæntur Þóru Þórhallsdóttur, f. 5.9. 1949. Börn þeirra eru: a) Sig- urjóna, f. 4.8. 1966, gift Kristni Karli Ólafs, f. 25.4. 1962. Börn Sig- urjónu og Benedikts Áskelssonar eru Sigurbjörn Þór og Vilborg Telma. Börn Sigurjónu og Kristins eru Björgvin Haraldur, Kristinn Freyr og Herdís Matthildur. Barnabarnabörn Sigurbjörns og Þóru eru þrjú. b) Ástrún, f. 24.3. 1970. Synir hennar eru Arnar Már Kjartansson og Elvar Þór Magn- ússon. c) Björn, f. 7.9. 1976, maki Guðlaug Ólöf Sigfúsdóttir. Börn ur, f. 15.9. 1976. Synir þeirra Símon og Kári. b) Sverrir Pétur, f. 5.11. 1975, maki Birta Rós Sigurjóns- dóttir, f. 2.5. 1980. Sonur þeirra Pétur Breki. Fyrir átti Sveinbjörg dótturina Helgu Þórhallsdóttur, f. 7.3. 1970, gift Einari Rúnari Ís- fjörð, f. 9.12. 1972. Börn þeirra eru Elsa Björk og Ágúst Ísfjörð. 7) Guðmundur Magnús Björnsson, f. 15.2. 1953, kvæntur Halldóru Birnu Gunnarsdóttur, f. 17.5. 1952. Börn þeirra eru: a) Berglind, f. 30.3. 1975. Sonur hennar Guðmundur Magnús Sundström. c) Jón Bjarni, f. 2.12. 1978, kvæntur Magneu Huld Ingólfsdóttur. Dóttir Jóns Bjarna og Eydísar Lenu Elvarsdóttur er Elva Sóley Schuler. d) Birna, f. 19.7. 1983, maki Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, f. 17.11. 1972. Sonur þeirra Björn Magnús. 8) Ísleifur Björnsson, f. 28.7. 1954, kvæntur Ingigerði Guðmundsdóttur, f. 27.12. 1956. Sonur þeirra Haf- steinn, f. 12.3. 1975. 9) Hrönn Björnsdóttir, f. 26.12. 1955, gift Friðriki Steingrímssyni, f. 25.4. 1954. Börn þeirra eru Sigurjón, f. 1.12. 1982 og Ragnheiður, f. 26.10. 1984. 10) Friðbjörn Björnsson, f. 10.12. 1958, kvæntur Guðrúnu Helgadóttur, f. 27.4. 1958. Börn þeirra eru: a) Vignir, f. 8.5. 1975, sambýliskona Margrét Salóme Sig- urðardóttir. Börn, Jóhanna Rósa, Birgitta Rún og fósturbörn eru Valgerður Kristín og Sigurður Rafn. b) Baldur, f. 28.7. 1976, sam- býliskona Birna Ómarsdóttir. Börn eru Kristín Erla og Bryndís Inga, fóstursonur Róbert W. c) Helgi Rúnar, f. 14.7. 1979, börn hans eru Veigar Örn, Guðrún Edda og Frið- björn Þór. d) Margrét Rósa, f. 31.1. 1984, sambýlismaður Gunnsteinn Örn Hjartarson. 11) Ómar Björns- son, f. 19.12. 1959. 12) Viggó Björnsson, f. 8.8. 1962, maki Evelyn Eikemo, f. 22.12. 1959. Börn Vig- gós a) Örn Steinar, f. 10.12. 1983, dóttir Anna Rakel, b) Leifur Ómar, f. 11.1. 1998 og c) Ingibergur, f. 2.10. 1993. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þeirra eru Þóra Snæ- dís og Elva Rut, en fyrir átti Guðlaug Árnínu Lenu Rúnars- dóttur. d) Þorgerður, f. 18.8. 1982, maki Val- geir Magnússon, f. 21.3. 1984. Börn þeirra eru Laufey Lind og Björn Ólafur. Fyrir átti Þorgerður Sædísi Lind Ívars- dóttur, faðir er Ívar Þór Erlendsson. 3) Halldór Björnsson, f. 25.8. 1946, kvæntur Abelínu Huldu Harðardóttur, f. 5.1. 1950. Börn þeirra eru: a) Þórhallur, f. 5.8. 1969, börn hans og Huldísar Franksdóttur, þau skildu, eru Bjart- ur og Aðalheiður, en fyrir átti Huld- ís soninn Annel Helga Finnbogason. b) Bjarney, f. 13.11. 1970, gift Elíasi Birki Bjarnasyni, f. 30.11. 1971. Börn þeirra eru Hrund og Eyrún. c) Arnar Halldórsson, f. 30.11. 1972, maki Helga Þórkelsdóttir, f. 5.11. 1973. Sonur þeirra er Ívar Fannar. d) Daði Halldórsson, f. 27.9. 1975, maki Iben Højer Larsen, f. 5.2. 1975. Börn þeirra eru Malthe Kristófer og Abelína Saga. 4) Gísli Grétar Björns- son, f. 26.10. 1947, maki Bryndís Haraldsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Þorsteinn, f. 24.10. 1972. b) Sigurlaug, f. 8.11. 1976, maki Kjartan Friðriksson, f. 3.4. 1976, dóttir þeirra Árdís Eyja. c) Fjölnir, f. 8.9. 1988. d) Ýmir Páll, f. 10.4. 1992. Sambýliskona Gísla Grét- ars er Guðrún Jónsdóttir, f. 18.12. 1952. 5) Lilja Björnsdóttir, f. 19.8. 1949. Dætur hennar eru: a) Sigrún Eygló Davíðsdóttir, f. 17.7. 1982, gift Sigurjóni Árnasyni, f. 16.7. 1976. Dætur þeirra eru Lilja Mist og Árný Eva. b) Sóley Bára Betony, f. 24.5. 1985. Dóttir hennar er Sigurlaug Birna. 6) Símon Björnsson, f. 18.5. 1951, kvæntur Sveinbjörgu Sverr- isdóttur, f. 4.4. 1950, d. 3.10. 2002. Börn þeirra eru: a) Björn, f. 18.5. 1974, kvæntur Söru Dögg Gylfadótt- Ég kynntist tengdamóður minni árið 1966, þá nýlega orðin 16 ára, að sniglast í kringum Halldór, þriðja elsta soninn. Það var mikil upplifun að koma á þetta fjölmenna heimili. Lauga hafði þá misst manninn sinn tveimur árum áður. Lauga var sterk og ákveðin kona, hún var ekki allra og flíkaði ekki til- finningum sínum. Ekki hafði hún mikla trú á brölti okkar ungu kvennanna sem trúðum á jafnrétti kynjanna. „Það verður ekki fyrr en mín kynslóð er gengin,“ sagði hún. Nú er sú kynslóð að hverfa en fátt hefur breyst. Ég dáðist að Laugu en átti bágt með að skilja þann styrk sem hún hafði til að halda þessari stóru fjöl- skyldu saman. Hún vann á tveimur til þremur stöðum til að ná endum sam- an og eldri börnin fóru til vinnu um leið og þau gátu til að færa björg í bú. Það erfiðasta sem Lauga tókst á við, var að næstyngsti sonurinn, sem er með Down’s-heilkenni, varð að vistast 10 ára gamall á stofnun. Það voru þung spor en aðstæður á þessum árum buðu ekki upp á annað. Það var mikill léttir fyrir Laugu þegar þessi sonur eignaðist gott heimili í ná- grenninu og þau gátu fylgst betur hvort með öðru. Kynni mín af Laugu styrktust verulega þegar við fórum nokkrum sinnum saman í sumarleyfi. Lauga var skemmtilegur ferðafélagi og hrókur alls fagnaðar. Við fórum nokkrar ferðir um landið og voru Lilja mágkona mín og Ómar mágur með í för ásamt börnum okkar Lilju. Gist var í tjöldum og á kvöldin voru sviðin steytt úr hnefa flötum beinum í grasinu en þá voru hvorki stólar né borð með í för. Enn nánari kynni hef ég haft af Laugu í gegnum manninn minn. Mið- að við hve fjölskyldan var stór og oft þröngt í búi, hefði mátt búast við sárri reynslu frá æskuárunum, en öðru nær. Maðurinn minn minnist oft þess- ara ára þegar fjölskyldan bjó „uppi í Heiði“ eins og það hét þá. Hann segist nota þessar minningar sem brunn að sækja í vellíðan og uppörvun. Þarna áttu þau áhyggjulaust og frjálst líf, svona mörg systkini, og auðvitað var oft erfitt en það segir hann að hafi þroskað sig og er þakklátur foreldr- um sínum fyrir uppvaxtarárin. Þetta voru ár fátæktar í krónum og aurum talið en ríkidæmi í ástríki og kær- leika. Í kringum Laugu hefur verið mikið barnalán. Hennar börn voru ekki gömul þegar þau fóru sjálf að eignast börn og eins og maðurinn minn sagði eitt sinn: „Ég var nýhættur að ýta systkinum mínum í vagni þegar ég fór að ýta mínum eigin vagni“. En nú eru afkomendur Laugu 85 talsins. Á fyrstu árunum voru jólaboðin haldin heima hjá Laugu og var oft handagangur í öskjunni en fljótlega var fjöldinn orðinn slíkur að leigja þurfti sal. Lauga hafði mikið yndi af því að hitta hópinn sinn og í sumar sem leið komum við flest saman við sumarbústað næstelsta sonarins og auðvitað lét Lauga sig ekki vanta þrátt fyrir háan aldur og lélega heilsu. Ég á eingöngu hlýjar og góðar minningar um tengdamóður mína, sem nú hefur loks hitt hann Bjössa sinn aftur, en hún var sannfærð um að þau myndu hittast á ný. Hafðu þakkir fyrir allt elsku Lauga mín, þín tengdadóttir Hulda. Elsku Lauga. Mig langar í örfáum orðum að þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og fyrir alla þá hlýju og vináttu sem þú sýndir mér alla tíð. Ég man alltaf þegar ég hitti þig í fyrsta sinn, þá nýfarinn að vera með dóttur þinni, þú varst örlítið við skál, glöð og hress og þegar þú kvaddir mig sagðir þú: „Ég vona að fyrstu kynni þín af kerlingunni spilli ekki fyrir ukkur.“ Það var nú öðru nær, við urðum strax hinir mestu mátar og það hélst alla tíð. Í dekri þínu við mig minntir þú mig oft á að ég væri nú eini tengdason- urinn. Þér fannst við búa alltof langt í burtu og mörg voru þau símtölin sem ég svaraði og þá var sagt á hinum endanum: „Já, sæll og bless, hvað syngur í ukkur“. Þú lést þér annt um okkur öll og vildir fylgjast með og fyr- ir það vil ég þakka. Elsku Lauga, ég veit að þú varst farin að þrá þá hvíld sem þú hefur nú fengið og í sorg minni þakka ég Guði fyrir að hafa bænheyrt þig. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. Þakka þér fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Þinn tengdasonur. Friðrik Steingrímsson, Mývatnssveit. Elsku amma, þú varst alltaf svo stór hluti af okkar lífi, varst okkur sem önnur móðir. Ef mamma sagði nei þá spurðum við bara ömmu og oft- ar en ekki var sagt já við alls konar vitleysum og uppátækjum. Margar minningar þjóta í gegnum hugann, ég man fyrst eftir mér í Heiðarhvamm- inum hjá ömmu u.þ.b. 3 ára, sitjandi við appelsínugula borðið, við tvær saman að borða fisk og hlusta á út- varpsfréttirnar, við tvær að baka fyrir jólin, við tvær að horfa á strumpana og stelast til að drekka kókómjólk í stofunni. Svo margar minningar um góðar stundir sem eru mér svo dýr- mætar. Við systurnar höfum undanfarna daga verið að rifja upp ýmislegt bros- legt, við vorum alltaf svo spenntar að fá að sjá nýja bílinn, fá að sjá hvernig hann yrði á litinn því það var það eina sem breyttist á milli ára, alltaf varð Mitsubishi Lancer fyrir valinu, sjálf- skiptur að sjálfsögðu, því þú gast ekki skipt um gír án þess að beygja, þér lá líka oft á í umferðinni og við sungum „Frá, frá, því ömmu liggur á“. Við eyddum mörgum stundum saman og fundum okkur ýmislegt til dundurs, gátum eytt mörgum klukkutímum í að byggja spilaborgir og svo seinna spila rommý og manna með hvítu Flugleiðaspilunum, amma var líka mjög gott hárgreiðslumódel sem kvartaði aldrei undan illri með- ferð. Alltaf vorum við með þér eða þú með okkur, þú átt þinn stað í öllum okkar æskuminningum, alla okkar ævi hefur amma verið til staðar þegar eitthvað bjátaði á og alltaf var gott að koma til ömmu. Amma var kona sem hugsaði alltaf Sigurlaug Gísladóttir ✝ Kristján Krist-jánsson (Danni) fæddist í Reykjavík 5. júlí 1925. Hann lést á Elliheimilinu Grund föstudaginn 12. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Kristján Jóns- son, f. í Króki í Út- skálasókn í Miðnes- hreppi 1. júní 1870, d. í Reykjavík 5. október 1946, og Kristín Þorkels- dóttir, f. í Þurrabúð- um í Káravík í Seltjarnarnessókn 8. ágúst 1891, d. 9. desember 1982. Alsystkin Kristjáns eru: Sigríður, f. 1920, Magnús, f. 1921, d. 1997, Hulda, f. 1924, d. 1998, Valgerður, f. 1926, Sveinn, f. 1929, Helga, f. 1930, Guð- ríður, f. 1933, og Magnea, f. 1934. Samfeðra eru Stein- unn, f. 1893, d. 1984, Magnea Bjarney, f. 1895, d. 1939, og Kjartan, f. 1895, d. 1956. Útför Kristjáns verður gerð frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Við systursynir Danna minnumst hans með söknuði. Hann var ætíð stór hluti af lífi okkar og við áttum mikil og góð samskipti við hann. Þeg- ar við heimsóttum Danna í æsku var alltaf nóg um að tala og þar var áhugamál okkar allra, knattspyrnan, ofarlega á blaði. Áhugi hans á þessari fallegu íþrótt var einskær og félagið hans var Fram. Danni fór á flest alla leiki til að sjá Framarana spila, hvort sem það var í knattspyrnu, hand- bolta eða körfubolta. Þegar við spurðum hann hvort hann ætlaði að fara á næsta leik með Fram var svar- ið iðulega að það ætlaði hann að gera nema hann væri eitthvað mikið veik- ur. Þetta lýsti mikilli ástríðu hans á íþróttum og Knattspyrnufélaginu Fram. Við ræddum ávallt mikið um nýja leikmenn og hugsanlegar breyt- ingar á liðinu milli ára og þyrsti Danna að vita allt sem hægt var um félagið sitt. Gleði hans var ósvikin þegar vel gekk og vonbrigðin augljós þegar miður gekk. Ávallt var hægt að sjá á svip hans þegar hann kom heim í Búðargerði hvort Fram hefði sigrað eða tapað. Stelpurnar í hand- boltanum hjá Fram voru í miklu uppáhaldi hjá Danna og þótti honum afskaplega vænt um árituðu mynd- ina sem hann fékk af stelpunum á sjötugsafmælinu sínu. Þar passaði hann líka vel upp á að vera með leikjaniðurröðun alveg á hreinu til að missa ekki af neinum leik. Vatnsveita Reykjavíkur var vinnu- staður Danna nær alla hans starfs- ævi. Samviskusemi og áræði ein- kenndu störf hans og var hann vinsæll meðal vinnufélaganna. Varla var dagur sem hann missti úr vinnu og traustari starfsmenn voru vand- fundnir. Danni fylgdist vel með enska bolt- anum og þar var hans lið Arsenal. Þátttaka hans í getraunum er okkur bræðrum minnisstæð. Við áttum til að koma í heimsókn til þeirra Huldu, systur Danna og fara í gegnum get- raunaseðil laugardagsins með hon- um. Djúpt var farið í málin og vildi hann vera með á hreinu hvar liðin stæðu í deildinni og aðra hluti sem honum fannst skipta máli þegar seð- illinn var útfylltur. Síðan á laugar- dagskvöldum vorum við í símasam- bandi og fórum vel yfir seðilinn og þá var spennan mikil. Stundum náðust litlir vinningar, en sá stóri kom ekki. Það var ekki aðalatriðið, heldur ein- skær áhugi og gleði sem enski bolt- inn veitti honum. Fyrir um tíu árum fluttust Danni og Hulda frænka á Elliheimilið Grund. Þar var þeim vel tekið og byrjaði Danni fljótlega í föndrinu og saumaði púða af miklum krafti. Flestir voru púðarnir með merkjum íslensku og ensku knattspyrnulið- anna og var Danni óþreytandi að segja okkur frá því hvernig staðan væri í púðamálunum hjá sér. Hann sagði reyndar frá því að mest væri beðið um KR-púðana, en þegar gengið var á Danna og hann spurður hvort hann ætlaði ekki að ganga í KR aftók hann það með öllu og sagði að hann myndi ávallt verða Framari. Við það stóð Danni enda kom ekkert annað til greina af hans hálfu. Bestu þakkir færum við starfsfólki Elliheimilisins Grundar fyrir ein- staka umönnun og aðstoð við Danna frænda okkar. En er ég, Drottinn, einn af þeim, má ég þá kallast þinn? Munt þú, er kemur, Herra, heim mig hitta viðbúinn? Ó, lát mig hvíld ei fyrri fá en fengið hef ég vissu þá, og fyrr en svara sérð þú mig, þú sér ég elska þig. (V. Briem) Minningin um Danna mun lifa í hugum okkar að eilífu. Kristján Helgason, Sigurður Þórir og Halldór Örn Þorsteinssynir. „Hvenær ætlarðu að kyssa mig bless?“ spurði Danni frændi mig þegar ég var fimm ára gömul og brosti sínu stóra svolítið skakka brosi. Ég var feimin við þennan stóra og einlæga bróður mömmu minnar og sagðist ætla að gera það þegar ég yrði níu ára, því mér fannst það svo langt í burtu. Svo þegar ég varð níu ára kom að því að ég fór að kyssa Danna bless, enda rukkaði hann mig Kristján Kristjánsson Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.