Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Fyrir tæpum 50 ár-
um, nánar til tekið
snemmsumars 1958,
slógu vegamenn tjöldum sínum nið-
ur norðan Hamarsár á Vatnsnesi,
þar sem nú stendur Hamarsbúð.
Þetta sumar var ég 15 ára liðlétt-
ingur í vegavinnuflokknum og tíðum
var mér falið það verkefni að skjót-
ast á jeppa eftir mjólk til næsta bæj-
ar. Ung og myndarleg kona hafði
tekið til mjólkina í brúsana og stóð í
bæjardyrunum þegar rennt var í
hlaðið. Eflaust höfum við skipst á
nokkrum orðum um leið og ég snar-
aði brúsunum inn í jeppann en
gelgjulegur unglingurinn dvaldi
ekki í löngum samræðum við hús-
freyju þótt viðmót hennar væri hlý-
legt og augun brún. Þannig hófust
fyrstu kynni okkar Immu á Sauða-
dalsá þótt í litlu væri.
Tíminn leið og fimm árum síðar
var ekki lengur undan því vikist að
keyra aftur út að Sauðadalsá, í þetta
skiptið með Ellu, elstu heimasæt-
unni á bænum, sem átti það erindi
að sína foreldrunum tilvonandi
tengdason. Kvíði minn fyrir þeirri
frumsýningu reyndist ástæðulaus
og eflaust hefur hún komið minna á
óvart vegna ferðanna með mjólkur-
brúsana forðum daga. Síðan hef ég í
ríkum mæli notið þeirrar hlýju og
vinsemdar sem tengdamóðir mín
sýndi öllu sínu samferðafólki alla tíð.
Á Sauðadalsá var tvíbýli og bjó
Imma og fjölskylda á syðra búinu en
á ytra búinu bjó óskylt fólk þótt bæ-
irnir væru sambyggðir. Í sama túni
var einnig bærinn á Sauðá, þar sem
mágur Immu bjó með sinni fjöl-
skyldu. Þetta voru mannmörg heim-
ili í mikilli nálægð hvert við annað,
mikið af börnum og gott og glað-
vært sambýli. Tíðum var því glatt á
hjalla, ekki síst um réttir en skila-
rétt Vatnsnesinga liggur skammt
frá þessum bæjum og þangað lögðu
margir réttarmenn leið sína til að
njóta greiða og gistingar. Þó var bú-
ið ekki stórt né ríkmannleg húsa-
kynni en þeim mun meiri alúð lögð
við gesti og gangandi.
Imma var ekki bóndi eins og
bændakonur eru nú réttilega titl-
aðar enda sinna þær nú í mörgum
tilvikum bústörfum ekki síður en
karlar og í miklu ríkari mæli en áður
tíðkaðist. Hún var húsfreyja, sem
kom ekki mikið að skepnuhirðingu,
heyskap né öðrum útiverkum. Það
var heldur ekki lítið starf á hennar
dögum að sinna barnmörgu heimili,
í lélegum húsakynnum, án rafmagns
og allra þeirra þæginda sem nú
þykja sjálfsögð. Hún naut ríkulega
elskusemi eignmanns síns, sem bar
hana á höndum sér og gerði engar
aðrar kröfur en að honum og börn-
um þeirra og öðrum ástvinum farn-
aðist sem allra best.
Vatnsnesið er útkjálkasveit þar
sem geisað geta hörð veður á vetr-
um og vorin eru gjarnan köld. En
sumrin geta verið fögur ekki síst
þegar sólin gyllir Húnaflóann og
sest að lokum í eldrauðan sæ og víð-
sýnið til hafs og Stranda er dýrð-
legt. Á slíkum dögum og síðkvöldum
er auðvelt að gleyma dimmum og
köldum vetrum, sem þó geta átt sín-
ar björtu hliðar þegar snædrifið
landið baðast skini tungls og norð-
urljósa. Imma var fædd og alin upp
á þessu nesi og unni náttúrufari
þess og töfrum.
Imma og Þormóður fluttu til
Hvammstanga 1973 og upp úr því
tóku Þóra dóttir þeirra og Heimir
þar fljótlega við búi og byggðu upp á
Sauðadalsá eitt afurðamesta fjárbú
Ingibjörg
Þórhallsdóttir
✝ Ingibjörg Þór-hallsdóttir
fæddist á Stöpum á
Vatnsnesi 28. febr-
úar 1922. Hún lést á
Heilbrigðisstofn-
uninni á Hvamms-
tanga sl. nýársnótt
og var útför hennar
gerð frá Hvamms-
tangakirkju 12. jan-
úar.
landsins. Þá tóku við
hægari tímar, þau
tóku að ferðast og eft-
ir andlát Þormóðs hélt
hún þeim ferðalögum
áfram, fór nokkrum
sinnum til útlanda og
var dugleg við að
heimsækja afkomend-
ur sína og vini og oft
var hún langdvölum á
Sauðadalsá. Í sveitinni
hafði hún ásamt fleiri
konum staðið fyrir
stofnun kvenfélags og
lengst af var hún for-
maður þess. Hún hélt síðan áfram
félagsstöfum í Félagi eldri borgara í
Vestur-Húnavatnssýslu og var for-
maður þess um tíma. Í íbúðum aldr-
aðra við Nestún á Hvammstanga
bjó hún vel um sig og eignaðist góða
vini þar í sambýlinu.
Fyrir um einu og hálfu ári flutti
Imma á Heilbrigðisstofnunina á
Hvammstanga og var þá svo heppin
að hafa þar útsýni til norðurs yfir
Húnaflóann sinn kæra og til
Strandafjallanna eins og hún hafði
þráð. Síðasta árið þraut heilsan en
aldrei var kvartað og illvígur krabb-
inn vann ekki á vinsemd og góðvild.
Þar naut hún frábærrar umönnunar
góðs starfsfólks sem hún var afar
þakklát fyrir, sem og allir aðstand-
endur hennar.
Seint veður fullþakkaður sá hlý-
hugur sem Imma sýndi mér og
minni fjölskyldu. Börn okkar Ellu
dvöldu oft hjá ömmu sinni og afa og
leyfðist þar stundum ýmislegt sem
annars var bannað en lærðu jafn-
fram margt sem að öðrum kosti
hefði ekki verið kennt. Sömuleiðis
voru barnabarnabörnin hænd að
langömmu sinni. Annað var ekki
hægt með svo góðviljaða og blíð-
lynda konu. Hana kveðjum við nú öll
með þakklæti og virðingu.
Þórður Skúlason.
Elsku amma mín. Mikið þykir
mér erfitt að kveðja þig þar sem þú
ert svo frábær og yndisleg mann-
eskja. Alltaf þegar ég kom í heim-
sókn til þín var svo gott að geta
lagst í sófann og hlustað á tifið í
klukkunni á veggnum og tikkið í
prjónunum þínum þegar þú varst að
prjóna ullarsokka eða ullarpeysur á
mig eða einhvern annan.
Ég man eftir því þegar ég og
Tommi frændi vorum á leiðinni í
veiði í Miðfjarðará og ætluðum að
stoppa við hjá þér í smástund áður
en við legðum af stað í veiðar en við
stoppuðum aðeins lengur en við ætl-
uðum, þar sem það var alltaf þannig
að ef maður kom til þín, þá var fullt
hlaðborð af kræsingum, kex, klein-
ur, partar, harðfiskur, tangabrauð,
og í raun var allt borið fram sem til
var í búrinu. Þú gekkst jafnvel svo
langt að þú varst farin að elda fyrir
okkur uppáhaldsfiskréttinn minn og
skipti litlu máli þó svo við værum á
ferð um miðjan dag og alls ekki á
matmálstíma.
Ég man líka eftir því, þegar ég
var yngri, hvað ég hlakkaði alltaf til
þegar þú komst í heimsókn til okkar
í bæinn og fannst mér alveg æð-
islegt að geta lánað þér rúmið mitt.
Þú komst alltaf með beiskan brjóst-
sykur í veskinu þínu og súkkulaði
sem ég laumaðist alltaf í. Það var
alltaf hægt að plata þig til þess að
spila við mig og sama hversu oft ég
bað þig um að taka um hendurnar
mínar og gera „fagur fiskur í sjó“ þá
sagðir þú aldrei nei við mig.
Elsku Imma amma, ég á eftir að
sakna þín mikið en ég veit að þú ert
komin á betri stað núna og ég veit
að þér líður vel með englunum í
himnaríki, því trúlega varst þú ein
af þeim, send hingað til okkar í dul-
argervi, því aðeins englarnir hafa
jafn hlýtt hjartalag og jafn yndisleg-
an persónuleika og þú hafðir að
geyma.
Mér þykir vænt um þig.
Ingvar Óskarsson.
Elsku besta Imma amma.
Minningarnar um þig sem alltaf
varst svo blíð, góð og falleg eiga eft-
ir að fylgja okkur og gera að betri
manneskjum. Þú sást alltaf það
besta í fari fólks og hafðir svo góða
nærveru að öllum leið vel hjá þér.
Þú kenndir okkur að meta allt það
fallega í kringum okkur, í nátt-
úrunni, ljóðunum, sögunum og bæn-
unum og í samferðafólki okkar og þá
ekki síst í börnunum sem þú varst
alltaf svo góð. Við vitum að nú ert
þú komin á betri stað, til Tomma afa
og munt líta til með okkur öllum.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
amma okkar.
Hjördís og Sunna.
Elsku amma, minningarnar um
þig eru svo margar og góðar.
Við ömmubörnin þín, hlökkuðum
alltaf til á sumrin þegar túnið þitt í
Kampholti var slegið, þá var heyinu
öllu rakað saman í stórar sátur og
gátum við leikið okkur tímunum
saman í þeim. Þó að allt hafi farið út
um allt og það kostað aukavinnu við
að koma heyinu öllu aftur á sinn
stað, settir þú það aldrei fyrir þig og
leyfðir okkur bara að ærslast. Þú
vildir alltaf allt fyrir okkur gera,
tókst á móti okkur fagnandi í hvert
sinn og lést okkur finnast við sér-
stök og dugleg. Eins og þegar ég
var pjakkur og kom með pabba
norður um miðjan vetur til að setja
veggfóður á eldhúsið þitt. Þú talaðir
um það í mörg ár hvað ég hefði nú
verið duglegur að gera þetta fyrir
þig, ég var alltaf svaka montinn af
þessu „afreki mínu“. Þolinmæði þín
var endalaus, þú lékst við okkur,
sagðir sögur og fékkst okkur til að
syngja fyrir þig lög sem þú svo tókst
upp á spólu. Það var svo rosalega
gaman að hlusta á það þegar maður
varð eldri. Svo þegar ég kom með
Mikael Óskar til þín þá varstu alltaf
með dótatöskuna þína fulla af dóti,
dótinu sem ég lék mér að þegar ég
var lítill.
Að keyra Vatnsneshringinn með
þér var alltaf þvílíkt ævintýri, það
var frásögn af nánast hverjum hól
og hverri þúfu, þú þekktir svæðið og
sögu þess svo vel.
Þú hafðir alltaf gaman af ljóðum
og last þau mörg fyrir mig, svo þeg-
ar ég byrjaði í skóla á Bifröst fékkst
þú Tinnu systur til að skrifa niður á
blað ljóð, sem þú áttir í bók, um Bif-
röst og sendir mér. Mér þótti ofsa-
lega vænt um það, þú sýndir öllu því
sem maður tók sér fyrir hendur
áhuga.
Á ættarmóti fyrir nokkrum árum,
þar sem þú og allir þínir afkom-
endur voru samankomin, man ég
eftir því hvað þér þótti ofsalega
gaman að hafa okkur öll samankom-
in á einum stað. Minningarnar eru
svo miklu, miklu fleiri og mun ég
geyma þær í hjarta mér um aldur og
ævi.
Þú varst alltaf mjög trúuð á æðri
máttarvöld og trúðir á það góða í
fólki. Nú þegar komið er að því að
kveðja er það svo erfitt, mér þykir
svo vænt um þig, ég veit að þú ert
núna komin á góðan stað og þið afi
eruð sameinuð á ný og munið saman
vaka yfir okkur afkomendum ykkar.
Elsku Imma amma, takk fyrir all-
ar þær stundir sem ég átti með þér,
ég kveð þig með söknuði.
Arnar Þór Óskarsson.
Elsku Imma amma. Hlýlegt við-
mót og glaðlyndi er mér efst í huga
við minningu ömmu minnar. Í minn-
ingunni lifa hlátursköll og gleði í
leikjum í Kampholti þar sem ég
skemmti mér konunglega með
frændum mínum. Amma mín ól okk-
ur frændur líka upp og kenndi okk-
ur sitthvað. Hún kunni ófáar þulur
og ævintýri sem hún þuldi upp
ásamt fjölmörgum sögum frá upp-
vaxtarárum sínum í Tungu og í
Stöpum. Það var nú ekki svo sjaldan
sem við gripum í spil og hún hafði
einstakt lag á að tapa flestum ef
ekki öllum spilum og gerði okkur
krakkana að óvinnandi spilakóng-
um. Við áttum ógleymanlegar
stundir saman þegar ég dvaldi hjá
henni á Hvammstanga á veturna
þegar óveður geisaði á Vatnsnesinu,
sérstaklega við heimalærdóminn.
✝
Elsku sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi,
BENJAMÍN ÁRNASON,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn
20. janúar kl. 14.00.
Hansína Kristjánsdóttir, Jón Árni Guðmundsson,
Sara Árnadóttir,
Ásta Benjamínsdóttir, Kristján Jónsson,
Valgerður Jónsdóttir, Guðmundur Sveinsson,
Bríet Kristjánsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
ANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR,
Víðilundi 6b,
Akureyri,
sem andaðist laugardaginn 13. janúar, verður jarð-
sungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 22. janúar
kl. 13:30.
Erla Halls, Guðjón Þór Helgason,
Brynleifur Hallsson, Emma Magnúsdóttir,
Theodór Hallsson, Halla Snorradóttir
og öll ömmubörnin stór og smá.
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR
(LÓA),
Hjallavegi 5,
Reykjanesbæ,
lést á Landspítala Fossvogi fimmtudaginn
11. janúar.
Pétur Matthíasson,
Einar Otti Gunnarsson, Eva Dögg Þorsteinsdóttir,
Aron Sölvi Gíslason,
Ægir Þorleifsson, Áslaug Fjóla Magnúsdóttir,
Anna Sigríður Þorleifsdóttir, Magnús Freyr Smárason,
Þórunn Berglind Þorleifsdóttir
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæri,
GUÐMUNDUR ARNALDUR GUÐNASON,
Aðalgötu 22,
Suðureyri,
Súgandafirði,
sem lést mánudaginn 15. janúar, verður jarðsung-
inn frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 20. janúar
kl. 14.00.
Systkini, tengdasystkini
og systkinabörn.
✝
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUNNAR SIGURÐUR VALTÝSSON,
Nesi,
Fnjóskadal,
lést þriðjudaginn 16. janúar sl.
Jarðarför auglýst síðar.
Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir,
Kristinn Elvar Gunnarsson,
Gunnar Helgi Gunnarsson, Edda Elvý Hauksdóttir,
Valtýr Smári Gunnarsson, Bjarney Sigurðardóttir,
Berglind Ýr Gunnarsdóttir,
Bríet Ýr Gunnarsdóttir.
✝
Bróðir okkar, frændi og förunautur,
GEIR REGINN JÓHANNESSON,
er látinn.
Útför hans verður auglýst síðar.
Systkini og vandamenn.