Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 31
húsi sem tengist fjölskyldunni svo
sterkum böndum. Okkur hefur liðið
mjög vel hérna á Fjölnisveginum.
Þrátt fyrir það finnst mér alltaf eins
og ég sé að fara að heimsækja ömmu
þegar ég kem heim.
Eftir að amma veiktist gafst mér
tækifæri á að launa henni að hluta til
alla þá hjálp sem hún hafði veitt mér
í gegnum tíðina. Sú reynsla og upp-
lifun hefur verið mér sérstaklega
dýrmæt.
Hrafnkell Stefánsson.
Þegar við komum til ömmu á
Fjölnó þá gátum við verið viss um að
við ættum skemmtilegan og spenn-
andi dag í vændum. Amma var mjög
brosmild og góð við alla og við mun-
um aldrei eftir henni reiðri. Henni
fannst mjög gaman að spila og
kenndi okkur mörg skemmtileg spil.
Amma hafði líka gaman af ljóðum og
oftast þegar við komum í heimsókn
voru lesin ljóð. Amma var alltaf
tilbúin að skemmta okkur börnum.
Hér koma tvö ljóð sem eru okkur
minnisstæðust.
Hún hét Abba-labba-lá.
Hún var svört og brún á brá
og átti kofa í skóginum
á milli grænna greina
og trúði á stokka og steina.
En enginn vissi hvaðan
hún kom í þennan skóg;
enginn vissi hvers vegna
hún ærslaðist og hló,
og enginn vissi hvers vegna
hún bæði beit og sló. –
(Davíð Stefánsson)
Seztu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt.
– Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá,
sem aðeins í draumheimum
uppfyllast má.
(Davíð Stefánsson)
Við eigum ótal minningar um okk-
ar yndislegu ömmu og við munum
aldrei gleyma henni.
Haraldur Jón og Sigurður Davíð.
Elsku amma, finnst svo skrítið að
þú sért farin, þótt ég hafi reyndar
séð þig lítið undanfarið ár. Veit að ég
var alls ekki nógu duglegur að heim-
sækja þig eins og ég hefði átt að
vera.
Þú hefur alltaf verið svo góð við
mig og annast mig mikið og vel. Það
var svo gott að geta alltaf komið í
heimsókn til þín á Fjölnisveginn
þegar ég var búinn að vera niðri í
bæ. Var alltaf svo notalegt hjá þér
og fint að geta komið þar sem þú
gafst mér alltaf eitthvað gott í gogg-
inn og maður gat spjallað við þig um
daginn og lífið.
Svo áttirðu alltaf eitthvað gotterí
og ís uppi á lofti sem maður mátti fá
hvenær sem maður vildi. Man þegar
við bjuggum hjá þér og hvað þú
varst dugleg að tefla og spila við mig
sem mér fannst rosalega gaman.
Fórst einnig oft með mig í mynda-
styttugarðinn og niður á tjörn þar
sem ég fékk að gefa öndunum brauð.
Svo fórum ég þú og mamma alltaf
með teppi útí garð og þið láguð í sól-
baði meðan ég lék mér í trjánum
með dótakallana mína. Ég man líka
hvað mér fannst gaman þegar öll
ættin hittist hjá þér, einsog var
venja á t.d. 17. júní, Reykjavíkur-
maraþondaginn og á jólunum. Jóla-
skrautið þitt á skenknum inní borð-
stofu var það flottasta sem ég hef
séð. Þín er og verður mjög sárt
saknað.
Vil bara þakka þér fyrir allt það
góða sem þú hefur gefið mér. Nær-
vera þín hefur tvímælalaust gert
mig og hina að betri persónum. Vona
innilega að þú sért á góðum stað og
að við hittumst aftur.
Hrafnkell Smári.
Það var heppni fyrir mig tólf ára
gamla og nýflutta á Seltjarnarnesið
að eignast fljótt góða vinkonu,
Ragnheiði dóttur Guðbjargar sem
við kveðjum í dag. Og heppni var
það líka hversu langt var á milli
heimila okkar bekkjarsystranna –
mitt lengst úti á Nesi og hennar í
Lambastaðahverfinu. Vegna fjar-
lægðarinnar varð nefnilega sjálfsagt
að heimsóknirnar urðu langar og ég
varð heimagangur á Tjarnarstígn-
um, þar sem ég mætti einstaklega
hlýju viðmóti Guðbjargar. Hún
kippti sér ekki upp við að það fjölg-
aði stundum við matborðið þótt þar
væru margir fyrir. Það ríkti oft glað-
værð í stóra eldhúsinu og skemmti-
legast var þegar Guðbjörg spjallaði
við okkur krakkana, brosti sínu
bjarta brosi og hló dillandi hlátri. Ég
sé hana fyrir mér á þönum að sinna
stóru heimili, en líka ótrúlega þol-
inmóða að sauma á heimasætuna og
leysa úr öllum þeim málum sem upp
komu í barnahópnum. Hún gaf sér
einnig tíma til að sinna handavinnu,
og gerði þá munstrin sjálf af list-
fengi. Á heimilinu voru málverk og
bækur áberandi, vönduð tekkhús-
gögn frá Danmerkurárunum í borð-
stofu og stofuglugginn vissi út að
sjó. Þar sátum við unglingsstúlkurn-
ar stundum dreymnar með Vivaldi á
fóninum og öldurótið fyrir augunum.
Þá gat borið við að ilmur lokkaði
okkur niður í eldhús þar sem Guð-
björg hafði bakað köku um kaffileyt-
ið og eldhúsið var fullt af gestum og
gangandi, því ég var ekki ein um það
að laðast að heimilinu á Tjarnar-
stígnum.
Mig langar að þakka Guðbjörgu
móttökurnar forðum og góð kynni
alla tíð og votta fjölskyldu hennar
samúð.
Eva Hallvarðsdóttir.
Það var stelpuskotta, innan við
fermingu, sem tók upp á því einn
daginn að berja að dyrum á æsku-
heimili Guðbjargar Jónsdóttur og
spyrja hvort Ranka væri heima. Sú
sem til dyra kom var smávaxin, fín-
gerð stúlka, ljós yfirlitum, andlits-
fríð svo af bar, alvarleg á svip og
setti ofurlítið í brýnnar þegar hún
svaraði: „Ranka, það hefur enginn
kallað hana Rönku fyrr.“ Svo brosti
Guðbjörg og dyrnar voru opnaðar
upp á gátt.
Þótt síðan séu liðin rúm sextíu ár
finnst mér að þessi fyrstu kynni hafi
sýnt skapgerðareinkenni sem mér
þóttu alla tíð áberandi í fari Guð-
bjargar: varfærni í samskiptum við
fólk, hreinskilni í tali, næma kímni-
gáfu, viðkvæmni fyrir hönd sinna
nánustu og síðast en ekki síst brosið
– þetta góða bros með því bliki í
auga að mér fannst hún vera að
daðra við heiminn. Oft fylgdi brosinu
svo hjartanlegur hlátur að mann-
bætandi var að hlæja með henni.
Þessir eiginleikar hjálpuðu mikið
þegar þessi fíngerða kona síðar stóð
á hátindi starfsferils síns – hafði
eignast sex tápmikil börn með sínum
mæta og góða manni Hrafnkeli Stef-
ánssyni – og annaðist uppeldi og
umsjá barna og heimilis af mikilli
rausn og skörungsskap. Ævinlega
var fínt í kringum Guðbjörgu en fín-
ust voru börnin og hún sjálf enda var
hún gædd næmi fyrir litum og lita-
samsetningum eins og glöggt mátti
sjá á margs konar hannyrðum sem
prýddu heimili hennar.
Guðbjörg var mikill ljóðaunnandi,
eins og hún átti kyn til, og brosti
sínu blíðasta þegar hún las gott ljóð.
Þá voru margendurtekin orð og
orðasambönd þar sem henni þótti
vel kveðið. Hún var smekkvís á mál,
ritað jafnt sem talað, hafði skýrt en
látlaust tungutak, oft hnitmiðað og
röklegt. Það kom best í ljós þegar
skipst var á skoðunum um ýmis efni
eða dægurmál – en aldrei man ég til
þess að henni hafi mislíkað við mig
vegna skoðanaágreinings eða mál-
notkunar nema ef vera kynni þegar
mér varð það á að kalla systur henn-
ar Rönku.
Nú er gáttin sem Guðbjörg Jóns-
dóttir opnaði fyrir margt löngu lok-
uð. En aðgengi að minningum um
góða og heiðarlega manneskju,
hvort heldur var í blíðu eða stríðu, er
mikils virði. Fyrir það verður aldrei
fullþakkað.
Anna Sigríður
Skarphéðinsdóttir.
✝ Þórir Guð-mundsson fædd-
ist á Ósi á Skógar-
strönd hinn 21. júlí
1934. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut hinn
11. janúar síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðmundur
Daðason, f. 1900, d.
2006 og Sigurlaug
María Jónsdóttir, f.
1908, d. 1990. Þórir
var elstur í röð
fimm systkina.
Systkini hans eru María, f. 1936,
Daníel Jón, f. 1937, Ásdís, f. 1940
og Auður, f. 1946.
Þórir kvæntist 14. maí 1960
Hlíf Samúelsdóttur, frá Snjall-
steinshöfða í Landsveit, f. 27. júlí
1936. Foreldrar hennar voru
Samúel Jónsson, f. 1906, d. 1993
og Elísa Katrín Erlendsdóttir, f.
1907, d. 1993. Börn Þóris og Hlíf-
ar eru: 1) Hreggviður Óskarsson,
fóstursonur Þóris, sonur Hlífar,
kvæntur Hafdísi G. Halldórs-
dóttur, þau eiga þrjá syni, Stefán
Örn, Brynjar Þór og Hrannar
Bjarka og á Hreggviður eina
dóttur frá fyrra hjónabandi,
fyrir Guðmund Jónasson í áætl-
unarferðum norður á Strandir,
einnig fór hann með ferðafólk í
rútuferðir á hina ýmsu áfanga-
staði. Árið 1966 fékk hann at-
vinnuleyfi fyrir leiguakstur og
sinnti því starfi alla tíð síðan. Ók
hann leigubíl hjá BSR til ársins
2000, fór hann þá yfir á Hreyfil
og starfaði þar óslitið þar til
hann veiktist í mars 2006. Þórir
sinnti hinum ýmsu félagsstörfum
fyrir leigubílstjóra, meðal annars
fyrir lánasjóð BSR og var for-
maður Lífeyrissjóðs leigubílstjóra
til margra ára. Einnig sinnti
hann ýmsum störfum fyrir
Frama, stéttarfélag leigubíl-
stjóra. Hann stofnaði veiðifélag
um árnar Setbergsá og Stóru-
Langadalsá vestur á Skógar-
strönd, og var lengstum í forsvari
fyrir það. Alla tíð hafði Þórir
gaman af veiði, fór sem ungur
maður til rjúpna og stundaði
hann lax- og silungsveiði alla ævi.
Síðustu veiðiferðina fór hann
ásamt syni sínum í ágúst síðast-
liðnum, á æskuslóðirnar. Þórir
bar ætíð sterkar taugar til æsku-
stöðvanna og hafði óbilandi
áhuga á því að viðhalda jörðinni,
þannig að hún væri afkomend-
unum til sóma.
Útför Þóris verður gerð frá
Árbæjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Önnu Hlíf. Dóttir
Önnu Hlífar og Ok-
tós Þorgrímssonar
er Alexandra Eik. 2)
Guðmundur Þór-
isson, kvæntur Sig-
rúnu Jónsdóttur,
dóttir þeirra er
Hólmfríður. 3) Elsa
Þórisdóttir, sam-
býlismaður Daníel
H. Skúlason, börn
þeirra eru Þórir
Bergmann, Daði og
María Rún. Sonur
Þóris Bergmanns og
Sonju Ó. Georgsdóttur er Nökkvi
Freyr. 4) Samúel Þórisson, sam-
býliskona Margrét Kristjáns-
dóttir, dætur þeirra eru Hlíf og
Hrefna. 5) Björgvin Þórisson, var
kvæntur Vilborgu Guðjohnsen,
börn þeirra eru Óðinn, Þórunn
og Steinunn. 6) María G. Þór-
isdóttir, gift Inga B. Erlingssyni,
synir þeirra eru Arnar Huginn og
Dagur Ingi.
Þórir ólst upp á Ósi en fór ung-
ur að heiman og sinnti ýmsum
störfum. Fljótlega eftir að hann
flutti til Reykjavíkur fór hann að
starfa við akstur, ók meðal ann-
ars fyrir Mjólkursamsöluna og
Afi var besti afi í heiminum, hann
var góður við alla. Hann kenndi mér
að veiða og tók úr mér fyrstu tönn-
ina. Hann kom oft í sveitina með
okkur og nennti alltaf að vera með
okkur krökkunum.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
Hnigin er sól í sjó.
Sof þú í blíðri ró.
Við höfum vakað nóg.
Værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró.
Þögn breiðist yfir allt.
(Jóhann Jónsson.)
Núna er afi góður engill á himn-
um.
Arnar Huginn og Dagur Ingi
Ingasynir
Nú, þegar komið er að kveðju-
stund vil ég þakka Þóri bróður mín-
um samfylgdina í gegnum árin. Við
vorum 5 systkinin, 2 bræður og 3
systur. Hann var elstur, þremur ár-
um eldri en ég. Það þarf því engan að
undra þótt ég hafi litið upp til hans á
fyrstu æviárum okkar. Hitt er svo
annað að það hefur ekkert breyst í
áranna rás, því alltaf var hægt að líta
upp til hans fyrir það hvaða mann
hann hafði að geyma. Við Þórir vor-
um mikið samvistum fyrst eftir að
við fórum úr foreldrahúsum. Við
deildum saman herbergi hjá Guð-
rúnu Jónsdóttur, móðursystur okk-
ar, nokkra vetur allt þar til hann náði
sér í konu, Hlíf Samúelsdóttur. Eftir
það dvaldi ég eina tvo vetur á heimili
þeirra hjóna. Aldrei man ég eftir að
okkur hafi orðið sundurorða og
minnist ég alls þess tíma þakklátur í
huga.
Þórir var alltaf tilbúinn að leysa
allra vanda eftir bestu getu enda var
hann hægri hönd okkar systkinanna
í öllum sameiginlegum málum og
ekki síður vill ég þakka honum það
hvernig hann reyndist háöldruðum
föður okkar hans síðustu æviár með
margskonar aðstoð og umhyggju.
Þórir stundaði bifreiðaakstur,
lengst af sem leigubílstjóri í Reykja-
vík. Ég er minna kunnugur þeim
þætti í lífi hans en veit þó að hann
naut trausts og trúnaðar sinna
vinnufélaga. Þórir átti stóra fjöl-
skyldu, eiginkonu, börn, tengdabörn,
barnabörn og langafabörn. Ég sendi
þeim öllum mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Kæri bróðir, ég kveð þig með
söknuði.
Jón Guðmundsson.
Þórir Guðmundsson frændi minn
er látinn. Þórir var þessi trausti og
óhagganlegi maður, máttarstólpi
sinnar fjölskyldu og vina. Á hann
mátti alltaf treysta og til hans leita,
hvað sem á dundi.
Fyrstu kynni okkar voru í sveit-
inni á Ósi. Hann var elsti sonurinn og
talsvert eldri en t.d. við Dísa. Hann
mátti því ekki opinberlega taka þátt í
prakkarastrikum og ærslum okkar
hinna en studdi óbeint við ólátagang-
inn og dró ekki úr.
Næsti áfangastaður okkar á lífs-
leiðinni var svo Stórholt 19, hjá
Gunnu frænku. Samastaður fjöl-
skyldunnar í Reykjavík á þeim ár-
um. Þá var Þórir byrjaður að keyra
leigubíl, átti alltaf flottustu Benzana,
þekkti og keyrði Kjarval, og brunaði
í sveitina á bíl sem aðra í sveitinni
bara dreymdi um.
Seinna á ævinni sáum við svo um
fjölskyldumálin, bæði þau gleðilegu
og sorglegu, vorum elstu synirnir,
sem þurftu að standa sig.
Þórir er í mínum huga þessi ótrú-
lega farsæli og trausti maður. Einn
af þeim sem hafa byggt upp þetta
land, sá sinni stóru og fallegu fjöl-
skyldu farborða, var borgarbúi en
átti sínar sterku rætur í sveitinni,
Skógarströndinni, sem hann unni.
Við systkinin og okkar fjölskyldur
sendum Hlíf og allri fjölskyldu Þóris,
svo og öðru frændfólki okkar, inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jón Atli Kristjánsson.
Í dag er kvaddur góður félagi og
vinur. Ungur hóf Þórir störf sem bif-
reiðarstjóri sem hann stundaði til
æviloka. Lengst af ók hann sem
leigubifreiðastjóri, bæði á B.S.R.,
Bæjarleiðum og Hreyfli. Hann var
gæddur mörgum góðum kostum sem
best komu í ljós í þjónustu hans við
viðskiptavini sína. Þórir hafði mikinn
áhuga á félagsstörfum og var hann
kosinn í stjórn Bifreiðafélagsins
Frama, þar sem hann gegndi mörg-
um trúnaðarstörfum fyrir félagið og
félagsmenn.
Þau hjónin Þórir og Hlíf höfðu
bæði mikinn áhuga á ferðalögum og
höfðu ferðast um landið vítt og
breitt. Fyrir allmörgum árum gerð-
umst við ferðafélagar, lögðum land
undir fót og hófum vetrarferðir til
sólarlanda í svartasta skammdeginu
og stunduðum þær í nokkur ár. En
þar kom, að okkur þótti þetta ekki
nægjanlegt og bættum þá við haust-
ferðum til ýmissa framandi landa.
Betri ferðafélaga var ekki hægt að
hugsa sér og við minnumst allra
samverustundanna með þakklæti í
huga.
Söknuðurinn er sár, en minningin
um góðan dreng og einlægan vin
mun lifa í hjörtum okkar um ókomna
tíð.
Elsku Hlíf, við sendum þér og fjöl-
skyldunni allri, okkar innilegustu
samúðarkveðjur og biðjum algóðan
Guð að styrkja ykkur og styðja.
Gunnur og Pétur.
Þórir Guðmundsson
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR PÁLSSON
símvirki,
hjúkrunarheimilinu Eir,
lést miðvikudaginn 17. janúar.
Arnbjörg Handeland, Dag Handeland,
Páll Guðmundsson,
Anna Guðmundsdóttir, Óskar Þór Þráinsson,
Þórhalla Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær kona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
BIRNA ÞÓRUNN AÐALSTEINSDÓTTIR,
lést þriðjudaginn 16. janúar á heimili sínu, Sigtúni,
Borgarfirði eystra.
Árni Björgvin Sveinsson,
Árni Bergþór Kjartansson, Petra Jóhanna Vignisdóttir,
Þröstur Fannar Árnason, Hólmfríður Jóhanna Lúðvíksdóttir,
Ragnhildur Sveina Árnadóttir
og barnabörn.