Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
www.leikfelag.is ... meira fyrir áskrifendur
Einstakt tilboð
fyrir áskrifendur
Morgunblaðið býður áskrifendum sínum
tvo miða á verði eins á leiksýninguna
Svartur köttur hjá Leikfélagi Akureyrar.
Tilboðið gildir á eftirtaldar sýningar:
Fimmtudaginn 1. febrúar kl. 20. Örfá sæti laus.
Föstudaginn 2. febrúar kl. 20. Örfá sæti laus.
Laugardaginn 3. febrúar kl. 20. Örfá sæti laus.
Fyrstir koma fyrstir fá!!
Miðasölusíminn er
4 600 200
Miðasalan er opin alla virka daga frá kl. 13-17.
Á sýningardögum um helgar opnar miðasalan kl. 15.00.
MIKILVÆGUM áfanga var náð hjá
Blóðbankanum í byrjun árs 2007 þeg-
ar fjöldi þeirra sem hefur gefið blóð
100 sinnum eða oftar náði 50.
Sigurður Eggert Ingason er yngst-
ur í hópi þeirra sem hafa gefið blóð
oftar en 100 sinnum. Hann hóf að
gefa blóð 17 ára og hefur gert það
reglulega í 28 ár. Þegar hann kom í
100. skiptið voru með í för bróðir
hans, sem var að gefa í 50. skiptið, og
sonur sem var að gefa blóð í fyrsta
skipti.
Sigurður segir að það hafi verið
umfjöllun um Blóðbankann í sjón-
varpi sem hreyfði við honum þegar
hann var 17 ára að aldri. Hann kveðst
staðráðinn í því að gefa blóð áfram
eða þangað til heilsan fer að gefa sig.
Milli 9 og 10 þúsund gefa blóð hjá
Blóðbankanum á hverju ári. Blóð-
bankinn þarf um 16.000 blóðgjafir á
ári til að mæta þörfum samfélagsins.
Vodafone hefur stutt Blóðbankann
í kynningar-, útgáfu- og fræðslustarfi
undanfarin þrjú ár. Markmið sam-
starfsins er að auka sýnileika Blóð-
bankans meðal fólks og gera honum
mögulegt að afla nýrra blóðgjafa,
segir í fréttatilkynningu.
Merkur áfangi Sigurður Eggert Ingason ásamt starfsfólki Blóðbankans er hann kom til að gefa blóð í 100. sinn.
50 hafa gefið blóð 100 sinnum eða oftar
LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð-
inu lýsir eftir vitnum að umferðar-
óhappi miðvikudaginn 10. janúar um
kl. 17:10 á gatnamótum Kringlumýr-
arbrautar, Laugavegar og Suður-
landsbrautar.
Þar lentu saman svört Toyota
Corolla-fólksbifreið og svartur Land
Rover-jeppi. Ágreiningur er uppi um
stöðu umferðarljósa þegar árekstur-
inn varð og því eru þeir vegfarendur
sem kunna að hafa orðið vitni að
óhappinu beðnir að hafa samband
við lögreglu í síma 444-1000.
Lýst eftir vitnum
ALMENNUR fundur í Læknafélagi
Reykjavíkur, haldinn í Hlíðasmára í
Kópavogi 17. janúar sl. hvetur heil-
brigðisnefnd Alþingis til að skoða
vandlega þau tilmæli sem fram koma
í nefndaráliti Læknafélags Íslands
um frumvarp til laga um heilbrigð-
isþjónustu.
Læknafélag Reykjavíkur leggur
sérstaka áherslu á eftirtalin atriði í
umsögn nefndarinnar:
Varað er við því mikla valdi sem
ráðherra heilbrigðismála er falið við
skipan og framkvæmd heilbrigðis-
þjónustunnar.
Forstöðumönnum er falið mikið
vald og ábyrgð, en engar hæfniskröf-
ur eru gerðar til þeirra.
Dregið er úr faglegri ábyrgð heil-
brigðisstétta, þar með talið lækna.
Heilbrigðisþjónusta er í heild
sinni undanskilin reglum samkeppn-
isréttarins.
Hagsmunir stofnana ríkisins og
forráðamanna þeirra eru settir í
öndvegi á kostnað hagsmuna og ör-
yggis sjúklinga.
Lagt er til að afgreiðslu frum-
varpsins verði frestað til að unnt
verði að vinna það betur.
Læknafélag vill
fresta afgreiðslu
frumvarps
VODAFONE mun framvegis veita
þjónustu fyrirtækisins við heimili yfir
ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavík-
ur. Vodafone er stærsti einstaki að-
ilinn sem samið hefur verið við um að-
gang að ljósleiðaranetinu.
Vodafone mun bjóða tengdum
heimilum síma, net og sjónvarpsþjón-
ustu yfir netið en nú þegar veita Hive,
Hringiðan, Samfélagið og FastTV
þjónustu yfir ljósleiðaranet Gagna-
veitu Reykjavíkur.
Í fréttatilkynningu segir:
„Nú um áramótin tók nýtt hluta-
félag, Gagnaveita Reykjavíkur ehf.,
við rekstri ljósleiðaranetsins, sem
Orkuveita Reykjavíkur hefur byggt
upp síðustu ár. Gagnaveitan er að
fullu í eigu Orkuveitunnar.
Markmiðið með stofnun sérstaks
fyrirtækis var að skerpa skilin á milli
fjarskiptarekstursins og reksturs
annarra veitna.
Stærsta verkefni Gagnaveitu
Reykjavíkur er áframhaldandi ljós-
leiðaravæðing heimila. Samkomulag
hefur verið gert við um tug sveitar-
stjórna um ljósleiðaratengingu heim-
ila og ná áformin nú til um helmings
þjóðarinnar.“
Samningurinn felur í sér stækkun
á dreifisvæði Vodafone sem stuðlar að
því að enn fleiri geti notfært sér þjón-
ustu fyrirtækisins að sögn Árna Pét-
urs Jónssonar, forstjóra Vodafone.
Samhliða samningi um aðgang
Vodafone að ljósleiðaranetinu tekur
Vodafone við rekstri dreifikerfis fyrir
dreifingu sjónvarpsefnis um ljósleið-
arann. Eftir sem áður stendur þessi
dreifileið öðrum efnis- og þjónustu-
veitum til boða.
Vodafone inn á ljósleið-
aranet Gagnaveitunnar
Rangt ártal
RANGHERMT var í frétt Morg-
unblaðsins í gær um frétt um horf-
in gögn sem tengdust Ferðaskrif-
stofunni Sunnu og Air Viking að
svarbréf samgönguráðuneytis
vegna málsins hefði borist Guðna
Þórðarsyni 2. maí 2006, en bréfið
var sent ráðuneytinu árið 1996.
Hið rétta er að svarbréf ráðu-
neytisins var sent 2. maí 1996.
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
„Sprettur“
en ekki „Fákar“
Í myndartexta á miðvikudaginn var
fullyrt að hestaljóð Hannesar Haf-
stein, sem vitnað var í, héti Fákar.
Þetta er ekki rétt því ljóðið heitir
Sprettur. Einar Benediktsson orti
hins vegar ljóð sem heitir Fákar.
LEIÐRÉTT
Fréttir á SMS