Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is / KEFLAVÍK NIGHT AT THE MUSEUM kl. 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ THE PRESTIGE kl. 10:15 B.i. 12 ára KÖLD SLÓÐ kl. 8 B.i. 12 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 5:45 LEYFÐ / AKUREYRI BABEL kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára THE PRESTIGE kl. 8 B.i. 12 ára THE CHILDREN OF MEN kl. 10:20 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:40 B.i. 16 ára FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Með stórstjörnunum BRAD PITT og CATE BLANCHETT. Frá leikstjóra AMORES PERROS og 21 GRAMS eeee - LIB, TOPP5.IS eeee - PANAMA.IS eeee - FRÉTTABLAÐIÐ EF ÞÚ VILT FÁ ÞARFTU AÐHLUSTA SKILNING… GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS 6 TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA. ÁHORFENDA- VERÐLAUNIN Á CANNES. LEIKSTJÓRAVERÐLAUNIN Á CANNES. BABEL ER MYND SEM ÞÚ MISSA AF VILT EKKI MARTIN SCORSESE BESTI LEIKSTJÓRINN SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI 1000 KR. MIÐAVERÐ LEIKARARNIR FARA Á KOSTUM Í FORELDRAR kl. 10 BABEL kl. 6 - 9 - 10:30 B.i. 16 ára THE PRESTIGE kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára CHILDREN OF MEN kl. 5:50 B.i. 16 ára FLAGS OF OUR FATHERS kl. 5:30 - 8 B.i. 16 ára THE DEPARTED kl. 10:30 B.i. 16 ára THE HOLIDAY kl. 8 B.i. 7 ára DÉJÁ VU kl. 10:30 B.i. 12 ára SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI eee H.J. MBL. eeeeKVIKMYNDIR.IS Hagatorgi • Sími 530 1919 • www.haskolabio.is FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU VERÐLAUNAMYNDINA BÖRN sent heimilislækninum sínum, sem þekkir vandamálið, tölvupóst og beðið hann um að skrifa aftur út augn- dropana handa barninu. Af hverju þarf kerfið að gera fólki svona erfitt fyrir? Heldur einhver að Víkverji gæti misnotað augndropana, sniffað þá, drukkið þá eða eitthvað álíka? Hvaða hagsmuni er verið að verja? Svona kerfi eru ekki búin til fyrir við- skiptavinina, svo mikið er víst. x x x Það er önnur saga, en Víkverjier sannfærður um að það, hversu oft fólk neyðist til að fara á Læknavaktina vegna þess að það kemst ekki að hjá heimilislækn- inum sínum, eykur mjög ranga og óþarfa lyfjagjöf, ranga sjúkdóms- greiningu o.s.frv. Heimilislæknirinn er auðvitað sá, sem á að þekkja sögu sjúklingsins og vera í stakk búinn til að ráðleggja það sem þarf. En eftir viku til tíu daga bið eftir tíma hjá heimilislækni er flestum batnað aftur. Er þetta kannski hag- ræðing? Víkverja tekststundum engan veginn að skilja, hvernig sem hann reynir, hvers vegna heilbrigðiskerfið okkar (sem stundum er fyrir einhvern misskilning sagt það bezta í heimi) er svona þungt í vöfum og fjand- samlegt viðskiptavin- um sínum. Skrifari á lítið barn, sem fær stundum væga augnsýkingu, út frá kvefi eða öðru slíku. Við þessum kvilla fær barnið bakt- eríudrepandi augndropa, sem hafa lítið geymsluþol (verður að nota innan tíu daga). Augndroparnir fást eingöngu gegn lyfseðli. Ef læknir á að fást til að gefa út lyfseðil fyrir augndropum verður hann að skoða barnið. Svona gengur þetta, aftur og aftur, þótt alltaf sé það sama að. Bið eftir tíma hjá heimilislækninum er vika til tíu dagar. Yfirleitt verð- ur Læknavaktin eða Barnalækna- vaktin því frekar fyrir valinu. Þangað þarf að fara eftir kl. 17, á tíma þegar fjölskyldur hafa yfirleitt nóg annað að gera en að sitja á bið- stofum. Víkverji skilur ekki hvers vegna hann getur ekki einfaldlega            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: En Jesús sagði við þá: „Gjaldið keis- aranum það, sem keisarans er, og Guði það, sem Guðs er.“ (Mark. 12, 17.) Í dag er föstudagur 19. janúar, 19. dagur ársins 2007 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Almenningssamgöngur ÉG held að allir séu sammála um að almenningssamgöngur þurfa að vera áreiðanlegar. Séu þær það ekki mun það fólk sem treystir á þær mæta of seint í vinnu, skóla og annað slíkt. Undirritaður hefur frá áramótum þrisvar þurft að taka strætó frá Vatnsendahverfinu í Kópavogi og inn í Háskóla Íslands. Til að fara þá leið á sem stystum tíma þarf að skipta tvisvar um vagn; byrja á því að taka leið 28 frá Vatnsendavegi í Versali, taka stofnleið 2 þaðan í Hamraborg og svo stofnleið 1 frá Hamraborg og inn að Háskóla. Þetta á að vera hægt á 31 mínútu sam- kvæmt leiðakerfi Strætó. Raunin er þó önnur. Í eitt af þess- um þrem skiptum var 28 svo seinn að S2 var farinn frá Versölum. Í hin tvö skiptin var S2 seinn, svo S1 var far- inn frá Hamraborg. Í öll skiptin leiddi þetta til þess að undirritaður varð of seinn í fyrirlestur. Aðrir notendur hafa eflaust lent í svipuðum aðstæðum með aðrar leið- ir. Niðurstaðan er sú að Strætó býð- ur ekki upp á þá þjónustu sem fyr- irtækið gefur sig út fyrir að veita, sem sumir myndu eflaust segja að væri nógu lítil fyrir. Hverju um er að kenna ætla ég ekki að reyna að giska á, þó að ég efist um að ábyrgðin liggi hjá bílstjórunum, heldur þeim sem skipulögðu leiðakerfið án þess að gera ráð fyrir seinkunum af völdum íslensks veðurfars. Haukur Jónasson, nemi við HÍ. Skeljungsbilstjóri til fyrirmyndar! ÞAR sem oft er kvabbað og kveinað yfir vörubílstjórum langar mig að senda hrós til bílstjóra Skeljungs- trukks sem var að aka í Grafnings- hreppi, Þingvöllum, sl. sunnudag. Ég hafði fest mig illilega, enda mjög snjóþungt, og beðið lengi eftir að bifreið æki þar framhjá. Loks kom dælubíll frá Skeljungi og stans- aði bílstjórinn þar sjálfur og eyddi drjúgum tíma í að moka fyrir mig, ýta og toga mig upp úr þessum skafli. Því miður hef ég ekki nafn bíl- stjórans en þetta var um kl. 3–4 sl. sunnudag og hafi hann bestu þakkir fyrir aðstoðina. Kveðja, Björn Th. Þjónustan í Hagkaup SÁ sem þetta ritar var staddur í Hagkaup í Smáralindinni um helgina til að kaupa leikfang handa dóttur minni. Leikfangið sem um ræðir var of stórt í sniðum til að það kæmist í venjulegan innkaupapoka, þá poka sem eru við kassana alla jafna. Ég spurði stúlkuna á kassanum hvort hún ætti ekki stærri poka. Hún svar- aði því neitandi, en sagði eitthvað í þá áttina (líklega til að verja sína at- vinnurekendur) að þeir væru ekki til núna. Hef reyndar ekki orðið var við nema eina stærð. Ég mátti því gera mér að góðu að taka leikfangið (dúkkuna) í fangið og arka af stað. Maður hlýtur að spyrja sig hvort stórfyrirtæki á borð við Hagkaup (les Baugur Group), hafi ekki rænu á því að hafa stærri poka til staðar fyr- ir sína viðskiptavini, þótt það geti eytt hundruðum milljóna í mál- svarnir fyrir dómsstólum! Afar óánægður viðskiptavinur. árnað heilla ritstjorn@mbl.is 90 ára af-mæli. Í dag, 19. janúar, verður níræð Guðrún Kjar- val, Dalbraut 27, Reykjavík. Hún verður að heiman. 80 ára af-mæli. Í dag, 19. janúar, verður áttræð Agnes Jóhanns- dóttir, Efstaleiti 12, Reykjavík. Hún og eig- inmaður henn- ar, Haraldur Sveinsson, eyða deginum með ættingjum og vinum. 70 ára af-mæli. Í dag, 19. janúar, er sjötugur Heimir Ingi- marsson, fram- kvæmdastjóri á Akureyri. Hann er staddur á Kúbu um þessar mundir, ásamt eiginkonu. Þau munu taka á móti gest- um í Laufskálum 4. ágúst n.k. Vinir og vandamenn velkomnir. Gullbrúðkaup | Í dag, 19. janúar, eiga hjónin María Gísladóttir og Björn Helgason, Ísafirði, gullbrúðkaup. Þau eru stödd hjá dóttur sinni Katrínu í Barcelona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.