Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 19
AUSTURLAND
Fjarðabyggð | Yfirstandandi íbúa-
þing í Fjarðabyggð hefur verið fjöl-
sótt það sem af er, en nú er búið að
þinga með íbúum Norðfjarðar,
Stöðvarfjarðar og í gærkvöld á Fá-
skrúðsfirði.
„Unga fólkið er duglegt að koma á
íbúaþingið og einkar gleðilegt
hversu aldursdreifingin er mikil,“
sagði Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri
Fjarðabyggðar, í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Fólk er uppfullt af
áhuga á samfélaginu og uppbygg-
ingu þess til framtíðar. Þingið er ætl-
að til að kalla fram frá íbúum hvað
þeir telja að hver staður fyrir sig hafi
að leggja inn í sameinað byggðarlag
og um hvað þurfi að standa vörð í
skipulaginu sem fram undan er. Það
sem er svo gleðilegt er að samstaðan
er mjög rík og afar skýrir samnefn-
arar um hvar styrkleikar hvers
svæðis liggja.“
Afrakstur íbúaþinganna verður
nýttur með tvennum hætti. Annars
vegar munu skilaboð frá íbúum móta
þá valkosti sem teknir verða til skoð-
unar í aðalskipulagi Fjarðabyggðar.
„Til þess er leikurinn gerður,“ segir
Helga. „Skipulag er í kringum
mannlíf og til þess að lífsgæði geti
orðið eins mikil og hugsast getur
miðað við staðarkosti. Lífsgæði
hljóta að byggjast á því hvað íbúum
þykir vera mikilvægt.“ Hins vegar
verða skilaboð íbúa um brýn verk-
efni tekin til skoðunar hjá bæjar-
stjórn og metin við gerð fjárhags-
áætlunar. Norðfirðingar lögðu í sínu
þinghaldi áherslu á að forsenda
framþróunar væru bættar sam-
göngur og þá fyrst og fremst ný
Norðfjarðargöng. Norðfjörður skal
vera miðstöð fræðslu- og heilbrigð-
ismála, rannsókna og þróunar á sviði
heilbrigðis, verkmenntunar, sjávar-
útvegs og náttúrufræða. Stöðfirðing-
ar líta að sögn Helgu til þess að vera
útvörður Fjarðabyggðar í suðri og
lykill og anddyri sveitarfélagsins.
Þar sé mikilvægt að taka vel á móti
vegfarendum, hafa þar upplýsinga-
miðstöð og safna saman öllum hugs-
anlegum upplýsingum um svæðið,
m.a. hin fjölbreyttu söfn. Áhugi er
t.d. fyrir að renna styrkari stoðum
undir Steinasafn Petru, náttúru-
skoðun og ferðamennsku, smábáta-
og trilluútgerð og nýtingu húsnæðis
sem stendur autt.
Eftirfarandi vísum var kastað
fram af hagyrðingum í hópi þátttak-
enda í Neskaupstað: Bærinn með
þetta þekkta nafn / og það er til
Norðfjarðarsaga. / Ef kæmi hér upp
kommasafn / við kættumst alla daga.
Öllu skal nú tjaldað til / tillögurnar
úa og grúa. / Svo í Neskaupstað verði
best að búa / bara svona hér um bil.
Íbúaþingi í Fjarðabyggð vindur
fram í Mjóafirði n.k. mánudags-
kvöld, á Reyðarfirði þriðjudagskvöld
og Eskifirði miðvikudagskvöld og
hefst þinghald öll kvöldin kl. 20.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Samstaða Mætingin í Neskaupstað var glimrandi góð og létu bæði fyrr-
verandi og núverandi bæjarstjórar sjá sig sem og á annað hundrað íbúa.
Íbúaþing stillir
saman strengi
samfélagsins
Staðfest aðalskipulag fyrir Fjarða-
byggð gæti legið fyrir í árslok 2008
SUÐURNES
Reykjanesbær | Kaffiuppskera
stendur nú yfir hjá Kaffitári í
Njarðvík. Kaffibaunirnar eru tínd-
ar af trjám í kaffibrennslunni. Þeg-
ar þær verða tilbúnar duga þær í
nokkra bolla af úrvals kaffi.
Kaffitár fékk tvö tré gefins þegar
nýja kaffibrennslan var tekin í
notkun, þar sem þau voru að vaxa
upp úr húsi hjá fyrri eiganda. Trén
hafa dafnað ágætlega vegna þess
að góð birta er í húsinu. Það er þó
ekki fyrr en nú að einhver fjöldi
berja nær að þroskast.
Starfsmenn Kaffitárs nota upp-
skerutímann nú til að setja sig inn í
störf kaffibænda í fjarlægum lönd-
um og fræða gesti um kaffi. „Þetta
er skemmtilegur heimur,“ segir
Guðbjörg Ásbjörnsdóttir sölustjóri
þegar hún fer yfir ferilinn með
blaðamanni.
Berin eru tínd af kaffitrjánum
þegar þau eru orðin vel rauð. Þá
eru þau þurrkuð. Það tekur nokkr-
ar vikur hjá Kaffitári vegna þess að
það er gert inni þar sem ekki nýtur
eins mikils sólarljóss og í upp-
skerulöndunum. Inni í hverju beri
eru tvær kaffibaunir sem liggja
hvor á móti annarri. Þær eru í gulu
pergómínóhýði sem tekið er af. Þá
eru baunirnar flokkaðar, sem tekur
mikinn tíma hjá kaffibændum, og
úrvalsbaunirnar brenndar. Við það
fær kaffið ilm og bragð. Þær eru
síðan malaðar og loks notaðar til að
hella upp á kaffi.
Í hvern kaffibolla þarf um 20
baunir þannig að uppskeran af einu
tré í Kaffitári dugar aðeins í um
það bil tíu kaffibolla.
Uppskeran
dugar í 10
kaffibolla
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Uppskera Guðbjörg Ásbjörnsdóttir tínir ber af arabíka-kaffitré.
Reykjanesbær | Urtusteinn ehf.,
sem er fasteignafélag tengt Sam-
kaupum, hefur fengið vilyrði fyrir
úthlutun á lóð sem er á milli versl-
unarhúss Samkaupa og Flugvall-
arvegar, aftan við veitingastað
KFC í Reykjanesbæ. Þar hyggst
fyrirtækið reisa fjögurra hæða
byggingu fyrir skrifstofur Sam-
kaupa, auk þess sem verslunar- og
þjónusturými verður á jarðhæð.
Samkaup munu flytja höfuð-
stöðvar sínar í nýja húsið. Ágúst
Gíslason, framkvæmdastjóri og
meðeigandi Urtusteins ehf., segir
að Samkaup hafi verið að auka um-
svif sín og séu búin að sprengja ut-
an af sér húsnæðið við Hafnargötu.
Það hafi því verið keppikefli fast-
eignafélagsins að byggja hentugt
húsnæði fyrir fyrirtækið. Hann
tekur fram að fleiri fyrirtæki muni
þurfa að koma til og þegar hafi
borist áhugaverðar fyrirspurnir um
það.
Þrjár umsóknir bárust
Umrætt svæði er ekki deiliskipu-
lagt sem byggingarlóð. Eftir að
Urtusteinn sótti um lóð þar ákvað
umhverfis- og skipulagsráð
Reykjanesbæjar að auglýsa eftir
hugmyndum um nýtingu svæðisins.
Steinþór Jónsson, formaður ráðs-
ins, segir að svæðið sé mikilvægt í
skipulagi bæjarins og nauðsynlegt
sé að nýta það vel. Tvær umsóknir
bárust, auk umsóknar Urtusteins,
báðar vegna minni húsa. Steinþór
segir að skipulagsráðið hafi ákveð-
ið að gefa Urtusteini vilyrði fyrir
úthlutun lóðar að lokinni vinnu við
deiliskipulag svæðisins. Áhugi sé á
að skipuleggja þessa lóð og lóð
verslunarhúss Samkaupa sem eina
heild. Steinþór segir að hugmyndir
Urtusteins séu góðar og hafi
þróast á jákvæðan hátt. Þetta verði
reisuleg og falleg bygging með fjöl-
breytta þjónustu fyrir alla bæjar-
búa.
Heildarflatamál nýbyggingarinn-
ar verður um 4000 fermetrar.
Ágúst segir að nú fari vinna við
hönnun á fulla ferð og vonast hann
til að geta lokið framkvæmdinni á
fyrri hluta næsta árs.
Fasteignafélag Samkaupa
Urtusteinn er að mestu leyti í
eigu Kaupfélags Suðurnesja sem
einnig er aðaleigandi Samkaupa.
Félagið á og rekur margar hús-
eignir Samkaupsverslananna um
allt land, meðal annars verslunar-
húsið við Krossmóa í Njarðvík.
Byggja nýjar höfuð-
stöðvar Samkaupa
Húsbygging Hús Urtusteins mun standa við Flugvallarveg, í nýjum miðbæ
Reykjanesbæjar, við hlið veitingastaðar KFC (hvíta húsið næst). Fjær á
teikningunni sést verslunarhús Samkaupa með ráðgerðri stækkun þess.