Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 16
Suðrænt Sigríður, Sigurður og Valgerður leika brasilísk verk frá því um
aldamótin 1900, en Sigríður hefur búið í Ríó de Janeiro í 17 ár.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
BOÐIÐ verður upp á brasilíska
birtu í íslensku skammdegi í sal
FÍH í Rauðagerði í kvöld. Tilefni
tónleikanna er að Sigríður Hulda
Geirlaugsdóttir píanóleikari er
stödd hér á landi, en hún hefur bú-
ið í Ríó de Janeiro í Brasilíu und-
anfarin 17 ár. Hún hefur fengið til
liðs við sig Sigurð Flosason saxó-
fónleikara og Valgerði Andrésdótt-
ur píanóleikara, en saman munu
þau leika brasilísk verk frá því um
og upp úr aldamótunum 1900.
„Þetta eru verk sem eru á mörk-
um klassískrar tónlistar og alþýðu-
tónlistarinnar. Við erum með nokk-
ur verk fyrir tvö píanó, og svo verk
fyrir eitt píanó og saxafón,“ segir
Sigríður, en flutt verða verk eftir
Mignone, Nazareth, Gnattali og
hinn franska Milhaud sem dvaldi í
Ríó de Janeiro í byrjun 20. ald-
arinnar og fékk þar tónlistarlegan
innblástur. „Þetta er nokkuð skylt
því sem er kallað choro í Brasilíu,
það er ein tegund af samba. Orðið
choro þýðir grátur en þessi tónlist
fæddist í lok 19. aldarinnar, á svip-
uðum tíma og samban.“
Yfirskrift tónleikanna er Bras-
ilísk birta í íslensku skammdegi, en
Sigríður segir ekki veita af svolítilli
birtu á þessum árstíma. „Það er
ekki mikil birta hérna núna, sér-
staklega ekki á morgnana,“ segir
hún.
„Þetta er mjög notaleg tónlist og
það verður líka notaleg stemning
hjá okkur. Brasilísk vinkona okkar
ætlar til dæmis að bjóða upp á
brasilíska smárétti í hléinu.“
Gamlir skólafélagar
Svo skemmtilega vill til að Sig-
ríður, Sigurður og Valgerður voru
skólafélagar í Tónlistarskólanum í
Reykjavík, þaðan sem þau útskrif-
uðust öll um miðjan 9. áratuginn.
Brasilísk birta á Íslandi
Listasöguritarar Ólafur Kvaran ritstjóri listasögunnar situr innst fyrir miðju. Réttsælis á eftir honum eru Ásdís
Ólafsdóttir, Kristín Guðnadóttir, Æsa Sigurjónsdóttir, Jón Proppé, Laufey Helgadóttir, Halldór Björn Runólfsson,
Gunnar J. Árnason, Eiríkur Þorláksson, Harpa Þórsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir, Dagný Heiðdal, Eva Heisler
og Júlíana Gottskálsdóttir. Á myndina vantar Gunnar Kvaran.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
ÍSLENSK listasaga í fimm bindum
verður gefin út haustið 2009 í sam-
starfi Listasafns Íslands og Eddu út-
gáfu hf. Áætlað er að kostnaður við
verkið verði um 60–70 milljónir
króna og skiptist hann jafnt milli
safnsins og útgáfunnar. Bindin fimm
koma öll út samtímis.
Verkinu er ætlað að verða ítarlegt
yfirlitsrit fyrir almenning um ís-
lenska myndlist frá lokum 19. aldar
til ársins 2000. Ritstjóri verksins er
dr. Ólafur Kvaran. Alls koma 15 höf-
undar að verkinu, þrír að hverju
bindi, en ritnefnd skipa Ólöf Eldjárn
frá Eddu, Karla Kristjánsdóttir frá
Listasafninu og Hugi Hjaltason pró-
fessor, fulltrúi fræðasamfélagsins.
Að sögn Ólafs Kvaran forstöðu-
manns Listasafns Íslands verður
listasöguritunin umfangsmesta
rannsóknarverkefni sem Listasafn
Íslands hefur ráðist í.
Eyða í íslenskri útgáfusögu
Sigurður Svavarsson útgáfustjóri
hjá Eddu segir að ritun sögu ís-
lenskrar myndlistar hafi verið ein af
eyðunum í íslenskri útgáfusögu;
heildstæða sögu myndlistarinnar í
landinu miðað við daginn í dag hafi
vantað, en jafnframt hafi verið ljóst
til þessa að verkið yrði það viðamikið,
að ekki yrði í það ráðist nema hægt
yrði að vanda vel til þess og gera það
af myndarskap. Þeir Ólafur Kvaran
hafi nú rætt slíka útgáfu í um eitt og
hálft ár og hvernig slíkt ritverk yrði
unnið og hvernig verkaskipting yrði
milli forlags og ritstjórnar. „Edda er
stórvirkjaforlag, og vill gjarnan glíma
við menningarlega bautasteina. Með
samstarfinu við Listasafn Íslands
verður þetta kleift.“
Frumkvæði að ritun listasögunnar
kemur frá Listasafni Íslands, að sögn
Ólafs, og eðlilegt að hans sögn að
safnið beri ábyrgð á rannsóknarverk-
efni af slíkri stærðargráðu. „Að þessu
koma fimmtán höfundar, og verkið
verður gríðarleg viðbót við þær rann-
sóknir sem þegar hafa verið gerðar.
Rannsóknir í safninu eru marg-
þættar. Annars vegar eru þær sem
tengjast sýningum, en síðan á sér
stað hér í safninu mikil innsöfnun
sem tengist heimildasafni okkar. Það
má segja að sú heimildasöfnun sem
þegar hefur verið innt af hendi í safn-
inu sé mikilvæg forsenda fyrir
vinnslu bókarinnar. Það hefði ekki
verið hægt að ráðast í þetta verkefni
ef heimildasafnið væri ekki til stað-
ar.“
Áríðandi að fá réttu höfundana
Hvað ritstjórn verkefnisins snertir
segir Ólafur að allir höfundar bók-
arinnar muni taka þátt í heild-
arvinnslunni, með fundum og sam-
ráði, en þrír muni svo skrá hvert
bindi sem afmarkast hvert um sig af
ákveðnu árabili. Nokkrir höfundanna
búa erlendis, en tölvutæknin verður
nýtt til fullnustu til að gera sam-
skiptin auðveld og lipur. „Mér fannst
það vera meira áríðandi að fá réttu
höfundana að verkinu, jafnvel þótt
þeir byggju erlendis.“
Listasögunni er ætlað að verða yf-
irlitsrit og segir Ólafur það skipta
miklu máli fyrir Listasafnið og hlut-
verk þess að skapa þetta aðgengi að
listasögunni. „Það skiptir máli fyrir
sjálfsmynd okkar sem þjóðar að hafa
aðgengi að eigin listasögu. Það er
Listasafn Íslands og Edda sameinast um útgáfu íslenskrar listasögu í 5 bindum
Menningarlegur bautasteinn
„Mikilvægt að fá
réttu höfundana“
16 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
TÍBRÁ, tónleikaröð Salarins
heldur áfram og í kvöld munu
þau Stefán Höskuldsson
flautuleikari og rússneski pí-
anóleikarinn Elizaveta Ko-
pelman leika verk eftir CPE
Bach, Fauré, Debussy og
Prokofiev. Stefán starfar nú
sem fastráðinn flautuleikari í
hljómsveit Metropolitan-
óperunnar í New York. Hann
er nú mættur til leiks í Salinn
ásamt eiginkonu sinni, Elizavetu Kopelman.
Miðaverð: 2.000 kr. en 1.600 kr. fyrir eldri borg-
ara, öryrkja og námsmenn, 800 kr. fyrir 12 ára og
yngri. Sími miðasölu: 5 700 400, www.salurinn.is
Tónleikar
Flauta og píanó á
Tíbrártónleikum
Hjónin Stefán
og Elizaveta.
SÝNING með völdum verkum
Jóns Gunnars Árnasonar
(1931–89) verður opnuð í Gall-
ery Turpentine í dag.
Jón Gunnar var vélvirki og
málmsmiður sem gekk mynd-
listinni á hönd. Þaðan kom
verkkunnátta hans og þekking
á eiginleikum málma. Verk
Jóns Gunnars bærast fyrir
vindi, þeim má breyta með
handafli, færa þau til eða gang-
setja með rafmagni. Sólfarið við Skúlagötu er eitt
verka hans.
Sýningin verður opnuð kl. 17 í dag, föstudag.
Gallery Turpentine er í Ingólfsstræti 5.
Opnun
Jón Gunnar í
Turpentine
Sólfarið eftir Jón
Gunnar Árnason.
HLYNUR Hallsson opnar
sýningu í Kuckei + Kuckei í
Berlín á morgun.
Sem Íslendingur leitar
Hlynur á ferðum sínum milli
heimsálfa og menningarsvæða
að samböndum og samtölum
við fólk. Í þeim samskiptum
verður til fjöldinn allur af
skyndimyndum, en slíkar
myndir eru einmitt grunn-
urinn að myndaröð Hlyns
„Myndir – Bilder – Pictures“ sem hann sýnir í
Berlín. Hér er um að ræða ljósmyndir ásamt text-
um á þremur tungumálum sem eru samsettar úr
reynslu og minningum Hlyns.
Ljósmyndun
Hlynur sýnir ljós-
myndir í Berlín
Hlynur Hallsson
sýnir í Berlín.
KEPPNIN fer harðnandi í flokki
bestu erlendu myndanna á Ósk-
arsverðlaunaafhendingunni sem
fram fer í næsta mánuði.
Upphaflega
kom 61 mynd til
greina í flokknum
og þar á meðal
Börn í leikstjórn
Ragnars Braga-
sonar.
Nú hefur verið
tilkynnt hvaða
níu myndir koma
til greina í til-
nefningarsætin
fimm og er Börn ekki í þeim flokki.
Myndirnar níu eru Days of Glory
frá Alsír, Water frá Kanada, After
the Wedding frá Danmörku, Avenue
Montaigne frá Frakklandi, The Li-
ves of Others frá Þýskalandi, Pańs
Labyrinth frá Mexíkó, Black Book
frá Hollandi, Volver frá Spáni og Vi-
tus frá Sviss.
Af þessum myndum þykir Volver
Pedros Almodovars sigurstrangleg,
en myndinni hefur verið vel tekið
víða um heim.
Bandaríska kvikmyndaakademían
hefur veitt erlendum myndum verð-
laun frá árinu 1947. Íslensk mynd
hefur einu sinni verið tilnefnd í
flokki erlendra mynda á Ósk-
arsverðlaunahátíðinni, en það var
Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór
Friðriksson árið 1992. Árið 2006 var
síðan Síðasti bærinn eftir Rúnar
Rúnarsson tilnefnd í flokknum besta
leikna stuttmyndin.
Úr kvikmyndinni Börnum.
Bestu er-
lendu mynd-
ir ársins
Börn Ragnars Braga
ekki þeirra á meðal
Pedro Almadóvar
ÍRSKA ljóðskáldinu og Nób-
elsverðlaunahafanum Seamus
Heany féllu T.S. Elliot-ljóðaverð-
launin í skaut sl. mánudag fyrir
bókina District and Circle. Það var
ekkja Elliots, Valerie Elliot, sem af-
henti Heany verðlaunin við hátíð-
lega athöfn í miðborg London en til
þeirra var upprunalega stofnað af
Elliot árið 1953 í þeim tilgangi að
stuðla að ljóðalestri í Bretlandi. Í
dag nema þau um tæpri einni og
hálfri milljón króna.
Heany verð-
launaður
♦♦♦
1. bindi - Frá lokum 19. aldar til 1930 rita Ólafur Kvaran, ritstjóri, Júlíana
Gottskálsdóttir og Kristín Guðnadóttir.
2. bindi - 1930 - 1945 rita Gunnar J. Árnason, Eiríkur Þorláksson og Æsa
Sigurðardóttir.
3. bindi - 1945 - 1960 rita Ásdís Ólafsdóttir, Hanna Guðmundsdóttir og Jón
Proppé.
4. bindi 1960 - 1980 rita Dagný Heiðdal, Laufey Helgadóttir og Halldór
Björn Runólfsson.
5. bindi 1980 - 2000 rita Eva Heisler, Gunnar Kvaran og Harpa Þórsdóttir.
15 höfundar