Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 41
|föstudagur|19. 1. 2007| mbl.is
Eftir Flóka Guðmundsson
floki@mbl.is
É
g hef grínast alveg frá
því ég var lítill,“ svar-
ar Laddi aðspurður
um hvernig hann
leiddist út á grín-
brautina. „Þá hélt ég grínsýningar
fyrir mömmu á kvöldin. Hún hélt
hins vegar alltaf að ég yrði frægur
dansari því þegar ég var að fíflast
fór ég alltaf upp á stofuborðið og
tók svona grínballett þar til hún lá
úr hlátri.“
Þótt mikið vatn hafi runnið til
sjávar síðan Laddi skemmti
mömmu sinni með borðballett í
Hafnarfirðinum hefur leikarinn
haldið áfram þeirri iðju sinni að
leggja fólk úr hlátri með grínið að
vopni. Fáir hafa farið jafn hressi-
lega í hláturtaugar landans og
Laddi á síðustu rúmum þremur ára-
tugum og fáir búið til jafnmargar
persónur sem ættu víst hásæti í
frægðarhöll íslensks gríns, væri slík
höll til. Það er því skiljanlegt að
Laddi hlæi við þegar hann er spurð-
ur hvort hann telji að móðir sín hafi
orðið fyrir vonbrigðum með að ekki
rættist úr ballettferli sonar síns.
„Já ætli það ekki bara. En hún
var samt líka ánægð með grínið. Og
ég hætti svo sem ekkert að dansa
því maður hefur oft stigið léttan
gríndans, svona eins og þegar við
Halli bróðir sungum „Tvær úr tung-
unum“,“ segir hann og hlær við
minninguna.
Ferill Ladda hófst einmitt með
„Halla bróður“ er þeir slógu í gegn í
Sjónvarpinu snemma á áttunda ára-
tugnum. Laddi var þá 25 ára en á
morgun fagnar hann aftur á móti
sextíu ára afmæli sínu. Hann er því
eldri en tvævetur í bransanum.
Að sögn Ladda er ekkert erfiðara
að kalla fram bros á fólki með ár-
unum, „en það er kannski erfiðara
fyrir mig“, viðurkennir hann ein-
lægur. „Ég hef kannski minni trú á
mér en áður. Ætli það komi ekki
með aldrinum. Maður verður krít-
ískari á sjálfan sig.“ Spurningunni
hvort hann sé að nokkuð að hugsa
um að hætta öllu sprelli svarar hann
hins vegar með sannfærandi hætti:
„Nei, nei, elskan mín! Langt því
frá.“
Eiríkur Fjalar í uppáhaldi
Það liggur beint við að spyrja
hvort einhverjum af ótalmörgum
hugarfóstrum Ladda sé boðið til
veislunnar.
„Ég er ekki búinn að ákveða
hvort ég leyfi þeim að koma. Þau
eru samt að suða í manni um að fá
að vera með,“ segir hann og hlær.
„Ef ég býð einhverjum þá væri það
helst Eiríkur Fjalar,“ heldur hann
áfram og játar því að Eiríkur sé í
„Mamma hélt ég yrði frægur dansari“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Einn ástsælasti grínleikari þjóðarinnar, Laddi, verður sextugur á morgun. Af því tilefni er komin út
safnplatan Hver er sinnar kæfu smiður þar sem er að finna 47 lög sem spanna litríkan feril hans
»Ég hætti svo semekkert að dansa því
maður hefur oft stigið
léttan gríndans, svona
eins og þegar við Halli
bróðir sungum „Tvær
úr tungunum“.
Eiríkur Fjalar
Dr. Saxi
Þórður húsvörður
Magnús bóndi frá Ytri-Hnjáskeljum
Skúli rafvirki Jón Spæjó
Hin fjölmörgu andlit Ladda
Það eru ekki margir íslenskir grínistar – ef þá nokkur – sem geta stát-að af jafn fjölbreyttri flóru karaktera og Laddi. Laddi hefur í gegn-um tíðina skapað fjöldann allan af ógleymanlegum og nú klass-
ískum persónum sem löngu eru orðnar hluti af íslenskri grínsögu og
þjóðarsál. Framarlega í þeim fríða flokki fara óneitanlega þeir félagar Ei-
ríkur Fjalar, Jón Spæjó, Þórður húsvörður, Saxi læknir, Skúli rafvirki,
Magnús bóndi frá Ytri-Hnjáskeljum, Dengsi og heiðursmærin Elsa Lund.
Hinir kynlegu kvistir eru þó talsvert fleiri.
Skemmtikraftur Bræðurnir Halli og Laddi komnir á fullan skrið í
skemmtibransanum um miðjan áttunda áratuginn.
sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Hann
minnir mig á mig.“ Hann segir þá
deila feimninni og minnimátt-
arkenndinni. „Hann er svona eins
og maður var þegar maður var ung-
lingur. Þótt ég hafi nú aðeins skán-
að er þetta samt allt til staðar. Mað-
ur hélt nú kannski að þetta færi
með aldrinum en ég held, kannski
sem betur fer, að þetta fari nú aldr-
ei alveg,“ upplýsir Laddi en segist
þó ekki kunna neinar skýringar á
því hvers vegna svona sé.
Lög sem spanna ferilinn
Laddi er ekki einungis lunkinn
leikari heldur býr hann einnig yfir
ótvíræðum hæfileikum til laga- og
textagerðar. Sá hæfileiki nýtur sín
vel á Hver er sinnar kæfu smiður,
tvöfaldri 47 laga safnplötu sem gef-
in er út í tilefni morgundagsins og
hefur að geyma vinsælustu lög grín-
istans, lög á borð við „Austur-
stræti“, „Of feit fyrir mig“, „Bú-
kolla“, „Flikk flakk“, „Hann er
þekktur fyrir sín þrumuskot“,
„Sandalar“ og að sjálfsögðu „Royi
Roggers“. Laddi segir það óneit-
anlega hafa verið erfitt að velja inn
á plötuna því „þegar ég var að fara
yfir málin kom í ljós að þetta voru
eitthvað um 200 titlar sem ég hafði
komið nálægt“.
En hvað stendur til hjá Ladda
þegar hann kemst á sjötugsald-
urinn?
„Ég er á kafi í leikhúsinu, er í
þremur stykkjum og það fjórða á
leiðinni. Svo stendur til að setja upp
afmælissýningu í febrúar í Borg-
arleikhúsinu í tilefni tímamótanna,“
segir Laddi að lokum og tekur við
afmælisóskum áður en hann kveður.
Sextugur Laddi segir að svo gæti farið að Eiríki Fjalari yrði boðið í afmælið á morgun enda í sérstöku uppáhaldi.
staðurstund
Helen Mirren hlaut í vikunni
tvenn Golden Globe-verðlaun
og er sterklega orðuð við sjálf-
an Óskarinn. » 42
af listum
Rafdúettinn Booka Shade leikur
á árslistakvöldi Party Zone
sem haldið verður á NASA í
kvöld. » 43
tónlist
Systurmynd Barna, Foreldrar,
eftir Ragnar Bragason og Vest-
urport, er meðal þeirra mynda
sem frumsýndar eru í dag. » 44
kvikmyndir
Leikhúsið Skámáni vinnur að
uppsetningu nýs leikverks.
Meðal leikenda eru Björn Thors
og Unnur Ösp. » 47
leikhús
Leikkonan Nanna Kristín Magn-
úsdóttir færi sem Cameron Di-
az á grímuball, með toppinn upp
í loft og kjölturakka í gifsi. » 49
íslenskur aðall