Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ PÓSTSENDUM Góður próteingjafi fyrir fólk á öllum aldri Wheat grass www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Maður Lifandi Hæðarsmára 6, Lyfja, heilsuvörudeild, Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16 og Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Krónan Mosfellsbæ Nóatún Hafnarfirði DAGNÝ Linda Kristjánsdóttir skíða- kona var kjörin Íþróttamaður Ak- ureyrar 2006. Kjörinu var lýst í hófi í Ketilhúsinu í fyrrakvöld. Fjórtán íþróttamenn voru tilnefndir að þessu sinni, frá fimmtán félögum, en það voru stjórn Íþróttabandalags Ak- ureyrar (ÍBA) og fjölmiðlamenn í bænum sem kusu úr þeim hópi. Dagný Linda, sem keppir fyrir Skíðafélag Akureyrar, er fremsti skíðamaður Íslands. Hún varð þre- faldur Íslandsmeistari í fyrra og náði glæsilegum árangri á Ólympíu- leikunum í Tórínó, varð þar í 16. sæti í tvíkeppni og 23. sæti bæði í bruni og risasvigi. Annar í kjörinu varð Bergþór Steinn Jónsson, sem tilnefndur var af tveimur félögum, KA og Nökkva. Hann gerði sér lítið fyrir og varð Ís- landsmeistari í siglingum og einnig Íslandsmeistari bæði í flokki fullorð- inna og 15 til 16 ára í júdó – auk þess sem hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni 15 til 16 ára í júdó. Þriðji varð Jón Benedikt Gíslason, Skautafélagi Akureyrar. Hann varð fyrsti atvinnumaður Íslendinga í ís- hokkí en tímabilið 2005–2006 lék Jón í liði Norðurlandabúa í Asíu-deildinni. Jón hefur verið einn besti leikmaður Skautafélags Akureyrar í vetur og er einn af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins. Stefán Thorarensen, íþróttafélag- inu Akri, varð fjórði í kjörinu og fimmti Björn Guðmundsson, Golf- klúbbi Akureyrar. Aðrir sem tilnefndir voru af aðild- arfélögum ÍBA voru: Baldvin Þór Gunnarsson, KKA Akstursíþrótta- félagi, Bjartmar Örnuson, Ung- mennafélagi Akureyrar, Hlynur Birgisson, Íþróttafélaginu Þór, Hulda Rún Ingvarsdóttir, Fimleika- félagi Akureyrar, Magnús Stef- ánsson, Hömrunum, Ragnar Freyr Steinþórsson, Bílaklúbbi Akureyrar, Ragnhildur Haraldsdóttir, Hesta- mannafélaginu Létti, Sigurður Áki Sigurðson, Skotfélagi Akureyrar, og Tómas Leó Halldórsson, Sundfélag- inu Óðni. Þessu árlega kjöri ÍBA var í fyrrakvöld búin önnur umgjörð en fram að þessu, með veislu í Ketilhús- inu, og stefnt er að því að kjörinu verði lýst með þeim hætti í framtíð- inni. Allir íþróttamennirnir fengu að gjöf bækur frá Jóni Hjaltasyni rit- höfundi og útgefanda og bókaútgáf- unni Tindi. Fimm efstu fengu og nýjasta bindið af Sögu Akureyrar, sem Jón Hjaltason skráði, annar og þriðji maður í kjörinu fengu farseðil frá Flugfélagi Íslands og Dagný Linda fékk ferðaúttekt að upphæð 50 þúsund kr. frá Ferðaskrifstofu Akureyrar og öll fjögur bindin sem út eru komin af Sögu Akureyrar. Dagný íþróttamaður Akureyrar Ljósmynd/Þórir Tryggvason Heiðruð Íþróttaráð Akureyrar afhenti í hófinu þrjár heiðursviðurkenn- ingar. F.v. Jóhann Hauksson, Karen Malmquist og Haukur Jakobsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason Stolt Foreldrar og systir Dagnýjar Lindu tóku við viðurkenningum hennar. Kristján V. Vilhelmsson, Katrín Kristjánsdóttir og Kolbrún Ingólfsdóttir. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson Best Dagný Linda í svigkeppni Ólympíuleikanna í Tórínó í fyrra. Hún varð í 16. sæti í tvíkeppni, þar sem lagður er saman árangur í bruni og svigi. AKUREYRI ICELANDAIR mun í sumar bjóða upp á flug þrisvar í viku frá Ak- ureyri til Keflavíkur snemma morguns þannig að norðanmenn nái morgunflugi þaðan, hvort sem er til Evrópu eða vestur um haf. Sömuleiðis verður boðið upp á flug frá Keflavík norður síðdegis. Verð á innanlandsfluginu verður frá 4.000 krónum, önnur leiðin. Sala á ferðunum milli Akureyrar og Keflavíkur hefst í dag. Fólk innritar sig og farangurinn á Akureyri, fer þar í gegnum toll- skoðun og kemur í Leifsstöð með sama hætti og millilandafarþegar. Sama fyrirkomulag verður síðdegis þegar farþegar koma erlendis frá. Flogið árla til Keflavíkur Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁTJÁN athugasemdir bárust skipulagsráði Reykjavíkurborgar vegna skipulags á Slippa- og Ellingsenreit, en til stendur að hefjast handa við framkvæmdir á svæðinu á þessu ári, verði það samþykkt, segir Hanna Birna Krist- jánsdóttir, formaður skipulagsráðs. Meðal þeirra sem sent hafa athugasemd eru Íbúasamtök Vesturbæjar en þau segja m.a. að stefni í skipulagsslys á svæðinu. Þá gagnrýna samtökin borgaryfirvöld fyrir að hafa ekki haft samband við þau eftir að þau buðu fram krafta sína til þess að ræða skipulag íbúðabyggð- arinnar um það leyti sem fyrstu hugmyndir um það komu fram. Ekki verði bílaumferð um hverfið Í athugasemdum íbúasamtakanna segir að frumdrög skipulagsins bendi til of þéttrar byggðar. Til standi að byggja hús á fjórum til sex hæðum en „við vitum að það endar í sex hæðum vegna peningagræði“, segir í at- hugasemdunum. Götur virðist eiga að liggja þvers og kruss og þar á meðal Bræðraborg- arstígur, sem eigi að ná niður að sjó. Með þess- um hætti verði stígurinn fullkomin vindgöng fyrir norðanstorminn sem standi út Hvalfjörð- inn og skelli á Vesturbænum. Leggja samtökin til að í stað fyrirhugaðs skipulags verði byggð blanda af eins til þriggja hæða húsum og að ekki verði bílaumferð um hverfið, heldur leggi íbúar bílunum fyrir utan það. Hanna Birna segir að umrætt skipulag sé nýkomið úr auglýsingu og sé núna til með- ferðar hjá skipulagsráði. Hún segir að und- irbúningur skipulagsins hafi staðið yfir í á þriðja ár. „Þetta var unnið á grundvelli samkeppni á síðasta kjörtímabili og í kjölfar mjög öflugs samráðs við íbúa og hagsmunaaðila sem stóð yfir í langan tíma,“ segir hún. Þær tillögur sem nú liggi fyrir um byggð á svæðinu séu afrakst- ur þeirrar vinnu. Hanna Birna segir að vegna kæruferla sem voru á svæðinu hafi skipulagið verið fellt úr gildi í fyrrasumar og nú sé verið að endursamþykkja það en ekki hafi neinar grundvallarbreytingar verið gerðar á skipu- laginu. Hún segir að á hinu nýja skipulagssvæði sé verið að breyta hafnarsvæði í íbúðabyggð. „Íbúðabyggðin tekur mjög mikið mið af því hvar hún er staðsett,“ segir hún. Tekið sé tillit til þess að byggðin sé við sjávarsíðuna og til standi að reisa þar lágreist hús á 4–6 hæðum. Þau myndi gott skjól fyrir veðri og vindum og þá verði mörg opin, græn svæði. „Allar þessar lausnir taka mikið mið af byggðinni sem er þarna fyrir ofan, að skyggja ekki á hana og tryggja að þessi hluti Vest- urbæjarins haldi sínum karakter. En einnig á byggðin að gefa tækifæri á að nýta hafn- arsvæðið.“ Fremst á svæðinu sé m.a. gert ráð fyrir kaffi- og veitingahúsum og ýmiss konar þjónustu. Markmiðið sé að blómlegt mannlíf verði á svæðinu. Framkvæmdir hefjist á árinu Hanna Birna segir að gert sé ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu, en það sé háð því að skipulagið verði samþykkt. Framkvæmdir séu þó í raun að hluta til hafnar því fyrirtæki á svæðinu séu farin að flytja þaðan. „Það komu 18 athugasemdabréf og það er verið að fara yf- ir þau.“ Athugasemdirnar hafi verið kynntar á fundi skipulagsráðs í fyrradag og verði líkleg- ast teknar aftur til meðferðar hjá ráðinu í byrj- un febrúar. Um athugasemd Íbúasamtaka Vesturbæjar um að ekki hafi verið haft samband við þau eft- ir að þau lýstu áhuga á að ræða skipulag íbúða- byggðarinnar við borgaryfirvöld segir Hanna Birna að þar sé vísað í samskipti við Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, fyrrverandi borg- arstjóra, og hún þekki það mál ekki nánar. Hanna Birna ítrekar að þegar unnið var að skipulaginu hafi afar öflugt og opið samráð verið haft við íbúa á svæðinu. Mörg hundruð manns hafi tekið þátt í því, bæði einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök. Hún kveðst ekki sammála gagnrýni Íbúa- samtaka Vesturbæjar á nýja skipulagið. „Ég tel að þetta skipulag hafi verið mjög vel leyst, taki mjög gott mið af staðsetningu og verði mikil lyftistöng fyrir Vestur- og Miðbæ- inn,“ segir hún og bætir við að þverpólitísk samstaða hafi verið um skipulagið. „Auðvitað munum við skoða allar þessar athugasemdir og fara yfir þær, en hins vegar er þetta skipu- lag sem er búið að vera í umræðu og kynningu í mörg ár og hefur farið í gegnum mjög mikið samráð.“ Segja skipulagsslys í uppsiglingu Morgunblaðið/Rax Nýtt skipulagssvæði Til stendur að reisa 4–6 hæða hús á Slippa- og Ellingsensreit. Í HNOTSKURN »Alls stendur til að reisa 319 íbúðir á Slippa- og Ellingsensvæðinu svo- nefnda. »Þar er einnig gert ráð fyrir vistvænuatvinnuhúsnæði á hafnarbakka fyrir skrifstofur og þjónustu. »Fyrstu íbúarnir gætu flutt inn ásvæðið árið 2009. »Skipulagssvæðið tilheyrir Faxaflóa-höfnum. 18 athugasemdir við skipulag á Slippareit

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.