Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 29 Gætum tungunnar TÍMINN líður hratt og brátt finnum við að birtutíminn lengist og skammdegismyrkrið er á und- anhaldi. Slíkt er flestum að skapi hér á norðurslóð. En hvað munu vordagar hafa að bjóða okkur eða ef til vill fremur, hvað ætlum við að bjóða þeim? Það er stundum sagt af mikilli visku að stjórnmál snúist um fólk og einu sinni hafði minn flokkur á þeim tíma ljómandi slagorð sem var fólk í fyr- irrúmi. Ég var þá að vinna fyrir fólk á litlum stað úti á landi þar sem útgerð og fiskvinnsla skipti öllu máli fyrir fólkið á staðnum. Það var ekki lítils virði að eiga vísan stuðning frá flokki með skýra og geðfellda stefnu, stefnu sem lands- byggðin þurfti sannarlega á að halda og landið allt. En svo fór að traust mitt á þess- um ágæta flokki rann út í sandinn. Líklega var það af því að ekki reyndist vera mikið bak við slag- orðið um fólk í fyrirrúmi, fremur voru það völd í fyrirrúmi og halda blíðu faðmlagi við samstarfsflokk- inn. Vestfirðingar hafa af biturri reynslu og fram að þessu umfram aðra landsmenn, tekið það ráð að beina sínum stuðningi í vaxandi mæli að nýlegum stjórnmála- samtökum sem hafa frá byrjun for- dæmt stórgallað fiskveiðikerfi sem er vissulega aðalástæðan fyrir erf- iðleikum og hnignun í vestfirskum sjávarbyggðum. Eftir langan valdatíma sömu flokka eru þessir veikleikar uppi á borðinu vítt og breitt um land allt og dyljast engum sem um þessi mál hugsa. Það er ekki til sóma fyrir ráðamenn þjóðarinnar að kannast ekki við stórfelld vandamál tengd fisk- veiðistjórnuninni svo sem eyðingu byggð- anna og verðlitlar eignir í sjávarþorpum. Það er mikil óvirðing sem fólkið í landinu er þannig sýnd með því að bjóða því upp á slík- an málflutning og það leggur ekki undirstöðu að trausti. Það sem fólk þarf á að halda er fullur skilningur á þeirri stöðu sem fisk- veiðikerfið hefur valdið nú síðustu árin og markvissar aðgerðir til úr- bóta. Engum dettur í hug að núver- andi stjórnarflokkar muni úr þessu reyna að greiða úr sjálfheldu þess- ara mála. Af og til heyrast fréttir af áhyggjum manna á ýmsum stöðum vegna brottflutnings veiðiskipa sem einhvern tíma hafði verið lofað að ekki mundu verða tekin af viðkom- andi stöðum, um kvótasölu sem er líkleg til þess að skerða alvarlega afkomumöguleika fólks á þeim stað sem missir þann kvóta. Hér ætti ekkert að koma á óvart. Ef eign- arhaldi á kvóta er fórnað fyrir skjóttekinn gróða er vísast að það hitti þá fyrir sem síst skyldi. Og hér er ekki verið að fremja lögbrot. Hér er um að ræða að nota sér þær reglur sem misvitrir stjórn- málamenn hafa sett og mættu fleiri yfirgefa sinn stjórnmálavettvang, sem þar hafa átt hlut að máli. Meðan óheftu framsali kvótans er viðhaldið, eru lífskjör fólks víða um land í hættu, umfram það allt sem þegar hefur skeð, svo einfalt er það. Og síðan verður fólk að íhuga í vor hvort það á að framlengja umboð til þeirra alþingismanna sem hafa stutt stefnu stjórnvalda sem snúið hefur að öldruðum og öryrkjum þessa lands. Er það nú boðlegt fyrir komandi vordaga? Líður að alþingiskosningum Sigurður Kristjánsson skrifar um landsbyggðarmál » Það sem fólk þarf á að halda er fullur skilningur á þeirri stöðu sem fiskveiðikerfið hefur valdið nú síðustu árin og markvissar aðgerðir til úrbóta. Sigurður Kristjánsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Sagt var: Þetta hefur gengið vel fyrir sig. RÉTT VÆRI: Þetta hefur gengið vel. NÝ skoðanakönnun Capacent segir glæsilega sögu um stöðu mála í þjóð- arbúi Íslendinga. Hún leiðir í ljós mikla bjartsýni meðal landsmanna á þessu nýbyrjaða ári. 33% þeirra eru sann- færð um að lífskör þeirra muni batna á árinu. 58% landsmanna eru sannfærð um að á þessu ári verði lífskjör þeirra jafngóð eða betri en verið hefur. Aðeins 5% þjóðarinnar horfa fram á veginn svartsýn um afkomu sína. Þessar niðurstöður segja okkur að þjóðin skynjar og veit að sú stjórnarstefna sem fylgt hefur verið í tíð þessarar ríkisstjórnar skilar árangri í þágu heimilanna í landinu. Fólk trúir og veit að rík- isstjórn Framsókn- arflokksins og Sjálfstæð- isflokksins vinnur fyrst og fremst að því að bæta hag almennings í land- inu. Fyrir 12 árum var öðru vísi um að litast í ís- lensku samfélagi. 12– 14.000 manns voru þá án atvinnu, fjöldi manna var að missa heimili sín. Margir leituðu til annarra landa eftir atvinnu. Við þessar aðstæður settist Framsókn- arflokkurinn í ríkisstjórn og nú er þannig um að litast í þjóðfélaginu að hér er bjartsýni og uppgangur á öllum sviðum, allir hafa atvinnu og við höfum þurft að kalla til 12.–14.000 erlenda verkamenn að taka þátt í því mikla uppbyggingarstarfi sem hér fer fram. Grundvallaráherslur Sá árangur sem náðst hefur í þessu ríkisstjórnarsamstarfi í atvinnumálum og efnahagsmálum er engin tilviljun. Hann á sér meðal annars skýringu í grundvallaráherslum Framsókn- arflokksins. Framsóknarflokkurinn á sér gríðarlega merka sögu, sem er ná- tengd framfarasókn íslensku þjóð- arinnar á öllum sviðum í 90 ár. Við stofnun flokksins var íslenska þjóðin ein sú fátækasta í álfunni, nú er hún ein hin efnaðasta og lífskjör hér eru öðrum þjóðum öfundarefni. Framsóknarflokkurinn var stofn- aður af kennurum, menntamönnum, bændum og sjómönnum til átaka fyrir samfélagið. Alþýðumenntun var hans fyrsta baráttumál og Framsókn- arflokkurinn ber enn fyrir brjósti efl- ingu menntunar á öllum stigum um land allt. Undanfarin ár hafa framlög til menntamála verið stóraukin, ekki síst á háskólastigi. Í sögu sinni hefur Framsóknarflokk- urinn átt þátt í framgangi allra stórra hagsmunamála íslensku þjóðarinnar. Framsóknarmenn leggja höfuðáherslu á að atvinnulífið í landinu þróist og blómstri vel og hafa að leiðarljósi að tryggja atvinnu fyrir allt landsmenn. Framsóknarflokkurinn hefur ávallt verið jafnréttissinnaður flokkur og frá upphafi lagt áherslu á jafnan rétt allra hópa og stétta í samfélaginu. Það er líka staðreynd, þótt hún fari ekki hátt í háværri umræðu í sam- tímanum, að Framsókn- arflokkurinn hefur ávallt verið í fremstu röð í bar- áttu fyrir umhverfis- og náttúruvernd í íslensk- um stjórnmálum, allt frá dögum Eysteins Jóns- sonar. Ást og virðing fyr- ir landinu og náttúru þess er og hefur verið meginstoð í stefnu Framsóknarflokksins, undir okkar stjórn er nú unnið að stofnun stærsta þjóðgarðs í Evrópu á Vatnajökulssvæðinu og undir okkar stjórn er nú leitað sáttar um stækkun friðlandsins Þjórs- árverum. Kjarabætur til aldraðra Íslenskt samfélag á að vera gott samfélag. Við eigum mörg verk óunn- in. Við eigum að leggja af mörkum til heilbrigðismála og menntamála. Áfangi á þeirri leið er sá samningur sem nýlega var gerður og kveður á um að 27 milljörðum króna verði varið í leiðréttingar og kjarabætur til aldr- aðra á næstu árum. Sá samningur er lýsandi fyrir áherslur framsókn- armanna. Við viljum standa þannig að verki að stækka kökuna með öflugu at- vinnulífi og tryggja síðan að afrakst- urinn skili sér til allra landsmanna, ekki síst þeirra sem búast við lökust kjörin. Á morgun, laugardag, göngum við til prófkjörs framsóknarmenn í Suður- kjördæmi. Þátttaka er heimil öllum þeim sem skráðir eru í flokksfélögin í kjördæminu. Nýir félagar geta gengið til liðs við flokkinn á kjörstað. Ég hvet framsóknarmenn alla í kjördæminu til þátttöku í prófkjörinu. Ég býð mig þar fram til forystu og sækist eftir end- urnýjuðu umboði í 1. sæti framboðslist- ans. Ég heiti á framsóknarmenn að taka höndum saman um að hefja merki flokksins hátt á loft í þeirri baráttu sem framundan er vegna alþingiskosning- anna 12. maí í vor. Framsókn lands og þjóðar Guðni Ágústsson minnir á próf- kjör framsóknarmanna. Höfundur er landbúnaðarráðherra. »Ég hvetframsókn- armenn alla í kjördæminu til þátttöku í próf- kjörinu. Guðni Ágústsson ingur sem ætlaður er foreldrum og börnum þeirra sem eru að hefja akstur á vegum úti. Samkvæmt þeim samningi heita foreldrar því að standa að virkri þjálfun og eftirliti en börn þeirra, ökumenn framtíð- arinnar, heita ábyrgð á akstri sínum. Ætlunin með þessu er að efla enn frekar samábyrgð og samstarf for- eldra og barna þeirra í umferðinni. Samningurinn verður aðgengilegur um land allt á komandi vikum. Ökuritinn kjaftar frá Fyrirtækið ND á Íslandi býður foreldrum upp á byltingarkennda lausn til þess að fylgjast með akstri barna sinn, jafnvel á rauntíma. Lausnin felst í því að ökuriti er sett- ur í bílinn og með honum fylgir að- gangur að tölvukerfi á Internetinu sem veitir nákvæmar upplýsingar um staðsetningu, hraða og akst- urslag. Foreldrum býðst að leigja slíkt tæki og þannig auka eftirlit sitt með akstursmáta og hegðun barna sinna í umferðinni. Ungir ökumenn sem notað hafa ökuritann hafa jafn- framt tekið fagnandi möguleikum til að leiðrétta mistök sem þau gera fyrst eftir að bílpróf er fengið. Fyrir samgöngunefnd liggur nú frumvarp frá samgönguráðherra um breytingu á umferðarlögum. Þar er gert ráð fyrir hertum sektum fyrir ofsaakstur, heimild til að takmarka aksturstíma ökumanna á fyrsta ári, heimild til að takmarka vélarstærð á fyrsta ári og heimild til þess að gera bíla upptæka. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að til viðbótar við þessi ákvæði megi segja inn í lögin að sá sem ítrekað er staðinn af ofsaakstri og verður sviptur ökuleyfi verði skyldaður til þess að nota ökurita í 6 til 12 mánuði eftir að hann fær bráðabirgðaskírteini aftur. Þar með er hægt að fylgjast með meintum ofsaakstri og gefa út endanlegt öku- skírteini þegar þroska er náð. Með aðgerðum þessum er ætlunin að samfélagið allt taki höndum sam- an um að bæta umferðarmenningu okkar. Mannslíf, slys og örkuml eru alltof tengd umferðarmenningunni í dag. Til þess að breyta því þurfum við öll að vinna saman. Að því miðar þetta stóra átak á Suðurnesjum og er það heitasta ósk okkar að sjá þeg- ar á þessu ári bætta umferðarmenn- ingu. Höfundur er alþingismaður og varaformaður samgöngunefndar Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Miele S381 Tango Plus ryksuga með 1800W mótor Verð áður kr. 24.600 Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: Hebafilter sem hreinsar loftið af ofnæmisvaldandi efnum. Kolafilter sem hreinsar óæskilega lykt. Hentar vel fyrri þá sem eru með gæludýr. Parketbursti úr hrosshárum sem skilar parketinu glansandi. Miele ryksugurnar eru traustar og kraftmiklar. Þær eru með stillanlegu röri og mikið úrval fylgihluta er innbyggt í vélina. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur Miele heimilistækin í einni glæsilegustu heimilistækjaverslun landsins. AFSLÁTTUR 35% vi lb or ga @ ce nt ru m .is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.