Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI „ÉG HEF mörgum sinnum áður lýst þeirri skoðun minni að setja ætti umræður á Alþingi í einhverjar skyn- samlegar og sanngjarnar skorður,“ sagði Sólveig Péturs- dóttir, forseti Alþingis, á þingfundi í gær og bætti við að hún væri ekki ein um þá skoðun. „Sannleikurinn er sá að alls staðar í kringum okkur, í þjóðþingum sem við berum okkur saman við í Evrópu, eru menn fyrir löngu búnir að koma einhverju skikki á fyrirkomulag umræðna í þing- unum, þannig að þær séu efnislegar og hnitmiðaðar.“ Sólveig sagðist sem forseti þings fagna líflegum og skemmtilegum umræðum á Alþingi, þótt þær tækju tíma. „En margra klukkustunda ræður, t.d. við 3. umræðu máls, eru af öðru tagi,“ sagði Sólveig. „Sú umræða sem nú fer fram um dagskrár- málið er hins vegar í samræmi við samkomulag sem við gerðum um af- greiðslu mála fyrir jól. Ég geri því ekki athugasemdir við það þótt umræðan dragist, það vissum við fyrirfram,“ sagði Sólveig. Setja ætti umræðum á Alþingi skynsamlegar skorður Sólveig Pétursdóttir. Sólveig Pétursdóttir svaraði gagnrýni á þingfundi „MEÐAN því er háttað þannig hér að staða Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu er jafn veik og raun ber vitni, og fer versnandi, þá er ég ekki til viðtals um einhliða breytingar á reglum um ræðutíma, helsta vopni og helsta styrk stjórnarandstöðunnar í þessum samskiptum og helsta aðhaldstæki þingsins gagnvart framkvæmdavald- inu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í gær. Steingrímur sagði aðhald að framkvæmdavaldinu koma frá stjórnarandstöðu á Alþingi sem væri ólíkt því sem ger- ist í flestum þjóðþingum, enda varla hægt að ætlast til þess að meirihlutinn, sem ríkisstjórnin styðst við, sæi fyrir því aðhaldi. „Um- ræður hér á þingi hafa verið að þróast í átt til mikillar styttingar með örfáum undantekningum á síðustu árum þar sem í öllum tilvikum eiga við mjög stór og hörð ágreiningsmál,“ áréttaði Steingrímur. Ekki til viðtals um einhliða breytingar á ræðutíma Steingrímur J. Sigfússon Steingrímur J. Sigfússon vill sjálfstæðara Alþingi Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞETTA er hörmulegt mál sem þarf að draga lærdóm af,“ segir Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaga- nefndar, um málefni Byrgisins sem voru til umræðu á sameiginlegum fundi fjármála- og félagsmálanefnd- ar í gærmorgun. „Mér sýnist að það sé pottur brotinn í eftirliti og fram- kvæmd fjárlaga hvað þennan hluta málsins varðar,“ segir Birkir. Ríkisendurskoðandi kom á fund- inn til að kynna skýrslu um Byrgið en fulltrúar félagsmálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis komust ekki að á fundinum þar sem nefndarmenn þurftu að fara á þingfund sem hófst klukkan hálfellefu. Minnihlutinn í menntamálanefnd óskaði eftir því að þingfundi yrði frestað en ekki var orðið við þeirri ósk. Birkir segir að nefndirnar fundi aftur í dag og í framhaldinu verði vonandi utandag- skrárumræða um málið á Alþingi. Einn dagur til eða frá skipti ekki höfuðmáli. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í ræðustóli á þingi að undarlegt væri að fundurinn hefði ekki mátt halda áfram í gærmorgun. „Úttektin sem gerð var árið 2002, að beiðni utan- ríkisráðuneytisins, sem skýrsla hef- ur legið fyrir um allar götur síðan, er miklu, miklu, miklu alvarlegri en mig grunaði,“ sagði Jóhanna og bætti við að í henni kæmi fram að fjármálastjórnun Byrgisins hefði verið í molum. „Það er auðvitað mjög alvarlegt að meirihlutinn hafi samt sem áður haldið áfram fjár- veitingu til Byrgisins,“ sagði Jó- hanna og gagnrýndi að skýrslan hefði ekki verið kynnt fjárlaganefnd eða Ríkisendurskoðun á sínum tíma. Birkir var gagnrýndur á þing- fundi fyrir að hafa þekkt þetta mál frá því að skýrslan kom fyrir félags- málaráðuneytið árið 2002 en þá var hann aðstoðarmaður félagsmálaráð- herra. Hann segir þó að ekki sé um neitt leyniplagg að ræða og að út- reikningar á skýrslunni hafi m.a. verið ræddir í umræðum um fjárlög 2003–2004. Birkir segir jafnframt að á sínum tíma hafi verið farið að þeim tillögum sem komu fram í skýrsl- unni en lagt var til að starfsemi Byrgisins héldi áfram. „Það var álit margra í þjóðfélaginu að Byrgið sinnti hópi sem hefði verið erfiður hjá mörgum öðrum meðferðastofn- unum en að það væri brýnt að koma skikki á fjármálin,“ segir Birkir og bætir við að skrifað hafi verið undir yfirlýsingu milli Byrgisins og félags- málaráðuneytisins þar sem sett voru skilyrði fyrir starfseminni. „Þannig skildi ég við málið. En nú er það ljóst að Byrgismenn skrifuðu ekki undir samning við ráðuneytið. Eftir á að hyggja þá hefði ég, sem var orðinn þingmaður og formaður fjár- laganefndar, átt að inna félagsmála- ráðuneytið eftir því að þessi samn- ingur hefði verið gerður,“ segir Birkir og ítrekar að grípa þurfi til aðgerða til að minnka líkurnar á því að svona atvik endurtaki sig í fram- tíðinni. „Þetta er hörmulegt mál “ Fjárlaganefnd og félagsmálanefnd halda áfram að funda um Byrgið í dag Morgunblaðið/G.Rúnar Byrgið Sigurður Þórðarson, ríkisendurskoðandi, fór yfir málefni Byrgisins með nefndarmönnum í fjárlaga- og félagsmálanefnd í gærmorgun. Í HNOTSKURN »Fjárlaganefnd og félags-málanefnd héldu sameig- inlegan fund í gærmorgun til að skoða mál Byrgisins. Ríkisend- urskoðandi kom á fundinn en ekki gafst tími til að ræða við fulltrúa félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra. »Minnihlutinn vildi frestaþingfundi til að klára fundinn en varð ekki að ósk sinni. »Nefndirnar funda aftur í dagog í framhaldinu verða lík- lega utandagskrárumræður á þinginu. »Að öðru leyti hafa engar ut-andagskrárumræður verið leyfðar meðan umræður um Rík- isútvarpið ohf. standa yfir. »Þingfundur stóð til 01:40 ífyrrinótt og gert er ráð fyrir löngum fundum þar til frum- varpið um Ríkisútvarpið verður afgreitt. ● „Er ekki rétt að þingið fái þann lýð- ræðislega rétt að greiða atkvæði um þetta mál? Það er búið að ræða þetta mál nóg,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, í umræðum á Alþingi í gær og taldi umhugsunarefni að Vinstri grænum þætti frumvarp um Ríkisútvarpið mikilvægara en Kára- hnjúkamálið á sínum tíma. Vísaði hún þar til þess að málefni Rík- isútvarpsins hafa verið rædd lengur í þinginu en mál Kárahnjúka. Búið að ræða málið nóg og kominn tími á atkvæðagreiðslu ● Stjórnarþingmenn hafa ekki verið mjög áberandi í ræðustól und- anfarið. Mikið hefur þó borið á Sig- urði Kára Kristjánssyni og þá ekki síst í snarpri deilu við Ágúst Ólaf Ágústsson um viðhorf hins síð- arnefnda til RÚV-frumvarpsins. Sig- urður Kári hefur ítrekað vísað til um- mæla Ágústs í Fréttablaðinu fyrir nokkru þar sem Ágúst sagðist styðja hlutafélagavæðingu RÚV að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Ágústi þykja þau skilyrði ekki uppfyllt en Sigurður Kári er á öðru máli. Sigurður Kári hnýtir ítrekað í Ágúst Ólaf Ásta Möller | 17. janúar 2007 Fullkomið ábyrgðarleysi Skýrsla Ríkisend- urskoðunar um fjár- mál Byrgisins er ótrú- leg lesning um fullkomið ábyrgð- arleysi í meðferð fjár- muna sem forstöðumanni Byrgisins var treyst fyrir af opinberum að- ilum og velunnurum starfseminnar. Þar sér merki um makalausa sóun á fjármunum og dómgreindarleysi stjórnenda starfseminnar, þar sem ekki var gerður nokkur grein- armunur á fjármálum Byrgisins og einkafjármálum forstöðumanns. Ekki verður annað séð en að ákall forstöðumanns um aukið fjármagn til reksturs starfseminnar á und- anförnum árum hafi verið blekking- arleikur einn. Meira: http://www.astamoller.is/ ● Fundur Alþingis hefst kl. 10.30 og mun líklega standa fram eftir kvöldi. Frumvarp um Ríkisútvarpið ohf. er eina málið á dagskrá en líklegt er að gefið verði leyfi fyrir utandagskrár- umræðu um Byrgið. Dagskrá þingsins ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.