Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 13
!
"#$
%
23 4!(5
2 3
2 36 !(#678
2 !4!(5
9:4!(5
8;4!(5
4 +
"
<# 5 =, $
>(5?+
;$ +, $
@
@! 38 !
) (#(A9(* 8
+
B (
& #
<C
84!(5
D3$4!(5"!$
D3$34!(5
.E
0@F29
GH#
GH#* :*
I ( :*
'
(
)*
) ( =)(*($
+,- (
"94$
"#5*
.
(
"$A
* 5
$
G+!*!$ %
>(5)
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
A
I* 5 J(#
2G"
K2 (( 8:$
* 5
A
A
A
A
A
A
A
A
)*
*
*
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÍSLENSKU vefverðlaunin voru afhent af Geir H. Haarde forsætisráðherra
við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær. Þetta var í sjötta sinn sem verðlaunin eru
veitt en að þeim standa ÍMARK og Samtök vefiðnaðarins. Verðlaun voru
afhent í fimm flokkum. Vefurinn midi.is þótti bæði vera besti þjónustuvef-
urinn og með bestu útlits- og viðmótshönnunina, baggalutur.is var valinn
besti afþreyingarvefurinn, besti einstaklingsvefurinn var www.icomef-
romreykjavik.com og icelandair.is þótti bæði besti fyrirtækisvefurinn og
besti íslenski vefurinn.
Vefverðlaunin veitt
Morgunblaðið/ÞÖK
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HAGN-
AÐUR banda-
ríska fjárfest-
ingabankans
Merill Lynch
á fjórða árs-
fjórðungi síð-
asta árs
jókst gríð-
arlega og
langt umfram
spár mark-
aðssérfræð-
inga. Hagn-
aðurinn jókst um 68% og fór úr
tæpum 100 milljörðum íslenskra
króna síðustu þrjá mánuði ársins
2005 í 165 milljarða króna á síð-
ustu þremur mánuðum 2006.
Merill Lynch er þriðji stærsti fjár-
festingabanki Bandaríkjanna en þeg-
ar kemur að því að hagnast á við-
skiptum á Wall Street eru fáir sem
standast honum snúning nema
Goldman Sachs.
Merill Lynch græðir
á tá og fingri
● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi
lækkaði lítillega í gær eða um 0,15%
í 6.834 stig. Verslað var með hluta-
bréf fyrir tæplega 9,5 milljarða, mest
með bréf Kaupþings banka. Gengi
bréfa Marels hækkaði um 1,3% en
gengi bréfa Eimskips lækkaði um
3,3%.
Krónan styrktist um 0,70% í gær
og kostar dalurinn nú 69,85 krónur,
evran 90,45 og pundið 137,75 krón-
ur.
Krónan styrkist
GREININGARDEILD Kaupþings
banka telur líkur á að alþjóðlega
matsfyrirtækið Fitch Ratings muni
fara að dæmi Standard & Poor’s og
lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í
nýju mati sem vænta megi fljótlega.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
greiningardeildar bankans, Þróun
og horfur, sem kynnt var í gær.
Standard & Poor’s lækkaði láns-
hæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir jólin en
staðfesti á sama tíma lánshæfisein-
kunn Glitnis sem er eini íslenski
bankinn sem Standard & Poor’s gef-
ur einkunn. Fitch Ratings gefur öll-
um viðskiptabönkunum þremur
lánshæfiseinkunn en greining Kaup-
þings banka gerir þó ekki ráð fyrir
því að lánshæfiseinkunnir þeirra
lækki fari svo að Fitch Ratings lækki
lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.
Hins vegar taka sérfræðingar
Kaupþings banka fram að gangi
þetta eftir eigi þeir þó ekki von á við-
líka áhrifum á markaðinn og raunin
varð við útkomu skýrslu Fitch Rat-
ings snemma á síðasta ári þar sem
það er mat þeirra að væntingar um
lækkun lánshæfiseinkunnar ríkis-
sjóðs séu að miklu leyti þegar til
staðar á markaðinum. „Tímabundin
lækkun á mörkuðum er því ekki ólík-
leg en við eigum von á að áhrifin vari
stutt, líkt og varð í kjölfar breytingar
S&P í desember síðastliðnum.
Áhrifa lækkunarinnar gæti þó gætt í
eitthvað hærri fjármögnunarkostn-
aði fyrir íslensk félög, sér í lagi bank-
ana,“ segir í skýrslunni.
Spá að Fitch lækki
einkunn ríkissjóðs
Hefði ekki áhrif á
lánshæfiseinkunn
bankanna
Í HNOTSKURN
»Hlutabréfaverð og gengikrónu lækkaði um meira
en 20% í kjölfar birtingar
skýrslu Fitch fyrir tæpu ári og
þeirra skýrslna sem fylgdu.
»Áhrifin á krónu og hluta-bréfaverð voru óveruleg
þegar S&P lækkaði lánshæf-
iseinkunn ríkissjóðs fyir jólin.
VEXTIR á millibankamarkaði hafa
hækkað mun meira en stýrivextir
Seðlabankans sem bendir til lausa-
fjárskorts. Þriggja mánaða vextir á
millibankamarkaði eru 15,15% sem
jafngildir um 16% ávöxtun en stýri-
vextir eru nú 14,25%.
Þetta kemur fram í Vegvísi
Landsbankans en greiningardeild
bankans telur því ekki útlit fyrir
stýrivaxtalækkun af hálfu Seðla-
bankans á næstu mánuðum.
„Meðalstaða endurhverfra við-
skipta síðastliðnar fjórar vikur er
mjög há, um 138 ma.kr., þrátt fyrir
að stýrivextir séu orðnir mjög háir.
Við slíkar aðstæður er afar ólíklegt
að Seðlabankinn lækki stýrivexti,“
segir í Vegvísi.
Greiningardeild Landsbankans
spáir því að stýrivöxtum verði haldið
óbreyttum á næstu tveimur vaxta-
ákvörðunarfundum Seðlabankans
en að þeir verði síðan lækkaðir 5.
júlí í 14% og verði í framhaldinu
lækkaðir skarpt með fjölgun vaxta-
ákvörðunarfunda og að stýrivextir
muni standa í 11% um næstu ára-
mót.
Millibanka-
vextir hærri
en stýrivextir
GREINING Kaupþings banka spáir
því að úrvalsvísitala OMX á Íslandi
muni enda árið í um átta þúsund
stigum og hækka um fjórðung á
árinu öllu. Vísitalan stendur nú í
6.834 stigum og ætti því eftir að
hækka um 17% það sem eftir er
ársins.
Sérfræðingar Kaupþings banka
taka fram að þeir eigi von á tölu-
verðum sveiflum á markaðinum í
ár; hátt vaxtastig setji pressu á
fjármagnið á markaðinum auk þess
sem sveiflur í gengi krónunnar séu
líklegar til að smita út á hluta-
bréfamarkaðinn líkt og verið hef-
ur.
„Þrátt fyrir það teljum við mögu-
leika til hækkunar Úrvalsvísitöl-
unnar nokkuð góða en mikil um-
svifaaukning og væntingar okkar
um áframhaldandi ytri vöxt félaga
ættu að styðja við frekari hækk-
anir,“ segir greining Kaupþings.
Spá 25% hækkun
● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í
EES-ríkjunum hækkaði um 0,4% á
milli nóvember og desember á síð-
asta ári. Á sama tíma stóð vísitalan
fyrir Ísland í stað. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá Hagstofu Íslands.
Verðbólgan frá desember 2005 til
sama mánaðar árið eftir, mæld með
samræmdri vísitölu neysluverðs, var
2,1% að meðaltali í EES-ríkjunum,
1,9% á evrusvæðinu og 5,9% á Ís-
landi.
Mesta verðbólga á Evrópska efna-
hagssvæðinu á þessu tólf mánaða
tímabili var 6,8% í Lettlandi og 6,6%
í Ungverjalandi. Ísland var í þriðja
sæti. Minnst var verðbólgan 0,8% á
Möltu og 1,2% í Finnlandi.
Ísland með þriðju
mestu verðbólguna
● ÁVÖXTUNARLEIÐIR Almenna lífeyr-
issjóðsins skiluðu allar góðri ávöxt-
un árið 2006, segir í fréttatilkynn-
ingu. Ávöxtunin er sögð skýrast af
hækkun á innlendum og erlendum
hlutabréfum, en heimsvísitala er-
lendra hlutabréfa hækkaði um
20,1% í dollurum en um 36,6% í ís-
lenskum krónum þar sem íslenska
krónan veiktist um 13,8% gagnvart
dollar.
Ávöxtun skuldabréfa sjóðsins var
hins vegar lág þar sem sjóðurinn
metur skuldabréfin á markaðsverði.
Viðmiðunarvísitala skuldabréfa Ævi-
safna I og II hækkaði um 7,5% á
árinu, sem er einungis um 0,5% um-
fram hækkun vísitölu neysluverðs.
Í árslok 2006 námu heildareignir
Almenna lífeyrissjóðsins 82,7 millj-
örðum króna og stækkaði sjóðurinn
því um 18,7 milljarða, eða um 29% á
árinu. Sjóðfélagar í árslok voru
29.446 og fjölgaði þeim um 4.389.
Ávöxtun Almenna
lífeyrissjóðsins góð
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Fimmtudaginn 25. janúar frá kl. 8.30-14.00 fyrir ráðgjafa.
Föstudaginn 26. janúar frá kl. 8.30-14.00 fyrir stjórnendur
framleiðslufyrirtækja og verktaka.
Fyrirlesari er hr. Nadijib Sefta, sérfræðingur frá Alþjóða-
bankanum.
Verð er 15.000 kr. fyrir hvort námskeið sem eru haldin í húsnæði
utanríkisráðuneytisins, Rauðarárstíg 25.
Móttaka skráninga og einkafunda að loknu hverju námskeiði er
hjá Útflutningsráði í síma 511 4000 eða með tölvupósti á
utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar gefa Berglind Sigmarsdóttir hjá Viðskiptaþjónustu
utanríkisráðuneytisins, berglind@mfa.is og Inga Hlín Pálsdóttir
hjá Útflutningsráði, inga@utflutningsrad.is.
Þátttaka í útboðum
Alþjóðabankans
R
A
PI
P
•
AÍ
S
•
70
10
1
Hvernig geta íslensk fyrirtæki tekið þátt
í útboðum og verkefnum Alþjóðabankans?
Útflutningsráð Íslands í samvinnu við Viðskiptaþjónustu utan-
ríkisráðuneytisins og Alþjóðabankann standa fyrir tveimur
námskeiðum um þátttöku fyrirtækja í útboðum Alþjóðabankans
(The World Bank: IBRD, IDA, IFC, MIGA, ICSID).