Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.01.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 17. desember sl. skrifaði Halldór Jónsson verkfræðingur góða grein í Morgunblaðið. Þar gagnrýndi hann m.a. stefnu stjórnvalda og flug- málayfirvalda sem gert hafa flugnám dýrt og einkaflug, sem felur í sér allt flug borgaralegs eðlis, að undanskildu áætlunarflugi með farþega og vöru- flutningum, erfitt og dýrt að stunda – allt í nafni öryggis. Halldór horfir vestur til Bandaríkj- anna þar sem svör við prófspurn- ingum bóklega þáttar einkaflugnáms eru fyrirfram aðgengileg. Það hljóm- ar auðvitað mjög ódýrt og sjálfsagt einhverjir sem sjá fyrir sér að einka- flugmenn þar ytra hljóti að fá skír- teini sitt í morgunkornspökkum. Sannleikurinn er þó víðs fjarri og þar sem ég hef setið beggja vegna borðs- ins í flugkennslu þar ytra tala ég af reynslu. Sú gagnrýni hefur oft heyrst að téð próf sýni einungis hversu gott sjón- minni viðkomandi hafi og auðvitað er það rétt að sá mögu- leiki er fyrir hendi að geta einungis lært svörin utanað og farið svo beint í prófið. Þessi próf eru þó aðeins lítill hluti námsins því einnig þarf að standast munn- legt og verklegt próf og þá í nokkrum stigum og það gera menn tæpast með því einu að læra einhverjar prófspurn- ingar utan að. Það er faglegt mat flugkennarans sem ræður því hvenær menn eru skráðir í lokaprófin og er það einungis gert eft- ir viðamikla könnun hans á hæfni og þekkingu nemandans. Sú ákvörðun er að sjálfsögðu ekki léttvæg þar sem flugkennaranum ber að geyma öll gögn um nemanda sinn í þrjú ár eftir útskrift og má því innan þess tíma eiga von á heimsókn frá flugmála- yfirvöldum ef nemandi hans hefur sýnt kæruleysi eða aðra heimsku við stjórnvölinn á flugvél sinni. Lengi hefur verið landlægt hér á landi og víða í Vestur-Evrópu að líta niður á flugnám í Bandaríkjunum og eru flestar hinna samevr- ópsku flugreglna strangari en þær banda- rísku. En skyldi það skila sér í færri slysum? Er flugkennsla í Banda- ríkjunum byggð á veik- um grunni sem þar af leiðandi útskrifar van- hæfa flugmenn? Samkvæmt sam- antekt Alþjóðasamtaka flugmanna og flugvélaeigenda (IAOPA), sem inni- heldur upplýsingar frá 49 af 58 aðild- arríkjum samtakanna, er um 80% af allri flugumferð einkaflugvéla á heimsvísu að finna í Bandaríkjunum en einungis 40% flugslysa. Sé ein- göngu horft á samanlagðar tölur frá Evrópuþjóðunum, þar sem eru um 11% af flugumferð einkaflugvéla í heiminum, er sláandi að nær 43% flugslysa í heiminum verða í Evrópu. Flugmönnum í Evrópu verða sem sé greinilega á mun fleiri mistök við stjórn flugvéla sinna en kollegum þeirra í Bandaríkjunum. En hvað veldur þessum gífurlega mun á slysatíðni? Svarið er því miður ekki einfalt en þó má af þessum tölum álykta að frjálsara regluumhverfi flugsins í Bandaríkjunum virðist ekki stuðla að aukinni tíðni slysa lítilla flugvéla. Kannski þeir vestra séu ekki eins vitlausir og sumir vilja vera láta og viti jafnvel hvað orðið „flugöryggi“ merkir? Bjarni Ágúst Sigurðsson fjallar um flugöryggi Bjarni Ágúst Sigurðsson » Flugmönnum íEvrópu verða sem sé greinilega á mun fleiri mistök við stjórn flugvéla sinna en kollegum þeirra í Bandaríkjunum. Höfundur er flugkennari með meistaragráðu í flugvísindum. Á HVERJUM vetri herja vatna- vextir og flóð á okkur Íslendinga. Flóðin koma á misjöfnum stöðum eftir veðri og á mis- jöfnum tímum, en samt eru þetta þekktir stað- ir sem lenda í flóðum þegar viðkomandi landshluti verður fyrir mikilli úrkomu á frosna snjóþakta jörð. Í ár var það Eyjafjörð- urinn, t.d. Akureyr- arflugvöllur og Djúpa- dalsárvirkjun sem lentu illa í þessu fyrir norðan og Hvít- ársvæðið fyrir sunnan. Á Vesturlandi flæðir Norðurárdalur hér um bil árlega og fyrir austan lendir Egils- staðaflugvöllur reglu- lega í flóðum. Margir fleiri staðir eru á land- inu þar sem flóð eru vel þekkt, af þeim mætti helst nefna frá- veituflóðin sem koma reglulega. Þar er ekki um mikið vatnsmagn að ræða en töluvert eignatjón og auk þess er það ógnun við heilsu íbúanna að fá skolp inn í hús sín upp úr kló- settum og niðurföllum. Fólk spyr af hverju ekki sé hægt að sporna við þessu þegar um þekkt og margreynd fyrirbrigði er að ræða. Töluvert hefur reyndar verið gert, t.d. hefur Vegagerðin bjargað töluverðum landsvæðum undan flóðum. Í ám tekur snögg flóð gjarnan af þegar virkjað er, en hvorki Vegagerðin né Lands- virkjun geta bjargað landinu undan langvarandi stórflóðum sem koma mjög sjaldan og flokka má undir aftökur, en það er mörg þúsund ára endurkomutími. Gögn um flóð Gögn til að meta flóðahættu má sækja til Orkustofnunar og Veð- urstofunnar. Þá hefur Verk- fræðistofnun Háskóla Íslands birt greinar og kort til að meta flóða- hættu (http://www.hi.is/page/ vvhi_stofan ) þannig að alltaf má fá einhverja hugmynd um flóðahættu ef þessi gögn eru notuð. Það sem helst vantar er að sveit- arfélögin komi meira inn í flóða- málin, einkum í sambandi við sín skipulagsmál. Fráveituflóð í þétt- býli lenda nær alltaf á sömu hverf- unum og þetta er mjög óþægileg staða fyrir fólk sem byggir hús sín í góðri trú á viðkomandi hverfi sem er skipulagt af sveitarfélaginu. Til þess að koma upp vörnum gegn slíkum flóðum þarf að nota tæki- færið þegar vegakerfi hverfisins er í uppbyggingu, á eftir er það of seint. Til þess að flóðahættan verði metin af nægilegri nákvæmni þarf mælingar, og og á því sviði er pott- ur brotinn hjá mjög mörgum sveit- arfélögum. Til dæmis er Eyjafjarð- ará ekki mæld og Djúpadalsá ekki heldur til að nefna nýleg flóða- dæmi. Þá þyrftu mælingar í Hvítá að vera meiri, og hér til viðbótar er úrkomudreifing á litlum vatna- svæðum illa eða ekki mæld. Ná- kvæmir úrkomumælar eru örfáir á Íslandi, en yfir 100 í Danmörku sem er tveimur og hálfum sinnum minna land. Ábyrgð sveitarfélaga Sveitarfélög hafa þó gert ýmislegt, hér fyrir neðan er mynd af þeim úrkomukort- um sem Verk- fræðistofnun á, það eru kortblöðin A, B og C, en D, E og F hefur ekki tekist að gera vegna skorts á gögnum. Úr því má bæta með stuttum mælingum, það hafa viðkomandi sveit- arfélög gert þar sem kort eru til. Eini staðurinn utan suð- vesturhornsins sem hefur látið mæla er Sauðárkrókur, en engin kort eru t.d. til fyrir Eyjafjarð- arsvæðið. Fullt tilefni hefði verið til að ganga frá korti fyrir Eyjafjarð- arsveit, en þar er nýbúið að ganga frá skipulagstillögu, og þar kemur fram að vitað er um flóðahættuna. Mótvæg- isaðgerðir eru hins vegar mjög erf- iðar þegar mikill skortur er á mæl- ingum og kortum. (Sjá mynd.) Það virðist full ástæða til þess að hvetja sveitarfélög til að gefa flóða- hættu innan sinna marka meiri gaum og sjá til þess að nauðsynleg mæligögn verði til. Flóð og flóðahætta Jónas Elíasson fjallar um flóð og vatnavexti » Það virðistfull ástæða til þess að hvetja sveitarfélög til að gefa flóða- hættu innan sinna marka meiri gaum og sjá til þess að nauðsynleg mæligögn verði til. Jónas Elíasson Höfundur er prófessor. Á NÆSTUNNI fá Hafnfirðingar að segja álit sitt á fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík. Í kosn- ingunum gera kjós- endur upp við sig hvort nýtt deiliskipu- lag sem gerir álverinu kleift að stækka hugn- ist þeim eða ekki. Í kosningunni eru val- kostirnir ekki þeir að álverið verði áfram í óbreyttri mynd eða stækki, heldur hvort það fær að stækka og þróast til framtíðar eða hvort upphafið að endinum verður ákveðið. Sjaldan hefur verið mikilvægara en nú að hagsmunaaðilar upplýsi almenning um staðreyndir máls og dragi fram kosti og galla á heiðarlegan hátt. Umræðan um ál- verið í Straumsvík og væntanlega stækkun hefur oft byggst á miklum fordómum á nýliðnu ári, en fordómur er samkvæmt skil- greiningu dómur er byggist á óbeit, sem ekki styðst við reynslu, rök eða þekkingu. Fordómar eiga því ekki er- indi inn í eðlilega, uppbyggjandi um- ræðu. Þrátt fyrir að tilfinningar okkar séu oftar en ekki byggðar á veikum útreiknanlegum forsendum eru til- finningaleg rök gild rök. Við erum einfaldlega með einu og á móti öðru af því að reynslan segir okkur að hitt eða þetta samræmast ekki lífsýn okkar eða tilfinningum. Það sem skiptir þó mestu máli þegar við viðrum skoðanir okkar opinberlega er að vera eins málefnaleg og við höfum vit til og að fara ekki með fleipur. Þetta hefur stundum skort hjá þeim er harðast ganga fram gegn stækkun ál- versins í nafni nátt- úruverndar eða vegna oftúlkunar á sjónrænum áhrifum stækkunar á ásýnd bæjarins. Álverið í Straumsvík á sterkar rætur hjá gam- algrónum Göflurum, enda hefur álverið lengi verið ein sterkasta stoðin í atvinnulífi bæjarins. Fjölmargir Hafnfirðingar vinna hjá Alcan, hafa unnið þar bróðurpart starfsævinnar, verið þar sumarstarfsmenn eða eiga sitt undir verktöku eða viðskiptum við Alcan. Mín tilfinning er að hart- nær allir samstarfsmenn mínir hjá Alcan og verktakar séu hlynntir stækkun, það hljóta að vera bestu meðmæli sem fyrirtæki getur fengið í kosningabaráttu sem þessari. Mikil ábyrgð verður lögð á herðar Hafnfirðinga í komandi kosningum. Í 40 ár hafa ýmsir atburðir tengdir ál- verinu vakið athygli um land allt og flestir Íslendingar hafa einhvern tím- ann myndað sér skoðun á því, það er eðlilegt því álverið hefur verið í stöð- ugri þróun frá upphafi og hefur brot- ið blað á mörgum sviðum. Alcan hef- ur um árabil verið langstærsti raforkukaupandi landsins og í far- arbroddi hvað varðar sérhæfða tækni sem og þróun tölvukerfa í iðnaði. Alc- an rekur mjög metnaðarfulla um- hverfis-, heilsu- og öryggisstefnu sem miðar að lágmörkun mengunar og umhverfisáhrifa og því að enginn beri skaða af starfi sínu. Þess má geta að árangur í öryggismálum og mengunarvörnum er tengdur bón- usgreiðslum til starfsmanna. Starfsmannastefna álversins hefur frá upphafi verið með þeim hætti, að þeir sem hefja störf í álverinu í Straumsvík ílengjast gjarnan svo áratugum skiptir. Þar fara saman þeir þættir er starfsfólk metur að verðleikum hvað varðar starfsum- hverfi, kaup og kjör. Álverið í Straumsvík er góður vinnustaður sem á skilið að fá að halda stöðu sinni sem framsæknasta stóriðja landsins. Til þess að svo megi verða til fram- tíðar er nauðsyn að fyrirtækið fái að þróast og stækka á eðlilegan hátt. Bros í Straumi Reinhold Richter skrifar um álverið í Straumsvík Reinhold Richter » ... þeir semhefja störf í álverinu í Straumsvík ílengjast gjarn- an svo áratug- um skiptir. Höfundur er brosandi starfsmaður hjá Alcan. „Flugöryggi“ frá Bandaríkjunum? FÁTT er sárara en að missa ástvin í svip- legu slysi. Því miður hefur alvarlegum slys- um í umferðinni ekki verið útrýmt ennþá. Sum af hinum hörmu- legu slysum má bein- línis rekja til glæfra- legs aksturs þar sem lífi og limum er ógnað – ekki bara bílstjórum og farþegum þeirra held- ur annarra vegfarenda einnig. Í kjöl- far alvarlegra slysa á Suðurnesjum ákvað hópur áhugamanna um út- rýmingu ofbeldis í umferðinni að efna til átaks gegn ofsaakstri sem hleypt verður af stokkunum í dag, 19. janúar 2007. Vonumst við til að landslagið taki stórstígum fram- förum strax og verði mun betra þeg- ar að ári liðnu. Að átakinu stendur samfélagið á Suður- nesjum og ýmsir sam- starfsaðilar. Nefna má sveitarfélögin á Suður- nesjum, lögreglustjór- ann á Suðurnesjum, Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, áhugahóp um bætta umferðarmenn- ingu, Vegagerðina, Um- ferðarstofu, Ökukenn- arafélag Íslands, tryggingafélög og ýmsa áhugasama aðila. Sjálf- ur kemur undirritaður að átakinu sem þingmaður svæð- isins og varaformaður samgöngu- nefndar. En hvaða ráð eru það sem grípa skal til? Stórhert löggæsla Eftir samruna lögregluembætt- isins á Keflavíkurflugvelli og lög- reglunnar í Keflavík hefur lög- reglustjóri kynnt róttækar hugmyndir um eflda löggæslu. Við munum sjá snarlega aukið eftirlit á götum Suðurnesja í öllum byggð- arlögum. Ekkert er öflugra en vel sýnilegt og virkt eftirlit lögreglu. Þú getur haft áhrif Lögreglan hefur tekið í notkun netfangið logreglan@dc.is fyrir al- menning þar sem fólk getur látið vita af ökumönnum sem haga sér ógnandi í umferðinni. Hugsunin með því er að virkja almenning til eft- irlits með aðstoð lögreglu. Aksturssamningur Í samvinnu Ökukennarafélags Ís- lands og Sparisjóðsins í Keflavík hefur verið útbúinn sérstakur samn- Gegn ofbeldi í umferðinni »Með aðgerðum þessum er ætlunin að samfélagið allt taki höndum saman um að bæta umferðarmenn- ingu okkar. Hjálmar Árnason Hjálmar Árnason skrifar um átak til bættrar umferð- armenningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.