Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 1

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 1
STOFNAÐ 1913 27. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is NORAH JONES ERFITT AÐ HÖNDLA VINSÆLDIRNAR VILL INNBLÁSTUR AUGNABLIKSINS >>34 SKÖPUNARGLEÐI TÍSKUHEIMSINS PARÍS ÁHRIFIN JAPÖNSK >>22 HAFÍSINN var skammt undan Vestfjörð- um í gærmorgun. Guðbjörn Sölvason, stýri- maður á Einari Hálfdáns ÍS, var á siglingu í mynni Ísafjarðardjúps og að koma austan úr Húnaflóa. Hann sagði að ekki hefði verið ís á leiðinni en þegar nær dró Bolungarvík varð hann að sveigja fyrir ísspöng. „Hún nær að sjá alveg frá Grjótleitinu rétt utan við Bolungarvík og út að Deild- arhorninu. Nær svona þrjár sjómílur frá Deildinni út í Djúpið. Fyrir utan er ekki að sjá nema rekís, bátur sem fór til Flateyrar minntist ekki á tafir. Á leiðinni sem við komum er að sjá meiri ís fyrir utan, hann er ekki nema 7–8 mílur undan Kögri og Straumnesi,“ sagði Guðbjörn. Höskuldur Ástmundsson, sjómaður á Suðureyri, sagði að hrafl væri í Súganda- firði, þéttara norðanmegin og næði út undir Göltinn. Jakabrot voru komin inn á Suður- eyrarhöfn. Ísspöng, sem var landföst í Arn- arfirði, hvarf hratt á haf út undir myrkur á föstudagskvöld, að sögn Ólafs Gíslasonar, bónda í Neðri-Bæ í Selárdal. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelg- isgæslunni var ísflug ekki á dagskrá í gær. Morgunblaðið/RAX Hafísinn nálægur 7–8 mílur í ís undan Kögri og Straumnesi EKKI hefur farið framhjá neinum að konur á Íslandi eru ósáttar við sinn hlut þegar kemur að jafnréttismál- um, launajöfnuði og ábyrgðarstörfum í samfélaginu. Í úttekt blaðsins í dag á stöðu kvenna í íþróttum kem- ur t.d. fram að af 27 sérsamböndum innan Íþrótta- og ólympíusambandsins gegna konur aðeins formennsku í þremur, Badminton-, Dans- og Skautasambandinu. Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði íslenska kvennalands- liðsins í knattspyrnu, á að baki sitt besta tímabil á ferl- inum, í fyrra í sterkustu deild heims að hennar mati, og hefur því náð mjög langt. Engu að síður stendur hún frammi fyrir óvenjulegu vali sem líklega fæstir karl- menn í sömu stöðu þyrftu að takast á við. Ásthildur er orðin þrítug „og [ég] þarf að fara að velta því mjög alvarlega fyrir mér hvort tímabært sé að ég snúi mér að öðru. Fótboltinn hefur alltaf haft forgang en nú stend ég frammi fyrir þeirri bláköldu staðreynd að ég fæ hærri laun sem verkfræðingur en sem at- vinnumaður í knattspyrnu.“ Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, kemur einnig inn á jafnréttismálin í samtali í blaðinu í dag og telur meiri kröfur gerðar til kvenna en karla og að þær séu harðar dæmdar af verkum sínum en þeir. „Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þykir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yf- irgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum.“  Konur í íþróttum og stjórnun | 10 og 24 Framsæknar konur frekjur? Ásthildur Helgadóttir Rannveig Rist »Mér sýnist oft á tíðumgerðar meiri kröfur til kvenna en karla og þær harð- ar dæmdar af verkum sínum  Ásthildur Helgadóttir hefur meira upp úr verkfræðinni en atvinnumennsku  Rannveig Rist segist telja að jafnréttismálin séu langt frá því að vera í lagi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is NÝ bandarísk rannsókn bendir til að sterk tengsl séu á milli loftmeng- unar frá hraðbrautum og langtíma lungnaskaða í börnum. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð hér á landi. Jónína Bjartmarz umhverf- isráðherra mun á næstu dögum kynna niðurstöður sérstakrar svif- ryksnefndar, en nefndinni var falið að kanna leiðir til að draga úr loft- mengun í þéttbýli. Bandaríska rannsóknin hefur staðið yfir í 13 ár. Hún náði til 3.600 barna á aldrinum 10–18 ára sem bú- sett eru í mið- og suðurhluta Kali- forníuríkis. Könnunin leiddi í ljós að börn sem bjuggu innan við 457 metra frá hraðbraut önduðu frá sér 3% minna lofti og 7% hægar en börn sem bjuggu fjær. Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkur- borgar, segir að í fyrra hafi mæl- ingar sýnt að mengun í Reykjavík hafi í samtals 29 daga farið yfir heilsuverndarmörk. Magn svifryks við mælingastöðina við Grensásveg í Reykjavík hefur farið í 700 míkró- grömm á rúmmetra, í nóvember 2005, en heilsuverndarmörkin eru 50 míkrógrömm. Lúðvík segir þessa niðurstöðu „algerlega óviðun- andi“. „Sá sem þjáist af lungnaskaða af völdum mengunar sem barn mun líklega ekki hafa heilbrigð lungu það sem eftir lifir ævinnar,“ sagði W. James Gauderman, einn helsti höfundur rannsóknarinnar. | 6 Svifrykið skemmir lungu barna Ný umfangsmikil rannsókn á áhrif- um mengunar frá bílaumferð Í HNOTSKURN »Greint er frá niðurstöðubandarísku rannsókn- arinnar í læknatímaritinu Lancet. »Umhverfisráðherra muná næstu dögum kynna niðurstöður sérstakrar svif- ryksnefndar, en nefndinni var falið að kanna leiðir til að draga úr loftmengun í þéttbýli STEFÁN Jörgen Ágústsson er sjálfmenntaður sér- fræðingur í förðunarbrellum og leikbrúðugerð og hefur hannað ótal gervi og brúður fyrir kvikmynd- ir, sjónvarp og leikhús. Meðal þess sem hann hefur gert eru áverkar á leikurum í kvikmynd Clints Eastwoods, Flags of our Fathers. „Ég fékk hálfgert menningarsjokk því ég hafði aldrei tekið þátt í svona stóru verkefni. Ég vann undir stjórn förðunarfræðinga en ég og einn annar útlendingur vorum mest látnir sjá um þá sem áttu að vera dauðir,“ segir Stefán. | 60 Hannar gervi og brúður Morgunblaðið/Ásdís Fuglalíf Slæm afkoma fugla við Tjörnina lætur engan ósnortinn og þessi hugsandi maður hefur líklega ákveðið að leggja sitt af mörkum. BANDARÍKIN hafa bannað útflutning á ýmsum munaðarvörum, eins og t.d. iPod- spilurum, eðalvínum og sportbílum, til Norður- Kóreu vegna kjarn- orkutilrauna stjórn- valda landsins á liðnu ári. Eftir tilraunir Norður-Kóreu með kjarnorkuvopn 9. október sl. samþykkti öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktun um að Norður-Kórea yrði beitt við- skiptaþvingunum varðandi munaðarvörur en lét aðildarríkjunum eftir að skilgreina vörurnar. Richard Mills, talsmaður við- skiptaskrifstofu Bandaríkjanna, segir að aðgerðum Bandaríkjamanna sé sér- staklega beint gegn valdastéttinni í Norð- ur-Kóreu og hafi ekki áhrif á fátækan al- menninginn, enda nái útflutningsbannið ekki til t.d. matvara og lyfja. Á bannlistanum eru t.d. koníak, vatna- skíði, skartgripir og tískuföt, en samfara útflutningsbanninu gera Bandaríkjamenn sér vonir um að viðræður við Norður- Kóreumenn vegna viðskiptaþvingana verði teknar upp að nýju á næstunni. Viðskiptabann á valdastétt ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.