Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 8
8 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
BLOG.IS
Þær umræður, sem nú fara fram íDanmörku um stöðu dönsk-
unnar eru til
fyrirmyndar. Á
þriðjudag verða
umræður í
danska þinginu
um málstefnu.
Danska málnefndin hefur fagnað
því og telur þær umræður tímabær-
ar.
Nefndin hvetur til þess, að slíkarumræður fari fram árlega.
Hún hefur vakið athygli á því aðfrá árinu 2003 hafi enska rutt
sér til rúms sem kennslumál á
framhaldsskólastigi.
Tæpast er ástandið orðið svoslæmt á framhaldsskólastigi
hér en það veldur áhyggjum hvað
kennsla á ensku í háskólum hér hef-
ur breiðst út.
Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins ígær um þetta mál kemur fram,
að formaður dönsku málnefnd-
arinnar telur að enskan hafi fengið
yfirhöndina í Danmörku og að
óbreyttu verði enskan mál yfirstétt-
arinnar þar í landi.
Málið er orðið pólitískt. Danskiþjóðarflokkurinn (hægri
flokkur)hefur tekið dönskuna upp á
sína arma og vill beita sér fyrir
breytingu á lögum um dönsku og
danska málnotkun.
Jafnaðarmenn fylgja í kjölfarið.
Það kemur ekki á óvart að flokk-ur, sem talinn er standa langt
til hægri í dönskum stjórnmálum
taki þetta mál upp.
Það er stutt á milli þjóðern-isstefnu og hreintungustefnu,
þótt það eigi ekki að fæla fólk frá
stuðningi við eigið tungumál.
STAKSTEINAR
Til fyrirmyndarBjörn Ingi Hrafnsson | 27. janúar
Útlendingaandúð
frjálslyndra
Tortryggni í garð útlendinga var
eitt meginstefið í setningarræðu
formanns Frjálslynda
flokksins á landsfundi
flokksins í dag. Satt
að segja átti ég von á
að í ljósi umræðunnar
síðustu daga og vikur
myndu frjálslyndir
stíga mjög varlega til jarðar í þess-
um efnum, en formaðurinn hjólaði
beint í málið og tiltók ýmsa þætti
sem hann teldi nauðsynlegt að
kanna áður en fólk fengi landvist-
arleyfi hér.
Mann setur eiginlega hljóðan við
lestur ræðunnar og óhjákvæmilegt
er að spyrja sig nokkurra grund-
vallarspurninga: Hvað með frjálsa
för fólks innan Evrópska efnahags-
svæðisins? Ætla Frjálslyndir að
segja sig frá samningnum, eða á
þetta aðeins við um útlendinga ut-
an EES? […]
Mér sýnist að með þessari setn-
ingarræðu hafi formaður Frjáls-
lynda flokksins staðfest endanlega
þann ásetning flokksins að stilla
sér upp sem málsvara þeirra sem
vilja setja hömlur á fjölda innflytj-
enda hingað til lands og hafa
áhyggjur af þróun innflytjenda-
mála. Einhverjir höfðu talið að
sprengjan um Frjálslynda og inn-
flytjendur hefði fyrst og fremst
verið pólitísk bomba frá Magnúsi
Þór Hafsteinssyni komin, en svo
virðist alls ekki vera.
Öðru nær. Eða hvernig á að
skilja það að formaður stjórn-
málaflokks kjósi að viðra áhyggjur
sínar af smitsjúkdómum á borð við
berkla um leið og hann ræðir mál-
efni útlendinga? Hjá hverjum ætl-
ar hann að kanna sakaferil? Verða
útlendingar sem hingað leita
dæmdir eftir því hvort þeir hafa
iðnmenntun og æðri menntun?
Meira: bingi.blog.is
Hlynur Hallsson | 25. janúar
16 ára fái að kjósa
Helstu rökin fyrir því að 16 ára
einstaklingar hljóti kosningarétt
eru þau að það muni smám saman
leiða til breyttra áherslna í lands-
málunum þar sem kjörnir fulltrúar
landsins myndu leitast við að verja
hagsmuni stærri hluta þjóðarinnar.
Meira: hlynurh.blog.is
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 27. jan.
Rík af tíma?
Nánast hvert einasta stórfyrirtæki
landsins er að græða á tá og fingri.
Heildarauður þjóð-
arinnar er gríðarlegur
og ef tími er peningar
ættum við þá ekki að
vera rík af tíma? Færri
og færri börn hafa
nægan tíma með for-
eldrum sínum – stress og kapp-
akstur við tímann er daglegur við-
burður hjá flestu barnafólki. Enginn
græðir á þessu og allir eru hundóá-
nægðir.
Meira: bryndisisfold.blog.is
Guðrún María Óskarsdóttir | 27. janúar
Hræddir flokkar
Það segir sína sögu um hræðslu
gömlu flokkanna við fylgisaukningu
Frjálslyndra, hve mik-
ið magn hræðsluáróð-
urs er á ferð gegn
flokknum. Einkum er
fundið að því að flokk-
urinn skuli hafa rætt
um málefni innflytj-
enda líkt og þau mál eigi bara ekki
að ræða í okkar samfélagi. Því miður
hafa þeir flokkar sem eiga fulltrúa á
Alþingi einfaldlega ekki staðið sína
pligt í þessu efni …
Meira: gmaria.blog.is
Andrés Magnússon | 27. janúar
Kynin og KSÍ
Kannski einhver greini kynbundinn
áherslumun frambjóðendanna, þar
sem Halla er í hlutverki
hinnar nærandi jarð-
móður, sem ber ung-
viðið sér fyrir brjósti,
en mótframbjóðendur
hennar, þeir Geir Þor-
steinsson og Jafet
Ólafsson, þá væntanlega einhverjir
testosteróngraddar, sem aðeins fýs-
ir í sigra, blóð, svita og tár á vígvell-
inum fótboltavellinum. En ég er ekki
í þeirra hópi, sem þannig líta á.
Meira: andres.blog.is
GRÆNSÍÐA, landfræðilegur
gagnagrunnur í skógrækt, var
formlega opnuð á fimmtudag. Und-
anfarin fimm ár hafa Héraðs- og
Austurlandsskógar, í samstarfi við
Tölvusmiðjuna á Egilsstöðum, unn-
ið að þróun og hönnun gagna-
grunnsins fyrir hönd og í samstarfi
við landshlutabundin skógrækt-
arverkefni, fagstofnanir og fé-
lagasamtök í skógrækt á Íslandi.
Með verkefninu, sem styrkt er af
Alþingi og Rannís, verður til öflug
og einstök upplýsingaveita, þar
sem í framtíðinni er stefnt á að all-
ar skógræktarframkvæmdir á
landsvísu verði skráðar og vistaðar.
Segja forsvarsmenn gagnagrunns-
ins hann vera einstakt rann-
sóknatæki fyrir skógræktarrann-
sóknir, auk þess sem þjónusta við
skógareigendur og almenning auk-
ist til muna.
„Fyrsti áfangi verkefnisins er að
taka grunninn í notkun eftir að
hönnun er nú lokið,“ sagði Guð-
mundur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Héraðs- og Austurlands-
skóga, við opnun gagnagrunnsins.
„Fyrst um sinn fara lands-
hlutabundin skógræktarverkefni
inn í grunninn og skrá þar fram-
kvæmdir. Þau munu einnig gera
með sér samstarfs- og þróun-
arsamning sem undirritaður er
nú,“ sagði Guðmundur.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Ánægja Helgi Gíslason, einn upphafsmanna hugmyndarinnar um Græn-
síðu og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur ræðir við Sig-
urð Blöndal f.v. skógræktarstjóra ríkisins.
Byltingarkennt tæki fyrir
skógræktina á Íslandi
!"
#$%
& '
( &
) *
+
, $
-
.
)+
!
/0
/
1
2
0
+ 0
(+
3/
#
4
&56
7 2
"&
" #
$$
%$
%
8
("9:;$$
!
"#
(
""
9 (
&' ($
$'$
)
<0
< <0
< <0
&( !$*
#
+$,! -
;=0>
& (!$ $
$
.##$
! !/$
$- $!$'(! $
$
01$!$2
#$ $
#
!$
$ $
%
4
0
3')
$'
$!$
.## /$
$
#
%$4(!$
#
!
%
5 #$'
%
9
& $!$
'
$1$+
!$! !/$
$ (!$!$"
%
3 $$ $$
!%
6.!! $$77
!$$8
$*
#
1%23?2
?(<3@AB
(C,-B<3@AB
*3D.C',B % /
%
9% % %
%
9% /
/9
/
/
/
/9
/
/
/
/
/
/9
/
/
Hvar ertu nú Bónusbúkollan mín, baulaðu, baulaðu.
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/