Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ BLOG.IS Þær umræður, sem nú fara fram íDanmörku um stöðu dönsk- unnar eru til fyrirmyndar. Á þriðjudag verða umræður í danska þinginu um málstefnu. Danska málnefndin hefur fagnað því og telur þær umræður tímabær- ar.     Nefndin hvetur til þess, að slíkarumræður fari fram árlega.     Hún hefur vakið athygli á því aðfrá árinu 2003 hafi enska rutt sér til rúms sem kennslumál á framhaldsskólastigi.     Tæpast er ástandið orðið svoslæmt á framhaldsskólastigi hér en það veldur áhyggjum hvað kennsla á ensku í háskólum hér hef- ur breiðst út.     Í frétt á forsíðu Morgunblaðsins ígær um þetta mál kemur fram, að formaður dönsku málnefnd- arinnar telur að enskan hafi fengið yfirhöndina í Danmörku og að óbreyttu verði enskan mál yfirstétt- arinnar þar í landi.     Málið er orðið pólitískt. Danskiþjóðarflokkurinn (hægri flokkur)hefur tekið dönskuna upp á sína arma og vill beita sér fyrir breytingu á lögum um dönsku og danska málnotkun.     Jafnaðarmenn fylgja í kjölfarið.    Það kemur ekki á óvart að flokk-ur, sem talinn er standa langt til hægri í dönskum stjórnmálum taki þetta mál upp.     Það er stutt á milli þjóðern-isstefnu og hreintungustefnu, þótt það eigi ekki að fæla fólk frá stuðningi við eigið tungumál. STAKSTEINAR Til fyrirmyndarBjörn Ingi Hrafnsson | 27. janúar Útlendingaandúð frjálslyndra Tortryggni í garð útlendinga var eitt meginstefið í setningarræðu formanns Frjálslynda flokksins á landsfundi flokksins í dag. Satt að segja átti ég von á að í ljósi umræðunnar síðustu daga og vikur myndu frjálslyndir stíga mjög varlega til jarðar í þess- um efnum, en formaðurinn hjólaði beint í málið og tiltók ýmsa þætti sem hann teldi nauðsynlegt að kanna áður en fólk fengi landvist- arleyfi hér. Mann setur eiginlega hljóðan við lestur ræðunnar og óhjákvæmilegt er að spyrja sig nokkurra grund- vallarspurninga: Hvað með frjálsa för fólks innan Evrópska efnahags- svæðisins? Ætla Frjálslyndir að segja sig frá samningnum, eða á þetta aðeins við um útlendinga ut- an EES? […] Mér sýnist að með þessari setn- ingarræðu hafi formaður Frjáls- lynda flokksins staðfest endanlega þann ásetning flokksins að stilla sér upp sem málsvara þeirra sem vilja setja hömlur á fjölda innflytj- enda hingað til lands og hafa áhyggjur af þróun innflytjenda- mála. Einhverjir höfðu talið að sprengjan um Frjálslynda og inn- flytjendur hefði fyrst og fremst verið pólitísk bomba frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni komin, en svo virðist alls ekki vera. Öðru nær. Eða hvernig á að skilja það að formaður stjórn- málaflokks kjósi að viðra áhyggjur sínar af smitsjúkdómum á borð við berkla um leið og hann ræðir mál- efni útlendinga? Hjá hverjum ætl- ar hann að kanna sakaferil? Verða útlendingar sem hingað leita dæmdir eftir því hvort þeir hafa iðnmenntun og æðri menntun? Meira: bingi.blog.is Hlynur Hallsson | 25. janúar 16 ára fái að kjósa Helstu rökin fyrir því að 16 ára einstaklingar hljóti kosningarétt eru þau að það muni smám saman leiða til breyttra áherslna í lands- málunum þar sem kjörnir fulltrúar landsins myndu leitast við að verja hagsmuni stærri hluta þjóðarinnar. Meira: hlynurh.blog.is Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir | 27. jan. Rík af tíma? Nánast hvert einasta stórfyrirtæki landsins er að græða á tá og fingri. Heildarauður þjóð- arinnar er gríðarlegur og ef tími er peningar ættum við þá ekki að vera rík af tíma? Færri og færri börn hafa nægan tíma með for- eldrum sínum – stress og kapp- akstur við tímann er daglegur við- burður hjá flestu barnafólki. Enginn græðir á þessu og allir eru hundóá- nægðir. Meira: bryndisisfold.blog.is Guðrún María Óskarsdóttir | 27. janúar Hræddir flokkar Það segir sína sögu um hræðslu gömlu flokkanna við fylgisaukningu Frjálslyndra, hve mik- ið magn hræðsluáróð- urs er á ferð gegn flokknum. Einkum er fundið að því að flokk- urinn skuli hafa rætt um málefni innflytj- enda líkt og þau mál eigi bara ekki að ræða í okkar samfélagi. Því miður hafa þeir flokkar sem eiga fulltrúa á Alþingi einfaldlega ekki staðið sína pligt í þessu efni … Meira: gmaria.blog.is Andrés Magnússon | 27. janúar Kynin og KSÍ Kannski einhver greini kynbundinn áherslumun frambjóðendanna, þar sem Halla er í hlutverki hinnar nærandi jarð- móður, sem ber ung- viðið sér fyrir brjósti, en mótframbjóðendur hennar, þeir Geir Þor- steinsson og Jafet Ólafsson, þá væntanlega einhverjir testosteróngraddar, sem aðeins fýs- ir í sigra, blóð, svita og tár á vígvell- inum fótboltavellinum. En ég er ekki í þeirra hópi, sem þannig líta á. Meira: andres.blog.is GRÆNSÍÐA, landfræðilegur gagnagrunnur í skógrækt, var formlega opnuð á fimmtudag. Und- anfarin fimm ár hafa Héraðs- og Austurlandsskógar, í samstarfi við Tölvusmiðjuna á Egilsstöðum, unn- ið að þróun og hönnun gagna- grunnsins fyrir hönd og í samstarfi við landshlutabundin skógrækt- arverkefni, fagstofnanir og fé- lagasamtök í skógrækt á Íslandi. Með verkefninu, sem styrkt er af Alþingi og Rannís, verður til öflug og einstök upplýsingaveita, þar sem í framtíðinni er stefnt á að all- ar skógræktarframkvæmdir á landsvísu verði skráðar og vistaðar. Segja forsvarsmenn gagnagrunns- ins hann vera einstakt rann- sóknatæki fyrir skógræktarrann- sóknir, auk þess sem þjónusta við skógareigendur og almenning auk- ist til muna. „Fyrsti áfangi verkefnisins er að taka grunninn í notkun eftir að hönnun er nú lokið,“ sagði Guð- mundur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Héraðs- og Austurlands- skóga, við opnun gagnagrunnsins. „Fyrst um sinn fara lands- hlutabundin skógræktarverkefni inn í grunninn og skrá þar fram- kvæmdir. Þau munu einnig gera með sér samstarfs- og þróun- arsamning sem undirritaður er nú,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ánægja Helgi Gíslason, einn upphafsmanna hugmyndarinnar um Græn- síðu og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur ræðir við Sig- urð Blöndal f.v. skógræktarstjóra ríkisins. Byltingarkennt tæki fyrir skógræktina á Íslandi                        !"    #$%  & '                           ( & )  * + ,  $ -   .    ) +                                      ! /0      /  1  2 0 + 0  (+  3/ #  4 &56 7 2 " &                    " #           $$  %$ % 8  ("9:;$$                     ! "#   ( "" 9 (  &' ( $  $' $    ) <0  < <0  < <0  &( !$*  # +$,! -  ;=0>           & (!$ $ $ .##$   ! !/$ $- $!$'(! $ $ 0 1$!$2   # $ $ # ! $ $  $   % 4 0  3') $'   $!$ .## /$  $   # %$4(! $  # ! % 5  # $' % 9  &  $!$  '  $1$+ !$ ! !/$ $ (! $!$"     % 3 $$ $$ !% 6.!! $$77 !$$8  $*  # 1%23?2 ?(<3@AB (C,-B<3@AB *3D.C',B % / %    9%   % %    % 9%      / /9 / / / /9 / / / / / /9 / /            Hvar ertu nú Bónusbúkollan mín, baulaðu, baulaðu. VEÐUR SIGMUND Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.