Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 10

Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 10
10 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Afrek Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir vann eitt frækilegasta afrek í íslenskri íþróttasögu þegar hún vippaði sér yfir 4,50 m. á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og tryggði sér þar með bronsverðlaunin á leikunum. KONUR Í ÍÞRÓTTUM S ennilega er ekkert afl bet- ur til þess fallið að sam- eina íslensku þjóðina en karlalandsliðið í hand- knattleik – nema ef vera skyldi Júróvisjón. Það hefur sýnt sig enn og aftur und- anfarna daga á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Fólk er upp til hópa að fara á límingunum, konur og karlar, vegna framgöngu „strákanna okkar“ eins og þeir eru jafnan kallaðir í blíðu og stríðu. Aðallega þó blíðu. Þrjú hundruð þúsund hjörtu slá í takt fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Gæti þetta gerst ef kvennalands- liðið í sömu grein ætti í hlut? Myndi þátttaka þess á heimsmeistaramóti kvenna vekja sama áhuga og kenndir meðal þessarar sérlunduðu þjóðar? Myndu menn gráta af gleði eftir glæsta sigra eða umstafla inn- anstokksmunum í stofunni eftir beiskt tap? Eða eiga íslenskar íþróttakonur ekki möguleika á því að ná svona langt? Eru skilyrðin sem þær búa við ekki nægilega hagstæð? Eiga konur í íþróttum almennt minni möguleika á Íslandi en karlar? Engar andstæður Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), segir óheppilegt að stilla kynjunum upp sem andstæðum innan íþrótta- hreyfingarinnar. „Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir eðli og tilgangi íþróttahreyfingarinnar. Enda þótt jafnrétti sé göfugur og sjálfsagður hlutur er það í sjálfu sér ekki andlagið í okkar starfi heldur grasrótar- og afreksstarf í íþróttum. Það breytir því þó ekki að jafnrétti hjálpar íþróttahreyfingunni að ná sín- um markmiðum. Jafnrétti og jöfn tækifæri eiga að vera reglan í íþrótt- um og við hjá ÍSÍ leggjum höf- uðáherslu á þetta í öllu okkar starfi. Það er engum blöðum um það að fletta að konur eru vannýttur hópur sem þátttakendur og íþróttahreyf- ingin hefur mikinn áhuga á að virkja þær betur til að ná sínum mark- miðum. Það er mikilvægt að fá konur til starfa á öllum þrepum starfsins.“ Keppni er kynjaskipt í íþrótta- hreyfingunni og Ólafur segir að strangt til tekið stríði það gegn grundvallarmarkmiðum jafnréttis í sinni tærustu mynd. Á móti kemur að innan hreyfingarinnar sé víðtæk sam- staða um þetta fyrirkomulag þar sem það sé í fullkomnu samræmi við fyrr- greind markmið hreyfingarinnar um eflingu íþróttastarfs. „Með þessum hætti fáum við líka fleiri konur til að taka þátt og öflugra íþróttastarf og náum þannig tveimur markmiðum í einu. Þess má geta að ÍSÍ fékk verð- laun Jafnréttisráðs árið 1993.“ Á eigin verðleikum í stjórn Af fjórtán stjórnarmönnum ÍSÍ eru sex konur. „Þetta er eins nálægt jöfnu og það kemst og raunar fjölgun um eina konu frá síðustu stjórn. Þannig að hlutur kvenna í stjórn ÍSÍ er mjög góður og á örugglega eftir að aukast á næstu árum. Annars held ég að enginn hjá sambandinu sé að velta þessu fyrir sér. Allir okkar stjórn- armenn eru þarna á eigin verðleikum óháð kyni og fráleitt að ímynda sér að konurnar séu þarna á grundvelli ein- hverra kynjakvóta. Það er ekki og verður vonandi aldrei þannig. Það eina sem skiptir máli er að stjórn- armenn ÍSÍ hafi hlutverk og mark- mið hreyfingarinnar að leiðarljósi.“ Á sviðum ÍSÍ, afrekssviði, almenn- ingsíþróttasviði og fræðslusviði, er kynjahlutfallið nokkuð jafnt, að sögn Ólafs, og starfsfólk sambandsins skiptist til helminga. „Síðan var brot- ið blað nýverið þegar kona var ráðin formaður afrekssjóðs, sem er ein valdamesta staðan innan hreyfing- arinnar. Ég undirstrika hins vegar að þessi kona, Kristrún Heimisdóttir, er þarna fyrst og fremst vegna þess að hún taldist hæfust í embættið.“ Og konurnar eru víðar. „Það er kannski tilviljun en megnið af því fólki sem ég hef haft samskipti við á síðustu dögum og er í æðstu stöðum er konur. Við héldum hérna glæsilegt alþjóðlegt badmintonmót um síðustu helgi en bæði formaður og fram- kvæmdastjóri þess sérsambands eru konur. Síðan fór ég upp í Mosfellsbæ og þar var bæjarstjórinn, sem er kona, að afhenda íþróttamanni ársins viðurkenningu. Helgina áður var ég í Garðabæ þar sem íþrótta- og tóm- stundafulltrúinn er kona og sama í Kópavogi. Þá var ég nýverið hjá Skautafélagi Akureyrar, þar sem for- maðurinn er kona, og þar kom bæj- arstjórinn að afhenda verðlaun, líka kona. Loks var ég á fundi fyrir viku á Patreksfirði með íþróttafélögunum á svæðinu, þar mættu þrjár konur og einn karlmaður.“ Ólafur viðurkennir eigi að síður að það geti verið erfitt að fá konur til starfa innan íþróttahreyfing- Standa íslenskar íþróttakonur andspænis þrítug- um hamri? Eru möguleikar þeirra til að stunda og ná langt í íþróttum hér á landi minni en karla? Búa þær við lakari aðstæður? Fá þær ekki eins mikla hvatningu frá umhverfinu? Hvers vegna hafa aðeins þrjár konur hampað titlinum íþrótta- maður ársins í meira en hálfrar aldar sögu kjörs- ins? Og hvers vegna gegna konur einungis for- mennsku í þremur af 27 sérsamböndum innan vébanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands? Texti | Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is STELPURNAR OKKAR 

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.