Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.01.2007, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sverrir Afrek Stangarstökkvarinn Vala Flosadóttir vann eitt frækilegasta afrek í íslenskri íþróttasögu þegar hún vippaði sér yfir 4,50 m. á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og tryggði sér þar með bronsverðlaunin á leikunum. KONUR Í ÍÞRÓTTUM S ennilega er ekkert afl bet- ur til þess fallið að sam- eina íslensku þjóðina en karlalandsliðið í hand- knattleik – nema ef vera skyldi Júróvisjón. Það hefur sýnt sig enn og aftur und- anfarna daga á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Fólk er upp til hópa að fara á límingunum, konur og karlar, vegna framgöngu „strákanna okkar“ eins og þeir eru jafnan kallaðir í blíðu og stríðu. Aðallega þó blíðu. Þrjú hundruð þúsund hjörtu slá í takt fyrir framan sjónvarpsskjáinn. Gæti þetta gerst ef kvennalands- liðið í sömu grein ætti í hlut? Myndi þátttaka þess á heimsmeistaramóti kvenna vekja sama áhuga og kenndir meðal þessarar sérlunduðu þjóðar? Myndu menn gráta af gleði eftir glæsta sigra eða umstafla inn- anstokksmunum í stofunni eftir beiskt tap? Eða eiga íslenskar íþróttakonur ekki möguleika á því að ná svona langt? Eru skilyrðin sem þær búa við ekki nægilega hagstæð? Eiga konur í íþróttum almennt minni möguleika á Íslandi en karlar? Engar andstæður Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), segir óheppilegt að stilla kynjunum upp sem andstæðum innan íþrótta- hreyfingarinnar. „Það er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir eðli og tilgangi íþróttahreyfingarinnar. Enda þótt jafnrétti sé göfugur og sjálfsagður hlutur er það í sjálfu sér ekki andlagið í okkar starfi heldur grasrótar- og afreksstarf í íþróttum. Það breytir því þó ekki að jafnrétti hjálpar íþróttahreyfingunni að ná sín- um markmiðum. Jafnrétti og jöfn tækifæri eiga að vera reglan í íþrótt- um og við hjá ÍSÍ leggjum höf- uðáherslu á þetta í öllu okkar starfi. Það er engum blöðum um það að fletta að konur eru vannýttur hópur sem þátttakendur og íþróttahreyf- ingin hefur mikinn áhuga á að virkja þær betur til að ná sínum mark- miðum. Það er mikilvægt að fá konur til starfa á öllum þrepum starfsins.“ Keppni er kynjaskipt í íþrótta- hreyfingunni og Ólafur segir að strangt til tekið stríði það gegn grundvallarmarkmiðum jafnréttis í sinni tærustu mynd. Á móti kemur að innan hreyfingarinnar sé víðtæk sam- staða um þetta fyrirkomulag þar sem það sé í fullkomnu samræmi við fyrr- greind markmið hreyfingarinnar um eflingu íþróttastarfs. „Með þessum hætti fáum við líka fleiri konur til að taka þátt og öflugra íþróttastarf og náum þannig tveimur markmiðum í einu. Þess má geta að ÍSÍ fékk verð- laun Jafnréttisráðs árið 1993.“ Á eigin verðleikum í stjórn Af fjórtán stjórnarmönnum ÍSÍ eru sex konur. „Þetta er eins nálægt jöfnu og það kemst og raunar fjölgun um eina konu frá síðustu stjórn. Þannig að hlutur kvenna í stjórn ÍSÍ er mjög góður og á örugglega eftir að aukast á næstu árum. Annars held ég að enginn hjá sambandinu sé að velta þessu fyrir sér. Allir okkar stjórn- armenn eru þarna á eigin verðleikum óháð kyni og fráleitt að ímynda sér að konurnar séu þarna á grundvelli ein- hverra kynjakvóta. Það er ekki og verður vonandi aldrei þannig. Það eina sem skiptir máli er að stjórn- armenn ÍSÍ hafi hlutverk og mark- mið hreyfingarinnar að leiðarljósi.“ Á sviðum ÍSÍ, afrekssviði, almenn- ingsíþróttasviði og fræðslusviði, er kynjahlutfallið nokkuð jafnt, að sögn Ólafs, og starfsfólk sambandsins skiptist til helminga. „Síðan var brot- ið blað nýverið þegar kona var ráðin formaður afrekssjóðs, sem er ein valdamesta staðan innan hreyfing- arinnar. Ég undirstrika hins vegar að þessi kona, Kristrún Heimisdóttir, er þarna fyrst og fremst vegna þess að hún taldist hæfust í embættið.“ Og konurnar eru víðar. „Það er kannski tilviljun en megnið af því fólki sem ég hef haft samskipti við á síðustu dögum og er í æðstu stöðum er konur. Við héldum hérna glæsilegt alþjóðlegt badmintonmót um síðustu helgi en bæði formaður og fram- kvæmdastjóri þess sérsambands eru konur. Síðan fór ég upp í Mosfellsbæ og þar var bæjarstjórinn, sem er kona, að afhenda íþróttamanni ársins viðurkenningu. Helgina áður var ég í Garðabæ þar sem íþrótta- og tóm- stundafulltrúinn er kona og sama í Kópavogi. Þá var ég nýverið hjá Skautafélagi Akureyrar, þar sem for- maðurinn er kona, og þar kom bæj- arstjórinn að afhenda verðlaun, líka kona. Loks var ég á fundi fyrir viku á Patreksfirði með íþróttafélögunum á svæðinu, þar mættu þrjár konur og einn karlmaður.“ Ólafur viðurkennir eigi að síður að það geti verið erfitt að fá konur til starfa innan íþróttahreyfing- Standa íslenskar íþróttakonur andspænis þrítug- um hamri? Eru möguleikar þeirra til að stunda og ná langt í íþróttum hér á landi minni en karla? Búa þær við lakari aðstæður? Fá þær ekki eins mikla hvatningu frá umhverfinu? Hvers vegna hafa aðeins þrjár konur hampað titlinum íþrótta- maður ársins í meira en hálfrar aldar sögu kjörs- ins? Og hvers vegna gegna konur einungis for- mennsku í þremur af 27 sérsamböndum innan vébanda Íþrótta- og ólympíusambands Íslands? Texti | Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is STELPURNAR OKKAR 
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.