Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 15 I nnan vébanda Íþrótta- og ól- ympíusambands Íslands eru 27 sérsambönd. Konur gegna að- eins formennsku í þremur þeirra, Badminton-, Dans- og Skautasambandinu. Sigríður Bjarnadóttir, formaður Badmintonsambandsins, segir að það sé gömul saga og ný að erfitt sé að fá konur til stjórnunarstarfa í íþróttahreyfingunni. „Ég vissi að við værum í miklum minnihluta en ekki að myndin væri svona rosalega skökk,“ segir hún undrandi yfir þessum upplýsingum. „Ég held að fyrir þessu séu fyrst og fremst tvær ástæður. Annars vegar fást konur síður til svona verka vegna ábyrgð- ar inni á heimilunum. Þær eru þar af leiðandi nískari á frítíma sinn. Hins vegar snýst þetta um sígilt vandamál, misrétti í launamálum. Konur hafa minni laun fyrir sama vinnutíma og karlar og eru fyrir vikið ólíklegri til að taka að sér ólaunuð aukastörf.“ Sigríður hefur enga töfralausn á því hvernig fá megi fleiri konur til starfa innan íþróttahreyfing- arinnar. Það sé þó engum vafa und- irorpið að það myndi hjálpa til ef þessi störf væru launuð. „Fjár- framlög hins opinbera til íþrótta- hreyfingarinnar hafa verið að aukast að undanförnu og kannski gerir það sérsamböndunum kleift að vera með formenn á launum í hlutastarfi. Hitt er svo annað mál að hlutfallslega mætti verja hærri upphæðum til að styrkja kvenna- íþróttir en gert er í dag m.a. að jafna styrki kvenna- og karlalands- liða.“ Sigríður er þess sinnis að það væri fengur í því fyrir íþróttahreyf- inguna að auka hlutfall kvenna í ábyrgðarstöðum. „Það er a.m.k. mín reynsla að þær séu oftar en ekki traustari og samviskusamari en karlarnir í þessum störfum.“ Áhuginn réði förinni Sigríður segir áhugann fyrst og fremst hafa ráðið því að hún tók að sér formennsku í Badmin- tonsambandi Íslands fyrir bráðum tveimur árum. „Mig langaði að leggja mitt af mörkum. Ég var búin að sitja í ár í stjórn sambandsins, auk þess sem ég var formaður í minni litlu deild í Borgarnesi. Þeg- ar formannsstaðan losnaði hvatti þáverandi stjórn mig til að taka þetta að mér og ég sló til.“ Kynjahlutföllin í stjórn Badmin- tonsambandsins eru hnífjöfn, þrjár konur og þrír karlar. Þá er fram- kvæmdastjóri sambandsins líka kona, Ása Pálsdóttir. „Við höfum þekkst frá því við vorum sjálfar í keppni og vinnum mjög náið sam- an. Það var ekki síst fyrir orð Ásu að ég hellti mér út í þetta. Stjórnin er vel skipuð og auðvitað skiptir það miklu máli.“ Sigríður kveðst hafa fengið góð- an stuðning frá fjölskyldu og vinnu- veitanda meðan á formennskunni hefur staðið en hún starfar við Há- skólann á Bifröst. „Það hafa allir sýnt þessu mikinn skilning og fyrir það er ég þakklát. Það er ekkert sjálfgefið að fólk hafi skilning á svona sjálfboðastarfi.“ Ábyrgð fjölmiðla mikil Sigríður er sannfærð um að þátt- ur og ábyrgð fjölmiðla í að auka veg kvenna í íþróttum sé gríðarleg. „Fjölmiðlar eru ekkert of góðir til að fjalla um íþróttir kvenna og þurfa að gera meira af því. Sama á við um íþróttir barna. Konur í íþróttum þurfa að vera sýnilegri og þá ríður á að hafa aðgang að fjöl- miðlum. Ég hef oft leitt hugann að því að það væri frábært að koma á fót vikulegu íþróttablaði sem hluta af dagblaði þar sem fjallað væri um ákveðið efni s.s. þjálfara í hinum ýmsu greinum, afrekskonur, barna- íþróttir o.s.frv. Og að fjallað yrði jafnt um allar greinar, karla, kon- ur, börn og unglinga. Ég er alls ekki mótfallin mikilli umfjöllun um stærri greinarnar þegar við á en það þarf að finna leið til að minni greinarnar fái skammlausa umfjöll- un líka.“ Sigríður vill sjá fleiri konur í þjálfun og dómgæslu en segir að þær eigi vont með að ná fótfestu á þeim vettvangi þar sem þær hafi ekki notið sömu virðingar og karl- arnir, en á heildina litið heldur hún að það sé að breytast. „Gömlu gild- in eru erfið viðureignar. Þau eru okkar stærsti þröskuldur. Þessu viðhorfi þarf að breyta og sú vinna á að hefjast strax í leikskólunum.“ Sigríður segir að það vanti klár- lega sýnilegt andlit konu í þá sveit sem starfar innan ÍSÍ. „Það myndi auka líkur á að konur sæktust frek- ar eftir að starfa í framlínu sam- banda. Það má ekki misskilja mig þannig að ég vilji skipta ein- hverjum út úr stjórn ÍSÍ, síður en svo. Þetta er meira ábending um að gera konur innan ÍSÍ sýnilegri. Mér líst afskaplega vel á nýjan forseta ÍSÍ, Ólaf Rafnsson. Það var líka ánægjulegt að Sigríður Jónsdóttir bauð sig fram til forseta ÍSÍ sl. vor, þó svo að hún hafi ekki náð kjöri þá var það spor í rétta átt.“ Eiga konur ekki að keyra bíl? Sigríður blæs á þau sjónarmið að íþróttir, a.m.k. sumar þeirra, séu ekki kvenlegar. „Auðvitað hefur maður heyrt þessa vitleysu, einkum hér áður fyrr, en hún er ekki svara- verð. Ekki frekar en konur eigi ekki að keyra bíl.“ Sigríður á tvö börn, sjö ára strák og fimm ára stelpu. Þau eru bæði í íþróttum, hún í körfubolta en hann í körfubolta og fótbolta. „Ég vil að þau prófi sem flestar greinar til að finna fjölina sína en auðvitað þýðir ekkert að stýra þeim í þessu. Ég hef aðeins verið að spyrja son minn hvort hann langi ekki til að prófa badminton en svarið hefur verið: Nei,“ segir Sigríður og hlær. „En hann er reyndar farinn að segjast langa að prófa og ég hef á tilfinn- ingunni að það hafi mestmegnis komið til af öllu umstanginu í kringum Evrópumótið um daginn og ég má til með að þakka Morg- unblaðinu fyrir umfjöllun um það.“ Formaður Badmintonsambands- ins er ekki í vafa um að kvenna- íþróttir séu á uppleið á Íslandi. „Staðan er ágæt en við eigum enn langt í land með að ná markmiðum okkar varðandi fjármagn og sýni- leika. Fyrirmyndunum er alltaf að fjölga og íslenskum stúlkum er ljóst að þær eiga ágæta möguleika á því að ná árangri á íþróttasviðinu. Auð- vitað finnst manni að þetta eigi aðgerast hraðar en það er engan bilbug á íslenskum íþróttakonum að finna.“ GÖMLU GILDIN ÞRÖSKULDUR Morgunblaiðð/RAX Formaður Sigríður Bjarnadóttir formaður Badmintonsambandsins er ein þriggja kvenna sem gegna formennsku í sérsambandi innan vébanda ÍSÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.