Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 18

Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 18
18 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Stuðningur Moshe Katsav Ísraelsforseti ásamt eig- inkonu sinni, Gilu. Hún stendur þétt við hlið eig- inmannsins í þrengingum hans. Gila var áður banka- starfsmaður en hefur á síðustu árum gefið sig að félagslegu hjálparstarfi af ýmsum toga. Þau hjónin eiga fimm börn, fjóra syni og dóttur. Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is F orsætisráðherrann nýtur hverfandi trausts og er vændur um spillingu. Forsetinn hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum til að geta varist ásökunum um að hann sé kynferðisglæpamaður og valdníðingur. Forseti herráðsins hefur sagt af sér vegna mislukkaðrar herferðar gegn skæruliðum í Líb- anon sem skekið hefur sjálfstraust hers og þjóðar. Og þá er ekki allt upp talið; það gengur á ýmsu í Ísrael nú um stundir. Ólga er að sönnu ekki óþekkt fyr- irbrigði í ísraelskum stjórnmálum og það er klofningur ekki heldur. Á hinn bóginn bendir margt til þess að vandi nokkurra helstu valdastofnana sam- félagsins sé nú annar og djúpstæðari en oftast áður. Og aðstæður eru nú um flest óvenjulegar; þjóð sem löngum hefur sameinast gegn utan- aðkomandi ógn og óvinum glímir nú við erfiða innri kreppu. Traust í garð helstu ráðamanna fer ört minnkandi og hæpið má telja að þeir haldi velli. Á þriðjudag í liðinni viku greindi Menachem Mazuz, ríkislögmaður Ísraels, Moshe Katsav, forseta lands- ins, frá því að lögð yrði fram kæra á hendur honum. Formlega kæru verður unnt að birta forsetanum þeg- ar hann hefur verið kallaður fyrir og honum gert kleift að taka til varna. Forsetinn nýtur friðhelgi en unnt er að leggja fram kæru á hendur honum til embættismissis auk þess sem hann má sækja til saka eftir að hann hefur látið af embætti. Nú liggur fyr- ir að hann hefur fengið tímabundið leyfi frá störfum. Efnisatriði ákærunnar eru þau al- varlegustu sem ísraelskur leiðtogi hefur staðið frammi fyrir. Forsetinn er sakaður um að hafa nauðgað konu sem starfaði í ráðuneyti ferðamála á tíunda áratugnum þegar hann var þar ráðherra. Hann er og vændur um að hafa áreitt þrjár konur kynferð- islega sem starfa í embættisbústað forsetans. Þá er Katsav sakaður um að hafa misnotað stöðu sína sem for- seti með því að útdeila „gjöfum“ og loks þykir ástæða til að ætla að hann hafi freistað þess að hindra að rann- sókn færi fram á þeim ávirðingum sem hann stendur nú frammi fyrir. Verði Katsav fundinn sekur kann hann að eiga allt að 16 ára vist fyrir höndum innan fangelsismúra. Í tímabundið leyfi Forsetinn heldur staðfastlega fram sakleysi sínu, segir að ásakan- irnar megi rekja til andstæðinga sinna og nefnir einkum til sögu vinstri sinnaða fréttamenn. Lögmað- ur hans, David Libai, lýsti yfir því að Katsav hygðist verjast ásökunum þessum. „Forsetinn er sannfærður um að hann sé fórnarlamb upplog- inna ásakana og tilrauna til að hrekja hann úr embætti. Hann mun því leit- ast við að sanna sakleysi sitt,“ sagði lögmaðurinn. Katsav hefur áður vænt pólitíska andstæðinga sína um „nornaveiðar“ og lýst því yfir að hann sé fórnarlamb „viðurstyggilegrar rógsherferðar“. Forveri Katsavs í embætti, Ezer Weizman, neyddist til að segja af sér í júlímánuði árið 2000 eftir að dóms- málaráðherra Ísraels hafði komist að þeirri niðurstöðu að hann hefði þegið óviðeigandi „gjafir“. Moshe Katsav sætti vaxandi þrýstingi í liðinni viku. Nokkur helstu dagblöð Ísraels hvöttu hann til að segja af sér og svo virtist sem hann hygðist hundsa allar kröfur í þá veru. Á miðvikudagskvöld varð á hinn bóginn ljóst hvert stefndi er Tzipi Livni utanríkisráðherra lýsti yfir því að hún væri „sannfærð“ um að forsetanum bæri að segja af sér. Í ljósi ákærunnar færi betur á því að Katsav tæki til varna „utan embætt- isbústaðar forsetans“. Livni er einnig starfandi dómsmálaráðherra eftir af- sögn Haim Ramons í nóvembermán- uði sem einnig var sakaður um kyn- ferðislega áreitni. Forsetinn greindi frá því á tilfinn- ingaþrungnum blaðamannafundi á miðvikudagskvöld að hann hefði ákveðið að óska eftir tímabundu leyfi frá störfum. Í máli hans kom jafn- framt fram að hann myndi segja af sér yrði hann formlega ákærður. Það ferli allt kann að taka nokkrar vikur þar eð lögmenn forsetans og ákæru- valdsins þurfa að koma saman til sér- staks réttarhalds þar sem Katsav gefst tækifæri á að taka til varna. Forsetinn var ómyrkur í máli og hét því að hann myndi berjast allt til síð- asta blóðdropa til að sýna fram á sak- leysi sitt jafnvel þótt það kostaði „heimsstyrjöld“. Kvaðst hann vera fórnarlamb einhverrar óvægnustu rógsherferðar í sögu Ísraelsríkis. Á fimmtudag samþykkti þing- nefnd naumlega beiðni hans um leyfi en fjölmiðlar og margir stjórnmála- menn gagnrýndu harðlega þá ákvörðun hans að leita aðeins eftir tímabundnu brotthvarfi úr starfi. Ef marka má könnun dagsblaðsins Ye- diot Aharonot sem birt var á fimmtu- dag telja um 70% Ísraela að forset- anum beri að segja af sér. Dalia Yitzik þingforseti sinnir embættinu í fjarveru Katsavs og er þannig forseti Ísraels fyrst kvenna. Traustið aldrei minna Skoðanakannanir í Ísrael hafa að undanförnu ítrekað leitt í ljós að traust þjóðarinnar í garð leiðtoganna fer ört minnkandi og trúlega stenst sú fullyrðing skoðun að það hafi aldr- ei verið minna. Í pólitísku tilliti breytir vandi forsetans trúlega litlu en það sama verður vart sagt um for- sætisráðherrann, Ehud Olmert. Í einni könnun kváðust aðeins 14% þátttakenda ánægð með störf hans sem er fáheyrt (í Bandaríkjunum mælist stuðningur við George Bush forseta um 30%). Stefna forsætisráð- herrans um einhliða brottflutning landtökumanna frá tilteknum hlutum Vesturbakkans er hrunin til grunna og kröfur magnast um að hann og Amir Peretz varnarmálaráðherra segi af sér í kjölfar „sumarstríðsins“ í Líbanon sem þótti mikið áfall fyrir herafla Ísraels og ríkisstjórn Ol- merts. Í Ísrael nýtur sú skoðun mikils fylgis að herförin gegn Hizbollah- skæruliðum í Líbanon hafi gjörsam- Ísraelskir ráðamenn rúnir trausti ERLENT» Reuters Tilfinningahiti Moshe Katsav hefur á stundum verið sagður heldur „litlaus“ maður en annað kom á daginn er hann boðaði til fréttamannafundar á miðvikudag. Forsetinn fór hamförum og kvaðst ætla að sanna sakleysi sitt. Hjálp Ehud Olmert kveikir á kerti með aðstoð rabbína. Olmert nýtur lítils stuðnings meðal alþýðu manna en staða hans á þingi virðist nokkuð traust. Í HNOTSKURN »Moshe Katsav, forseti Ísr-aels, hefur fengið tíma- bundið leyfi frá störfum í kjöl- far ásakana um að hann hafi gerst sekur um alvarlegan kynferðisglæp og síðan reynt að koma í veg fyrir að málið yrði rannsakað. »Forsetinn kveðst vera sak-laust fórnarlamb við- urstyggilegrar rógsherferðar en stuðningur við hann hefur farið ört minnkandi. »Forsetinn nýtur friðhelgien fyrir liggur að hann verður ákærður. Hann kveðst ætla að segja af sér komi ákæran fram en margt bendir til þess að mál þetta kunni að dragast á langinn. Erlent | Ísraelska þjóðin, sem löngum hefur sameinast gegn utanaðkomandi ógn og óvinum, glímir nú við erfiða innri kreppu. Trú |Vísindakirkjan er stundum kölluð kirkja þeirra frægu og ríku. Bækur | Fyrsta skáldsaga Norm- ans Mailers í tíu ár, Kastalinn í skóginum, hefur verið lofuð fyrir siðferðilega hluttekningu og sögð fáránleg, en grípandi. VIKUSPEGILL» Forsetinn sakaður um kynferðisglæpi og afsagnar helstu ráðherra krafist Embætti forseta Ísraels er því sem næst valda-laust og minnir um margt á hið íslenska.Moshe Katsav er fyrsti hægri maðurinn á for- setastóli í landinu. Hann vann óvæntan sigur á Shi- mon Peres, fyrrum forsætisráðherra og frið- arverðlaunahafa Nóbels, er þingheimur gekk til atkvæða um eftirmann Ezer Weizmans 31. júlí árið 2000. Nú telja margir að dagar Katsavs í embætti séu í raun taldir og þykir ekki óhugsandi að hinn 83 ára gamli Peres taki við því þegar niðurstaða liggur fyrir. Kjör Moshe Katsavs þótti um flest sögulegt. Íhalds- maður hafði sem fyrr sagði aldrei gegnt þessu emb- ætti og aldrei áður hafði maður sem fæddur er í ísl- ömsku ríki hlotið viðlíka upphefð í Ísrael. Katsav fæddist 5. desember 1945 í borginni Yazd í Íran. Er hann var fimm ára gamall fluttist fjölskyldan til Ísraels. Katsav talar persnesku reiprennandi. Í apr- ílmánuði árið 2005 er forsetinn var viðstaddur útför Jóhannesar Páls II páfa vakti athygli að hann gaf sig á tal við Mohammad Khatami, þáverandi starfsbróður sinn frá Íran. Þeir ræddu saman á persnesku en Kha- tami er einnig fæddur í Yazd. Hæfur stjórnandi en „litlaus“ Katsav lauk BA-námi í hagfræði og sögu og gekk ungur til liðs við Likud-flokkinn. Aðeins 24 ára gamall var hann kjörinn bæjarstjóri í þorpinu Qiryat Mal’akhi og mun svo ungur maður aldrei áður hafa haft með höndum sambærilegt embætti í sögu Ísraels. Árið 1977 var hann kjörinn til setu á þingi Ísraels, Knesset. Hann var ráðherra velferðarmála, ferðaþjón- ustu og samgangna frá 1984 til 1992. Frá 1996 til 1999 var hann aðstoðarforsætisráðherra og ráðherra ferðaþjónustu. Katsav þótti afar hæfur stjórnandi og nokkuð herskár sem þingmaður en almennt er litið svo á að hann hafi færst nær miðjunni í ísraelskum stjórnmálum eftir að hann hlaut þá upphafningu að vera kjörinn forseti. Viðtekið er það sjónarmið að hann sé heldur „litlaus“. Kjörtímabili hans lýkur í júl- ímánuði. Forsetinn er kvæntur, fimm barna faðir. Eiginkona hans, Gila, hefur á síðustu árum sinnt ýmsum fé- lagsmálum og hefur m.a. látið til sín taka í baráttu gegn heimilisofbeldi. Forsetaembættið hefur löngum notið álits og virð- ingar í Ísrael. Er ekki síst vísað til þessa þegar Katsav er hvattur til að segja af sér sökum þeirra ásakana sem hann stendur frammi fyrir. Forsetaembættið megi ekki við því að grunur leiki á um að það skipi kynferðisglæpamaður og valdníðingur. Málarekstur tengdur viðlíka ávirðingum sé ekki fallinn til að auka virðingu þess. Fyrsti íhalds- maðurinn á forsetastóli Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.