Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 19
» Eftir því sem gremjan ermeiri verða framboðin fleiri.
Reynir Ingibjartsson, formaður Aðstand-
endafélags aldraðra, en tvær fylkingar
aldraðra og öryrkja hyggjast bjóða fram í
alþingiskosningunum í vor.
» Við erum eins og íslenskaveðrið; snarklikkaðir.
Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í handknattleik, eftir átta
marka sigur á Frökkum á heimsmeist-
aramótinu í Þýskalandi.
» Hann virðist hafa kunnaðsvör við flestum þeim spurn-
ingum sem beint var til hans.
Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsis-
málastofnunar, um dæmdan kynferðis-
afbrotamann sem gert var kleift að ljúka
afplánun á áfangaheimilinu Vernd en stað-
inn var að því í sjónvarpsþætti að leita eftir
fundum við börn í kynferðislegum tilgangi.
» Hér er ekki um meðvitaðamismunun að ræða, miklu
fremur gáleysi.
Eggert Magnússon, fráfarandi formaður
KSÍ, um þá ákvörðun að hækka dagpen-
ingagreiðslur kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu til jafns við þær sem tíðkast hjá
körlunum.
» Okkur finnst að öll berum viðákveðna samfélagslega
ábyrgð.
Ingibjörg Kristjánsdóttir landslags-
arkitekt sem ásamt eiginmanni sínum,
Ólafi Ólafssyni, stjórnarformanni Sam-
skipa, hefur stofnað velgjörðarsjóð og lagt
honum til einn milljarð króna í stofn-
framlag.
» Í jólafríinu fór ég að skoðastefnu Frjálslynda flokksins
og það er nú margt þar sem mér
hugnast.
Valdimar Leó Friðriksson, sem gekk úr
Samfylkingunni í nóvembermánuði og er
nú orðinn þingmaður Frjálslynda flokks-
ins.
» Ég er búinn að vera tólf ár áþingi, glæsileg ár og
skemmtileg ár og ég fer saddur
og glaður.
Hjálmar Árnason, þingmaður Framsókn-
arflokksins, sem ákveðið hefur að taka
ekki sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi
eftir að hafa hafnað í þriðja sæti í próf-
kjöri.
» Ég vissi að þessi ákvörðunHjálmars að bjóða sig fram
gegn varaformanni flokksins og
ráðherra kjördæmisins væri
áhætta fyrir hann.
Guðni Ágútsson, varaformaður Framsókn-
arflokksins, sem varð efstur í prófkjörinu.
Ummæli vikunnar
Fyrirliði Ólafur Stefánsson segir
landsliðið líkjast íslenskri veðráttu.
lega mistekist. Ráðamenn hafi með
röngum ákvörðunum grafið undan
þeirri fælingarstefnu sem Ísraelar
hafa fylgt á undanliðnum áratugum
með ágætum árangri. Hinn 17. þessa
mánaðar sagði Dan Halutz af sér
embætti forseta ísraelska herráðsins
og var sú ákvörðun hans rakin til
herfararinnar gegn líbönsku skæru-
liðunum í sumar. Ákvörðun Halutz
líktu sumir fjölmiðlar í Ísrael við
„landskjálfta“ og urðu margir til
þess að spá því að þeir Olmert og Pe-
retz myndu einnig neyðast til að láta
af störfum. Skoðanakannair gefa til
kynna að meirihluti Ísraela telji að
Olmert beri að segja af sér og í einni
könnun sem Geocartographia-stofn-
unin birti daginn eftir afsögn herr-
áðsforingjans sögðust 70% þátttak-
enda þeirrar hyggju að
varnarmálaráðherrann ætti að gera
slíkt hið sama. Margir telja að
reynsluleysi þessara tveggja ráða-
manna á vettvangi hernaðar og ör-
yggismála hafi reynst þjóðinni og
heraflanum dýrkeypt í sumar. „Ísr-
ael líkist ekki öðrum löndum. Við
sætum stöðugu umsátri og tilveru
ríkisins er jafnan ógnað. Af þessum
sökum getum við ekki leyft okkur að
lúta vonlausri pólitískri forystu með
sama hætti og t.a.m. þjóðir Vestur-
landa geta gert,“ sagði Yossi Klein
Halevi, þekktur fræðimaður við Sha-
lem-rannsóknarmiðstöðina, sem er
hugveita í Jerúsalem.
Nefnd hefur verið skipuð til að
rannsaka alla þætti herfararinnar
gegn Hizbollah og er búist við að hún
skili niðurstöðum sínum í marsmán-
uði. Þeir Olmert og Peretz hafa vísað
á bug kröfum um afsögn.
Afskipti af einkavæðingu?
En raunir Olmerts forsætisráð-
herra eru ekki þar með upp taldar.
Forsætisráðherrann naut að vísu
stuðnings og velvildar er hann tók
við embætti í maí í fyrra í kjölfar al-
varlegra veikinda Ariels Sharons en
ásakanir um spillingu hafa löngum
loðað við hann. Nú er unnið að rann-
sókn á því hvort Olmert hafi sem
fjármálaráðherra árið 2005 haft af-
skipti af einkavæðingu næststærsta
banka Ísraels, Leumi-bankans. Lög-
regla kannar hvort Olmert hafi reynt
að koma tveimur kaupsýslumönnum,
sem hann var í vinfengi við, til að-
stoðar í því skyni að tryggja þeim
bankann. Bankinn var raunar seldur
öðrum, bandarískum fjárfestinga-
banka, en frumrannsókn á aðkomu
Olmerts gefur, að því er fram kemur
í tilkynningu frá ísraelska dóms-
málaráðuneytinu, tilefni til að fram
fari rannsókn á því hvort Olmert hafi
gerst sekur um refsivert athæfi. Ol-
mert hefur áður verið sakaður um
spillingu og rannsókn farið fram án
þess að til ákæru hafi komið. Emb-
ættismenn í dómsmálaráðuneyti Ísr-
aels geta tæpast kvartað undan
verkefnaskorti.
Veruleg óvissa ríkir því um fram-
tíð Ehuds Olmerts á forsætisráð-
herrastóli. Hann styðst að vísu við
prýðilegan þingmeirihluta, 78 af 120
þingmönnum Knesset styðja stjórn
hans, en að margra mati getur
brugðið til beggja vona. Kadima-
flokkur þeirra Sharons og Olmerts
var í raun stofnaður um þá grund-
vallarkennisetningu þess fyrrnefnda
að Ísraelar geti markað landamæri
sín einhliða með tilheyrandi einhliða
brottflutningi landtökumanna af
Vesturbakkanum. Þessari öryggis-
stefnu í krafti einhliða aðgerða í stað
friðarsamninga var framfylgt í Líb-
anon og á Gaza-svæðinu. Aðgerðir
þessar urðu í báðum tilfellum til þess
að styrkja stöðu róttækra andstæð-
inga Ísraelsríkis. Stuðningur við
þetta stefnumál er nú hruninn.
Verulega erfið réttarhöld sýnast
vofa yfir Katsav forseta og staða
hans er hrikaleg. Óvissa ríkir á
stjórnmálasviðinu; dómsmálaráð-
herrann hefur sagt af sér, forsætis-
ráðherrann stendur höllum fæti og
er rúinn trausti og vinsældum líkt og
varnarmálaráðherrann. Framganga
þeirra sætir gagnrýni og frammi-
staða þeirra á miklum hættutíma
rannsókn. Eitthvað mun þurfa und-
an að láta.