Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 20
20 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Freystein Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
N
ýjustu fréttir úr her-
búðum Vísindakirkj-
unnar eru þær að
leikarinn Tom
Cruise sé hennar út-
valdi; sá sem muni útbreiða „fagn-
aðarerindið.“ Vera Cruise í Vís-
indakirkjunni hefur verið umdeild
eins og kirkjan sjálf, en vakið á
henni sérstaka athygli eins og
fleira fólk í bandaríska skemmt-
anaiðnaðinum hefur gert, þar á
meðal kvikmyndaleikarar; bæði
með; John Travolta, Kirstie Alley
og Patrick Swayze, og á móti; Emi-
lio Estevez, Jerry Seinfeld og
Sharon Stone. Fyrir bragðið hefur
Vísindakirkjan oft verið kölluð
kirkja fræga fólksins (í Holly-
wood).
Stofnandi Vísindakirkjunnar
(Church of Scientology) var rithöf-
undurinn Lafayette Ronald Hubb-
ard (1911-1986).
Hubbard fæddist í Tilden í Ne-
braska 13. marz 1911. Faðir hans
var flotaforingi og fór víða í starfi
sínu og Lafayette Ronald stundaði
þess vegna grunnskólanám í fjór-
um fylkjum; Montana, Kaliforníu,
Washington og Virginíu. Eftir
framhaldsnám gerðist Hubbard
rithöfundur 1933 og skrifaði
spennusögur, sem opnuðu honum
hlið Hollywood, þar sem hann
skrifaði jöfnum höndum kvik-
myndahandrit upp úr sögum sínum
og samdi nýjar. 1938 birtist fyrsta
vísindaskáldsaga hans. Næstu ár-
um varði hann til skrifta og ferða-
laga og undirbúningi að stofnun
Vísindakirkjunnar. 1950 lauk hann
við bókina Dianetics, þar sem hann
setur fram kenningar sínar, sem
hann sagðist byggja á leit manns-
ins að sjálfum sér og vísindalegri
þekkingu fornaldar. Þessi bók varð
grundvallarrit Vísindakirkjunnar.
Hann boðaði erindi sitt í bókum og
fyrirlestrum af miklum móð og þar
kom að hann taldi tímabært að
færa sig um set frá Bandaríkj-
unum til Evrópu. Á Englandi bjó
hann í sjö ár frá 1959, en 1966 lét
hann af forystustörfum hjá Vís-
indakirkjunni. Hann vann þó áfram
að hennar málum og sinnti forn-
leifa-, landfræði- og mannfræði-
rannsóknum. Síðustu árin bjó hann
í Kaliforníu og lagði áherzlu á tón-
list, bækur; skrifaði m.a. Battle-
field Earth og bækurnar Mission
Stofnandin L. Ron Hubbard stofn-
aði Vísindakirkjuna sem leið til full-
komnunar, en gagnrýnendur hans
segja hana ónýtan sambræðing úr
geimsögum og Vedaritunum.
Endurlausnin fyrir lausnargjaldið
Vísindakirkjan vekur jafnan mjög mik-
ið umtal fyrir boðskapinn og boðunina
TRÚ»
Í HNOTSKURN
» Stofnandi Vísindakirkj-unnar hélt fram þekking-
arleit mannsins með kjarna í
Vedaritum Indverja.
»Vísindakirkjan hefur sér-stakt lag á að fá frægt fólk
til fylgis við sig og er því
stundum kölluð kirkja þeirra
fínu og frægu.
»Gagnrýnendur segja starf-semi Vísindakirkjunnar
byggjast á tvennu; hættu-
legum heilaþvotti og gegnd-
arlausu peningaplokki.
Mótmælandinn Leikkonan Sharon
Stone er í hópi þeirra sem hafa yf-
irgefið Vísindakirkjuna og segja
boðun hennar byggjast á heila-
þvotti, lygum og peningaplokki.
Prinsessan Lisa Marie Presley er
ein af Hollywoodstjörnunum í Vís-
indakirkjunni, sem fyrir fjölda
þeirra er kölluð kirkja fræga fólks-
ins og þess fína ( í Hollywood ).
Geimveran John Travolta er fylg-
ismaður Vísindakirkjunnar og fór
með aðalhlutverkið í kvikmyndinni
Vígvöllurinn Jörð, sem gerð var
eftir sögu L. Ron Hubbard.
Hinn útvaldi Leiðtogar Vísinda-
kirkjunnar hafa opinberað að leik-
arinn Tom Cruise sé hennar útvaldi
til þess að útbreiða „fagnaðar-
erindið“ um veröld víða.
Karl Blöndal
kbl@mbl.is
Norman Mailer er ekki van-ur að ráðast á garðinnþar sem hann er lægstur.Hann hefur engan áhuga
á að ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur. Kjaftfor og samanrekinn,
axlirnar breiðar og augun kvik.
Slagsmálahundur með orð að vopni.
Mailer skuldar engum neitt og lætur
engan eiga inni hjá sér. Ef honum líst
ekki á blikuna er hann tilbúinn í slag-
inn. Í liðinni viku kom út ný bók eftir
hann sem heitir Kastalinn í skóginum
(The Castle in the Forest).
Fyrsta skáldsagan í tíu ár
Þetta er fyrsta skáldsagan hans í
tíu ár. Viðfangsefnið er uppruni og
æska Adolfs Hitlers. Sögumaðurinn
er djöfull og Satan yfirboðari hans.
„Paradísarmissir í týrólabuxum,“
skrifar ritdómari vikuritsins News-
week. „Fáránleg saga en grípandi,“
sagði í Wall Street Journal. Í blaðinu
International Herald Tribune um
helgina birist löng umsögn um bókina
þar sem hún er lofuð fyrir siðferð-
islega hluttekningu. „Mailer er upp-
reisnargjarn engill, sem aldrei féll,“
skrifar Lee Siegel í blaðið og bætir
við annars staðar: „Mailer hefur
skapað með óendanlegri, mannlegri
kaldhæðni innri sögu þeirra brengl-
uðu huga, sem lögðu veginn til Ausch-
witz.“ Siegel vísar til þess að í bókinni
Advertisment for Myself“ skrifar
Mailer: „Mig langar til þess að reyna
að fá inngöngu í leyndardóma morðs,
sjálfsmorðs, sifjaspella, kynsvalls,
fullnægingar og tíma.“ Að hans mati
nær Mailer markmiði sínu í nýju bók-
inni: „Þessi merkilega skáldsaga um
hinn unga Adolf Hitler, fjölskyldu
hans og breytilegar kringumstæður
er fullkomnasta nálgun Mailers við
það, sem er algerlega framandi. Mai-
ler kemur sér ekki fyrir í þessum
sögulegu persónum, hann yfirtekur
þær.“ Siegel vitnar í sögumanninn,
djöfulinn Dieter, sem segir að hér sé
á ferð meira en skáldsaga „og hlýtur
að vera hin forvitnilegasta sem ævi-
saga því að sagan nýtur forréttinda
skáldsögunnar. Ég hef frelsi til inn-
göngu í margan hugann“.
Skáldskapur og veruleiki
Norman Mailer vakti fyrst athygli
með skáldsögunni The Naked and
The Dead, þar sem sögusviðið er
heimsstyrjöldin síðari. Á næsta ári
verða 60 ár liðin frá útkomu hennar.
Mailer er eitt helsta skáld Banda-
ríkjamanna á liðinni öld. Hann hefur
þó yfirleitt hlotið meiri athygli fyrir
þær bækur sínar, sem fremur teljast
blaðamennska en skáldskapur. Hann
hefur tvisvar hlotið Pulitzer-verð-
launin, fyrir The Armies of The Night
1968 og The Executioner’s Song
1980. Undirtitill fyrri bókarinnar er:
Sagnfræði sem skáldsaga, skáldsaga
sem sagnfræði. Í bókinni er lýst
göngu, sem var farin að bandaríska
varnarmálaráðuneytinu til að mót-
mæla stríðinu í Víetnam og Norman
Mailer tók þátt í. Síðari bókin fjallar
um morðingjann Gary Gilmore, sem
krafðist þess að verða tekinn af lífi. Í
báðum tilfellum er um að ræða bæk-
ur, sem flokkast gætu undir stefnu,
sem kölluð var „nýja blaðamennsk-
an“ á sínum tíma. Upphafsmaðurinn
er sennilega Truman Capote með bók
sinni Með köldu blóði, en einnig má
nefna til sögunnar höfunda á borð við
Tom Wolfe og Hunter S. Thompson.
Talsmenn þessarar stefnu, sem
reyndar hefur aldrei verið samhentur
hópur og sennilega skilur meira þá að
en sameinar, voru þeirrar hyggju að
hefðbundin verkfæri blaðamennsk-
unnar dygðu ekki til að lýsa geggj-
uðum samtíma, heldur þyrfti að
ganga skrefi lengra og fá lánuð tæki
skáldskaparins til að gera honum
verðug skil.
Mailer hefur hins vegar alltaf kall-
að sig rithöfund, en gengst þó við því
að það sé mögulegt að hann hafi feng-
ið meira hrós fyrir blaðamennsku af
nýja skólanum en sem rithöfundur:
„Það er kaldhæðni, sem freistar mín
til að hrækja upp í vindinn: Ég hef
aldrei unnið sem blaðamaður og mis-
líkar iðnin.“
Frelsið og lýðræðið
Rithöfundarferill Mailers er eins
og spegill á síðustu öld. Það kemur
einna best fram þegar farið er í gegn-
um safnritið The Time of our Time
þar sem birtur er sægur greina og
brota úr bókum hans, allt frá viðtali
við Madonnu til varnarræðu fyrir
Salman Rushdie. „Ákveðnir verkn-
aðir skipta meira máli en aðrir í vörn
frelsisins og viljinn til að tileinka sér
hugmynd þótt það geti stefnt innri ró
okkar í hættu kann að vera kjarni
þess, sem hinn vestræni heimur snýst
um,“ skrifaði Mailer þegar hann kom
til varnar Rushdie eftir að Íranar
höfðu sett fé til höfuðs honum.
Árið 2003 kom út lítið kver eftir
Mailer, sem nefnist Why Are We at
War? Þar gagnrýnir hann harkalega
viðbrögð George Bush Bandaríkja-
forseta við hryðjuverkunum 11. sept-
ember 2001 og segir stríð forsetans
ekki snúast um öryggi eða mannrétt-
indi heldur heimsveldi. Hann er
þeirrar hyggju að þar komi að menn
verði að vera tilbúnir að segja að
frelsi skipti meira máli en öryggi. „Í
landi þar sem grundvallargildi eru að
hrynja verður föðurlandshyggjan
handbendi alræðishyggjunnar,“ segir
hann í bókinni. „Landið verður trúin.
Við erum beðin að lifa í ástandi trúar-
legs hita: Elskið Ameríku! Elskið
hana vegna þess að hún er orðin stað-
gengill trúar. En að elska land sitt
vafningalaust þýðir að mikilvægur
greinarmunur byrjar að hverfa. Og
lýðræðið hvílir á þessum grein-
armun.“
Bókin er í formi viðtals og Mailer
er spurður hvað honum sé kærast við
Bandaríkin: „Frelsið. Frelsið sem ég
hef haft í lífinu. Hver hefur fengið
þau tækifæri sem ég hef fengið, hið
einstaka frelsi til að hugsa eins og ég
hugsa, til góðs eða ills?“ En hann
bætir við: „Frelsi er eins viðkvæmt
og lýðræðið. Það þarf að halda því á
lífi hvern einasta dag tilveru okkar.“
Satan í flugmannssætinu
Og djöfullinn skýtur ekki aðeins
upp kollinum í nýjustu bók Mailers:
„Þannig að ég hallast að því að halda
að besta skýringin á 11. september sé
að þann dag hafi djöfullinn unnið
mikla orrustu. Já, satan var flugmað-
urinn sem stýrði flugvélunum með
þessum óguðlegu lyktum.“
Kastalinn í skóginum fjallar um
aðra orrustu og djöfullinn er bæði
sögumaður og aflvaki og talar silki-
mjúkri röddu, svo aftur sé vitnað í
umsögn Siegels í International Her-
ald Tribune um bókina.
„Nýja blaðamennskan“ Norman Mailer hefur yfirleitt hlotið meiri athygli
fyrir þær bækur sínar, sem fremur teljast blaðamennska en skáldskapur.
Djöfullinn og
rót hins illa
BÆKUR»
Í HNOTSKURN
» 1948 kemur fyrsta skáld-saga Normans Mailers út,
The Naked and The Dead, sem
enn er talin hans helsta skáld-
verk.
» 1955 stofnaði Mailerásamt öðrum vikuritið Vil-
lage Voice í New York.
» 1969 bauð Mailer sig framtil borgarstjóra í New
York en hafði ekki erindi sem
erfiði.
» 1984 til 1986 gegndi Mai-ler formennsku í banda-
rísku rithöfundasamtökunum
PEN.
» 2006 kemur út fyrstaskáldsaga Mailers í 10 ár,
Kastalinn í skóginum.