Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 21
Earth, og kvikmyndir, en megin-
markmiðið var alltaf að styrkja
starf og kenningar Vísindakirkj-
unnar.
24. janúar 1986 varð L. Ron
Hubbard hallur af heimi.
Þrískiptur maður í
leit að fullkomnun
Fyrsta vísindakirkjan var stofn-
uð 1954 í Los Angeles, þar sem
höfuðstöðvarnar eru, og næstu árin
óx hreyfingunni fiskur um hrygg
bæði vestan hafs og austan. Nafnið
Scientologi er sótt í latínu; scio
sem þýðir að vita, og grísku; logos
sem þýðir nám. Takmark Vísinda-
kirkjunnar er samkvæmt henni
sjálfri heimur án geðveiki, afbrota
og styrjalda, þar sem einstaklingur
nær að blómstra og býr við frelsi
til að kanna og komast á æðri stig.
Kenningar Vísindakirkjunnar
ganga út á endurholdgun og full-
komnun. Samkvæmt þeim er mað-
urinn þrískiptur; ódauðleg andleg
vera; sem nefnist „þetan,“ og býr
yfir rökrænni vitund og undirvit-
und, hugur og líkami. Það er und-
irvitundin, sem verður fyrir þeim
áföllum og áreitum sem maðurinn
upplifir. Þau skilja eftir sig ör;
„engröm,“ sem eru rót alls vanda,
sem maðurinn á við að stríða, og
um leið örlagavaldar hans. Þessum
örum þarf að eyða til þess að mað-
urinn verði betri einstaklingur, nái
jafnvægi og geti sótt fram til þess
að verða fullkomin þetan, sem get-
ur hafið sig yfir efni og orku, tíma
og rúm.
Að sögn notar Vísindakirkjan
sérstakan rafsegulviðnámsmæli; E-
mæli, til að kortleggja ástand við-
komandi og síðan samtöl, sálkönn-
un og sálfræði til engrameyðingar.
Eftir því sem fólk kemst áfram í
þróunarferlinu fær það meiri upp-
lýsingar um starf og heimsmynd
Vísindakirkjunnar, sem reynt er að
halda sem mest leyndum fyrir þá
sem utan kirkjunnar standa. Af
frásögnum fyrrverandi safnaðar-
meðlima hafa menn þó dregið sínar
ályktanir. Fyrsta skrefið er, að
mönnum býðst að koma inn af göt-
unni og þreyta sérstakt persónu-
leikapróf. Starfsmenn kirkjunnar
aðstoða fólk við að lesa úr próf-
unum og vekja þá athygli á nei-
kvæðum þáttum í fari þess sem
megi bæta úr með því að gerast
meðlimur í Vísindakirkjunni. Síðan
er boðið upp á námskeið og fram-
haldsnámskeið, sem sögð eru kosta
sitt og vel það, en eiga að leiða ein-
staklinginn til betra og fullkomn-
ara lífs.
Geimsagan og Vedaritin
Þegar kemur að heimsmynd Vís-
indakirkjunnar, er hún sögð draga
dám af heimi vísindaskáldsagna
Hubbard, bæði hvað varðar fram-
tíðina og ekki síður fortíðina; allt
aftur til þess að geimveran Xenu
hrakti fyrir 75 milljónum ára billj-
ónir vera til jarðarinnar og
sprengdi þær í loft upp. Fyrir
þetta þjáumst við enn, því „sálir“
þessara vera ganga aftur á meðal
okkar og valda okkur engrömum.
Þau má hins vegar losa okkur við
með hreinsunarferli Vísindakirkj-
unnar. Þegar hér er komið sögu er
einstaklingurinn laus undan álög-
um Xena og hefur til þess gengið í
gegnum sjö stig Vísindakirkjunnar.
Um áttunda stigið er minnst vitað,
enda þangaðkomnir þöglir sem
gröfin um kirkjuna og kenningar
hennar.
Gagnrýnendur Vísindakirkjunn-
ar hafa lýst sem fjarstæðu því sem
þeir kalla sambræðing Hubbards
úr geimsögum og útúrsnúningi á
Vedaritunum indversku. Samtals-
og sálfræðimeðferð Vísindakirkj-
unnar er sögð lítt til þess fallin að
hreinsa líkama og sál svo viðkom-
andi verði betri einstaklingur og
öðlist fullkomið frelsi, heldur sé
hún óvandaður og hættulegur
heilaþvottur, sem ræni menn per-
sónuleika sínum. Þá þykir mönnum
hreyfingin bera snöggtum meiri
keim af bísniss en trú og hefur
starfsemi hennar sætt andstöðu af
þeim sökum.
Fyrr í þessum mánuði opnaði
Vísindakirkjan nýja miðstöð í Berl-
ín og urðu af því tilefni talsverðar
umræður í Þýzkalandi um Vísinda-
kirkjuna, sem voru tíundaðar víða,
m.a. hér á landi. Gagnrýnendur töl-
uðu um úlf í sauðargæru og sögðu
starf Vísindakirkjunnar snúast
fyrst og fremst um völd og pen-
inga. Talsmennirnir svöruðu því til,
að allt slíkt tal væri hreinar of-
sóknir.
Reyndar hefur tilvist Vísinda-
kirkjunnar og framganga oft vakið
deilur og ekki ósjaldan hefur kom-
ið til málaferla vegna þeirra.
Þótt hitinn yrði talsverður í
Berlín á dögunum jafnaðist hann
ekki á við það þegar réttarhöld
fóru fram í Marseille í Frakklandi
yfir sjö háttsettum meðlimum Vís-
indakirkjunnar 1999. Þeir voru
ákærðir fyrir fjársvik; að krefjast
gjalds fyrir andlega hreinsun, of-
beldi og skottulækningar, sem fól-
ust í meðferðum til að kveða niður
veikindi og óæskilegar tilfinningar.
Mál þetta vakti mikla athygli og
umræður í Frakklandi og endaði
með sektar-, bóta- og fangelsis-
dómum
Fjöldi þeirra sem aðhyllast
kenningar Vísindakirkjunnar er
mjög á reiki. Talsmenn kirkjunnar
segja þá vera á níundu milljón í á
fjórða þúsund söfnuðum í rösklega
150 löndum. Margir bera brigður á
þessar tölur og segja meðlimi Vís-
indakirkjunnar verða talda í ein-
hverjum tugum þúsunda, hundr-
uðum þúsunda í hæsta lagi en
fráleitt í milljónum. Í Vísindakirkj-
unni er predikað og farið með bæn-
ir, sem eru eins konar innri mátt-
argjörð. Kirkjustarfinu tilheyra
útgáfa og hjálparstarf ýmiss konar.
Ekki er vitað til þess að Vís-
indakirkjan hafi skotið rótum hér á
landi.
Kirkjan Nýjar höfuðstöðvar Vísindakirkjunnar í Berlín urðu tilefni umræðna um það, hvort hún byggist á trú eða
bísniss. Kirkjumeðlimirnir trúa heitt, en gagnrýnendur segja bygginguna ótvírætt undirstrika það síðarnefnda.
TENGLAR
..............................................
www.deiglan.com/
www.google.com/
www.kirkjan.net/
www.mbl.is/
www.scientology.org/
www.visindavefur.hi.is/
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 21