Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 23
Annar Breti, John Galliano, náði því í vikunni að vera búinn að sitja áratug í listrænum stjórastól hjá Christian Dior. Sýning hans var að venju dramatísk og undir miklum japönskum áhrifum. Hönnuðurinn fór nýverið til Japan ásamt fylgd- arliði en hann fær iðulega inn- blástur úr ferðum á framandi slóðir. Hátískusýninga hans er jafnan beð- ið með mikilli eftirvæntingu. Madama Butterfly Allt í Dior-sýningunni var undir áhrifum frá „sambandi Pinkerton við Cio-Cio San, Madama But- terfly“ að því er fram kemur í sam- tali hönnuðarins við Style.com. Í umsögn segir jafnframt að Galliano hafi sannað enn á ný að hann búi fyrir „einstökum hæfileika til að framkalla fegurð, viðkvæmni, sögu- þráð, og tilfinningu í tískusýningu“. Mikil litagleði einkenndi íburð- armikinn fatnað sýningarinnar, einnig meðferð efnis að hætti ori- gami-listar og fallegur útsaumur. Tónlistin úr óperunni Madama Butterfly eftir Puccini hljómaði undir sýningunni, sem margir gagnrýnendur hafa lýst sem þeirri fallegustu sem Galliano hefur gert fyrir Dior. Galliano sagðist hafa notað allt það sem hann hafi gert fyrir tískuhúsið á síðustu tíu árum í sýningunni, auk innblásturs frá Christian Dior sjálfum. Hugað er að öllum smáatriðum, í leikmynd- inni voru japanskar trjágreinar og risaútgáfa af tískuverslunarstól Di- or. Höfuðfatnaður var einnig glæsi- legur en hattasmiðurinn Stephen Jones var ábyrgur fyrir þeim. Einn- ig tókst vel til með förðun sem var í höndum Pat McGrath, sem þykir vera einstaklega fær með förð- unarburstann. Fyrirsætur með geislabauga Trúfastir aðáendur Jean Paul Gaultier flykktust á sýningu hans, sem var með trúarlegu ívafi. Inn- blásturinn var frá annarri Madonnu en poppdrottningunni, sem hönn- uðurinn hefur svo oft gert sviðsbún- inga fyrir. Hver einasta fyrirsæta bar geislabaug með einhverjum hætti. Gaultier er þekktur fyrir að fara óhefðbundnar leiðir og snúa ýmsu á hvolf en í þetta skiptið var honum ekkert guðlast í huga heldur hafði hann íkoníska fegurð að leið- arljósi. Reykelsisilmur að hætti kaþólsku kirkjunnar var í loftinu. Enginn helgislepja einkenndi þó fötin, hann þorir ennþá að stríða. Sýningin var krydduð með hinu óvænta, til dæmis var nunnulegur kjóll með reimuðu korseletti að aft- an og svo var drottning gotneska glamúrsins, Dita Von Teese, fyrr- verandi frú Marilyn Manson, ein fyrirsætnanna. ingarun@mbl.is Dior Höfuðföt sýningarinnar voru hönnuð af hattasmiðnum hæfileikaríka Stephen Jones. Reuters Gaultier Áhrifin í sýningunni voru frá annarri Madonnu en söngkonunni.Dior Samband Pin- kerton og Cio-Cio San, Madama But- terfly, var áhrifa- valdur. » Gaultier er þekkturfyrir að fara óhefð- bundnar leiðir og snúa ýmsu á hvolf en í þetta skiptið var honum ekkert guðlast í huga heldur hafði hann íkoníska feg- urð að leiðarljósi. Gaultier Dita Von Teese, fyrrverandi frú Marilyn Manson, og nú- verandi drottning got- nesks glamúrs. Dior Galliano var meðal annars undir áhrif- um frá japanska listforminu origami. tíska MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 23 Markáætlun um erfðafræði í þágu heilbrigðis og örtækni Umsóknarfrestur til 26. mars 2007 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Rannsóknamiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum í markáætlun um rannsóknir á sviði erfðafræði í þágu heilbrigðis og á sviði örtækni. Markáætlunin var samþykkt á fundi Vísinda- og tækniráðs 17. desember 2004. Hún er skipu- lögð í tveimur lotum og nær fyrri lotan til tveggja fyrstu áranna. Seinni lotan, sem nú fer í hönd, nær til þriggja síðustu áranna. Á fyrstu tveimur árum áætlunarinnar, sem hófst í lok ársins 2005, hefur verið varið um 190 m.kr. í rannsóknastyrki. Í seinni lotu áætlunarinnar (2007/8- 2009/10) verða veittir styrkir til þriggja ára verkefna og hver styrkur verður allt að 15 milljónir króna á ári. Næstu þrjú árin mun Vísinda- og tækniráð tryggja nauðsynlega fjármuni til áætlun- arinnar sem áætlað er að verði allt að 450 milljónir króna, með fyrirvara um fjárveitingar Alþingis. Markmið Tilgangur áætlunarinnar er að efla þverfaglegt samstarf hér á landi og auka styrk okkar á ofan- töldum sviðum á alþjóðavísu. Reynt verður að hámarka nýtingu tækjabúnaðar og aðferðafræði sem fyrir er í landinu á þessum sviðum og styrkja rannsóknir og rannsóknahópa sem þegar hafa öðlast alþjóðlega viðurkenningu. Lögð er áhersla á grunnrannsóknir sem og hagnýt verkefni í nánu samstarfi fyrirtækja, rannsóknastofnana og háskóla til uppbyggingar íslensks atvinnulífs. Einnig er lögð áhersla á að tengja hin tvö svið markáætlunarinnar, annað hvort með verkefnum sem ganga þvert á bæði sviðin eða með tengslum á milli rannsóknaverkefna. Form styrkja Rannsóknastyrkir áætlunar geta numið frá fjórðungi til helmings af heildarkostnaði verkefnis og í sérstökum tilvikum allt að tveimur þriðju hlutum heildarkostnaðar. Styrkirnir verða verkefnis- styrkir hliðstæðir styrkjum sem veittir eru úr öðrum opinberum samkeppnissjóðum. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar Sérstök umsóknareyðublöð gilda fyrir áætlunina, sameiginleg fyrir bæði svið hennar. Þau er hægt að nálgast ásamt frekari leiðbeiningum um áætlunina á heimasíðu Rannsóknamiðstöðvar Íslands - Rannís. Umsóknum og öllum fylgiskjölum skal skila á ensku. Umsóknir verða metnar faglega í sérstöku fagráði að fengnum umsögnum innlendra og/eða erlendra sérfræðinga. Umsóknarfrestur er til 26. mars næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.