Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 24
forstjóri 24 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ R áðning Rannveigar sem forstjóra ál- versins í Straums- vík vakti mikla at- hygli á sínum tíma. Hún hafði farið óhefðbundnar leiðir í námi og starfi og þekkti til flestra þátta í rekstri fyr- irtækisins áður en hún varð forstjóri. Því var líka gjarnan haldið fram að slíkur iðnaður og stóriðja væri fyrst og fremst við hæfi karla. „Konur í þessum iðnaði eru færri en karlar þótt greinin geti að mínu mati vel hentað kon- um. Reyndar stjórnaði kona allri álfram- leiðsludeild Alcan langt fram á síðasta ár en þá tók hún við starfi forstjóra Anglo-American sem er stærsta námufyrirtæki heims og tölu- vert stærra en Alcan. Það er því ein og ein kona í stjórnunarstöðu í þessum geira þótt ég viti ekki um aðra konu sem stýrir rekstri álvers. Á hinn bóginn verð ég að nefna að hjá okkur í Straumsvík starfa konur við ýmis störf í öllum deildum, bæði við hin svokölluðu hefðbundnu kvennastörf, karlastörf og sem sérfræðingar.“ – Í hverju felst starf þitt sem forstjóri álvers Alcan? „Í örstuttu máli má segja að það felist í að stjórna rekstri þessa fyrirtækis sem framleiðir ál úr súráli og rafmagni og sjá til þess að það sé gert á sem hagkvæmastan hátt. Það er stöðugt verið að framleiða flóknari og flóknari málm- blöndur og það er mjög spennandi verkefni að sjá um rekstur slíks fyrirtækis hér á Íslandi – að breyta aðföngum og hráefni í seljanlega vöru og nota til þess orkuna sem við höfum yfir að ráða. Þannig sköpum við verðmæti öllum til hagsbóta. Til þess þarf sérfræðiþekkingu Bestu stjórnendurnir eru venjulegt fólk Morgunblaðið/Ómar Fyrir skömmu var húsfyllir á Nordica hótelinu í Reykjavík þar sem haldin var námsstefna Samtaka atvinnulífsins undir yf- irskriftinni „Virkjum kraft kvenna“. Konur voru meirihluti fundarmanna og mikill hugur í þeim. Meðal gesta var Rannveig Rist en hún varð fyrst íslenskra kvenna til að taka við starfi for- stjóra stórfyrirtækis á Íslandi. Gullveig Sæmundsdóttir tók Rannveigu tali og ræddi við hana um jafnréttismál, framtíð- ina og forstjórastarfið í álverinu í Straumsvík sem Rannveig hef- ur nú gegnt í 10 ár. 8,6% 7,9% 7,8% Sjóður 1* – skuldabréf Sjóður 5* – ríkisskuldabréf Sjóður 7* – löng ríkisskuldabréf SKULDABRÉFASJÓÐIR Nafnávöxtun árið 2006 skv. www.sjodir.is. *Verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. **Fjárfestingasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfa- og fjárfestingasjóði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.