Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.2007, Blaðsíða 24
forstjóri 24 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ R áðning Rannveigar sem forstjóra ál- versins í Straums- vík vakti mikla at- hygli á sínum tíma. Hún hafði farið óhefðbundnar leiðir í námi og starfi og þekkti til flestra þátta í rekstri fyr- irtækisins áður en hún varð forstjóri. Því var líka gjarnan haldið fram að slíkur iðnaður og stóriðja væri fyrst og fremst við hæfi karla. „Konur í þessum iðnaði eru færri en karlar þótt greinin geti að mínu mati vel hentað kon- um. Reyndar stjórnaði kona allri álfram- leiðsludeild Alcan langt fram á síðasta ár en þá tók hún við starfi forstjóra Anglo-American sem er stærsta námufyrirtæki heims og tölu- vert stærra en Alcan. Það er því ein og ein kona í stjórnunarstöðu í þessum geira þótt ég viti ekki um aðra konu sem stýrir rekstri álvers. Á hinn bóginn verð ég að nefna að hjá okkur í Straumsvík starfa konur við ýmis störf í öllum deildum, bæði við hin svokölluðu hefðbundnu kvennastörf, karlastörf og sem sérfræðingar.“ – Í hverju felst starf þitt sem forstjóri álvers Alcan? „Í örstuttu máli má segja að það felist í að stjórna rekstri þessa fyrirtækis sem framleiðir ál úr súráli og rafmagni og sjá til þess að það sé gert á sem hagkvæmastan hátt. Það er stöðugt verið að framleiða flóknari og flóknari málm- blöndur og það er mjög spennandi verkefni að sjá um rekstur slíks fyrirtækis hér á Íslandi – að breyta aðföngum og hráefni í seljanlega vöru og nota til þess orkuna sem við höfum yfir að ráða. Þannig sköpum við verðmæti öllum til hagsbóta. Til þess þarf sérfræðiþekkingu Bestu stjórnendurnir eru venjulegt fólk Morgunblaðið/Ómar Fyrir skömmu var húsfyllir á Nordica hótelinu í Reykjavík þar sem haldin var námsstefna Samtaka atvinnulífsins undir yf- irskriftinni „Virkjum kraft kvenna“. Konur voru meirihluti fundarmanna og mikill hugur í þeim. Meðal gesta var Rannveig Rist en hún varð fyrst íslenskra kvenna til að taka við starfi for- stjóra stórfyrirtækis á Íslandi. Gullveig Sæmundsdóttir tók Rannveigu tali og ræddi við hana um jafnréttismál, framtíð- ina og forstjórastarfið í álverinu í Straumsvík sem Rannveig hef- ur nú gegnt í 10 ár. 8,6% 7,9% 7,8% Sjóður 1* – skuldabréf Sjóður 5* – ríkisskuldabréf Sjóður 7* – löng ríkisskuldabréf SKULDABRÉFASJÓÐIR Nafnávöxtun árið 2006 skv. www.sjodir.is. *Verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. **Fjárfestingasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfa- og fjárfestingasjóði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.