Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 25

Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 25 12,5% 8,4% Sjóður 9** – peningamarkaðsbréf Sjóður 11* – fyrirtækjabréf H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 8 1 9 9 Ein fárra kvenna „Tiltölulega fáar konur sækja sér menntun í fögum sem stóriðjan styðst við og þekkja hana ekki nógu vel. “ Feðgin Rannveig ásamt föður sínum, Sigurjóni Rist vatnamælingamanni, í Jökulsá eystri í Skagafirði, en frá unga aldri ferðaðist hún mikið með honum. þeirra tæplega 500 starfsmanna sem hér vinna.“ – Hvernig stjórnandi ertu? „Því er erfitt að svara, enda ein- staklingsbundið hvað fólki finnst um það. Í meginatriðum legg ég upp úr því að unnið sé í hópum í fyrirtækinu og að hér sé í raun mjög flatt skipu- lag. Ég tel að þetta fyrirkomulag henti fyrirtækinu vel, ekki síst þegar mikið er að gera. Verksmiðjan er í gangi allan sólarhringinn allt árið. Þess vegna skiptir miklu máli að starfsmenn geti gripið inn í við ákvarðanatöku. Hér skapast oft þannig aðstæður að hinn almenni starfsmaður þarf að taka mikilvægar ákvarðanir og því höfum við lagt ríka áherslu á að auka þekkingu og menntun starfsmanna, meðal annars með Stóriðjuskólanum. Þar miðar nám að því að starfsmenn allir og vinnuhópar séu færir um að taka ákvarðanir sjálfir og það gerist í mun meira mæli nú en áður var. Ég held að óhætt sé að fullyrða að starfsmenn hér hafi rýmri heimildir og meiri völd til þess að taka ákvarðanir en þekkist hjá álverum annarsstaðar. Þetta hef- ur gefist vel auk þess sem störfin verða meira spennandi og starfs- ánægja fólks meiri.“ – Hvernig heldur þú að standi á því að svona fáar konur gegna stjórn- unarstörfum í samfélaginu? „Ástæðurnar eru trúlega margar. Konur eiga almennt erfitt uppdráttar að komast í slíkar stöður og búa við aðrar hefðir en karlar í okkar þjóð- félagi. Mér sýnist að oft á tíðum séu gerðar meiri kröfur til kvenna en karla og þær séu harðar dæmdar af verkum sínum en þeir.“ – Hefurðu fundið fyrir því sjálf? „Ég er ekki frá því að mér finnist viðhorf til kvenna í stjórnunarstöðum oft vera óbilgjörn. Ýmislegt sem þyk- ir styrkur hjá karlstjórnanda þykir frekja og yfirgangur hjá konu í stjórnunarstöðu og líklegra að konur séu kallaðar ýmsum nöfnum. Því má samt ekki gleyma að konur hafa lengst af síður en karlar menntað sig til þess að stýra fyrirtækjum og hafa kannski ekki verið eins tilbúnar og þeir til að mæta þeim kröfum sem stundum eru gerðar til stjórnenda. En á þessu hefur orðið mikil breyting og nú skortir hvorki menntun né vilja hjá stórum og afar öflugum hópi kvenna. Eins getur verið að konur vilji síður en karlar vinna langan vinnudag en að mínu mati þarf lengd vinnudagsins alls ekki að vera í jöfnu hlutfalli við gæði stjórnunarinnar. Oft verður löng viðvera á vinnustað stíll eða stæll frekar en þörf eða nauðsyn. Svo er líka staðreynd að konur setja frekar en karlmenn börn og heimili í forgang og á það alls ekki bara við um Ísland. Konurnar sem ég kynntist og voru í stjórnunarstöðum hjá AluSuisse, fyrrverandi eiganda álversins, voru til dæmis flestar ein- hleypar og hættu þegar þær giftu sig.“ – Hefurðu sjálf orðið fyrir óbil- gjörnum viðhorfum í tengslum við störf þín fyrir Alcan? „Ég hef verið lengi í þessu starfi og hef séð og heyrt ýmislegt á þeim tíma. En maður venst þessu og tekur málum öðruvísi en í fyrstu. Sem bet- ur fer hefur líka margt breyst. Ég sé til dæmis að staða kvenna sem koma hér til starfa á svipuðum forsendum og ég gerði á sínum tíma er öll önnur en var og þeim er öðruvísi og miklu betur tekið. Þegar ég byrjaði að vinna í álverinu voru karlarnir óvanir því að vinna með konum en eftir því sem árin hafa liðið og konunum fjölg- að hefur þetta breyst. Nú leggja þeir oft til að konur taki forystu í ýmsum málum sem þeim hefði ekki komið í hug áður fyrr. Það er vissulega af hinu góða. Annars tel ég jafnrétt- ismál hér á landi langt frá því að vera í góðu lagi. Það er til dæmis ekki í lagi að engin kona skuli gegna stöðu bankastjóra og hvað konur eiga erfitt uppdráttar í stjórnmálum. Mér finnst það algerlega óásættanlegt að ég tali nú ekki um launamun kynjanna sem ekkert getur réttlætt.“ Rannveig segir mikilvægt að stjórnandi sé venjuleg manneskja sem lifi venjulegu lífi og takist á við mál sem aðrir eru að kljást við. „Ég held að erfitt sé að skilja málefni venjulegs fólks ef maður lifir sjálfur ekki venjulegu lífi og það á jafnt við um bæði kynin. Mér virðist samt samfélagsgerðin valda því að konur þurfi frekar á stuðningi maka að »Ég sé til dæmis að staða kvenna sem koma hér til starfa á svipuðum forsendum og ég gerði á sínum tíma er öll önnur en var og þeim er öðruvísi og miklu betur tekið. Tækniþróunarsjóður kynningarfundur í Húsi atvinnulífsins 30. janúar Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 30. janúar kl. 8.30–10.00. Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum en umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. febrúar Dagskrá Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður Samtaka iðnaðarins, er fundarstjóri. Sveinn Þorgrímsson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, gerir grein fyrir hlutverki sjóðsins. Snæbjörn Kristjánsson og Oddur Már Gunnarsson, starfsmenn Rannís, fjalla um umsóknar- og matsferli sjóðsins. Tvö verkefni kynnt sem hlutu stuðning haustið 2006: • Svefngreiningartæki fyrir börn, Kolbrún E. Ottósdóttir, Nox Medical ehf. • Hröð skref í spelkusmíði, Örn Ólafsson, STS - Styrkur og stoð hf. Boðið verður upp á morgunverð á fundinum. Tækniþróunarsjóður heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.