Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 27 tryggir að Hafnfirðingar geta treyst því að umhverfismálin verði í eins góðu lagi og nokkur kostur er. Auð- vitað vonast ég til þess að sam- komulagið styrki stöðu okkar gagn- vart afstöðu bæjarbúa til muna. – Nú er kosningabarátta fram- undan og óhætt er að segja að við- brögðin við gjöf sem Alcan sendi inn á hvert heimili í Hafnarfirði hafi verið blendin. Hvernig horfir kosninga- baráttan við þér? „Kosningarnar framundan eru fyr- irtækinu gríðarlega mikilvægar og við förum ekki í felur með það. Það er nauðsynlegt að upplýsingar um stækkunina komist á framfæri og við ráðgerum að kynna okkar málstað rækilega fyrir bæjarbúum á næstu vikum og mánuðum. DVD diskurinn með stórglæsilegum tónleikum Björgvins Halldórssonar og Sinfón- íuhljómsveitarinnar sem við sendum Hafnfirðingum vakti mikil viðbrögð og við fengum þakkir frá mörgum í bænum, bæði með tölvupósti og sím- tölum. Við bjuggumst hins vegar við því að andstæðingar stækkunarinnar myndu gangrýna framtakið og því komu þessi viðbrögð ekki á óvart. Staðreyndin er samt sem betur fer sú að flestir voru ánægðir með send- inguna, enda hún hugsuð sem endir á vel heppnuðu afmælisári en á því höf- um við gert ýmislegt til að minnast 40 ára afmælis álversins.“ – Áttu marga diska á lager sem skilað hefur verið? „Nei, því aðeins ríflega 30 diskum hefur verið skilað af þeim hátt í átta þúsund sem fóru í dreifingu og hafa þeir allir farið aftur út til heimila sem hringdu í okkur og höfðu einhverra hluta vegna ekki fengið disk sendan heim.“ – Áramótakveðja starfsmanna var jafnframt gagnrýnd. Var sú gagnrýni sanngjörn? „Nei, alls ekki, en hún sýnir hvað málið er viðkvæmt. Starfsmenn ál- versins í Straumsvík hafa sent lands- mönnum jóla- og áramótakveðjur ár- um saman en í ljósi umræðunnar um stækkun vakti auglýsingin óvenju mikla athygli að þessu sinni. Ég verð samt að viðurkenna að það kom mér á óvart að gerð auglýsingarinnar skyldi verða sérstakt fréttaefni enda hún í sjálfu sér ekki frábrugðin því sem stærstu fyrirtæki landsins gera yfir hátíðarnar. Annað merki um hvað málið er viðkvæmt er gagnrýnin sem kom fram á kostun okkar á um- ræðuþættinum Kryddsíld á gaml- ársdag. Enginn hafði gert at- hugasemdir við að þannig var málum líka háttað árinu áður og því þáðum við boð sjónvarpsstöðvarinnar um að endurtaka leikinn.“ – Hvaða skoðun hefur þú á hug- myndum um byggingu fleiri álvera hér á landi? „Án þess að ég vilji á þessu stigi mála blanda mér inn í umræðuna um hugsanlega byggingu álvera annars staðar á landinu er nauðsynlegt að benda á þann augljósa kost sem felst í því að auka framleiðslugetu þar sem álver er þegar starfandi samanborið við að byggja upp á nýjum stað. Í því ljósi er skynsamlegt að hlúa að þeim fyrirtækjum sem þegar eru starfandi hér og tryggja að þau hafi forsendur til þess að blómstra. Rekstur álvers er mjög flókinn, sérhæfður og vanda- samur. Meginástæða þess hvað okk- ur hér í Straumsvík hefur vegnað vel er hvað við höfum gott starfsfólk en það tekur langan tíma að byggja upp þekkingu, reynslu og færni þeirra sem starfa í álveri.“ – Telur þú að sú mikla umræða sem átt hefur sér stað undanfarin misseri um virkjanir og stóriðju hafi skipt máli fyrir álverið í Straumsvík? „Það dylst engum að neikvæð um- ræða um virkjanir og stóriðju hefur magnast í landinu með tilkomu Kára- hnjúkavirkjunar og byggingar álvers í Reyðarfirði. Mér finnst sjálfri þessi umræða einkennast um of af upp- hrópunum og hún sé ekki alltaf á fag- legum nótum. Menn setjast ekki nið- ur í sjónvarpssal og ræða þessi mál á faglegum forsendum, velta fyrir sér kostum og göllum. Meiru skiptir hver hefur hæst og skrifar smellnustu greinina, hvort sem hún á við einhver rök að styðjast eða ekki. Þó að bent sé á rangfærslurnar og fólk gangist jafnvel við mistökunum hefur það ekki endilega fyrir því að leiðrétta þær. Mönnum virðist leyfast að full- yrða nánast hvað sem er og hafa uppi alls konar dylgjur án þess að þekkja mikið til mála. Fyrir bragðið eru ým- iss konar missagnir áberandi sem oft reynist nær ógerlegt að leiðrétta. Þetta á við um umræðuna um stækk- un álversins hér í Straumsvík eins og svo margt annað í okkar iðnaði. Sjálfri finnst mér fullyrðinga- og upphrópunarumræður vera á skjön við það sem búast hefði mátt við í vel upplýstu þjóðfélagi eins og okkar, en þær skjóta alltaf upp kollinum öðru hverju.“ Lífið utan vinnunnar – Hvernig er líf þitt utan vinnunn- ar? „Ég passa vel að verja sem mest- um tíma með fjölskyldunni. Hún er það sem skiptir mestu máli í lífinu. Við erum mjög samrýmd og það er stór hluti af áhugamálum mínum að vera með dætrunum og fylgjast með því sem þær eru að gera. Ég hef líka mikinn áhuga á handavinnu og finnst gott að setjast niður og sauma eða prjóna. Mér finnst spennandi að búa eitthvað til og reyni að passa að hafa alltaf með mér handavinnu þegar ég er að fara eitthvað. Reyndar keypti ég mér saumavél fyrir fyrstu launin sem ég fékk þegar ég byrjaði að vinna til sjós. Ég hafði þá miklu meiri tekjur en ég hafði haft og gat leyft mér þetta þannig að handa- vinnuáhuginn hefur lengi fylgt mér. Ég nýt þess líka að ferðast, bæði inn- an lands og utan. Þegar ég ræð sjálf för hef ég mest gaman af óskipulögð- um ferðum og að geta farið um í ró- legheitum. Mér finnst sérstaklega gaman að ferðast um Ísland enda þekki ég landið vel eftir að hafa farið víða um með pabba og finnst vænt um íslenska náttúru.“ – Ertu hrædd um að álver hafi slæm áhrif á landið? „Mér finnst mikilvægt og legg metnað minn í að standa þannig að rekstri þessarar verksmiðju að um- hverfið beri sem minnstan skaða af. Umhverfisvakningin sem hér hefur orðið gerir líka þær kröfur til okkar að við vöndum til verka og reynum að standa sem allra best að málum. Starfsfólk okkar er mjög meðvitað um mikilvægi umhverfisverndar og við erum stöðugt með það í huga að gera betur í þeim efnum. Ég tel meint umhverfisáhrif álvera stórlega ýkt í umræðunni. Það er mikilvægt að við nýtum með skynsamlegum hætti þá orku sem hér er að finna þó að við verðum auðvitað að gæta þess að fara ekki offari í þeim efnum. Við verðum að nýta á sem bestan og hag- kvæmastan hátt þau gæði sem landið býr yfir þannig að við getum átt hér gott líf og búið í þessu landi. Ég legg áherslu á að við verðum að beita skynsemi og jafnvægi og við megum ekki fara fram með neinu offorsi.“ – Hvernig sérðu framtíð dætra þinna fyrir þér miðað við stöðu kvenna í þjóðfélaginu í dag? „Framtíðin er í þeirra eigin hönd- um og það er mikilvægt að þær ráði för og velji sjálfar þá leið sem þær kjósa að fara í lífinu. Þeir voru ekki margir sem höfðu trú á þeirri leið sem ég sjálf valdi á sínum tíma, nema kannski pabbi sem taldi nám í vélsmíði ekkert fráleitt. Einhverjir gárungar veðjuðu líka um að ég ent- ist ekki í núverandi starfi nema í þrjá mánuði en árin eru samt orðin tíu! Ég held því að fólk geti ekki séð fyrir hvað verður en eins og aðrir foreldrar reyni ég að opna augu dætra minna fyrir þeim mögu- leikum sem þær eiga og kenna þeim það sem ég get. Að öðru leyti verða þær að fá að stýra sinni skútu á þann hátt sem þær sjálfar kjósa. Ég held hins vegar að það hljóti að koma að því að staða kvenna batni og þær muna þá vonandi njóta góðs af því.“ – Nú hafa ýmsar mælingar sýnt að konur eru frekar andvígar stóriðju en karlar. Hvers vegna heldurðu að það sé? „Ég held að ein ástæðan sé sú staðreynd að almennt sjá þær ekki fyrir sér að greinin bjóði upp á störf fyrir konur. Tiltölulega fáar konur sækja sér menntun í fögum sem stór- iðjan styðst við og því held ég að þær þekki hana ekki nógu vel. Annars er erfitt að segja til um það hverjir eru hlynntir og hverjir andvígir í þessum efnum því það er ekki endilega rödd meirihlutans sem heyrist hæst í hinni opinberu umræðu. Það breytir ekki þeirri staðreynd að þessi misserin er mikil umhverfisvakning í þjóðfélag- inu og málin eru skoðuð með öðrum hætti en áður. Sú vakning hefur ekki síður náð til okkar sem störfum í stóriðjunni en annarra.“ 17,4% 19,2% Sjóður 6* – aðallistinn Sjóður 10** – úrval innlendra hlutabréfa INNLENDIR HLUTABRÉFASJÓÐIR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 8 1 9 9 Nafnávöxtun árið 2006 skv. www.sjodir.is. *Verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. **Fjárfestingasjóður skv. lögum nr. 30/2003, um verðbréfa- og fjárfestingasjóði. 10 daga ferð – frábært tilboð! Sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins Kúbuveisla 22. febrúar - 4. mars frá aðeins kr. 79.990 Morgunblaðið, í samstarfi við Heimsferðir, býður áskrifendum sínum frábær tilboð í ferð til Kúbu 22. febrúar. Í boði er gist- ing á vinsælum gististöðum á Varaderoströndinni eða í Havanaborg. Kúba er ævintýri sem lætur engan ósnortinn. Þú kynnist stórkostlegri náttúrufegurð eyjunnar og þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Fjölbreyttir gistivalkostir í boði á frábæru verði. Þú velur hvort þú vilt dvelja í Varadero eða Havana í 10 nætur eða Havana í 5 nætur og Varadero í 5 nætur. Fjölbreyttir valkostir í boði! Þú sparar 10.000-40.000 kr. á mann Kúba Fyrst kemur - fyrst fær! Þú mætir með miðann sem fylgdi Morgunblaðinu í gær til Heimsferða, Skógarhlið 18, eða á einhverja af umboðsskrifstofum þeirra. Einnig er unnt að bóka tilboðið á www.heimsferdir.is 10 daga Kúbuveisla Morgunblaðsáskrifenda Verðdæmi og valkostir: Áskr. verð Alm. verð Þú sparar Varadero 10 nætur - m/morgunverði Hotel Villa Tortuga **+ 79.990 89.990 -10.000 Varadero 10 nætur - m/allt innifalið Hotel Villa Tortuga **+ 94.990 112.890 -17.900 Gran Caribe Barlovento ***+ 99.990 120.490 -20.500 Havana 10 nætur - m/morgunverði Hotel Occidental Miramar **** 89.990 103.490 -13.500 Havana 5 nætur m/morgunverði og Varadero 5 nætur m/allt innifalið Occidental **** / Villa Tortuga **+ 89.990 109.990 -20.000 Occidental **** / Barlovento ***+ 94.990 116.490 -21.500 Occidental / Barcelo Solymar ****+ 104.990 144.990 -40.000 Allt verð er miðað við gistingu í tvíbýli. Innifalið í verði er flug, skattar, gisting (fæði skv. því sem valið er) og fararstjórn. Sértilboð fyrir áskrifendur Morgunblaðsins! E N N E M M / S IA • N M 22 92 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.