Morgunblaðið - 28.01.2007, Side 28
atvinnulíf
28 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Aðdragandi stofnunar Slát-urfélags Suðurlands voruþær ógöngur sem útflutn-ingur sauðfjárafurða var í
um aldamótin. Stærsti útflutnings-
markaður íslenskra sauðfjárbænda
var í Bretlandi en þangað voru flutt
árlega 60–70 þúsund lifandi fjár.
Féð var keypt af breskum bændum
sem fóðruðu það í nokkra mánuði
fyrir slátrun. Bæði lömb og full-
orðið fé var flutt út. Með breskum
lögum árið 1896 var bannað að
flytja lifandi fé til Bretlands. Yf-
irskin bannsins var sjúkdómavarnir
en einnig hafði áhrif að hags-
munaaðilar í Bretlandi vildu bola
Íslendingum af markaðnum. Í dag
væri þetta kallað tæknileg við-
skiptahindrun. Við bannið féll þessi
útflutningur niður og mikil lækkun
varð á verði til bænda.
Nokkuð hafði verið flutt út af
söltuðu kjöti bæði til Bretlands og
Danmerkur. Slátrunin og söltunin
var í höndum einstakra kaupmanna
sem skiluðu bændum lágu verði
sem þeir þurftu yfirleitt að taka út í
vörum. Áföll voru tíð í þessum út-
flutningi vegna þess að ekki var
vandað til verka og slátrun fór fram
utanhúss við mjög ófullkomnar að-
stæður. Heilbrigðislögregla Kaup-
mannahafnar gerði upptæka heila
sendingu af saltkjöti um mitt ár
1904 og lét urða hana.
Þörf á úrbótum
Margir framámenn gerðu sér
grein fyrir því að mikilla úrbóta var
þörf og hvöttu til breytinga og þess
að Íslendingar stæðu sjálfir að
slátrun og verkun til að skapa sem
mest verðmæti fyrir bændur. Í
tímamótagrein sem Sigurður Sig-
urðsson búnaðarráðunautur birti í
Ísafold árið 1899 rekur hann vand-
ann og hvetur bændur til að koma
sér upp sláturhúsum með sam-
vinnufyrirkomulagi með svipuðum
hætti og gert var í Danmörku.
Þessi mál voru til umræðu á Al-
þingi frá árinu 1899 en það er ekki
fyrr en árið 1901 sem 2000 kr. voru
veittar til að styrkja stofnun slát-
urhúss og tilraunir til kjötsölu er-
lendis. Skeleggur talsmaður umbóta
var Bogi Th. Melsted sagnfræð-
ingur og alþingismaður sem ritaði
margar greinar frá árinu 1904 og
hvatti til breytinga. Bogi hélt fund
með Árnesingum og Rangæingum
við Þjórsárbrú síðsumars 1905 og
flutti þar fyrirlestur sem hann
nefndi „Verslun Íslendinga og sam-
vinnufélagsskapur“. Þar færði hann
rök fyrir því stærstur hluti ágóða af
viðskiptum með kjöt hefði verið
fluttur úr landi og var mjög gagn-
rýninn á kaupmannastétt. Hvatti
hann bændur eindregið til að setja
á stofn sameignarsláturhús sem
þeir ættu sjálfir. Miklar umræður
urðu á fundinum og voru í fram-
haldi hans kosnir þrír menn í nefnd
til að undirbúa stofnun einhvers
konar samvinnufélagsskapar. Þessir
menn voru Ágúst Helgason í Birt-
ingarholti, Eggert Benediktsson í
Laugardælum og Sigurður Guð-
mundsson bóndi í Helli (síðar Sela-
læk).
Nefndin hóf undirbúning félags-
ins og vildi að stofnað yrði eitt öfl-
ugt félag milli Skeiðarársands og
Snæfellsjökuls sem ræki sláturhús í
Reykjavík. Nefndin ritaði ýmsum
mönnum á svæðinu bréf og mæltist
til að kosnir yrðu fulltrúar til að
ráðgast um og undirbúa stofnun
sameignarsláturfélags. Var erindinu
yfirleitt vel tekið. Fundur var hald-
inn með öllum fulltrúunum í mars
1906 og samþykkt að stofna skyldi
sameignarsláturfélag og ákveðið að
leita stofnfjárframlaga. Lágmark
stofnbréfa var ákveðið 10 kr. Fund-
urinn samdi frumvarp til laga fyrir
væntanlegt sláturfélag á Suðurlandi
og fastnaði félaginu lóð á Frosta-
staðabletti í Reykjavík þar sem nú
heitir Skúlagata. Það var svo 28.
janúar 1907 sem stofnfundur Slát-
urfélags Suðurlands svf. var hald-
inn við Þjórsárbrú.
Ótrúlegur kraftur og framsýni
einkenndi rekstur Sláturfélagsins
SS stofnað til
að flytja út kjöt
Pylsugerð Danski kjötiðnaðarmeistarinn Alf Peder Nielsen þróaði uppskriftina að SS-pylsunni.
Mikill kraftur og framsýni hefur
einkennt rekstur félagsins allt frá byrjun.
allt frá byrjun. Árið 1907 var reist
myndarlegt sláturhús í Reykjavík,
það fyrsta í landinu. Slátrað var á
Skúlagötu allt til ársins 1971.
Útflutningur kindakjöts var
veigamikill í starfsemi SS í byrjun
og nauðsynlegur til að koma í verð
öllu því kjöti sem framleitt var.
Strax árið 1908 náði félagið góðum
árangri í sölu á saltkjöti og inn-
leiddi betri vinnsluaðferðir en tíðk-
ast höfðu og hóf meðal annars að
flokka kjöt og láta dýralækni
stimpla allt útflutningskjöt þótt
ekki væri gerð krafa um það. Salt-
kjöt var flutt til Danmerkur og síð-
ar til Noregs. Heildarumsvif voru
gríðarmikil og voru mest flutt út
um 2500 tonn af saltkjöti frá öllum
sláturhúsum landsins rétt fyrir árið
1930.
Árið 1908 opnaði félagið tvær
matvöruverslanir, Matardeildina í
Hafnarstræti og Kjötbúðina í
Bankastræti 10 en henni var lokað
eftir rúmt ár þar sem hún bar sig
ekki. Þriðja verslun SS var Mat-
arbúðin á Laugavegi 42 og sú fjórða
við Njálsgötu 23 og hét því
skemmtilega nafni Hrossadeildin en
sérgrein þessarar verslunar átti að
vera sala hrossaafurða. Allt til árs-
ins 1922 versluðu sölubúðir SS ein-
göngu með afurðir sem keyptar
voru af félagsmönnum og þurfti því
ekki á verslunarleyfi að halda. En
árið 1922 keypti félagið versl-
unarleyfi til að geta jafnframt selt í
verslunum sínum ýmsar útlendar
vörur og vera þannig meira við hæfi
viðskiptamanna sinna. Alls urðu
verslanir sem Sláturfélagið opnaði
15 að tölu. SS rak svínabú á Skúla-
götu frá árinu 1908 og allt til ársins
1920. Vegna skorts á svínakjöti var
svínabú aftur sett á stofn um 1930
S
láturfélag Suðurlands hef-
ur fengið úthlutað lóð
undir framtíðarstarfsemi
sína á höfuðborgarsvæð-
inu og er félagið að hefja
undirbúning byggingarframkvæmda.
Þá er félagið að hefja innflutning á
fóðurblöndum með það að markmiði
að bjóða bændum 10–20% lægra verð
en þeir hafa átt kost á fram að þessu.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, segir að félagið,
sem í dag fagnar 100 ára afmæli, sé í
sóknarhug.
Farsæl ákvörðun að
flytja til Hvolsvallar
Steinþór sagði að það væri mikið
fagnaðarefni fyrir SS að Reykjavík-
urborg skyldi hafa úthlutað félaginu
lóð, en félagið hefur allt frá árinu
1998 sótt um lóð fyrir framtíð-
araðstöðu sína á höfuðborgarsvæð-
inu. Árið 1993 flutti Sláturfélagið að-
stöðu sína í Reykjavík frá Skúlagötu
20 að Fosshálsi 1 og hefur verið þar
síðan. Hann sagði að húsnæðið á
Fosshálsi hefði fengist á mjög hag-
stæðum kjörum, en félagið hefði á
þeim tíma ekki haft ráð á dýrari
húsakosti. Fossháls 1 var byggður
fyrir bílaumboð og sagði Steinþór að
það hefði alla tíð hentað illa fyrir
birgðahald og vörudreifingu félagsins
og hefði hamlað starfseminni síðustu
ár. Nýja lóðin er við Hádegismóa við
Rauðavatns. Steinþór sagði staðsetn-
inguna henta starfseminni mjög vel.
Samningar tókust við ríkið um að það
keypti húsið, en SS fengi á móti
nokkrar húseignir sem ríkið vildi
losna við, auk peninga. Fjármagnið
sem fékkst út úr þessum viðskiptum
notaði SS til að flytja alla kjötvinnslu
félagsins úr gamla húsinu við Skúla-
götu á Hvolsvöll. Á Hvolsvelli var SS
nýlega búið að reisa sláturhús, en
húsið var stækkað og því breytt í
kjötvinnslu.
Steinþór sagði að þessar aðgerðir
hefðu verið mjög rótækar, en einnig
bráðnauðsynlegar. Þetta hefðu
reynst afar farsælar ákvarðanir og
haft mikla þýðingu fyrir Hvolsvöll
ekki síður en Sláturfélagið. Mjög
dauft hefði verið yfir atvinnulífi bæj-
arins á þessum tíma og það hefði ver-
ið mikil vítamínssprauta fyrir bæinn
að fá yfir 100 störf á skömmum tíma.
Það voru sumir ósáttir við að slát-
urhúsið á Hvolsvelli, sem var nýtt og
glæsilegt hús, væri lagt niður og því
breytt í kjötvinnslu. Steinþór sagði
hins vegar að það hefði verið full-
komlega óraunhæft af SS að reka
fimm sauðfjársláturhús og slátra
stórgripum á fjórum stöðum, eins og
félagið gerði á þessum tíma. Það væri
mjög óhagkvæmt að reka svona
mörg sláturhús og árunum þar á eftir
hefði félagið því lokað þessum húsum
einu af öðru. Í dag rekur SS aðeins
„Neytendur vilja að framleiðslan
sé rekin með hagkvæmasta hætti“
Sláturfélag Suðurlands
fagnar í dag 100 ára af-
mæli. Steinþór Skúla-
son, forstjóri félagsins,
ræddi við Egil Ólafsson
um stöðu félagsins og
framtíðaráform.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Pylsur Vinsælasta framleiðsluvara Sláturfélagsins eru SS-pylsur, en þær eru framleiddar á Hvolsvelli.
Í HNOTSKURN
» Sláturfélag Suðurlands ersamvinnufélag sem bygg-
ist á því að hver félagsmaður
fari með eitt atkvæði óháð
hlut sínum í félaginu.
» Öll kjötvinnsla SS varflutt til Hvolsvallar árið
1991 sem hafði miklar breyt-
ingar í för með sér á starfsemi
fyrirtækisins.
» SS fékk nýlega úthlutaðlóð við Hádegismóa í
Reykjavík.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
gerðar eru breytingar á húsnæðis-
málum Sláturfélagsins eftir að Stein-
þór gerðist forstjóri þess. Félagið var
í erfiðleikum um miðjan níunda ára-
tuginn þegar það hafði hafið bygg-
ingu kjötvinnslu og höfuðstöðva á
Kirkjusandi í Reykjavík. Þar sem fé-
lagið hafði ekki fjármagn til að ljúka
við bygginguna var tekin sú ákvörð-
un að selja húsið við Kirkjusand.
Saga SS vörumerkisins
SS vörumerkið er eitt þekktasta innlenda vörumerkið á neytendamarkaði. Saga
vörumerkisins er mjög áhugaverð. Í upphafi var merkið mjög lýsandi! Kind með
ör í gegn og SS stafina. Síðar var kindin tekin burt en SS og örin voru eftir. Árið
1970 verður kokkahúfan fyrst til sem notuð hefur verið síðan með nokkrum
endurbótum síðan. Slagorðið „Gæðafæða bragðast best“ var notað um langt
árabil en frá árinu 1986 hefur slagorðið „Fremstir fyrir bragðið“ verið notað.