Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 34
tónlist 34 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir nokkrum árum ræddiég við nemendur mínaum nýjasta rekkjunaut-inn. Ég kvaðst hafa notið samvistanna við hann af þvílíkri áfergju að minnstu hefði munað að húsið brynni ofan af mér í jólafrí- inu. Stæk reykjarsvæla hefði bundið enda á ánægjustund í rúm- inu og logandi glampar inni í þvottahúsi valdið því að ég hringdi í ofboði í manninn minn í margra kílómetra fjarlægð og tilkynnti að kviknað væri í. Unga fólkinu þótti þetta góð saga, ekki síst þegar ég sagði því frá viðbrögðum eiginmannsins, sem skipaði mér með þjósti að skvetta á eldinn og kallaði mig síð- an góðkunningja slökkviliðsins. Skömmu áður hafði ég nefnilega kallað út slökkviliðið vegna leka úr brostinni leiðslu og einkenn- isklæddir menn könnuðust greini- lega við ringlaða konu á náttkjól, sem rokið hafði upp frá ynd- islegum rekkjunaut til að hafa símasamband við eiginmanninn og koma í veg fyrir stórbruna. En þegar ég sagði krökkunum ná- kvæm deili á rekkjunautnum létu þeir sér fátt um finnast og fannst hann varla hæfa bráðlifandi konu. Þetta var sem sé Jónas Hall- grímsson í frábærum búningi Páls Valssonar en bók hans kom út árið 1999. Þegar ég kvaddi þennan nem- endahóp um vorið minntist fulltrúi hans á rekkjunautinn í ágætri ræðu og sagði tíma til kominn að ég fengi mér annan hressari. Svo var mér afhent bók eftir rithöfund af yngri kynslóðinni í von um að hann færi enn betur í rúmi. Eftir nokkrar tilraunir gafst ég upp á honum og allmargar bækur hafa síðan goldið óþolinmæði minnar, kröfuhörku og samanburðarins við Jónas og Pál. Um þessi jól fengu þeir skæðan keppinaut þar sem fer tvíeykið Matthías Jochumsson og Þórunn Erlu Valdimarsdóttir. En Matthías er miklu þyngri og pláss- frekari í rúmi og oft gengur mér illa að hagræða okkur þannig að stundirnar veiti mér slíka ánægju sem Jónas þótt vissulega takist honum stundum að fá mig til að gleyma stund og stað. Í þessu skammdegi hef ég haft mikla gleði af enn öðrum rekkju- naut og hann hefur fylgt mér út á land og jafnvel til útlanda. Það er ljóðskáldið Hannes Pétursson með nýjustu bókinni sinni. Eiginlega fer hann best í rúmi af þeim þrem- ur enda létt í honum pundið þótt hann gangi stundum nærri mér til- finningalega. En út frá eftirfarandi hendingum er ljúft að sofna í tæru algleymi: Á heiðskírum nóttum virtist hljóðlega fetað af stjörnu á stjörnu- okkur heyrðist einhver stikla himingeiminn eins og læk. Góðir rekkjunautar HUGSAÐ UPPHÁTT Guðrún Egilson Þ ó að hún sé löngu kom- in í hóp vinsælustu og virtustu tónlistar- manna Bandaríkjanna, komin með á annan tug Grammy-verðlauna, er Norah Jones ekki orðin þrítug. Móðir hennar var hjúkrunarkona með mikinn áhuga á tónlist, en faðir hennar er sítarleikarinn kunni Ravi Shankar. Shankar kom lítið við sögu í uppvexti Jones og þegar hún var sextán ára gömul breytti hún nafni sínu úr Geethali Norah Jones Shankar í Norah Jones. Að því er Jones segir sjálf hafði faðir hennar engin áhrif á hana hvað tónlist varðar og hún segist í raun ekki hafa kynnt sér tónlist hans fyrr en á síðustu árum. Hún fékk tónlistaráhugann frá móður sinni og lærði sem barn að meta Billie Holiday og Ray Charles, að- allega Charles, en einnig Hank Williams, Willie Nelson og fleiri sveitatónlistarmenn. Fimm ára gömul fór hún að syngja í kirkju- kór og sjö ára byrjaði hún að læra á píanó og stundaði það nám af miklu kappi. Óskólaður söngvari Norah Jones hefur enga sér- staka skólun í söng, en segist í spjalli hafa lært söng með því að hlusta á aðra syngja, aðallega Bil- lie Holiday, „en svo átti móðir mín allar plötur sem Ray Charles gaf út og ég hlustaði mikið á hann“, segir hún. Sem píanóleikari nýtur Jones virðingar og hefur sýnt og sannað að hún er afbragðs djasspíanisti, þótt ekki sé mikið um hreinan djass á plötum henn- ar. Hún hefur þó vakið mesta at- hygli fyrir söng sinn og má nefna að hún hlaut tvenn Down Beat- skólaverðlaun fyrir djasssöng og lagasmíðar aðeins sautján ára gömul og önnur slík ári síðar. Norah Jones ólst upp í Dallas og nam þar píanóleik og djass- fræði. Að námi loknu fór hún í stutta ferð til New York og kunni svo vel við sig þar, meðal annars vegna þess að þar hitti hún kær- asta sinn og helsta samstarfs- mann, bassaleikarann Lee Alex- ander. Á næstu mánuðum hafði hún síðan í sig og á með því að spila á klúbbum, ýmist ein eða með lítilli hljómsveit, og söng inn á plötur. Í október 2000 tók hún síðan upp prufur af nokkrum lög- um eftir sjálfa sig og aðra og sendi til fyrirtækja í von um að fá plötusamning. Upptökurnar bár- ust Blue Note-útgáfunni, sem er eitt þekktasta fyrirtæki heims á sviði djassútgáfu, og þar á bæ voru menn fljótir að átta sig – buðu samning snimmhendis. Vorið 2001 byrjaði Jones síðan að taka upp fyrstu plötuna með dyggri aðstoð Alexanders. Lögin voru úr ýmsum áttum, sjálf átti hún þrjú lög á skífunni, Alexander fjögur og ýmsir sömdu restina, ein sjö lög. Fjölmargir djassarar koma við sögu á skífunni og Arif Mardin, sem var goðsagnakenndur fyrir vinnu sína með djass- listamönnum, hafði yfirumsjón með upptökunum. Þrátt fyrir það var tónlistin ekki hreinn djass, frekar djasskryddað popp, en líka áhrif úr kántrí- og sálartónlist, og þegar útgáfustjóri Blue Note heyrði útkomuna var hann ekki viss um að Blue Note væri rétta merkið, hann vildi gefa plötuna út merkta undirmerki Blue Note. Jones léði ekki máls á því og á endanum var platan gefin út sem Blue Note-plata. Hætti að vera svöl Fyrsta plata Norah Jones, Come Away With Me, kom svo út í febrúar 2002 og fór rólega af stað. Hún segist hafa verið ánægð með viðtökurnar framan af og út- gefandinn hafi líka verið sáttur. „Þegar ég fór að fást við tónlist, að spila opinberlega, vildi ég bara að fólki þætti það svalt sem ég væri að gera, en þegar eitthvað verður vinsælt þá er það ekki lengur svalt. Fyrstu mánuðina eft- ir að platan kom út kom oft fyrir að ég hitti fólk sem fannst platan frábær og mér fannst eins og ég væri ógeðslega svöl,“ segir hún og hlær við, „en þegar platan varð vinsæl hætti ég allt í einu að vera svöl.“ Come Away With Me spurðist vel út, svo vel að salan jókst hröð- um skrefum og haustið 2001 voru menn hjá Blue Note farnir að átta sig á því að þeir væru með eitt- hvað sérstakt í höndunum. Til er sú saga að vinsældir fyrstu plöt- unnar hafi gengið svo langt að Norah hafi beðið útgáfu sína um að hætta að selja hana, henni hafi þótt nóg komið. Hún hlær þegar þetta er rifjað upp og segir að í sögunni sé sannleiksbroddur. „Þegar ég heyrði að selst hefðu af plötunni milljón eintök fór ég til Blue Note og spurði hvort ekki væri hægt að draga aðeins úr aug- lýsingum, við værum þegar búin að selja mun meira en við bjugg- umst við – þetta væri eiginlega orðið gott,“ segir hún og bætir við að þessari uppástungu hafi ekki verið vel tekið. „Ég fékk eiginlega ógeð á sjálfri mér, andlitið á mér var úti um allt, lögin voru alls staðar og allir höfðu skoðun á því sem ég var að gera. Sjálf vissi ég varla hvað ég vildi, platan var til- raun og ég var ekki viss um hvort hún hefði heppnast nógu vel.“ Tíu milljónir í viðbót, takk Jones segir það hafa verið sitt lán að hún samdi við Blue Note, því þar fékk hún að vera í friði framan af, „en þegar platan fór yfir milljón eintök tóku menn við sér hjá móðurfyrirtækinu, EMI, og vildu selja tíu milljónir í viðbót. Þá byrjaði sölumennskan fyrir al- vöru og þó að ég skilji það ósköp vel, Blue Note er nú einu sinni plötufyrirtæki, þá hafði það vit- anlega ákveðin óþægindi í för með sér“. Japanski rithöfundurinn Haruki Murakami lét þau orð falla eitt sinn að hann hefði verið sáttur við hlutskipti sitt sem rithöfundur, seldi nóg af bókum sínum til að hafa í sig og á, allt þar til hann sendi frá sér metsölubók – áður fannst honum sem raunverulegir aðdáendur sínir væru að kaupa bækur hans, en þegar hann varð svo vinsæll velti hann því fyrir sér hvort þeir sem keyptu hefðu í raun áhuga á verkunum eða hvort hann væri bara kominn í tísku. Jones segir að álíka hafi hvarfl- að að sér, en ekki megi gleyma því að hún hafði aldrei kynnst því hvernig það væri að lifa af tónlist, hafi aldrei notið vinsælda – „ég fór beint úr því að vera sveltandi tónlistarmaður í að verða heims- þekkt. Ég upplifði það þó alltaf eins og fólk hefði fallið fyrir tón- listinni, enda fór platan þannig af stað, sótti smám saman í sig veðr- ið þangað til allt fór úr böndunum. Mér finnst það góð tilfinning að fólk kunni að meta tónlistina en vitanlega er fullt af fólki sem keypti plötuna vegna þess að hún var í tísku. Vonandi fór það síðan að hlusta og líkaði það sem það heyrði.“ Þegar upp var staðið seldust af Come Away With Me átján milljón eintök og Jones fékk að auki fimm Stjarna Norah Jones fór hraðferð upp stjörnuhimininn. Gefin fyrir innblástur Bandaríska söngkonan Norah Jones komst á allra varir með fyrstu plötu sinni sem varð gríðarvinsæl um heim allan. Árni Matthíasson ræddi við söngkonuna sem sagði honum að hún hefði eiginlega fengið nóg af vinsældunum á sínum tíma, en þriðja breiðskífa henn- ar kom út í vikunni. „Ég hlakka mjög til að geta farið að spila fyrir fólk og mig langar til að spila sem víðast, helst á stöðum sem ég hef ekki komið til áður, til að mynda á Íslandi, ég myndi gjarnan vilja spila þar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.