Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 37
steyputjöld að sjónlínum og byrgja
sýn til hafs og fjalla. Og í stað þess
að borgaryfirvöld tækju kósinn á
strandlengju iðandi af lífi og með
einu og öðru sem minnti á fyrri
tíma hefur allt verið burtkústað í
anda menningarbyltingarinnar í
Kína, og upp risið kuldaleg háhýsi,
bensínstöð, verksmiðju- og fyr-
irferðamiklar skrifstofubyggingar.
En þótt sumar hinar síðastnefndu
kunni að vera prýðilegur arkitektúr
sést þar ekkert kvikt utan bíla-
þvögu, auðn og tóm eftir að
skyggja tekur, hér um innfluttan
óskapnað að ræða sem hvarvetna i
útlandinu er jafnað við mein í borg-
arlíkömum.
Það hefur löngu farið sam-an, þá í forgrunni er ekkijarðtengdur þroski metn-aður og mannrækt, að
auðsöfnun hætti til að bera í far-
teski sínu vísi að andlegri fátækt.
Hvað á maður svo sem að halda sé
litið til kreppuáranna, að þrátt fyr-
ir fátæktina risu Háskólinn og
Gamli-Garður, Sundhöllin við Bar-
ónsstíg, Þjóðleikhúsið, ásamt fjölda
steinhúsa sem eru ekki einasta
borgarprýði heldur einhver þau
sterkbyggðustu og endingarbestu í
borgarlandinu. En strax eftir
heimsstyrjöldina síðari þegar Ís-
land var óforvarandis orðið eitt rík-
asta land í Evrópu fór þessum
vinnubrögðum hrakandi, vinnusið-
ferði annað, auk þess að á fáum ár-
um hvarf auðurinn út í veður og
vind, honum að stórum hluta skipt
út fyrir hismi og hjóm. Og nú þeg-
ar við státum af að vera ein ríkasta
þjóð í heimi virðist tilfinningin fyrir
varanlegum verðmætum, grunnein-
ingum hverrar metnaðarfullrar
þjóðarheildar, ámóta (van)
þroskaður. Viðhald Þjóðleikhússins,
einu af stórvirkjum kreppuáranna,
þesslegt að til samanburðar er ein-
ungis mögulegt að vísa til menning-
arsnauðra kotríkja, einræðis- og
þriðjaheimslanda. Til viðbótar hafa
ómetanleg menningarverðmæti far-
ið í súginn fyrir handvömm og ná-
nasarsemi hins opinbera, sé eitt-
hvað til sýnis er húsnæðið yfir
hlutina í skötulíki sbr. Nátt-
úrugripasafnið, og Listasafn Ís-
lands í dvergslíki og ófært um að
sinna hlutverki sínu um rismikla og
gagnsæja miðlun íslenskrar mynd-
listar.
Þrátt fyrir merkilega gott upplag
og afburða góða frammistöðu ís-
lenskra myndlistarmanna á er-
lendri grund lungann af síðustu
öld, er minnimáttarkenndin ennþá
viðvarandi. Fátt ef nokkuð gert til
að viðhalda ímynd þeirra sem
gerðu garðinn frægan þannig að
svo er komið að þeir eru flestum
gleymdir ytra. En ekki gleymist að
lyfta undir erlenda listamenn og
gera veg þeirra sem mestan og
hefur stundum einna helst svip af
því að viðkomandi séu í þjónustu
áróðursmeistara þeirra ytra. Metn-
aðarleysi fjölmiðla á viðgangi sjón-
mennta átakanlegt, sem kom
glögglega fram við ráðningu nýs
safnstjóra við Listasafn Íslands.
Staðan auglýst með lítilli klausu
sem jafnvel fór framhjá mér,
ólæknandi blaðafíklinum, og enginn
fjölmiðill sá sér skylt að rekja
garnirnar úr umsækjendunum, var
líkt sem um harla grunnfærðan við-
burð væri að ræða. Hefur þó
ómælt vægi að upplýsa hvatir um-
sækjenda og væntingar til embætt-
isins og sýn þeirra til framtíðar
safnsins, sem er sjálfsögð og lýð-
ræðisleg þjónusta við almenning.
Það með lokað fyrir að hann fengi
sett sig inn í málin og myndað sér
eigin skoðanir um kandídatana,
sem sumir voru alls óþekktir, jafn-
vel af innvígðum. Flestir listasögu-
fræðingar því miður ósýnilegir á
opinberum vettvangi sem ber ekki
vitni um tiltakanlegan metnað né
áhuga á viðgangi íslenskrar mynd-
listar, hvað þá miðlun heimslist-
arinnar til hins lítt upplýsta
fjölda …
Þá hafa neyðarlegar deilur erf-
ingja Kjarvals við borgina vakið at-
hygli myndlistarmanna, ekki ör-
grannt um að þeim þyki kynlega að
málum staðið og hyggja mín og
annarra að hér beri að fara samn-
ingaleiðina. Málið viðkvæmt og
mikilvægt að finna viðunnandi
lausn.
Undarleg staða er kominupp varðandi hin svo-nefndu listalán KBbanka, sem átti að vera
þriggja ára tilraunaverkefni. Veit
ekki betur en menn séu sammála
um að tilraunin hafi gengið upp
með miklum bravúr, öllum aðilum
til ávinnings, en nú er mörgum
spurn hvers konar tilraun þetta
hafi verið úr því bankinn hefur
dregið sig í hlé. Væri fróðlegt að
vita ástæðuna og fá greinargóð
svör.
Nú eru kosningar til Alþingis í
nánd en framar venju setur enginn
flokkanna listir og menningarmál
sérstaklega á oddinn eins og að hér
sé um léttvæga afgangsstærð að
ræða. Svo er nú alls ekki raunin
annars staðar á Norðurlöndum,
hvað þá meðal stórþjóðanna, hér þó
einmitt málaflokkur sem hollt væri
að sinna og draga þá dám af þeim í
útlandinu, helst þeim 100 ef ekki 10
bestu, eða verðum við áfram og um
alla framtíð þjóð sjálfumgleði fyr-
irhyggjuleysis, fótanuddtækja og
flugelda?
Og loks ekki úr vegi að líta rétt
aðeins til þess, að sá hálfi millj-
arður sem skotið var upp í loftið á
tveim klukkustundum nú um ára-
mótin hefði trúlega dugað til að
reisa geymsluhúsnæði undir marg-
vísleg menningarverðmæti á hrak-
hólum. Umfangsmikið rými sem
héldi eldi og brennisteini …
D
A
N
S
A
Ð
U
!
S
TA
TT
U
Ú
TI
ÍH
O
R
N
I
Hallur Guðjónsson,
Cand. Psych. Sálfræðingur
Tímapantanir í síma 822 7208
eða á hallur@hallur.is
Sálfræðiþjónusta
Skúlatúni 6, 105 Reykjavík
Veitum ráðgjöf og meðferð fyrir
einstaklinga og pör vegna margvíslegra
erfiðleika s.s. þunglyndis, kvíða, streitu,
depurðar og kynlífsvandamála.
Veitum einnig áfallahjálp skv. ICISF
( International criticl incident stress foundation)
Cecilia Steinsen
Hallur Guðjónsson
Cecilia Steinsen,
Cand. Psych. Sálfræðingur.
Tímapantanir í síma 866 4943
eða á cecilia@salarlif.is
MINNEAPOLIS
– ST. PAUL
ORLANDO BOSTON
HALIFAX
GLASGOW
LONDON
STOKKHÓLMUR
HELSINKI
KAUPMANNAHÖFN
OSLÓ
BERLÍN
FRANKFURT
MÜNCHEN
MÍLANÓ
AMSTERDAM
BARCELONA
MANCHESTER
PARÍS
NEW YORK
BALTIMORE –
WASHINGTON
REYKJAVÍK
ÍSLAND BERGEN
GAUTABORG
STYRKIR VERÐA VEITTIR TIL BARNA Á ALDRINUM 6-16 ÁRA
Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og
viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum
þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda,
kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert yfir 100 börnum
og fjölskyldum þeirra kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi
fjölskylduferð. Landsbankinn annast fjárhald sjóðsins.
Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir.
Umsóknarfresturinn er til 1. mars 2007.
Úthlutað verður úr sjóðnum sumardaginn fyrsta 19. apríl 2007.
+ Umsóknareyðublöð eru á www.vildarborn.is
UMSÓKNIR UM FERÐASTYRKI
VILDARBARNA ICELANDAIR
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
58
99
0
1
/0
7