Morgunblaðið - 28.01.2007, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
100 ÁRA JAFNRÉTTISBARÁTTA
Kvenréttindafélag Íslands fagn-aði í gær, laugardag, 100 áraafmæli. Að öðrum frumkvöðl-
um, sem stóðu að stofnun þess, ólöst-
uðum átti Bríet Bjarnhéðinsdóttir þar
stærstan hlut að máli.
Í fyrirlestri, sem Bríet hélt árið 1887
og markaði þá mikil tímamót, sagði
hún: „En konurnar eru frá fæðingunni
ákvarðaðar til sinna vissu starfa, sem
kölluð hafa verið kvennaverk, hvort
sem þeim mundu láta þau vel eða illa.
Drengirnir hafa átt að verða menn,
sem gætu orðið færir um að ryðja sér
sjálfir braut til gæfu og gengis. En
stúlkurnar hafa átt að verða konur,
sem hefðu sinn takmarkaða verka-
hring í búri og eldhúsi. Það er að segja:
verur, sem stæðu skör lægra í öllu til-
liti, sem ekki hefðu annað takmark í
lífinu en að snúast í kringum karl-
mennina og gjöra þeim lífið sem þægi-
legast, og sem ættu að gefa sig með lífi
og sál einungis að þessu ætlunarverki.
Þær ættu að eiga góða daga, ef feður
þeirra og eiginmenn leyfðu, en hefðu
þó engan rétt til að fá sama uppeldi og
lifa sama lífi og bræðurnir. Þær þyrftu
ekki og ættu ekki að hugsa um annað
en búið og börnin, það væri hið eina,
sem þeim kæmi við.“
Á fyrstu árum Kvenréttindafélags-
ins fengu konur miklu áorkað í jafn-
réttisbaráttunni. Baráttan fyrir kven-
frelsi fór í raun saman við baráttu
þjóðarinnar fyrir frelsi sínu og sjálf-
stæði. Á þessum árum, þegar Ísland
hafði nýlega fengið heimastjórn, voru
samþykkt lög, sem þá voru einsdæmi í
heiminum og fólu í sér fyrirvaralaust
jafnrétti kvenna og karla til menntun-
ar og allra opinberra embætta. Sama
ár, 1911, samþykkti Alþingi lög um
kosningarétt kvenna en hann hlaut
ekki staðfestingu konungs fyrr en fjór-
um árum síðar.
Stór skref voru þannig stigin í upp-
hafi, ekki sízt að tilstuðlan Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur, sem tókst að gera
bandalag við fyrsta íslenzka ráð-
herrann, Hannes Hafstein. Næstu ára-
tugina hvarf formlegt misrétti kvenna
og karla.
Þótt lagaleg staða kynjanna sé nú
jöfn, blasir það við alls staðar í sam-
félagi okkar að langt er í land að ná
fullu jafnrétti.
Vissulega er staða kvenna í dag allt
önnur en hún var árið 1907. Konur
sækja sér í dag frekar háskólamennt-
un en karlar. Atvinnuþátttaka kvenna
er óvíða meiri en á Íslandi. Í alþjóð-
legum samanburði standa íslenzkar
konur alla jafna vel.
Ennþá búum við þó við þann raun-
veruleika, að örfáar konur eru í æðstu
stjórnunarstöðum samfélagsins, sem
veita mest áhrif á þróun þess. Þetta á
alveg sérstaklega við í atvinnulífinu,
en líka í stjórnsýslunni og á Alþingi og
í sveitarstjórnum. Konur hafa lægri
laun en karlar og eru oft í stöðu hins
undirokaða; fórnarlömb heimilisof-
beldis og kynferðisofbeldis.
Frumkvöðlarnir, sem stofnuðu
Kvenréttindafélag Íslands árið 1907
sáu alveg áreiðanlega fyrir sér að kon-
ur og karlar myndu hafa sömu áhrif og
völd í samfélaginu, eiga jafnan þátt í
mótun þess og þróun. Vafalaust áttuðu
þær sig á að það tæki tíma. En eru
hundrað ár ekki of langur tími?
Margar konur eru í dag í þeirri
stöðu að „ryðja sér sjálfar braut til
gæfu og gengis.“ En ennþá höfum við
þó ekki losnað við þann hugsunarhátt,
að konur eigi að hugsa um bú og börn.
Ennþá bera konur meginábyrgðina
heima við, jafnvel þótt þær vinni líka
fulla vinnu á vinnumarkaðnum. Karlar
hafa ekki axlað sína ábyrgð á þeim
vettvangi, þótt konur hafi tekizt á
hendur ný verkefni utan heimilisins.
Sennilega liggur meginveikleiki
jafnréttisbaráttunnar undanfarin 100
ár í því, að karlar hafa ekki litið á hana
sem sína baráttu. Það er hins vegar að
breytast. Og það er lykillinn að því að
ljúka því starfi, sem stofnendur Kven-
réttindafélags Íslands hófu, að bæði
kyn taki höndum saman um að ná
raunverulegu jafnrétti.
Í
slenzka bankaævintýrið heldur áfram.
Það varð ljóst í gær, föstudag, þegar af-
komutölur Landsbanka Íslands voru
kynntar í London og í ljós kom, að
hagnaður bankans á síðasta ári var
langt umfram það, sem búizt hafði verið
við, eða um 40 milljarðar króna.
Þegar horft er að auki til blómlegrar starfsemi
Kaupþings banka og Glitnis fer tæpast á milli
mála, að fjármálastarfsemi er orðin veigamikill
þáttur í þjóðarbúskap okkar Íslendinga og þar að
auki alþjóðleg.
Fyrir nokkrum áratugum voru til bjartsýnis-
menn á Íslandi, sem héldu því fram, að þetta gæti
gerzt, en fáir hlustuðu á þá. Nú er þetta orðin
óumdeild staðreynd.
Það fer heldur ekki á milli mála, að hér er um
að ræða beinan árangur af einkavæðingu rík-
isbankanna. Hún hefur augljóslega leyst úr læð-
ingi þá krafta, sem ekki var hægt að sjá fyrir
þegar þær ákvarðanir voru teknar.
Gífurlegur uppgangur bankanna hefur vakið
þá spurningu meðal almennings, hvort ríkisbank-
arnir hafi verið seldir á of lágu verði. En á móti
má spyrja: hver gat séð fyrir þann ótrúlega upp-
gang, sem síðan hefur orðið hjá bönkunum?
Sjálfstraust bankanna beið nokkurn hnekki
snemma á síðasta ári, þegar álitsgerðir greining-
ardeilda erlendra fjármálafyrirtækja streymdu
að úr öllum áttum með neikvæðum umsögnum.
En tæpast fer lengur á milli mála, að bankarnir
hafa unnið vel úr þeim vandamálum, þeir hafa
lært af reynslunni og sennilega hefur sú ágjöf
orðið þeim til góðs, þegar horft er fram á veg.
Íslenzku bankarnir eru orðnir alþjóðlegir í
þeim skilningi, að starfsemi þeirra nær nú til
margra landa og margra heimsálfa. Það hefði
þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum áratug-
um. En með því er tryggt, að þótt bakslag komi í
þann efnahagslega uppgang, sem hér hefur ríkt,
þarf það ekki að koma niður á starfsemi bank-
anna, svo nokkru nemi.
Þegar nokkuð skýr mynd var að birtast af vel-
gengni bankanna höfðu margir áhyggjur af því,
að þeir yrðu eins konar kjarni í blokkarmyndun í
íslenzku viðskiptalífi og fyrirtækin fylgihnettir
þeirra. Smátt og smátt hefur það gerzt, að fjár-
málafyrirtækjum hefur fjölgað, og þótt marg-
vísleg tengsl séu á milli þeirra gerir þessi fjölgun
það að verkum, að sviðið hefur stækkað og þar
eru fleiri leikendur á ferð en fyrir nokkrum miss-
erum. Þetta er jákvæð þróun alveg með sama
hætti og það er jákvætt, að stórum og öflugum
fyrirtækjum hefur fjölgað þannig að völd og áhrif
í viðskiptalífinu eru ekki á jafn fárra höndum og
fyrir nokkrum misserum.
Hið sama gerðist á öðrum sviðum viðskiptalífs-
ins undir lok síðustu aldar og var þá um það
fjallað hér á þessum vettvangi.
Útrás íslenzku fyrirtækjanna, sem Ragnar
Kjartansson, þá stjórnarformaður Hafskips,
gerði fyrst að umtalsefni á skipulegan hátt fyrir
aldarfjórðungi eða svo er orðin að veruleika ekki
bara af hálfu stórra íslenzkra fyrirtækja heldur
fjölgar stöðugt þeim millistóru fyrirtækjum, sem
leita fyrir sér á erlendum vettvangi með býsna
góðum árangri.
Áður var það verkefni ríkisstjórnar og Alþingis
að leita leiða til að skjóta fleiri stoðum undir af-
komu þjóðarbúsins, sem fyrst var gert með
samningum um byggingu álversins í Straumsvík.
Nú hefur einkareksturinn tekið við þessu hlut-
verki og hver tekur í sínu horni ákvarðanir, sem í
raun þýða að afkoma þjóðarbúskapar okkar hvílir
á fleiri stoðum en áður. Það er liðin tíð að verð-
lækkun á frystum fiski á Bandaríkjamarkaði geti
valdið kreppu á Íslandi eins og gerðist upp úr
miðjum Viðreisnaráratugnum.
Allt er þetta jákvæð þróun, þótt vaxtarverk-
irnir hafi stundum verið miklir og raunar ekki við
öðru að búast.
Á síðasta ári opnuðust augu manna fyrir því, að
íslenzku bankarnir höfðu fjármagnað sig að um-
talsverðu leyti með lánum, sem tekin voru á al-
þjóðamörkuðum til stutts tíma, og þurfti þá ekki
lengur að spyrja hvaðan peningarnir komu en
það var helzta spurning erlendra fjölmiðlamanna,
sem hingað komu.
En nú hefur það gerzt að Landsbankinn hefur
náð ótrúlegum árangri í uppbyggingu innlána í
Bretlandi. Raunar fer ekki á milli mála, að sú
þróun hefur komið forráðamönnum bankans
sjálfs mjög á óvart. Aukning á innlánum bankans
á árinu 2006 varð yfir 100% og kom fyrst og
fremst fram á þremur síðustu mánuðum ársins í
Bretlandi. Þar streymdu 100 milljarðar inn á inn-
lánsreikninga í bankanum á svo stuttum tíma.
Það er merkileg þróun sem jafnframt veldur því
að bankinn er ekki jafn háður lántökum á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum og áður. Það hlýtur að
vera áhugavert rannsóknarefni fyrir markaðs-
menn að finna út úr því hver er rótin að þessum
mikla árangri í innlánum.
Krónur og evrur
F
yrir nokkru var skýrt frá því, að
fjárfestingarbankinn Straumur-
Burðarás mundi framvegis gera
reikninga sína upp í evrum og í
kjölfarið fór af stað orðasveimur
um, að Kaupþing banki mundi
gera slíkt hið sama. Í fréttaskýringu Agnesar
Bragadóttur, sem birtist á forsíðu Morgunblaðs-
ins í dag, laugardag, er fjallað um álitamálin í
þessu sambandi.
Í þeim miklu umræðum, sem fram fóru fyrir
ári um íslenzku bankana og stöðu þeirra, kom
fram, að þeir fengju betra lánshæfismat en ella
og þar með betri kjör á alþjóðlegum lánamörk-
uðum vegna þess, að greiningardeildir erlendu
fjármálafyrirtækjanna gengju út frá því sem vísu,
að íslenzka ríkið mundi koma þeim til hjálpar ef á
bjátaði. Og raunar ástæða til að ætla, að það hafi
komið til alvarlegrar umræðu sl. vor, þegar verst
lét.
Fulltrúar íslenzka ríkisins hafa aldrei sagt það
beinum orðum við fulltrúa greiningardeilda er-
lendu fjármálafyrirtækjanna að slík aðstoð yrði
veitt ef á þyrfti að halda. Hins vegar hafa þeir tal-
að á þann veg, að skilja mátti að það yrði gert.
Ef íslenzku bankarnir færðu reikningsskil sín
yfir í evrur má spyrja, hvort slík vísbending yrði
áfram til staðar. Telja má nokkuð víst, að svo yrði
ekki, og alls ekki ef bankarnir allir eða einhver
þeirra tækju ákvörðun um að flytja sig af landi
brott eins og raddir hafa heyrzt um að gæti gerzt.
Af þeim sökum gæti lánshæfismat þess banka,
sem færði sig yfir í evrur, lækkað og þar með
lánakjör hans á alþjóðlegum fjármálamörkuðum
Laugardagur 27. janúar
Reykjavíkur
Skóli Skuggamyndir úr Flensborgarskóla í Hafna
30. janúar 1977: „Þar að auki
er reynslan auðvitað sú, að
einokun, hvort sem hún er hjá
samvinnufyrirtæki, einkafyr-
irtæki eða ríkisfyrirtæki, er
öllum til bölvunar. Svo til al-
ger einokun samvinnuhreyf-
ingarinnar á gærum hefur t.d.
á síðustu mánuðum leitt til
harðra deilna og yfirvofandi
hættu á lokun einkafyrirtækis
á Sauðárkróki. Sú deila virð-
ist nú að nokkru leyst en sýnir
þó hver hætta er fólgin í ein-
okun af þessu tagi. Stuðnings-
menn einkaframtaks hljóta
einnig að gera sér grein fyrir
því, að einstök einkafyrirtæki
í landinu eru komin í þá stöðu
á sínu starfssviði að frjálsri
samkeppni getur stafað hætta
af.
Það er fyllsta ástæða til
þess fyrir stuðningsmenn
einkaframtaks og frjálsrar
samkeppni að huga vel að sín-
um málum. Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur jafnan verið og
mun verða helzta brjóstvörn
hins frjálsa framtaks í land-
inu. Það er nauðsynlegt fyrir
forystusveit Sjálfstæð-
isflokksins og ráðherra að
huga vel að þessum grund-
vallarþætti í samfélagi okk-
ar.“
. . . . . . . . . .
25. janúar 1987: „Samtíminn
krefst þess af stjórn-
málaflokkum, að þeir byggi
mjög á foringjum sínum í
kosningaslag. Flokks-
formaður án öflugra sam-
starfsmanna og bar-
áttusveitar má sín hins vegar
lítils, þegar að því kemur að
fást við hin daglegu viðfangs-
efni stjórnmálamanna. Þótt
nauðsynlegt sé að hafa sterk-
an foringja, er hitt jafn vara-
samt fyrir stjórnmálaflokk að
eiga ekkert annað en sterkan
foringja. Jón Baldvin Hanni-
balsson áttaði sig á hættulegri
stöðu sinni að þessu leyti og
kallaði með aðstoð Gylfa Þ.
Gíslasonar á Jón Sigurðsson,
forstjóra Þjóðhagsstofnunar,
í efsta sæti listans í Reykja-
vík. Þar með sameinuðust
þeir ættbogar, sem hafa sett
svip sinn á Alþýðuflokkinn og
klofning innan hans í hálfa
öld. Er opinskátt rætt um Jón
Sigurðsson sem arftaka Jóns
Baldvins á formannsstóli í
flokknum. Jón Sigurðsson
segist að vísu ekki sjálfkjör-
inn til neins eftir að hann var
sjálfkjörinn í prófkjöri Al-
þýðuflokksins.“
. . . . . . . . . .
26. janúar 1997: „Ef miðað er
við ummæli, sem Morg-
unblaðið hafði í gær eftir
Halldóri Björnssyni, for-
manni Dagsbrúnar, er erfitt
að festa hendur á því, sem um
er að ræða. Í frásögn af sam-
tali við formann Dagsbrúnar
segir m.a.: „Aðspurður hvað
felist í kröfum Dagsbrúnar
um aðlögun taxta að greidd-
um launum, sagði Halldór
Björnsson, formaður Dags-
brúnar að þar væru menn að
tala um að skoða þá leið, að
taka ýmsar sporslur inn í
kaupið. „Það getur allt komið
til greina í því sambandi nema
vaktaálag eða vakta-
skiptagjöld. Það er vonlaust
að það gæti gengið,“ sagði
hann.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/