Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 40

Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 40
40 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UMRÆÐA um staðsetningu happ- drættisvéla eða spilakassa eins og þeir eru venjulega kallaðir hefur verið fyr- irferðarmikil upp á síðkastið og sýnist sitt hverjum. Málið er viðkvæmt bæði vegna þess að mann- úðarstarf af ýmsum toga er fjármagnað með tekjum af spilakössum og líka vegna þess að með lagasetningu árið 2005 var kveðið á um að einungis þeim sem náð hafa 18 ára aldri er heimilt að spila pen- ingaspil. Reyndar gildir þetta aldurstakmark ekki um öll peningaspil. Eldri lög og reglugerðir sem settar hafa verið t.d. um flokkahapp- drætti fela ekki í sér að viðkomandi þurfi að vera orðinn 18 ára til að mega spila. Enn önnur ástæða þess að málið er eldfimt er að niðurstöður rann- sókna gefa vísbendingar um að sá hópur sem stundar það að spila viku- lega og daglega virðist fara stækk- andi. Telja má að þeir sem spila pen- ingaspil daglega eða oft á dag tilheyri þeim hópi sem misst hefur tökin á þessu atferli og hefur ánetjast pen- ingaspilum. Í þessari umræðu hefur athygli manna beinst helst að spilakössum fremur en öðrum tegundum af pen- ingaspilum ekki síst vegna þess að þeim hefur fjölgað mikið á síðustu tveimur árum. Ekki er hægt að full- yrða að ein tegund peningaspila sé skaðlegri en önnur. Hitt er annað að spilakassar laða spilendur sérstaklega að vegna þess áreitis sem þeir fram- kalla. Ánetjunaráhrif spilakassanna eru því talin vera meiri en t.a.m. ánetj- unaráhrif skafmiða eða lottós. Annar vettvangur peningaspila er Netið. Flest ungmenni nú til dags hafa að- gang að Netinu. Ekki er gott að henda reiður á hve stór hópur ungmenna hefur ánetjast peningaspilum á Net- inu s.s. netpóker. Flest- ar rannsóknir sýna að drengir eru í miklum meirihluta þeirra sem spila peningaspil. Vís- bendingar eru einnig um að tengsl séu á milli spilafíknar og þeirra sem hafa verið greindir með ofvirkni og athygl- isbrest. Á meðan ýmsar aðrar þjóðir eru að berjast gegn því að pen- ingaspilamennska auk- ist virðist sem þessi iðja fari ört vaxandi hér á Íslandi. Norð- menn hafa t.d. gengið svo langt að banna spilakassa frá og með 1. júlí 2007. Eins og málum er háttað hér á landi er um að ræða löglega starfsemi, iðju sem veltir gríðarlegu fé. Æskilegt er að almenningur sé ávallt upplýstur um skiptingu á gróða þessara fyr- irtækja á hverjum tíma. Þar sem þessi iðja virðist eins og sakir standa vera komin til að vera er mikilvægt að hugmyndafræðin að baki peningaspilamennsku á Íslandi sé fullkomlega ábyrg. Til að svo megi vera þarf a.m.k. þrennt að koma til. 1. Samræming laga og reglugerða sem kveða á um að aldurstakmark til að spila peningaspil sé 18 ára. 2. Að spilasalir séu í lokuðu rými og að þangað leggi leið sína einungis þeir sem náð hafa 18 ára aldri. 3. Að spilakössum sé valinn staður fjarri íbúðarhverfum og öðrum fjöl- skyldukjörnum. Það er vissulega hverjum full- orðnum einstaklingi í sjálfsvald sett hvort hann spilar peningaspil, hvort sem það eru spilakassar eða einhver önnur tegund peningaspila. Gera má ráð fyrir því að ákveðinn hópur stundi þessa iðju með ábyrgum hætti sér til gamans endrum og eins. Pen- ingaspilamennska er hins vegar ekki og getur aldrei orðið fjölskyldu- skemmtun. Hver á að fjármagna meðferð- arúrræði fyrir spilafíkla? Eins og önnur upplýst vestræn samfélög höfum við samfélagslega ábyrgð gagnvart spilafíklum eins og öðrum þeim sem af einhverjum orsök- um missa tökin í lífinu. Meðferðarstöðvar kosta fé. Ég tel að það sé bæði rökrétt og réttlæt- anlegt að tekið verði gjald af rekstr- araðilum peningaspila, fyrirtækjunum Háspennu og Íslandsspilum, sem not- að verði í fræðilegar rannsókir á þess- um málaflokki og til að reka meðferð- arprógramm fyrir þá sem haldnir eru spilafíkn. Slíkt fordæmi fyrirfinnst nú þegar í nágrannalöndunum. Íslandsspil og Háspenna standi straum af meðferð spilafíkla Kolbrún Baldursdóttir fjallar um spilafíkn og meðferð- arúrræði »Eins og önnur upp-lýst vestræn sam- félög höfum við sam- félagslega ábyrgð gagnvart spilafíklum eins og öðrum þeim sem af einhverjum orsökum missa tökin í lífinu. Kolbrún Baldursdóttir Höfundur er sálfræðingur. Formúla-1 | Fótbolti | Golf | Handbolti | Körfubolti | Úrslitaþjónustan | Fréttir vikunar | SMS þjónusta Áfram Ísland! Fréttirnar • Úrslitin • Næstu leikir • Riðlarnir • Staðan Fylgstu með HM á mbl.is! Allt sem þú vilt vita um HM í handbolta í Þýskalandi er á mbl.is. Blaðamenn á staðnum flytja þér fréttir af keppninni jafnóðum og þær gerast ásamt viðtölum við landsliðsmenn og þjálfara. Fylgstu með á mbl.is og styddu strákana. Íþróttir TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA Sími 533 4040 jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17.Dan V.S. Wiium hdl., OPIÐ HÚS í dag, sunnud., kl. 15-17 SKELJAGRANDI 6 - 107 REYKJAVÍK Sérhæð í litlu fjölbýlis- húsi ásamt stæði í bíla- geymsluhúsi. Mjög rúm- góð íbúð á efri hæð til vinstri. Stærð 106,8 fm. Einnig geymsla í kjallara 17,0 fm og stæði í bíla- geymslu 30,9 fm. Eignin er alls 154,7 fm auk mikillar sameignar. Sérinngangur. Gott ástand, mikið endurnýjuð eign. Verð 29,0 millj. Kristín tekur á móti áhugasömum í dag milli kl. 15 - 17. lögg. fasteignasali Kristinn Valur Wiium sölum., s. 896 6913 - Ólafur Guðmundsson sölustjóri, s. 896 4090 Ármúla 21 • Reykjavík • kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Hraunhamar fasteignasala kynnir glæsilega, vel skipulagða 104,7 fm íbúð á frábærum útsýnisstað í 4ra íbúða húsi við Kríuás 3 í Áslands- hverfi í Hafnarfirði. Íbúðin er með sérinngangi og er smekklega innrétt- uð með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, barnaherbergi, hjónaherbergi, baðherbergi og þvottahús/geymslu. Parket og flísar. Gólfhiti á baði og í for- stofu. Fallegur afgirtur sólpallur. Glæsileg eign. Verð 27,4 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, sími 896 0058. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Kríuás - Hf. Hraunhamar fasteignasala kynnir mjög glæsilega 96 fm 3ja herb. íbúð með sérinngangi, vel staðsett í Laxa- lind í Kópavogi. Eignin skiptist í for- stofu, hol, stofu, borðstofu, tvö herbergi, þvottahús, eldhús, bað- herbergi og geymslu. Fallegar inn- réttingar og gólfefni eru parket og flísar. Góð afgirt verönd. Verð 25,9 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, sími 896-0058. Laxalind - Kóp. - Laus strax Hraunhamar fasteignasala kynnir mjög fallega, rúmgóða 115 fm íbúð á 1. hæð (jarðhæð) auk 20,5 fm bíl- skýlis í góðu klasahúsi, vel staðsett á frábærum útsýnisstað við Sjávar- grund í Garðabæ. Eignin er með sér inngangi og skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, setustofu, baðher- bergi, tvö barnaherbergi og hjónaherbergi. Í kjallara er sjónvarpshol, þvotta- hús, geymsla og bílageymsla. Fallegar innréttingar og gólfefni. Glæsilegt út- sýni. Frábær staðsetning. Verð 28,8 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi, sími 896 0058. Sjávargrund - Hf. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.