Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 43

Morgunblaðið - 28.01.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2007 43 ÞAÐ er fyrir löngu kominn tími til að auka réttindi og áhrif ungs fólks í samfélaginu. Einn þáttur í því er að allir 16 ára og eldri fái að kjósa sér fulltrúa í sveitarstjórnir og á Alþingi, það er aukið lýðræði. Með þessu yrði ábyrgð ungs fólks aukin og því gert kleift að taka þátt í mót- un samfélagsins eins og það á réttmæta kröfu til. Árið 1984 var al- mennur kosningaaldur á Íslandi lækkaður úr 20 árum í 18 ár. Nú er tími til að auka enn þátttöku ungs fólks í lýðræðinu og færa kosningaaldur í 16 ár. 16 ára ein- staklingur í íslensku samfélagi er orð- inn virkur þátttakandi í þjóðfélaginu, hefur lokið grunnskóla og ætti að vera tilbúinn til að taka á sig þá ábyrgð sem felst í því að kjósa sér fulltrúa á Alþing og í sveitarstjórnir. Það ætti einnig að vera sjálfsagður réttur þessa unga fólks. Frumkvæði í lýðræði Í nágrannalöndum okkur er verið að kanna þessi mál og það væri ósk- andi að Íslendingar tækju frumkvæði í því að auka lýðræði og þátttöku ungs fólks í þjóðfélaginu. Kosninga- réttur allra eldri en 16 ára er í athug- un í Bretlandi og hefur Græniflokk- urinn í Englandi og Wales sett þessa kröfu í stefnuskrá sína og það sama hafa Frjálslyndir demókratar í Bret- landi og Þjóðarflokkurinn í Skotlandi gert. Í Finnlandi hefur Miðjuflokkurinn lagt til að tilraun verði gerð á einstökum svæðum í næstu sveitarstjórn- arkosningum, sem verða 2008, þar sem 16 ára Finnar fengju að kjósa. Í Svíþjóð hefur Umhverfisflokkurinn haft það á stefnuskrá sinni að lækka kosn- ingaaldur niður í 16 ár til þess að freista þess að auka þátttöku ung- menna í pólitískri um- ræðu. Í Noregi hefur Frjálslyndi flokkurinn sett þetta mál í stefnuskrá sína og það sama má segja um flokka á hollenska þinginu, í Kanada, Ástr- alíu og í Austurríki, svo nokkur lönd séu nefnd. Nú þegar hafa 16 ára ungmenni kosningarétt í löndum eins og í Bras- ilíu, Níkaragúa og á Kúbu. Í Króatíu, Serbíu og Svartfjallalandi hafa ung- menni á vinnumarkaði, sem eru orðin 16 ára, einnig kosningarétt. Norski félagsfræðingurinn Stein Ringen hefur fjallað um þátttöku ungs fólks og barna í lýðræðinu (Citi- zens, Families and Reform, Clarend- on Press, Oxford 1997) og Torfi H. Tulinius prófessor við Háskóla Ís- lands hefur einnig fjallað um málið á áhugaverðan hátt. Rök með og á móti Helstu rökin fyrir því að 16 ára ein- staklingar hljóti kosningarétt eru þau að það muni smám saman leiða til breyttra áherslna í landsmálunum þar sem kjörnir fulltrúar landsins myndu leitast við að verja hagsmuni stærri hluta þjóðarinnar. Kosninga- réttur hefði þroskandi áhrif á ungt fólk og það yrði að ábyrgum þátttak- endum í samfélaginu. Rök gegn því að ungt fólk fái kosn- ingarétt eru til dæmis þau að börn og unglingar búi ekki yfir vits- munaþroska til að taka afstöðu í þjóð- málum eða sveitarstjórnarmálum, að þau láti tilfinningar ráða fremur en dómgreindina og séu líklegri til að verða fórnarlömb áróðursmeistara. Öll þessi rök lýsa vantrausti á ungt fólk og hafa reyndar einnig verið not- uð á liðnum tímum til að koma í veg fyrir að konur, eignalausir, undir- okaðir kynþættir og jafnvel almenn- ingur hljóti kosningarétt! Krafa okkar í upphafi 21. ald- arinnar hlýtur að vera sú að allir 16 ára og eldri fái kosningarétt. Ungt fólk fái að kjósa Hlynur Hallsson fjallar um kosningarétt ungs fólks »Krafa okkar í upp-hafi 21. aldarinnar hlýtur að vera sú að allir 16 ára og eldri fái kosn- ingarétt. Hlynur Hallsson Höfundur er varaþingmaður Vinstri- hreyfingarinnar græns framboðs. Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 284,2 fm einbýli á tveimur hæðum, þar af 32 fm bílskúr. Sér 2ja her- bergja íbúð á jarðhæð. Glæsileg ca 100 fm verönd með skjólvegg og heitum potti til suðurs. Á efri hæð er forstofa, tvö svefnherbergi, bað- herbergi, stofur og eldhús. Á neðri hæð er sjónvarpshol, tvö svefn- herbergi, baðherbergi, saunaklefa og þvottahús. 8048. V. 68,0. Skógarhjalli - Með auka íbúð 254,4 fm glæsilegt raðhús/tengihús á tveimur hæðum með bílskúr á góðum útssýnisstað í Kórahverfinu í Kópavogi. Húsið verður fullbú- ið að utan, steinað í ljósum lit. Lóðin verður tyrfð og bílaplan hellu- lagt götumegin. Að innan verður húsið afhent fullbúið án gólfefna, flísar verða þó á aðalbaðherb. Húsið verður með gólfhita. Möguleiki er á breytingum í innréttingavali ef kaupendur koma með þær tím- anlega. V. 55-56,9 m. Hamrakór – Raðhús 89,1 fm 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í nýbyggingu við Klappar- stíg í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin skiptist í anddyri/gang, eldhús, stofu/borðstofu, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Íbúðin afhendist fullbúin með eikarparketi. Laus við kaupsamning. 5576. V. 32,2 m. Klapparstígur – Laus strax 126 fm mjög góð 4ra herbergja íbúð á fyrstu hæð með sérinngangi í nýlegu þriggja hæða fjölbýlishúsi. Glæsilegt útsýni. Íbúðin skiptist í anddyri, rúmgóða stofu, eldhús með borðkrók, þvottahús, baðher- bergi og þrjú svefnherbergi. Í kjallara er sér geymsla. Sér inngang- ur. 7972. V. 28,9 m. Kristnibraut – Laus strax 168,6 fm glæsilegt endaraðhús á fallegum útsýnisstað við Fjallalind í Kópavogi. Húsið sem stendur innst í botnlanga skiptist í forstofu, eldhús með borðkrók, hol, stofu, tvö baðherbergi, fjögur svefnher- bergi, þvottahús og fataherbergi. Húsið er á þremur pöllum. Mikil lofthæð er á efri hæð. Hiti í plani. Opið hús verður á morgun mánu- dag milli 17.00 og 19.00. 8059. V 49,9 m. Fjallalind – Glæsilegt 89 fm mjög góð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi fyrir 55 ára og eldri. Húsið er glæsilegt og er byggt árið 1992. Íbúðin skiptist í forstofu, stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, lítil geymsla og baðher- bergi. Í húsinu er húsvörður. Stutt er í skóla, þjónustu, miðbæinn og heilbrigðisþjónustu. Snorrabraut - 55 ára og eldri – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – EIGNIR ÓSKAST FYRIR ÁKVEÐNA KAUPENDUR Húsakaup auglýsir eftir ákveðnum eignum fyrir trausta aðila. Góðar greiðslur og rúmur afhendingartími. • 200-300 fm einbýlishús í Grafarvogi. • Íbúð í húsi fyrir eldri borgara í Reykjavík. • 2ja herbergja íbúð í nálægð við Háskóla Íslands. • 100-150 fm íbúð/sérhæð í hverfi 101 eða 105. • Einbýli, raðhús eða sérhæð í Vesturbæ eða á Seltjarnarnesi. • Einbýli eða raðhús í hverfi 105, verð á bilinu 40-55 milljónir. • Einbýli með aukaíbúð í Reykjavík eða Kópavogi, verð allt að 45 millj. • Raðhús í Reykjavík, verð allt að 38 millj. • Góð 3ja-4ra herbergja íbúð í hverfum 101, 105, 107 og 108. • Góð 2ja-3ja herbergja íbúð í lyftuhúsi í Smárahverfi. • 3ja herbergja íbúð í Hlíðarhverfinu, má þarfnast standsetningar. • 350-500 fm geymslu-/lagerhúsnæði. • 2500 fm verslunarhúsnæði í Reykjavík. • 100 fm skrifstofuhúsnæði í hverfi 105. • 350 fm vandað verslunarhúsnæði, miðsvæðiðs í Reykjavík. • 2000-2500 fm lagerhúsnæði m. góðri lofthæð og útisvæði á höfuðborgarsvæðinu. • Fjársterkir aðilar óska eftir byggingarlóðum á höfuðborgarsvæðinu. • Höfum einnig trausta kaupendur að öllum gerðum atvinnuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Frekari upplýsingar veitir Albert Björn Lúðvígsson í síma 840-4048. Halldór I Andrésson lögg. fasteignasali Sagt var: Aðsókn var tólf prósent meiri en í fyrra. Rétt væri: Aðsókn var tólf prósentum meiri en í fyrra. Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.